Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.09.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 90 nemendur úr Menntaskól- anum til Italíu NÍUTÍU manna hópur MA-inga halda tU Ítalíu næstkomandi fðstu- dag, 9. september. Nemarnir fá að vísu ekki stúdentshúfuna fyrr en næsta vor ef allt fer vel, en allt frá 1970 hefur það tiðkast að verðandi stúdentar fari í veglegt skólaferðalag að hausti áður en þeir setjast í fjórða bekkinn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þýskt rannsóknaskip kannar setmyndun í Norðurhöfum Tveir Íslendingar á meðal leiðangursmanna ÞÝSKA rannsóknaskipið Meteor kom til Akureyrar á mánudag og heldur til starfa í Norðurhöfum í dag. Þrjátíu visindamenn eru um borð og 32 skipveijar. Af þessum fjölda eru fimmtán konur, þar af tvær þemur, einn kvenkyns læknir og tólf kvenkyns vísinda- menn. Skipið er eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar og er 4.780 tonn að stærð. Fararstjórar á vegum skólans verða þeir Sverrir Páll Erlendsson íslenskukennari og Jónas Helgason jarðfræðikennari. Farið verður með Útsýn og á hennar vegum sér Halldór E. Laxnes um fararstjóm. Ferðin stendur í þrjár vikur. I fyrs- tunni verður haldið til Trieste og verður dvalið þar í viku og frægar borgir skoðaðar svo sem Flórens, Feneyjar og Róm. Síðan verður haldið til Sorrento, sem er smábær á Sorrento-skaganum. Þar verður dvalið í tólf daga. Bærinn er fom- frægur menningarstaður þar sem m.a. skáldum og listamönnum hef- ur þótt gott að dvelja á, eins og þeim Henrik Ibsen og Halldóri Laxnes. Miklar minjar eru í bænum um sögu og list og skammt frá eru borgimar Pompei og Ercolano sem fóru á kaf eftir jarðhræringar í Vesúvíusi. Borgir þessar vom grafnar upp mörgum öldum síðar. Þá er eyjan Capri skammt undan, en um hana og Sorrento hafa ver- ið ort ljóð og sögur. Þessir staðir eru frægar ferðamannaslóðir að fomu og nýju þó íslendingar hafi ekki fjölmennt þangað eftir að baðstrandarmenningin komst í tísku, að sögn Sverris Páls. Hann sagði að hugmyndin væri að komast á fótboltaleik Napólí og einhvers erlends liðs. Frá Ítalíu væri förinni síðan heitið til Lund- úna þar sem dvalið verður yfir helgi. Hluti hópsins kemur heim l. október og þeir síðustu 2. októ- ber, en þann dag verður Mennta- skólinn á Akureyri settur og MA- ingar eru staðráðnir í að setjast kaffibrúnir og sællegir á skóla- bekk. Sverrir Páll sagði skólaferðalög MA-inga til útlanda hafa hafist árið 1966 og upp úr því hefðu menn valið sér styttri vegalengdir svo sem Norðurlöndin og Irland og var þá jafnframt farið að vori til. Þriðji bekkur sér um töluverðan hluta af félagslífí MA og aflar m. a. tekna í ferðalagið bæði innan skólans og utan með ráðum eins og happdrætti, kassabílarallýi með áheitum, jólaskreytinga- og korta- sölu og jafnvel kakósölu í jólaö- sinni í desembermánuði. Sameigin- legir sjóðir duga þó ekki fyrir fari hópsins svo nemendumir hafa mátt spara hluta af sumartekjun- um fyrir ferðina. „Þetta er fimmta ferðin mín með MA-inga til út- landa. Þessir nemendur eru engir óvitar lengur, komnir fast að tvítugu, og sé ég enga ástæðu til að óttast neitt. Eg hef hingað til haft góða reynslu af mínum fyrri ferðum og hafa þær allar gengið áfallalaust. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að þessi verði öðruvísi þó hópurinn sé þetta stór.“ Skipið er í eigu þýska ríkisins en er leigt út í hin ýmsu rannsókna- verkefni á vegum háskóla og stofn- ana. Nokkur rannsóknaskip eru í eigu þýska ríkisins og hefur Meteor yrfír að ráða fullkomnustu tækjum á sviði hafsbotnsrannsókna ásamt þýska rannsóknaskipinu Polarst- em, sem var hér við land fyrr í sumar. Munurinn á þessum tveimur skipum felst aðallega í því að Pol- arstem er ísbijótur og betur byggt fyrir norðurhöfín heldur en Meteor, sem er aðeins tveggja ára gamalt og hefur mikið verið notað við strendur Afríku og í Kyrrahafi. Það er háskólinn í Kiel sem hef- ur skipið Meteor nú til umráða. Á vegum háskólans er unnið að tíu ára rannsóknaverkefni, sem skipt- ist á milli hinna ýmsu fræðigreina í háskólanum. Verkefnið er nú á sínu ijórða ári og er því ætlað að kanna setmyndun