Morgunblaðið - 07.09.1988, Page 20
O oppr 'jafiy.rTr'wnv y íTÍJOA(TIJ)IIVQrW QJ(íAJ9MUOSOM
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988
Morgunblaðið/Sverrir
Starfsfólk Þjóðleikhússins og aðrir þeir er standa að sýningum á vegum þess í vetur.
Fjóiián verkefni á vetrar-
dag'skrá Þjóðleikhússins
Leikið verður á þremur sviðum
NÝTT LEIKÁR hófst þjá Þjóð-
leikhúsinu þann fyrsta septem-
ber. Af þvi tilefni hefur vetrar-
dagskrá leikhússins verið kynnt
og eru þar eru alls 14 verkefni,
þar af ein ópera, tveir ballettar,
tvö barnaleikrit, fimm islensk
leikrit og fjögur erlend. Leikið
verður á þremur sviðum, þvi auk
sýninga á litla og stóra sviðinu
fœr Þjóðleikhúsið afnot af sviði
íslensku óperunnar, meðan óp-
eran Ævintýri Hoffmanns verð-
ur sýnd á stóra sviðinu.
Fyrsta verkefnið á stóra sviðinu
er Marmari eftir Guðmund Kamb-
an. Tvær forsýningar voru á verk-
inu á Listahátíð í vor, en áætlað
er að frumsýning verði 23. septem-
ber. Aðalhlutverkið leikur Helgi
Skúlason, Helga Bachmann er leik-
stjóri og höfundur leikgerðar,
Hjálmar H. Ragnarsson samdi tón-
listina og Karl Aspelund hannaði
búninga og leikmynd.
Þjóðleikhúsið og íslenska óperan
hafa samstarf um sýninguna á
Ævintýrum Hofftnanns eftir Jac-
ques Offenbach. óperan verður
frumsýnd þann 14. október á stóra
sviðinu. Leikstjóri er Þórhildur Þor-
leifsdóttir, hljómsveitarstjóri Anth-
ony Hose og með titilhlutverkið fer
Garðar Cortes.
Þann 11. nóvember verður frum-
sýnt leikritið Stór og smár eftir
Vestur-Þjóðveijann Boho Strauss.
Leikstjóri er Guðjón P. Pedersen,
Hafliði Arngrímsson þýddi verkið
og er jafnframt aðstoðarleikstjóri,
höfundur tónlistar er Hjálmar H.
Ragnarsson en leikmynd og bún-
inga gerði Grétar Reynisson. Með
aðalhlutverk í sýningunni fer Anna
Kristín AmgrímSdóttir.
Fjórða verkefnið á stóra sviðinu
er Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sig-
uijónsson. Frumsýning verður 26.
desember. Leikstjóri er Bríet Héð-
insdóttir, hönnuður leikmyndar og
búninga er Siguijón Jóhannsson,
tónlist er eftir Leif Þórarinsson en
með aðalhlutverk fara Þórarinn
Eyflörð, Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir og Amar Jónsson.
í byijun febrúar frumsýnir ís-
lenski dansflokkurinn nýjan ballett
eftir Hlíf Svavarsdóttur á stóra sviði
Þjóðleikhússins. Titill verksins hef-
ur ekki enn verið ákveðinn.
Fleira verður á döfinni hjá dans-
fiokknum í vetur. Meðal annars
verður ballettinn Faðir vor eftir Ivo
Cramér frumsýndur um jólin. Höf-
undurinn mun stjóma uppfærslunni
og verður dansað í kirkju.
Sjötta verkeftiið á stóra sviðinu
verður leikritið Haustbrúður eftir
Þórunni Sigurðardóttur. Hún mun
sjálf leikstýra sýningunni en Karl
Aspelund er höftmdur leikmyndar.
Með aðalhlutverk fara María Sig-
urðardóttir, Jóhann Sigurðarson og
Bríet Héðinsdóttir, en alls munu
um 20 leikarar taka þátt í sýning-
unni.
Leikritið Ofviðrið eftir William
Shakespeare verður frumsýnt á
stóra sviðinu í apríl á næsta ári.
Þýðinguna gerði Helgi Hálfdanar-
son en leikstjóri er Þórhallur Sig-
urðsson. Leikmynd og búninga ger-
ir Una Collins.
Þjóðleikhúsið mun fá Gamla bíó
til ráðstöfunar á meðan sýningar
standa yfir á Ævintýmm Hoff-
manns. Fyrsta verkefnið á sviðinu
þar er Hvar er hamarinn? eftir
Njörð P. Njarðvík. Farið var með
þetta verk í leikför um landið á
síðasta ári. Brynja Benediktsdóttir
hefur nú æft sýninguna upp á nýjan
leik og verður frumsýningin í októ-
ber. Tónlistin er eftir Hjálmar H.
