Morgunblaðið - 09.09.1988, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988
Minning:
Rósa Pálsdóttir
Fædd 1. október 1912
Dáin 21. ágúst 1988
í orðskviðum Salomons segir,
„Gott mannorð er dýrmætara en
mikill auður. Vinsæld er betri en
silfur og gull.“
Já, hún Rósa mín á Geirland var
mikil mannkostamanneskja og nú
hefur hún kvatt þennan heim og
hjólastólinn, sem hún þurfti að not-
ast við til að komast ferða sinna
síðastliðin 17 ár. Það var mikið
áfall fyrir heimilið á Geirlandi, þeg-
ar húsmóðirin missti heilsuna árið
1971 og þurfti suður til að leita sér
lækninga. Eiftir það var hún meira
og minna á sjúkrastofnunum, fyrst
á Reykjalundi en síðastliðin 15 ár
dvaldi hún á Sjálfsbjargarheimilinu
við Hátún. í mörg ár fór hún samt
heim að Geirlandi á sumrum og á
jólum, eða þar til þau hjónin seldu
jörðina sína fyrir nokkrum árum.
Við þessi tímamót sækja æsku-
minningar á hugann, því næsta vor
verða liðin 50 ár síðan ég sá Rósu
f fyrsta sinn. Það var vorið 1939,
sem Sigfús Vigfússon, bóndi og
rafvirkjameistari á Geirlandi á Síðu,
kom akandi á vörubílnum sfnum
suður í Hafnarfjörð, til að sækja
12 ára telpuhnátu, sem ráðin hafði
verið til að passa son þeirra hjóna,
Þórð, semi þá var tveggja ára.
Ég gleymi aldrei hvað mér fannst
voðalega löng leiðin austur, en Sig-
fús stytti mér hana með því að segja
mér frá fossunum, fjöllunum og
ánum, hreppamörkum og sýslu-
mörkum. Ég starði á þennan mann
og dáðist að hvað hann vissi mikið.
Við gistum á leiðinni hjá vinafólki
í Flögu í Skaftártungu, því í þá
daga var lengra austur að Kirkju-
bæjarklaustri en er í dag; það má
orða það svo, Kambamir eins og
hringaður ánamaðkur og allir vegir
örmjóir.
Um hádegisbil, er sólin sendi
geisla sína á Síðufjöljin, renndum
við í hlað á Geirlandi. Úti stóð Rósa,
stór og myndarleg með Þórð, son
sinn, í fanginu, tvær föðursystur
Sigfúsar, þær Élín og Ragnhildur,
og svo Borga gamla. Mér fannst
þetta stórkostlegar móttökur, allir
úti á hlaði til að taka á móti mér,
en auðvitað var verið að fagna hús-
bóndanum. Mér leið mikið vel um
sumarið og er leið að hausti eða
2. september fæddist þeim hjónum
dóttir, svo áður en ég fór heim var
ég fastráðin næsta sumar til að
passa tvö böm, sem ég og gerði.
Síðasta sumarið mitt á Geirlandi
var ég 16 ára og titluð sem kaupa-
kona, þeir vom líka stórir flekkim-
ir á Geirlandstúninu þegar hús-
bóndinn var búinn að vera að slá
alla nóttina, en það man ég að Sig-
fús gerði oft. „Eg er að nota rekj-
una og tímann," var hann vanur
að segja, „svo er það líka betra
fyrir klárana, hann Jarp og hann
Fjalla-Rauð“. Mér fannst skrítið að
Sigfús skyldi vinna á nóttunni, því
hann vann líka á daginn. Sigfús
hafði séð um smíði og uppsetningu
á 32 heimilisrafstöðvum, þar af 26
í Vestur-Skaftafellsýslu.
Svo var eitthvað að bila einhvers
staðar og þá þurfti Sigfús að fara
að heiman, hvemig sem á stóð.
Rósa var stundum leið yfír því, en
þá stjómaði hún bæði úti og inni.
