Morgunblaðið - 07.09.1988, Page 54

Morgunblaðið - 07.09.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 fclk í fréttum Ford skiptí á Porsche fyrir gaml- an pallbíl. HARRISON FORD: Harrison Ford með konu sinni Melissu Mathieson, en hún skrif- aði kvikmyndahandritið að myndinni „ET.“ GOMAR INNBROTSÞJÓF ÁÞAKINU COSPER Ég tek konuna alltaf með mér, þá losna ég við kveðjukossinn. Ford og Malcolm sonur hans. C05PER ©?!» 10641 □L Harrison Ford, leikarinn frægi úr kvikmyndunum „Star Wars", „Indiana Jones" og „Frantic" kynntist alvöru innbrots- þjóf nú um daginn. Hann sat í róleg- heitum, þar sem hann býr í London um þessar mundir, og var að horfa á sjónvarpið með konu sinni. Varð honum litið út um gluggann og kom hann þá auga á grunsamlegan flæking á þaki næsta húss. Hann kallaði á lögreglu og kom í ljós að þjófurinn hafði nælt sér í skartgripi Melissu, konu Ford, að verðmæti 4 milljónir ísl. króna. „Maður getur aldrei farið of var- lega, hvað sem er getur gerst. Og fjölskylda mín er mér meira virði en allt annað. Mér er sama um ffamann og peningana, en ég dræpi þann sem skaðaði son minn", segir leikarinn eftir atvikið. Sonur hans sem er eins árs svaf vært á meðan þjófurinn læddist um húsið. Ford sem er nú við upptöku á nýrri Indi- ana Jones mynd í Englandi tekur konu sína og bam með í vinnuna, hvar sem hann er staddur í heimin- um. Fjölskyldan er ekki á flæðiskeri stödd. Ford á búgarð í Vyoming og villu á Beverly Hæðum, en hann heldur því fram að hann hafí ein- faldan smekk og sé nægjusamur. „Einu sinni keyrði ég um á Porsc- he, en nú ek ég gömlum pallbíl." Ford hefur ekki alltaf verið svo efn- aður að geta tekið fjölskyldu sína með hvert sem er. Fyira hjónaband hans endaði fyrir nokkrum árum og á hann tvo uppkomna syni. „Það er erfítt yfír fjölskyldumann að vera leikari, þurfa að vera út um allar jarðir, og það eyðilagði hjónaband mitt. Nú geri ég og get betur" seg- ir Ford. Og það er víst rétt. Hann hefur verið hamingjusamlega giftur í fímm ár. Melissa og sonurinn em alltaf viðstödd upptökur, og þá er víst betra fyrir þann litla að skríkja ekki of hátt. „En hann er betri en gull, og hagar sér vel á dýrmætum augnablikum leiksins" segir Harri- son Ford að lokum. Victoría fyrir örfáum árum sfðan. Falleg, en ekki fullkomin. Victoria Principal og Harry Glassmann. Sæt, sætari, sætust Victoria Principal giftist lýta- lækni sínum fyrir þremur áram síðan. Þau hittust fyrst á sjúkra- húsi þegar Victoria var að láta fjar- lægja hrakkur, elli kerling er ekki velkomin á hennar bæ. Áður hafði hún verið fagurt fljóð, en enn feg- urri átti hún eftir að verða. Síðan áirið 1985 hefur Victoria viljað breyta ýmsum guðs gjöfum, enda segir hún sjálf að hún hafí aldrei þolað útlit sitt, og hafi haft minni- máttarkennd frá því að hún man eftir sér. Ljóshærð vildi hún vera og blá- eyg, en eins og allir vita er hún enn dökkhærð og brúneyg, og bara sjálfri sér lík. Sérfræðingar sjá þó að andlitið og reyndar kroppurinn allur hefur fengið á sig aðra og huggulegri mynd, síðustu þijú árin. Augun era orðin ennú meira aðlað- andi, andlitsfallið hefur breyst, ekki lengur breiðleit konan sú, heldur grann- og sléttleit, og nefíð ku hafa tekið stakkaskiptum. En maður hennar er sagður ekki takast alltaf jafn vel upp í lagfær- ingum andlitslýta, eða kannski er hann bara svona óheppinn með skjólstæðinga sína, sem sumir hveijir kvarta og kveina yfír honum. Þrátt fyrr að hann þéni fleiri fleiri milljónir dollara hvert ár, þarf hann að borga til baka, í skaðabætur, óheyrilegar upphæðir, fólki sem aldrei er hægt að gera neitt til geðs. Og þá kemur buddan hennar Viggu til góða. Sagt er að þau rífist mikið um fjármál og hjónaband þeirra þoli bara ekki fleira ófrítt fólk. Þrátt fyrir að þau búa við óvenju mikið streituálag, era þau ekki sögð vera í skilnaðarhugleiðingum. Sjálf segir Victoria að frami hennar á sjónvarpsskerminum sé Harry að þakka. Að minnsta kosti þarf hún ekki að kvarta, álitlegt útlit hefur verið henni til framdrátt- ar og fær hún fjöldamörg tilboð, þrátt fyrir að hún hafi viljað hætta f Dallasþáttunum. Hún hefur verið iðin við að ófrægja þann efnismikla þátt, framleiðendum og leikuram til mikillar hrellingar. VICTORIA PRINCIPAL:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.