Ragnarsson en hönnuður leikmynd-
ar og búninga er Siguijón Jóhanns-
son.
Annað verkefni Þjóðleikhússins í
Gamla bíói er leikritið Háskaleg
kynni eftir Christopher Hampton.
Karl Guðmundsson og Þórdís Bach-
mann þýddu verkið, Benedikt Áma-
son er leikstjóri og Karl Aspelund
hannar leikmynd og búninga.
Fýrirhugað er að sýna bamaleik-
ritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadótt-
ur á stóra sviðinu í janúar. Verkið
var sýnt fyrir 10 ámm í tilefni af
alþjóðlegu bamaári Sameinuðu
þjóðanna.
Að minnsta kosti þijú verkefni
verða frumsýnd á litla sviði Þjóð-
leikhússins í vetur. Þann 30. sept-
ember hefjast sýningar á leikritinu
Ef ég væri þú eftir Þorvarð Helga-
son. Leikstjóri er Andrés Sigurvins-
son, leikmjmd og búninga gerði
Guðrún Sigríður Haraldsdóttir en
tónlistin í verkinu er eftir Hilmar
Öm Hilmarsson.
Annað verkefnið á litla sviðinu
er Ljúfir dagar eftir Samuel Beck-
ett. Þýðandi og leikstjóri er Ámi
Ibsen, Karl Aspelund gerir leik-
mynd og búninga en aðalhlutverkið
er í höndum Sigríðar Þorvaldsdótt-
ur. Fmmsýnt verður í nóvember.
Um mánaðamótin október/nóv-
ember verður frumsýnt á litla svið-
inu nýtt verk eftir Valgeir Skag-
fjörð er nefnist Brestir. Leikstjóri
er Pétur Einarsson en leikmynd
gerir Gunnar Bjamason.
Leikárið 1988-1989 er tímamóta-
ár í sögu Leikfélags Reykjavíkur
og leiklistar á íslandi, en þetta
er 92. og siðasta leikár LR í Iðnó,
sem hefur hýst starfsemi þess
allt frá stofnun árið 1897. Á
verkefnaskránni í vetur eru 6
verkefni, þar af einn söngleikur,
bamaleikrit, nýtt íslenskt leikrit
og þijú erlend.
Fyrsta verkeftiið á leikárinu er
Sveitasinfonía, sem er nýtt leikrit
eftir Ragnar Amalds, en það verður
frumsýnt 20. september. Með aðal-
hlutverk fara Öm Ámason og Val-
gerður Dan, leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson, tónlist er eftir Atla
Heimi Sveinsson og leikmynd og
búningar em eftir Siguijón J6-
hannsson.
í aprfl síðastliðnum var frumsýn-
ing á Hamlet í leikgerð Kjartans
Ragnarssonar, og hefjast sýningar
á verkinu á ný í lok september.
Með aðalhlutverk fer Þröstur Leó
Gunnarsson, leikstjóri er Kjartan
Ragnarsson, tónlist er eftir Jóhann
G. Jóhannsson og Pétur Grétarsson
og leikmynd og búningar em eftir
Gretar Reynisson.
Milli jóla og nýárs verður frum-
sýndur söngleikurinn Maraþondans
eftir Ray Herman í þýðingu Karls
Ágústs Úlfssonar, sem jafnframt
er leikstjóri, en sýningar verða utan
Iðnó. Þetta er viðamikil sýning með
miklum Qölda leikara, dansara og
hljóðfæraleikara, en með aðalhlut-
verk fara Helgi Bjömsson og ólafía
Hrönn Jónsdóttir. Tónlistar- og
hljómsveitarstjóm er í höndum Jó-
hanns G. Jóhannssonar.
Um áramót verður frumsýnt leik-
ritið Sjang-Eng eftir Göran
Tunström í þýðingu Þórarins Eld-
jáms. Aðalhlutverk leika Sigurður
Siguijónsson og Þröstur Leó Gunn-
arsson, en leikstjóri er Láms Ýmir
Óskarsson.
Nýtt íslenskt bamaleikrit eftir
Olgu Guðrúnu Ámadóttur verður
frumsýnt í janúarlok, en það er
nafnlaust enn sem komið er. Aðal-
hlutverk leikur Edda Björgvins-
dóttir, leikstjóri er Ásdís Skúladótt-
ir, leikmynd og búningar em eftir
Hlín Gunnarsdóttur og Soffía
Vagnsdóttir sér um tónlistarstjóm.
Þijár systur eftir Anton Tsjekhov
verður frumsýnt fyrir páska. Aðal-
hlutverk leika Edda H. Backman,
Sigrún Edda Bjömsdóttir og Guð-
rún Gísladóttir, og leikstjóri er Stef-
án Baldursson.
Leikarar og aðrir starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur á síðasta leikárinu í Iðnó.
SÍÐASTA LEIKÁR LR í IÐNÓ