í áratugi höfðu þau Geirlands-
hjón frábæran vinnumann, Davíð
Bjamason frá Efri-Steinsmýri, sem
nú dvelur á Gmnd í Reykjavík.
Seinna varð einnig heimilisfastur
frændi Rósu, Skúli frá Hunkubökk-
um, hann dvelur á Vífilsstöðum
þessa dagana vegna veikinda.
Rósa var fædd og uppalinn í vest-
urbænum á Fossi á Síðu, einum af
fegurstu stöðum þessa lands, dóttir
hjónanna Þórdísar Guðmundsdóttur
og Páls Helgasonar bónda á Fossi,
en hann var bróðir Lámsar á
Klaustri og Höllu á Geirlandi. Rósa
var elst þriggja bama þeirra, næst
henni kom Laufey, sem í áratugi
var ljósmóðir þar fyrir austan og
bjó á Fossi, en flutti síðan til
Reykjavíkur og býr þar ásamt
manni sínum. Yngstur var Helgi
bóndi á Fossi, dáinn 1963.
Rósa giftist frænda sínum, Sig-
fúsi Vigfússyni, 5. nóvember 1932.
Fyrsta árið bjuggu þau á Selfossi,
þar sem Sigfús vann við rafvirkjun,
en hausticl 1933 fluttu þau að Geir-
landi og tóku við búi af Höllu,
móður Sigfúsar, sem þá var orðin
ekkja.
Heimilið á Geirlandi var alla tíð
mannmargt rausnarheimili. Ég man
gamla bæinn, sem var yndislega
vinalegur, með stáss-stofunni og
gestaherberginu austur í, borðstof-
unni með orgelinu og vesturkames-
ið, sem var svefnherbergi þeirra
hjóna. Gömlu konumar á loftinu,
sem sátu við að kemba, spinna og
pijóna alla daga, og svo vinnustað-
urinn hennar Rósu, „eldhúsið", þar
bakaði hún öll brauð og heimsins
bestu flatkökur, smákökur og tert-
ur, strokkaði smjör og bjó til osta.
Hún var snillingur í allri matar-
gerð, já, hún kunni til verka, hún
Rósa Pálsdóttir, enda hafði hún
farið á húsmæðraskóla til
Lilja Magnúsdóttir,
Akureyri
Fædd 7. mars 1941
Dáin 4. september 1988
í dag verður til moldar borin á
Möðruvöllum í Hörgárdal Lilja
Magnúsdóttir, sem látin er, aðeins
47 ára að aldri.
Lilja var dóttir Magnúsar Jóns
Ámasonar, sjómanns á Hjalteyri
við EyjaQörð, og konu hans, Val-
gerðar Þorbergsdóttur, sem bæði
em látin. Systkini Lilju em þijú,
Bára, Ámi og Dóra.
Við systkinin — þau okkar sem
eldri em — minnumst Lilju fyrst
frá því er við bjuggum í Miklagarði
á Hjalteyri, en fjölskylda Lilju bjó
þar á hæðinni fyrir ofan okkur. Þar
leit hún oft til með grislingunum —
og hélt því raunar áfram eftir að
flölskylda okkar fluttist til Ólafsvík-
ur 1958, þvf hún kom þangað að
vinna og bjó í sama húsinu. Þar
var líka föðurbróðir okkar, Magnús
Tryggvason, á sama tíma og bjó á
sama stað. Bæði vom þau okkur
systkinunum ákaflega góð og gáfu
sér jafnan nægan tíma til þess að
leika við okkur og glettast.
Magnús og Lilja giftu sig hinn
9. nóvember 1960. Fyrst settu þau
sig niður á Hjalteyri, en 1963 fluttu
- Minning
þau til Akureyrar þar sem þau hafa
búið síðan.
Fyrstu tíu árin á Akureyri bjuggu
þau í Lundargötu 1, í gömlu húsi,
þar sem foreldrar Magnúsar,
Tryggvi Stefánsson og Sigrún Tijá-
mannsdóttir, bjuggu lengi og skó-
vinnustofa Tryggva var um hríð.