í Norðurhöfum sem lítið hefur verið rannsökuð til þessa. Skipið var að koma úr rann- sóknaferð sem staðið hefur hátt á ijórðu viku og voru þá aðallega líffræðingar og haffræðingar um borð, en í næstu ferð verða að mestu hafsbotnsjarðfræðingar um borð. Á meðal þeirra verður ein íslensk stúlka, Lovísa Birgisdóttir, sem vinnur nú að doktorsgráðu við Kielarháskóla og gerir hún ráð fyr- ir að ljúka námi þar að hálfu ári liðnu. Tvívegis hefur hún farið í rannsóknaleiðangra með Polar- stem. í fyrri leiðangri skipsins var dr. Bodo von Bodungen leiðangurs- stjóri með líffræðingunum, haf- fræðingunum og hafefnafræðing- unum sem nú fara í land og var aðalviðfangsefni þeirra rannsókn á lífínu í sjónum og breytingar á sjáv- arlífínu eftir því sem neðar dregur í gegnum vatnssúluna og er þar aðallega um að ræða örlífverur, götunga og svif. Leiðangursstjóri nú verður dr. Jöm J. Thiede sem er einn aðalkennari Lovísu við há- skólann. Aðalviðfangsefni hafs- botnsjarðfræðingana verður að taka kjama úr hafsbotninum til að kanna hvemig lífverur líta út í set- lögunum og þá er hægt að sjá hvemig hafstraumar síðustu 500.000 ára hafa breyst auk þess sem hægt er að merkja hitastig sjávar á hinum ýmsu tímum. Lovísa sagði að dýralíf reyndist miklu fjöl- breyttara í setlögum í heitum sjó en köldum. „Steingervingamir mynda kalkskel og þegar sjór er kaldur, er kalk lítið og fáar lífver- ur, en mun meira er um lífverur og kalk á þeim tímum er sjór hefur verið heitari. Með þessu getum við sagt sögu hafsins," sagði Lovísa. Náttúrufræðistofnun Norður- lands vinnur við jöklarannsóknir og rannsóknir á breytingum á lofts- lagi uppi á landi. Halldór Pétursson jarðfræðingur þar sagði brýnt að fá upplýsingar um hafið til að tengja þær upplýsingum stofnunar- innar. Hinsvegar væru íslendingar 100 til 150 árum á eftir hvað grunnrannsóknir varðar þar sem íslenskir vísindamenn þyrftu sífellt að vera að afla fjár með sínu starfi. Hafrannsóknastofnun hafði til dæmis verið boðið að senda starfs- mann sinn sem gest með leiðangr- inum, en það var ekki hægt þar sem allir vísindamenn þar voru að sinna útseldum verkefnum. „ís- lenskt vísindastarf gengur út á hagnýtar rannsóknir nær ein- göngu. Það gæti margborgað sig til lengri tíma litið að veita fé í grunnrannsóknir. Á meðan látum við útlendinga sitja eina að rann- sóknum á hafsvæðinu í kringum landið þó það sé vitað að þeir vilja okkur fúslega til samstarfs og eiga sjálfír öflug rannsóknaskip. Mjög brýnt er að efla grunnrannsóknir hér á landi og búa þannig um hnút- ana að íslenskir vísindamenn fái að fylgjast með,“ sagði Halldór. Auk Lovísu tekur Þorsteinn Jó- hannsson þátt í leiðangrinum, en hann stundar nám við Háskóla ís- lands. Sú venja er viðhöfð á þýsku rannsóknaskipunum, að einum gesti er boðin þátttaka frá því landi sem liggur að þeim hafsbotnssvæð- um, sem rannsökuð eru hveiju sinni. Minningar- og unglinga- mót að Jaðri Minningarmót í golfi fer fram á Jaðarsvelli um helg- ina. Mótið er haldið í minn- ingu frú Ástu Jónsson, sem var frumkvöðull í kvennagolfi á íslandi og fyrsta konan sem sveiflaði golfkylfu á Akur- eyri. Keppt verður í karla- og kvennaflokkum með og án for- gjafar og leiknar verða 36 hol- ur. Frú Ásta Jónsson lést nú síðsumars, en hún var gift Pétri Jónssyni lækni á Akureyri, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Samhliða minningarmótinu fer fram unglingamót 16 ára og yngri að Jaðarsvelli, sem hlotið hefur heitið Blöndumót. Leiknar verða 36 holur með og án for- gjafar. Akva sf. gefur verðlaun í Blöndumótinu. Mótin heíjast bæði kl. 9.00 á laugardagsmorgun og lýkur skráningu kl. 20.00. Blaðberar óskast Nú, þegar skólarnir eru að byija, vantar okkur blaðbera sem geta borið út fyrir hádegi. Starfið hentar vel húsmæðrum sem eldri bæjarbúum. í boði er hressandi morgunganga, sem borgar sig. Akiu*eyri, sími 23905. SKOLAVORUR Verslun á tveimur hæðum Kaupvangsstræti 4 sími 26100 Akureyri IKVAL SKOLA; REIKNIVELAR Verslun á tveimur hæöum Kaupvangsstræti 4 sími 26100 Akureyri BOKVAL RITVELAR Kaupvangsstræti 4 _____ sími 26100 Akureyri BÓKVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.