Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
55
Raunir strætisvagnafarþega:
Verður bæjarlíf-
ið að vera svona?
Til Velvakanda.
Þegar ég var á leið minni í stræt-
isvagni niður í miðbæ úr Breiholtinu
fyrir rúmum mánuði síðan horfði
ég upp á tvö atvik, sem ég hef
ekki séð fyrr eða síðar í strætis-
vagni. Atvik þetta líður mér vart
úr minni síðan, í hvert sinn sem ég
ferðast með vögnunum.
Þannig var, að ég kom upp í
vagninn í Neðra-Breiðholti eins og
venjulega og átti erindi niður í bæ.
En þegar strætisvagninn var að aka
vestur Álfabakkann og var nýlagð-
ur af stað frá biðstöðinni þar koma
þijár unglingsstúlkur hlaupandi frá
Bíóhöllinni og veifa vagnstjóranum
í sífellu til að gefa honum til kynna
að þær ætli að koma með vagnin-
um, þó hann hafi verið lagður af
stað af biðstöðinni og þær ekki náð
þangað í tíma. Ég tók eftir því að
allir í vagninum sáu stúlkumar því
þær komu hlaupandi á móti vagnin-
um. Og vagnstjórinn hlýtur að hafa
gert það líka, sem reyndar kom á
daginn síðar að hann gerði vel og
greinilega. En bíðum við. í stað
þess að stöðva vagninn aftur og
doka við einhveijar sekúndur var
vélin þanin og vagninn einfaldlega
brunaði framhjá stúlkunum, eins
og vagnstjóranum kæmu þessir
ungu farþegar ekkert við.
Það er með ólíkindum hve starfs-
fóik víða, sérstaklega opinbert
starfsfólk á sumum stöðum, getur
sýnt yngri borgurum þessa lands
mikla fyrirlitningu. Rétt eins og
þeir hafí lítil sem engin mannrétt-
indi. Stúlkumar urðu að vonum
fyrir miklum vonbrigðum með þessa
framkomu vagnstjórans, sem mátti
heyra í örvæntingarfullum köllum
þeirra til að reyna að vekja samúð
vagnstjórans með sér. En allt kom
fyrir ekki. Þessi strætisvagn var
greinilega ekki fyrir alla. Aðeins
þá sem eitthvað áttu undir sér.
Enda hneyksluðust fleiri farþegar
en ég á þessari framkomu vagn-
stjórans.
Ekki tók betra við þegar í bæinn
kom. Við biðstöðina við Landsspít-
alann gekk einn farþeginn fram í
til vagnstjórans um leið og hann
yfírgaf vagninn. Var hann greini-
lega eitthvað að ræða þetta atvik
við vagnstjórann. Svaraði vagn-
stjórinn farþeganum fullum hálsi
svo að svör hans fóru ekki framhjá
neinum sem í vagninum var. Hann'
sagðist „bara ekkert mega vera að
því að bíða eftir svona farþegum,
tímaáætlunin væri svo þröng"!
Takk fyrir. Farþegamir verða sem-
sagt að mæta afgangi hjá strætis-
vagnafyrirtækinu þegar svo ber
undir. Það vissi ég ekki fram að
þessu atviki. Eftir nokkrar aðfínnsl-
ur farþegans byrsti hinn ungi og
óeinkennisklæddi vagnstjóri sig ein-
faldlega og sagðist „ekkert mega
að vera að eyða tímanum f svona
þras“. Og með það ók hann vagnin-
um áfram og lokaði dyrunum án
þess að farþeginn hefði lokið máli
sínu. Átti hann fótum sínum ijör
að launa þegar hér var komið sögu. .
Þegar samtal þetta við Lands-
spítalann átti sér stað var klukkan
15:48. Það vom því sautján mínút-
ur þar til vagninn átti að hefja
næstu ferð frá Lækjartorgi aftur,
eða klukkan 16:05. Það var með
öðmm orðum kappnógur tími til að
vera á réttum tíma í næstu ferð.