Raunar vom Magnús og bræður
hans fæddir í þessu húsi. 1973
fluttu þau svo í nýtt einbýlishús í
Lerkilundi 44, sem þau komu sér
upp af miklum dugnaði og elju.
Magnús og Lilja eignuðust tvö
böm, Magnús og Valrúnu Helgu.
Bamabömin em tvö, Freydís Magn-
úsdóttir og Óli Þór Magnússon. Lilja
var einstaklega bamgóð — og það .
vom böm fljót að fínna. Hin síðari
árin sáum við að bömin hændust
að Lilju rétt eins og við gerðum
þegar við vomm að slíta bamsskón-1
um. Tengdadóttir Lilju, Inga Ólafs-
dóttir, fór heldur ekki varhluta af
stóm hjartaiými hennar.
Eftir að Magnús og Lilja fluttu
norður frá Ólafsvík og fjölskylda
okkar til Hafnarfjarðar urðu sam-
fundir stopulli. Oft komu þau þó á
Tjamarbrautina, en miklu oftar
kom eitthvert okkar sjö til þeirra í
heimsókn þegar leiðih lá um Norð-
Reykjavíkur. Árið 1945 fluttu þau
í stórt og myndarlegt steinhús sem
þau hjón höfðu byggt á hlaðinu,
rétt hjá gamla bænum.
Rósa og Sigfús eignuðust 4 böm:
Þórð Bjama, fæddan 1937, Dísu,
fædda 1939, dreng, sem þau misstu
nýfæddan 1944, og Ingu Jónu,
fædda 1946. Þórður, Dísa og Inga
Jóna em öll búsett í Reykjavík.
Bamabömin em orðin 6 og bama-
bamaböm em tvö.
Móðir mín, Guðrún Ásbjöms-
dóttir, þakkar hjónunum á Geirlandi
alla þeirra tryggð og vináttu í gegn-
um árin, en við Ijögur af bömum
hennar dvöldum ein 13—14 sumur
á Geirlandi, hvert tók við af öðm.
Og eftir að ég gifti mig og fór að
eignast böm dvaldi sonur minn,
Gunnlaugur Helgi, í mörg sumur á
Geirlandi hjá þeim Rósu og Sig-
fúsi. Hann sendir Kka sfnar þakkir
ogkveðjur.
í þá daga var ekki talað um
meðgjöf með sumarbömum, krakk-
ar áttu að vinna fyrir sér,.jafnvel
þó þau gætu lítið gert annað en
borða. En samt fengum við alltaf
kartöflupoka og rófupoka með okk-
ur heim á haustin og mikið gladdist
mamma yfír þessari góðu gjöf, sem
kom sér vel fyrir fátækt heimili.
Ég sendi Sigfúsi, sem nú dvelur
aldraður á Dvalarheimilinu
Sunnuhlfð í Kópavogi, og bömum
þeirra hjóna innilegar samúðar-
kveðjur. Um leið kveð ég Rósu
mína, sem jarðsungin verður á
morgun frá Prestbakkakirkju á
Síðu, kveð hana með þakklæti fyrir
allt og allt. Hún verður alltaf í
mínum huga bæði góð og falleg.
Far þú haustblær
hægt um jörð,
dveldu við leiði lágt.
Hvíslaðu hljóðlátur
kveðju minni,
milli bliknandi blóma.
(E.G.)
Helga Guðmundsdóttir,
Hafnarfirði.
urland. Alltaf var okkur tekið með
kostum og kynjum, og gjaman var
gist hjá Lilju og Magga, bæði í
Lundargötunni, þó þar væri þröngt,
og í Lerkilundinum, þar sem hús-
plássið var ærið. Til þeirra var
ævinlega gott að koma og jafnan
glatt á hjalla. Ekki síst em margar
góðar minningar um hressilegt
spjall yfír kaffíbolla f eldhúsinu.
Liíja var alltaf ófeimin við að segja
sína meiningu, hress og skemmti-
leg, og gat verið hvatvís og hnytt-
in. Engum duldist þó hlýjan sem
innra bjó.
