Morgunblaðið - 09.08.1988, Side 28

Morgunblaðið - 09.08.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 Shultz ómeiddur eftir sprengju- tilræði í Bólivíu La Paz, Reuter. SPRENGJA sprakk nálægt bíla- lest George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og fylgd- arliðs hans i Bólivíu í gær. Eng- inn slasaðist, en þrír bílar skemmdust, þar á meðal bill eig- inkonu Shultz. Sprengjan sprakk aðeins örfáum sekúndum eftir að bifreið Shultz hafði ekið framhjá henni, en þetta gerðist á leiðinni frá flugvellinum til höfuðborgar Bólivíu, La Paz. Nokkrar bifreiðar voru á leið fram- hjá sprengjunni þegar hún sprakk og þijár skemmdust. Rúða brotnaði í bifreið eiginkonu Shultz, sem er oftast í sérstökum bíl á ferðum þeirra. Hún slasaðist ekki. Þetta var fyrsta sprengjuárásin á George Shultz og sú fyrsta á háttsettan bandarískan embættis- mann síðan skotið var á Reagan forseta í mars árið 1981. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, Charles Redman, sagði að sprengjan gæti hafa verið dínamít-sprengja, sem líklega hefði verið sprengd með íjarstýringu. Fyrirhugað er að Shultz ræði við háttsetta bólivíska embættismenn, þar á meðal Victor Paz Estenssoro forseta, og verður baráttan gegn alþjóðlegu eiturlyfjasmygli helst til umræðu. Botswana: Sprenging í forsetaþotu Gaborone, Botswana. Reuter. QUETT Masire, forseti Afrík- uríkisins Botswana, slasaðist lítillega aðfaranótt mánudags er sprenging varð í þotu hans sem var á leið til Angólu. Sprengingin svipti hreyfli af hægri væng þotunnar og slasaðist Masire og annar maður af brotum sem þeyttust inn í farþegarýmið gegnum þotubúkinn. I skýrslu Botswanastjórnar var ekkert sagt um orsakir sprenging- arinnar en sagt að þotan hefði ver- ið á flugleið sem angólsk yfírvöld gáfu henni upp. GARÐASTAL Lausn á steypuskemmdum = HEÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 VOKVA- ViMDUR Dragnótavindur Togvindur Grandaravindur Veitum alhliða þjónustu: 1. Hönnun vökvakerfi 2. Setjum upp vökvakerfi 3. Seljum allan búnað í vökvakerfi 4. Gerum við og endurbætum vökvakerfi Tæknimenn okkar veita allar nánari upplýsingar. iJWDVEUWHF SMIEUUJEGI66, PÓSTHÓIF20, 202 KÚfWOGI, S. 9176600 Reuter Stúdentar og Búddamunkar sjást hér ganga í fylkingu inn í Shwedagon-pagóðuna í Rangoon i siðustu viku er miklar mótmælaaðgerðir fóru fram í borginni gegn stjórnvöldum. Var m.a. krafist afsagnar Sein Lwins sem nýlega tók við völdum af Ne Win hershöfðingja. Myndina tók erlendur ferðamaður. Burma: Þúsundir manna mót- mæla í Rangoon-borg Krafist umbóta í efnahags- og stjórnmálum Rangoon. Reuter. HERMENN, sem gættu rikisstjórnarbygginga í miðborg Rangoon, höfuðborg Burma, gerðu enga tilraun til að ráðast á tugþúsundir mótmælenda er báru borða með vígorðum um göturnar, þrátt fyrir herlög er banna slíkt, og hrópuðu slagorð gegn stjórn landsins. Mótmælt var pólitískum ofsóknum og versnandi lífskjörum. í hópi mótmælenda var fjöldi stúdenta, menntaskólanema og Búddamunka en að sögn stjórnarerindreka tókst stúdentum ekki að hrinda af stað allsheijarverkfalli í landinu eins og talið er að þeir hafi stefnt að. Ferðamenn , sem komið hafa til Gífurlegar verðhækkanir, eink- Bangkok í Thailandi frá Rangoon, um á hrísgijónum, dráp og aðrar segja að á götum borgarinnar séu vopnaðir hermenn, sumir með vél- byssur, í brynvörðum bflum og sandpokavígjum er reist hafa verið meðfram götunum. Umferð ann- arra en hermanna var bönnuð um sumar götumar. Margir af mótmæ- lendunum höfðu sett upp húfur eða grímur til að komast hjá því að leynilögregla gæti þekkt þá aftur en ofbeldi leynilögreglunnar er eitt af því