Morgunblaðið - 22.09.1988, Page 5

Morgunblaðið - 22.09.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 5 r' DRAMAHSK TILÞRIF í BEINNI ÚTSENDINGU Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2: „Hlutirnir gerast fyrr og hraðar hjá okkur -sáermunurinn.“ Fréttastofa Stöðvar 2 hefur unnið marga glæsta sigra á skömmum tíma. Hún erfyrráferðinni en keppinauturinn og oftaren ekki hefur hún skotið kollegum sínum ref fyrir rass með vandaðri umfjöllun um stórviðburði. Fréttastofan hefurekki síðurfarið á kostum í beinum útsendingum. Tilþrif hennar hafa jafnvel valdið dramatískum þáttaskilum í íslenskum stjórnmálum. Hverman ekki yfirheyrsluná ytir Þorsteini Pálssyni sem leiddi til stofnunar Borgaraflokksins? Eða sögulegan fund þeirra Jóns Baldvins og Steingríms í beinni útsendingu á „kvöldi hinna löngu hnífa“? Og hver man ekki einvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Kortsnojs, þar sem Stöð 2 gekk lengra en aðrir og varð fyrst allra í veröldinni til þess að sýna skákkeppni í beinni útsendingu heimsálfa á milli. Páll Magnússon hefur verið fréttastjóri Stöðvar 2 frá upphafi. Hann kom heim frá Svíþjóð með Phil Cand próf í stjórnmálasögu og hagsögu fyrir níu árum síðan. Ferill Páls í blaðamennskunni hefur veriðjafn hraður og fréttirnar hans eru á Stöð 2. Hann gerðist blaðamaður á Vísi, varð fréttastjóri Tímans, síðan aðstoðarritstjóri lceland Review, annaðist fréttaskýringaþætti í ríkisútvarpinu, sló síðan í gegn á skjánum með „seinni fréttir“ ríkissjónvarpsins og starfaði sem varafréttastjóri á þeim bæ þar til hann réðist til starfa á Stöð 2 sem fréttastjóri. „ Ég kom hérað tómu húsi 1986, staðráðinn í að gera fréttastofu Stöðvar2að bestu fréttastofnun landsins. Til þess þurfti ég að ná til mín hæfastafréttafólkinu. Þaðtókst. Kosningasjónvarpokkarí fyrra færði fólki heim sanninn um að við vorum ekkiaðeins komin til að vera, heldurtilaðgerabetur. Um mannaráðningar, fréttamatogannað, sem snertirhina faglegu hlið hefég frelsi. Ég er blessunarlega laus við stirðbusalegarákvarðanirofanfrá ogpólitísktskrifræði. Þess vegna erum við komin lengra á 2 árum en keppinauturinn hefur náð á 20 árum“. APRÍL’86 JÚLÍ’88 10% 40% Fleiri og fleiri fylgjast með fréttum Stöðvar 2 í 19:19. n . iv fcSiJl I LT3 i:3fc2£HO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.