Lilja hafði gaman af öllum kveð-
skap og naut vel góðra vísna og
ljóða. Hún kunni vel að meta það
sem' vel var gert í skáldskap og
Bjami G. Kristfáns-
son - Minning
Fæddur 4. mars 1924
Dáinn 4. september 1988
Menn falla frá en aðeins sumir
menn skilja eftir jafn sáran söknuð
og Bjami Kristjánsson. Söknuður
verður ekki til fyrir það að sá fellur
frá sem gefíð hefur þér fé eða
frama. Söknuður fyllir aðeins hug
þess sem sér á eftir mann sem gef-
ið hefur hjarta sitt og látið aðra
fínna að þeir skipti máli og séu
metnir.
Ég kynntist Bjama Kristjánssyni
þegar hann leiddi Ingu Rósu, syst-
urdóttur sína, upp að altarinu til
mín og æ síðan upp frá þeim degi
hefur hann látið okkur hjónin fínna
að það skipti hann máli að við lifð-
um vel og ættum ánægjulega daga.
Bjami og Áslaug kona hans fengu
snemma dálæti á Ingu Rósu,
frænku sinni, og svo mikið sem þau
gáfu á þeim ámm af ást og um-
hyggju þá var það ekki nema eðli-
legt að Bjami leiddi stúlkuna upp
að altarinu þegar hún giftist.
Bjami Kristjánsson var mikill
heimsmaður á þeim tíma. Vann við
heildverslunina Kristjánssön hf.
ásamt Einari og Kristjáni bræðmm
sínum og naut þess ríkulega að
ferðast umhverfis jörðina í leit að
góðum vömm og umboðum, en á
þeim ámm áttu fáir kost á slíkum
ferðalögum.
Ég held að Bjama hafí verið það
betur gefíð en mörgum öðmm að
fínna réttu vömna og fá erlenda
menn til þess að treysta sér og fyrir-
tæki sínu fyrir vöram sínum og við-
skiptum. Enda varð vegur hans
mestur á meðan hann gat einbeitt
sér að þeim verkefnum í samstarfi
við bræður sína.
Bræðraböndin vom sterk. Bjami
hóf störf sem ungur maður á aug-
lýsingastofu EK, sem bróðir hans
Éinar Kristjánsson hafði stofnað.
Síðan vann hann með Guðna Kristj-
ánssyni bróður sínum sem þá rak
Nælonplast áður en hann réðst sem
sölumaður til Kristjánsson hf., en á
þeim ámm sem hann starfaði hjá
Kristjánsson fékk Bjami umboð
fyrir sum þeirra japönsku fyrir-
tækja sem í dag þykir einna verð-
mætast að vera í viðskiptum við.
Fyrir allnokkmm ámm slitnaði
upp úr samstarfí þeirra bræðra og
stofnaði Bjami þá heildverslun B G
Kristjánsson hf. Naut þá hvomgur
bræðranna hæfíleika hins, sem báð-
ir vom þó mjög í þörf fyrir. Nú em
þeir allir gengnir bræðumir. Syst-
umar tvær, Álfhildur og Ásdís,
böm og tengdafólk sitja eftir og
minnast svipmikilla og duglegra
Vestfírðinga sem fluttust til
Reykjavíkur á þeim ámm þegar
kreppu fylgdi eymd og peninga-
leysi, bræðra sem unnu sig upp
með dugnaði og samvinnu og létu
sér annt um foreldra sína, systkini
og frændfólk.
Bjami var sonur Kristjáns Sig.
