Morgunblaðið - 09.08.1988, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.08.1988, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 3 Heimsókn Þorsteins Pálssonar til Banda- ríkjanna hefst í dag Hittir Reagan forseta á morgun OPINBER heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra til Bandaríkjanna hefst í dag. Á morgnn mun Þorsteinn eiga fund með Ronald Reagan Bandaríkjaf orseta. Þorsteinn og kona hans, Ingi- björg Rafnar, héldu á sunnudag til New York. Þaðan er farið til Þórsmörk; Eldhúsbíll á hliðina í Steinholtsá Selfossi. ELDHÚSBÍLL frá ferðaskrif- stofu Guðmundar Jónassonar hf fór á hliðina í Steinholtsá á leið- inni í Þórsmörk síðdegis í gær. Þrennt var í bílnum. Fólkið meiddist ekki og komst klakk- laust i land. Mikið vatn var í ánum í Þórsmörk i gær og var veginum þangað lokað þegar leið að kvöldi. Rútubifreið sem fylgdi eldhús- bílnum snéri frá þegar honum hlekktist á í ánni. Fólkið fór að Hellu þar sem það beið eftir nýjum tjöldum og búnaði en matföng og búnaður þess var í eldhúsbílnum. Undir kvöld voru stór tæki send til að ná bílnum úr ánni. Rútubifreið frá Ferðamiðstöð Austurlands snéri einnig frá Steinholtsá síðdegis í gær. Andrews-herflugvallarins, þar sem verður stutt móttökuathöfn en síðan fljúga þau hjón ásamt fylgdarliði til Washington. Síðdeg- is tekur varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, John C. White- head, á móti Þorsteini við Was- hington-minnismerkið. Fyrir hádegi á morgun funda þeir Reagan og Þorsteinn í Hvíta húsinu, en að fundi þeirra loknum heldur Reagan hádegisverðarboð til heiðurs Þorsteini. Heimsókn forsætisráðherra lýk- ur á föstudag. í fylgdarliði forsæt- isráðherrahjónanna eru Guðmund- ur Benediktsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Jónína Mich- aelsdóttir aðstoðarmaður ráð- herra, Geir H. Haarde alþingis- maður, Helgi Ágústsson skrif- stofustjóri í utanríkisráðuneytinu og Þorsteinn Ingólfsson skrif- stofustjóri í varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Einn af færeysku loðnubátunum siglir drekkhlaðinn heim í gær Morgunbiaðið/Kristján Þ. Jónsson. Færeyskir loðnubátar á heimleið TF-SÝN, flugvél Landhelgis- gæslunnar, fór í eftirlitsflug um miðin við landið í gærdag. Út af Norðurlandi kom áhöfn- in auga á sex færeyska loðnu- báta drekkhlaðna á heimleið. Svo virðist sem góður afli sé nú á loðnumiðunum norður af landinu. Einnig reyndust tveir færeyskir loðnubátar á veiðum um 80 mflur NV af Straumsnesi rétt við miðlínuna. Af öðrum fískiskipum sem TF-SÝN varð vör við má nefna að 28 skip voru að veiðum í svo- kölluðu reglugerðarhólfí á Strandagrunni og virtust vera í mokafla. Kjarasamningar flugmanna: TVö atríði brjóta í bága við bráðabirgðalögin - segir Indriði H. Þorláksson formaður Samninganefndar ríkisins Árnar í Þórsmörk voru í gærdag ekki færar nema stórum tveggja drifa rútubifreiðum. Litlir bílar lögðu ekki í ámar enda slíkt glæfra- spil við þessar aðstæður. I einni ánni flaut stór tveggja drifa rútubif- reið upp að aftan og þversum en komst klakklaust yfir. Mikil rigning var í gær á þessum slóðum, 17 stiga hiti og rok. -Sig. JÓns. FULLTRÚAR launadeildar fjármálaráðuneytisins, flugmanna Land- helgisgæslunnar og Félags íslenskra atvinnuflugmanna funda i dag um ágreining, sem kominn er upp vegna kjarasamnings FÍA við Flugleiðir, en flugmenn Landhelgisgæslunnar hafa ferigið laun greidd samkvæmt þeim samningi. Launadeildin telur tvö atriði í samningnum bijóta í bága við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanir frá því i vor. Indriði H. Þorláksson, formaður væru annars vegar 25 þúsund króna samninganefndar ríkisins, sagði að eingreiðsla til flugmanna og hins þau atriði sem samræmdust ekki vegar vemleg hækkun á svonefndu ákvæðum bráðabirgðalaganna „Jeppesens-gjaldi". Að hans mati væri um launauppbót að ræða. Hún hefði verið 5-7 þúsund, en sam- kvæmt samningnum hækkaði hún í 11-14 þúsund krónur. Deilt hefði verið á það að öryggismálum væri stefrit í hættu vegna þessarar launadeilu. Hin hliðin væri sú að öryggismál væm notuð til fram- dráttar mjög sérstæðum launakröf- um. Indriði benti á að samkvæmt Eignir lífeyrissjóðanna: 2-4% ávöxtun nægir að mati tryggingarfræðinga - segir Hinrik Greipsson, fulltrúi í stjórn Eftirlaunasjóðs Utvegsbankans greinargerð ríkislögmanns hefðu samningamir í álverinu í Straumsvík gengið