Þannig að hvorki gat sú fullyrðing
vagnstjórans átt við rök að styðjast
að hann hafí verið svo seinn , né
hin að hann hafí ekki haft tíma til
að doka við nokkur andartök eftir
ungu stúlkunum.
I tilefni alls þessa vil ég benda
borgaryfirvöldum á að brýna fyrir
öllum starfsmönnum sínum, þó sér-
staklega starfsmönnum SVR, þar
sem einna mest reynir á mannleg
samskipti í bænum okkar, að gefa
sér meiri tíma til að sinna bæjarbú-
um þegar aðstæður sem þessar
koma upp. Sérstaklega að temja sér
hlýju og tillitssemi við yngri borgar-
ana, sem enn eru að læra á lífið
og tilveruna. Og ekki síður við elstu
borgarana, sem ekki geta alltaf
brugðist við eins og við hin.
En þá þarf líka að skapa starfs-
mönnum skilyrði til þess að geta
komið svona fram við fólk. Mikið
vantar á að svo sé. Verst af öllum
eru líklega vinnuskilyrði strætis-
vagnastjóranna hér í borginni. Auð-
vitað verður að leysa mennina af á
vaktinni sinni svo þeir geti átt nokk-
ur mannleg andartök einhvem tíma
vinnunnar. Það er varla hægt að
ætlast til að lund þeirra bresti ekki
undir þessari stanslausu pressu.
Það er varla hægt að vera mannleg-
ur undir svona þrýstingi, og það
er beinlínis til skammar hvemig
búið er að þeim með vinnuskilyrði
eins og nú er. Þeir eru fólk líka.
Kurteisi og tillitssemi er einmitt
það sem við þörfnumst einna mest
í þessu því miður hraða, harða og
fírrta þjóðfélagi, sem við búum í
núorðið. Sérstaklega að sýna öðm
fólki og minni máttar meira um-
burðarlyndi en gert er víða í dag.
Nauðsynlegast er þetta í opinberum
* fyrirtækjum, sem flestir þjóðfélags-
þegnar em nauðbeygðir til að eiga
samskipti við stóran hluta ævi
sinnar. Mér fínnst sífellt síga á
ógæfuhliðina víðast hvar í þessum
mannlegu málum í þjóðfélagi okk-
ar, því miður. Er ekki hægt að snúa
þessari þþróun við á einhvem hátt?
Eða hvað fínnst ykkur lesendur
góðir? Verður bæjarlífíð okkar
virkilega að vera svona?
6322-8435
Þessir hrlngdu ...
Stakkur í óskilum
Á Rekagranda er í óskilum blár
stakkur með vömmerkið Cube.
Hann hefur sennilega fokið af
þvottasnúm í vikunni fyrir versl-
unarmannahelgi. Upplýsingar í
síma 14357.
Hryssa tapaðist
Tapast hefur hryssa, 13 vetra,
frá Traðarholti í Stokkseyrar-
hreppi. Síðast sást til hennar í
vetur í landi Brattholts. Hryssan
er meðalstór, faxlítil, stygg og ör
eftir meiðsli, sem fínnast á öðmm
afturfæti. Hún er afar töltgeng.
Þeir sem upplýsingar geta gefíð
um hvarf hryssunnar em vinsam-
legast beðnir að hafa samband
við lögregluna á Selfossi. Heitið
er 10.000 króna fúndarlaunum.
Hestartýndir
Fimmtudaginn 21. júlí síðast-
liðinn töpuðust frá Skógarhólum
í Þingvallasveit fjórir hestar.
Bleikblesóttur sex vetra hestur,
faguijarpur sjö vetra hestur
(markaður biti framan vinstra),
brúnn foli fjögurra vetra og full-
orðinn ljósrauður hestur. Tveir
þeir fyrst nefndu em á jámum
og botnum að framan, en hinir
ójámaðir. Þeir sem hafa orðið
hestanna varir em vinsamlegast
beðnir að láta vita í sima 98-
22606/22660 (Helgi) eða
91-27022 á daginn og 91-44607
á kvöldin (Eiríkur).
