Morgunblaðið - 22.09.1988, Side 1

Morgunblaðið - 22.09.1988, Side 1
88 SÍÐUR B/C 216. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Viðbrögð við ræðunni í Brugge: Thatcher líkist breskum de Gaulle — segja dagblöð á megmlandi Evrópu Bmssel^ Lúxeraborg. Reuter. VIÐBROGÐ hafa verið með ýmsum hætti við ræðu þeirri, sem Margr- ét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, flutti í belgisku borginni Brugge á þriðjudag. í ræðunni vísaði Thatcher harkalega á bug hug- myndum um síaukið vald framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins, EB, og sagði markmið bandalagsins ekki eiga að vera að steypa alla Evrópumenn í sama mót. I gær ítrekaði hún viðvaranir sínar. Sagði hún að „sameiginleg, evrópsk ríkisstjórn yrði martröð“. „Það er fleira sem sameinar okkur en sundrar," sagði Jacques Delors, formaður framkvæmdastjómar Evr- ópubandalagsins, í gær. Talið er að Thatcher hafí fyrst og fremst beint skeytum sínum að Delors sem hefur látið svo um mælt að vald muni smám saman færast frá þjóðþingum aðildarríkjanna til stofnana banda- lagsins. Belgísk dagblöð líktu Thatcher við Charles de Gaulle, fyirum Frakk- landsforseta, sem á sjöunda áratugn- um tókst að þvinga fram þá lausn á deilumálum EB að hvert banda- lagsríki fengi neitunarvald í mikil- vægum málum. Blaðið Le Soir sagði að Thatcher boðaði þjóðemishyggju de Gaulles og jafnframt skelegga frjálshyggju. Það var de Gaulle sem hindraði aðild Bretlands að EB á sjö- unda áratugnum þar sem hann taldi Breta tengjast Bandaríkjamönnum alltof sterkum böndum. Fyrirsögn fréttar ítalska dagblaðs- ins La Stampa af ræðunni var: „Fíll í glervöruverslun Evrópu." Franska blaðið Le Monde sagði í forsíðufrétt að líta bæri á ræðu Thatcher sem viðvömn þess efnis að árin fram til 1992 yrðu erfíð og átök milli ein- stakra bandalagsríkja væm óumflýj- anleg. Umræðan væri hafin og mikil- vægt væri að henni yrðihaldið áfram. Breska dagblaðið The Daily Mail, sem öllu jöfnu styður Thatcher- stjómina, sagði Thatcher skorta hug- myndaflug og bætti við að það yrði hörmulegt ef Bretland missti aftur af möguleikanum á að móta framtíð Evrópu, eins og gerst hefði á sjötta áratugnum er Evrópubandalagið var stofnað. „Hugmyndin um sameinaða Svíþjóð: Mútur eru frá- dráttarbærar Stokkhólmi. Reuter. TALSMENN sænskra skatt- yfirvalda sögðu í gær, að féð, sem Bofors-vopnaverksmiðj- umar em granaðar um að hafa notað sem mútur til að tryggja sér vopnasölu til Ind- lands, rúmlega 2,3 milþ'arðar ísl. kr., væri frádráttarbært frá skatti. I skattskýrslu Bofors er þetta fé talið til frádráttar og skatt- yfirvöld hafa fallist á það. Þau taka þó fram, að þau leggi eng- an dóm á hvort um mútur hafí verið að ræða, heldur aðeins, að þau trúi því, að greiðslumar hafí verið inntar af hendi. Fjölmiðlar í Svíþjóð og Ind- landi segja, að indverskir emb- ættismenn hafí þegið mútumar til að liðka fyrir 1,3 milljarða dollara vopnasölu. Evrópu er fjarri hugmyndaheimi hennar," sagði dagblaðið The Inde- pendent, sem er óháð, um Thatcher. „Þott hún fari til útlanda og þykist vera mikill og alþjóðlegur leiðtogi þá er hún innst inni ekkert annað en Englendingsgrey,“ sagði í blaðinu. Dagblaðið Daily Express sagði hins vegar að yfirlýsing Thatcher þess efnis að örlög Bretlands yrðu útkljáð innan EB hlyti að kveða niður í eitt skipti fyrir öll þann hættulega orð- róm að Thatcher væri andvíg sam- vinnu Evrópumanna. Sjá einnig forystugrein á miðopnu. Reuter • Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Jacques Santer, forsætisráðherra Lúxemborgar, heilsast á Finder-flugvellinum í Lúxemborg í gær. í móttökuræðu sinni tók Santer undir umdeilda áherslu breska forsætisráðherrans á sjálfstæði einstakra þjóða Evrópubandalagsins og sagði að „banda- lag, sem raunverulega virti lýðræðið, myndi sætta sig við Qölbreytni og ólík viðhorf‘. I gærkvöld fór Thatcher til Spánar og stendor heimsókn hennar þar fram á föstudag. Pólski kommúnistaflokkurinn: Ágreiningnr og vaxandi óánægja með Jaruzelski Helsti andstæðingur Samstöðu sagður ógna leiðtoganum Varsjá. Reuter. CZESLAW Kiszczak, innanríkisráðherra og félagi í stjórnmálaráði pólska kommúnistaflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðslu á þingi um afsögn stjórnarinnar, einn allra frammámanna flokksins. Svo virðist sem vaxandi ágreinings gæti innan flokksins og óánægju með Wojciech Jaruzelski hershöfðingja en hann er sagður þjást af þunglyndi og ekki geta sagt af eða á um nokkurn hlut. Það væri því í raun Kiszczak, sem stjörnaði frá degi til dags. Stjómmálaráð kommúnista- flokksins gaf í gær út yfírlýsingu, sem augljóslega er ætlað að friða þá flokksmenn, sem óttast upp- gang Samstöðu. Sagði þar, að ekki yrði rasað um ráð fram í samning- um við óháðu verkalýðsfélögin og hefði afstaða flokksins ekkert breyst þrátt fyrir þijá fundi Kiszc- zaks með Lech Walesa, formanni Samstöðu. Vikuritið Polityka, sem komm- únistaflokkurinn gefur út, sagði frá því í gær, að Kiszczak og 16 aðrir þingmenn hefðu setið hjá þegar þingið samþykkti afsögn forsætisráðherrans, Zbgniews Messner, og stjómar hans. Er haft eftir öðmm heimildum, að þeir telji afsögnina mikil mistök þar sem engin önnur stjóm sé í sjónmáli og viðræður við Samstöðu og stjómarandstæðinga framundan. Kiszczak, sem er hershöfðingi að tign og yfirmaður lögreglunnar, fékk á sínum tíma það verkefni að bæla niður Samstöðu og hann er langvaldamestur hershöfðingj- anna, sem standa næst Jaruzelski. Þykir hjáseta hans í atkvæða- greiðslunni á þingi benda til, að hann telji sig nógu sterkan til að ögra sjálfum formanninum. Heimildir innan kaþólsku kirkj- unnar höfðu nýlega eftir háttsett- um embættismönnum, að Jaruz- elski þjáðist af þunglyndi og gæti ekki tekið ákvarðanir um hvað gera skyldi í pólskum þjóðfélags- málum eða um framtíð Samstöðu. Reuter Czeslaw Kiszczak flytur ræðu S pólska þinginu. í baksýn sést m.a. Jarazelski, leiðtogi Póllands. Sovétríkin: Neyðarlög sett í Nagomo-Karabak Moskvu. Reuter. SOVÉSK yfirvöld settu í gær neyðarlög í héraðinu Nagorno- Karabak í Sovét-Azerbajdzhan en blóðug átök urðu milli Azerbajdz- hana og Arrnena í héraðinu á sunnudag. Armenarnir hafa siðan í febrúar krafist þess að héraðið yrði sameinað Sovét-Armeníu. Sagt var að neyðarlög hefðu ver- ið sett í héraðshöfuðborg Nagomo- Karabaks, Stepanakert, og Agdam- héraði sem er skammt frá. í gær sagði talsmaður dagblaðs í Stepanakert að mikil spenna ríkti. „Fólk vakir um nætur, reiðubúið að vetjast nýjum árásum," sagði tals- maðurinn. Heimildarmenn skýra einnig frá víðtækum verkföllum í Jerevan, höfuðborg Sovét-Armeníu, til stuðnings kröfum Armena í Nag- omo-Karabak. Að sögn TASS-fréttastofunnar var lýst yfír útgöngubanni í báðum héruðunum. Hún skýrði jafnframt ffá því að óeirðaseggir hefðu kveikt í húsum og bílum á þriðjudagskvöld en tók fram að fólk hefði ekki sakað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.