lengra en bráða- bráðabirgðalögin heimiluðu. Engin viðurlög væm í lögunum og því væri erfítt að taka á brotum, en ríkið sem slíkt gæti ekki litið fram- hjá þeim lögum sem í gildi væm. Bogi Agnarsson, flugmaður hjá Landhelgisgæslunni, sagði að deil- an snerist um túlkun á kjarasamn- ingi FÍA og Flugleiða. Þessi samn- ingur hefði verið borinn undir Vinnuveitendasambandið og ekki talinn bijóta í bága við bráðabirgða- lögin. Auk þess væm dagpeningar flugmanna gæslunnar skattlagðir en ekki flugmanna Flugleiða. Þessi deila hefði valdið því að yfírflug- stjóri gæslunnar væri kominn í ársfrí og því aðeins tveir flugstjórar eftir. Það tæki tíma að þjálfa upp fleiri menn. Flugmenn Landhelgis- gæslunnar mættu ekki fara í verk- fall, en það væri deilt á þá fyrir að vinna samkvæmt kjarasamning- um og taka lögboðin frí sín. ÞÓ nú sé hávaxtatímabil hef ég ekki séð ástæðu til þess að eltast við það þar sem tryggingafræðingar hafa talið 2-4% ávöxtun á eign- um lífeyrisssjóðanna nægja fyrir skuldbindingum þeirra," sagði Hin- rik Greipsson, fulltrúi starfsmanna í eftirlaunasjóði Útvegsbankans, en í Morgunblaðinu fyrir helgi er skýrt frá því að nokkuð sé mismun- andi hvaða vexti lífeyrissjóðirnir taka af verðtryggðum lánum, þó flestir þeirra taki meðalvexti bankanna, sem hafa verið 9,5% á þessu ári. Lífeyrissjóðir Landsbanka og Seðlabanka, Úvegsbanka, Búnaðar- banka og Verkfræðingafélagsins hafa tekið 3,5% vexti, en Eftirlauna- sjóður Búnaðarbankans hækkaði vexti sína í 5% 1. júlí síðastliðinn. „Mér finnst það eins og að hengja bakara fyrir smið að hækka vexti hjá þeim sem hafa fengið verð- tryggð lán vegna hinna sem fengu óverðtryggð lán úr sjóðunum • og fengu lánin niðurgreidd að segja. Þeir sem fengu lán fyrir 10-15 árum eru komnir nær eftirlaunaaldrinum og ég hef því ekki séð knýjandi ástæðu til þess að hækka vextina," sagði Hinrik aðspurður um þá rök- semd að sjóðimir væru að bæta sér upp það tap sem varð þegar lífeyris- fé var óverðtryggt til þess að koma þurfí til minni skerðingar lífeyris. Hann sagði að eftirlaunasjóður Útvegsbankans hefði fylgt ríkis- bönkunum í ákvörðunum um vexti, en undanfarið hefði ríkt óvanalegt ástand í sjóðnum, þar sem ekki hefði verið skipað í stjóm hans eft- ir stofnun Útvegsbankans hf. Sigtryggur Jónsson hjá eftir- launasjóði Landsbanka og Seðla- banka sagði að ýmsar ástæður væm fyrir því að sjóðurinn hefði ekki tekið hærri vexti en 3,5%. Hins vegar væm þessir vextir nú til endurskoðunar. Ekki væri enn ljóst hver niðurstaða þeirrar endur- skoðunar yrði, en sér þætti ekki ólíklegt að vextimir ættu eftir að breytast innan tíðar. Aðspurður um hvort lífeyrissjóðurinn þyrfti ekki háa vexti til þess að skerðing lífeyr- is yrði minni en ella vegna áranna áður en verðtrygging gekk í gildi, sagði hann að ekki hefði reynt á það ennþá. Hann benti á að sjóðs- stjómir væm ekki bundnar af því að taka hámarksvexti. Hugsanlega væri hægt að líta á þetta sem kjara- atriði og önnur verðbréfakaup gætu vegið upp á móti þessum lágu vöxt- um til sjóðfélaga. Það hefði þótt eðlilegra að fara þá leið, en vera með vexti á lánum til sjóðfélaga í hámarki. Kjartan Páll Einarsson hjá eftir- launasjóði Búnaðarbankans sagði að vextir sjóðsins á lánum til sjóð- félaga hefðu verið hækkaðir 1. júlí í 5% og sú ákvörðun yrði endurskoð- uð aftur eftir 5-6 mánuði. Það færi eftir hvað gerðist í vaxtamálum á næstu mánuðum, hvort þeir vextir giltu áfram eða yrðu hækkaðir frek- ar. Hann sagði að þessir sjóðir hefðu staðið mjög vel miðað við marga aðra í gegnum árin og félag- ar þeirra nytu ákveðinna hlunninda, þar sem lánin hefðu ekki fylgt öðr- um lánum. Sjóðir ríkisbankanna hefðu haft með sér samvinnu hvað varðaði útlánareglur og vexti þang- að til nú að sjóður Búnaðarbankans hefði ekki talið sig geta beðið leng- ur með að hækka vextina eitthvað. 15 mánaða fangelsi fyr- ir nauðgun M AÐUR um þrítugt hefur í Saka- dómi Reykjavíkur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa hinn 23. apríl síðastliðinn elt unga konu inn á heimili henn- ar, ráðist þar á hana og nauðgað henni. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni 200 þúsund krónur í skaðabætur auk alls sakarkostn- aðar. Maðurinn undi dómnum, sem Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp, og hefur þegar hafið af- plánun refsingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.