Sigurður Sigursteins
son - Minning
Kynni okkar af Sigurði Sigur-
steinssjmi vom ekki löng en þeim
mun ánægjulegri. Við dáðumst að
þeim hjónum, Sigurði og Önnu
Ámadóttur, fyrir að hleypa heim-
draganum á hveiju ári þrátt fyrir
að vera lítt heima í framandi tung-
um. Þau vom ávallt komin á fætur
fyrir allar aldir til að njóta sólarinn-
ar, kynna sér háttu innfæddra,
skoða athyglisverða staði, sinna
kaupunum á gjöfum til ættingja og
var stundvísi þeirra við bmgðið
þegar farið var í sameiginlegar
ferðir. Við minnumst Sigurðar heit-
ins fyrir gleðiríka daga á Kýpur,
flarri hversdagslegum áhyggjum
heima fyrir. Hann kunni frá mörgu
að segja norðan frá Akureyri þar
ljóðagerð. Davíð skáld frá Fagra-
skógj var í miklu uppáhaldi hjá
henni.
Lilja og Magnús ferðuðust mikið
um Island og nutu þess mjög að
skoða sig um í hinni margvíslegu
og fjölþættu náttúm landsins, í
byggðum jafnt sem óbyggðum. Þau
vom góðir ferðafélagar og fjöl-
skyldan, vinir og vandamenn eiga
margar góðar minningar um Lilju
í þessum ferðalögum. Ekki var síður
skemmtilegt að heyra þau Magnús
og Lilju segja frá svaðilfömm í
óbyggðum — og smástríða hvort
öðru í leiðinni.
í janúar 1985 veiktist Lilja alvar-
lega vegna hjartaáfalls, en hafði
náð sér töluvert vel aftur, enda
þótt hún yrði að heyja daglega bar-
áttu við þennan sjúkdóm sinn, og
stundum meira en ýmsa grunaði.
Það var fjarri Lilju að bera veikindi
sín á torg — miklu fremur faldi hún
þau undir hressu yfírbragði.
Kannski var það vegna þess hve
hún bar veikindi sín með miklu
æðmleysi, að andlát hennar kom
vinum hennar og vandamönnum svo
óvænt og að óvömm. Og kannski
einmitt vegna þess fínna þeir nú
enn betur hve mikið þeir hafa misst
við fráfall hennar og hversu sár
söknuðurinn er.
Lilja Magnúsdóttir var heilsteypt
kona. Hún lifír í minningu okkar
sem þeklq'um hana og þótti vænt
um hana.
Harðarbörn
sem þau hjónin stofnuðu sitt fyrsta
heimili og úr starfí sínu sem
leigubílstjóri í Reykjavík. Jafnan
barst talið að sonum og bamaböm-
um þeirra hjóna og gætti þá stolts
í lágum rómi Sigurðar.
Daginn örlagaríka þegar hópur
íslendinga sigldi í glaðasólskini á
lítilli snekkju meðfram strönd Lim-
assol spjölluðu Sigurður og Páll
dijúga stund saman um heima og
geima. Sigurður sagði hinum unga
viðmælanda sínum frá fyrsta heim-
ilishaldinu á Akureyri þegar oft var
þröngt í búi; frá móðurbróður Páls
sem sá um dreifingu Moggans á
Akureyri; og afa, Þorsteini Jóns-
syni, sem var „hörkukarl". Fyrr um
morguninn hafði Sigurður blaðað í
Morgunblaði sem barst að heiman.
Þar las hann um dauða kunningja
síns á besta aldri. Varð Sigurði þá
að orði hversu dauðinn væri oft
skammt undan og menn hyrfu
stundum fyrirvaralaust af sjónar-
sviðinu. Ekki vom nema nokkrir
dagar síðan hann hafði ekið þeim
sem nú væri fallinn frá.
Örfáum mínútum síðar var Sig-
urður allur. Akkemm hafði verið
kastað skammt undan ströndinni
til að menn gætu fengið sér sund-
sprett. Við sem um borð vomm
fylgdumst milli vonar og ótta með
hetjulegri björgunartilraun skip-
stjórans en allt kom fyrir ekki.
Enginn veit sína ævina fyrr en öll
er. Sigurður lifir áfram í minningu
þeirra sem gengu skamma stund
með honum lífsleiðina. Fyrir hönd
Amars Más Ólafssonar fararstjóra
og farþega með ferðaskrifstofunni
Sögu vottum við Önnu, sonum
þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra
innilega samúð okkar.
Páll og Þórdís
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.