Verið vakandi við
innkaupin
Sigríður hringdi:
„Eg hef oft verið að hugsa um
að það þyrfti að benda fólki á að
vera vakandi við búðarkassann
þegar það er að kaupa inn. Ég
hef margoft orðið fyrir því að of
hátt verð sé stimplað inn á kass-
ann. Og sums staðar er ekki beð-
ist afsökunar þegar bent er á
mistökin."
Óánægð með
ferðatryggingn
Kona hringdi:
„Ég fór í ferðalag til Spánar í
sumar en varð veik þar og þurfti
af þeim sökum að fara heim. Ég
hafði læknisvottorð upp á að það
hefði verið nauðsynlegt fyrir mig.
En tryggingafélagið, sem ég hafði
keypt sjúkra- og slysatryggingu
hjá vildi ekkert borga, nema lækn-
iskostnaðinn sem var einungis
5000 pesetar. Ég hefði viljað fá
hiuta ferðarinnar endurgreiddan
og hélt að ég hefði einmitt tryggt
mig fyrir ferðarofí eins og þessu.
En tryggingafélagið sagði skil-
málana segja annað þótt ekki sjái
ég það. Eg er ægilega sár út í
tryggingafélagið enda er þetta
mikið íjárhagstjón fyrir mig.“
Staðgreiðsluaf sláttur
aðeinshjáJL?
Torfi Ólafsson hringdi:
„Hvemig stendur á því, að 5%
staðgreiðsluafslátt er aðeins að
fá hjá Jóni Loftssyni en ekki hin-
um stórmörkuðunum þegar greitt
er með reiðufé en ekki greiðslu-
korti? Ég nota aldrei greiðslukort
og mér þykir sjálfsagt að kortha-
far borgi sjálfir þann kostnað sem
af þeim hlýst."
Rúmföt í óskilum
Rúmföt í svörtum plastpoka
fundust innarlega í Hvalfírði
föstudaginn fyrir verslunar-
mannahelgina um kl. 18. Senni-
lega hafa þau dottið af bílgrind.
Upplýsingar í síma 672622.
Köttur í óskilum
Svartur köttur með litla hvíta
blesa á bringu er í óskilum á Staf-
holti, Reynimel 66. Þetta er ungur
fress og ómerktur. Upplýsingar í
síma 12179.
FLUGLEIDIR
TiLKYNNA
BR0TTFÖR:
frönsku rivierunni
4. - 7. september.
Verðfrákr.
19.425, - *
Hótel Don Gregoris - Beaulieu 3ja stjörnu.
Hótel Savoy - Cannes 3ja stjörnu.
Hotel Du Parc - Juan Les Pins 4ra stjörnu**
Innifalið: Gisting (i 2ja manna herbergi), morgun-
verður, dagsskoðunarferð til St. Tropes. Hálfs dags
skoöunarferö til Monaco, fyrir gesti á Hotel Don
Gregoris. Hálfs dags skoðunarferð til St. Paul De
Vence fyrir gesti Hotel Savoy og Hotel Du Parc.
Brottförfrá Keflavík 4. sept. kl. 08.30.
og lent í Nice kl. 14.30. að staðartíma.
Brottförfrá Nice 7. sept. kl. 05.00.
Lent í Keflavík kl. 07.00 að íslenskum
tíma.
* Auk flugvallarskatts kr. 900,-
** Hotel Du Parc kostar 3.245 kr. aukalega.
Aukagjald i einbýli:
Á Hótel Don Gregoris og Hótel Savoy kr. 3.780,-
Á Hórel Du Parc kr. 4.125,-
Allar nánari upplýsingar gefa Feróaskrifstofur
og Flugleiðir í síma 690100 eða 25100.
FUJGLEIDIR