sem valdið hefur mótmælun- um. ofbeldisaðgerðir gegn fólki sem stóð að mótmælum í mars og júní og meintar pyntingar andófsfólks eru meðal þess sem valdið hefur mestri gremju almennings í landinu. Lítið hefur borið á mótmælum í landinu þar til á þessu ári en það hefur verið undir einræðisstjóm sósíali- staflokks í meira en aldarfjórðung. Fyrir skömmu var skipt um leiðtoga og tók þá við völdum Sein Lwin af Ne Win hershöfðingja, sem ríkt hafði í 26 ár. Sein Lwin er talinn mjög illa þokkaður hjá almenningi vegna ofsókna gegn andófsmönn- um sem hann hefur borið ábyrgð á. Efnahagur Burma er í kaldakoli þrátt fyrir mikil náttúmauðæfi. Bretland: Fjölgnn í konungs- fjölskyldu London. Reuter. SARA Ferguson, hertogaynja af Jórvík, eiginkona Andrews Bretaprins, eignaðist i gær stúlku, sem er fyrsta barn þeirra hjóna. I tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni sagði að móðir og barn væru við bestu heilsu. Andrew Bretaprins var við- staddur fæðinguna en bamið var í heiminn borið á Portland- sjúkrahúsinu í London. Stúlkan reyndist vera rúmar 12 merkur að sögn talsmanns konungsfjöl- skyldunnar, sem lét þess getið að nafn hennar hefði enn ekki verið ákveðið. Sagði hann mikla gleði ríkja í röðum hinna konung- bomu vegna fæðingarinnar. Þetta er fyrsta bam þeirra Andrews og Söm. Á hinn bóginn er þetta fimmta bamabam Elísa- betar Bretadrottningar og mun litla stúlkan í framtíðinni bera sæmdarheitið prinsessa af Jórvík. Vesturbakkinn: Óánægja með stefnu Husseins Forystuhlutverk PLO dregið í efa Jerúsalem, frá Patrick Bishop, fréttaritara AHMED Al-Jarmi er reiður mað- ur, eins og við er að búast af manni, sem er í þann veginn að glata lífsviðurværi sínu. „Mér voru greiddir 120 jórdanskir dínarar (um 16.000 ísl. kr.) á mánuði og ég reiddi mig á þá peninga,“ segir hann. „Nú er ætlast til þess að ég lifi á einu kílói af rajöli frá Sameinuðu þjóð- unum og það er ekki einu sinni hreint.“ Al-Jarmi er einn 3.500 opinberra starfsmanna Jórdaníu, sem settir hafa verið á eftirlaun vegna þeirrar ákvörðunar Hus- seins Jórdaniukonungs að slita öllum tengslum við herná- mssvæði ísraela á vesturbakka Jórdanár. Þegar ísraelar ráku flóttann eftir Sexdagastríðið árið 1967 og herná- mu Vesturbakkann bauð Hussein konungur opinbemm starfsmönn- um Jórdaníu á Vesturbakkanum að þiggja laun áfram svo fremi sem þeir ynnu ekki fyrir sigurvegarana. Þessi góðgerðastarfsemi hefur þó ekki aflað Hussein þess fylgis, sem hann hafði vænst. Gamlingjamir í steikjandi hitan- um á aðaltorginu í Jalazone-flótta- Daily Telejfraph. mannabúðunum skammt frá Ra- mallah vom einróma í afstöðu sinni: „[Hussein] nýtur einskis stuðnings hér,“ segir einn hinna gömlu þula. „Frá því við fómm frá heimilum okkar [í ísrael] árið 1948 hefur honum mistekist að fínna nokkra lausn á vanda okkar." Þrátt fyrir fjárstuðning Husseins við Vesturbakkann vita Palestínu- arabar fullvel, að þeir peningar koma frá öðmm arabaríkjum og kunna honum því litlar þakkir fyr- ir. Af því veit Hussein og hefur það vafalítið haft áhrif á þá ákvörðun hans að þvo hendur sínar af Vestur- bakkanum og fela Frelsissamtökum Palestínu (PLO) ábyrgðina. Um leið hætti hann nær öllum fjárútlátum til Vesturbakkans. Hussein útilokar þann möguleika að Jórdanía komi við sögu í friðar- viðræðum í framtíðinni sem fulltrúi Palestínu. ísraelskir stjómmála- menn em þó efins um þessar stað- hæfingar Husseins og segja að um leið og upp komist að PLO hafi f raun engin völd á Vesturbakkanum neyðist Hussein til þess að taka við fyrra hlutverki sínu. Á Vesturbakkanum efast menn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.