Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988
V
VERKSTJORNARFRÆÐSLAN
haustíð 1988
VERKSTJÓRNARFRÆÐSLAN er skóli fyrir
verkstjóra, stjórnendur og alla aðra sem starfa með
og stjóma fólki og þurfa að:
- Standast áætlanir og áætlá tíma, mannafla,
aðföng og kostnað við verk.
- Hagræða rekstri, ná árangri í stjórnun, koma
á breytingum og fá samþykki fyrir breyting-
um.
STJÓl Samstarf og samvinna
Dags. Vika Staöur
26/09/88 39 Reykjavík
03/10/88 40 EgiIsstaÖir
24/10/88 43 Akureyri
STJÓ2 Stjómunaraöferðir
Dags. Vika Staöur
30/09/88 39 Reykjavík
28/10/88 43 Akureyri
03/11/88 44 Reyöarfjöröur
STJÓ3 Konur viö stjórnun
Dags. Vika Staóur
14/11/88 46 Reykjavík
STJÓ4 Sala og markaðsmál
Dags. Vika Staöur
09/12/88 49 Reykjavík
STJÓ5 Viðtalstækni og fundarst.
Dags.
12/12/88
STJÓ6
Dags.
05/10/88
VHAGl
Dags.
23/09/88
04/11/88
VHAG2 Tíðniathuganir og hópafköst
50 Reykjavlk
Að skrifa skýrslur
Vika
40
Staöur
Reykjavík
Undirstaða vinnuhagræðingar
Vika
38
44
StaÖur
Reykjavlk
Reykjavík
Dags. Vika Staóur
14/10/88 41 Reykjavík
VHAG3 Flutningafræði
Dags. Vika Staöur
30/11/88 48 Reykjavík
VIUMl öryggismál
Dags. Vika Staöur
28/09/88 39 Reykjavfk
28/10/88 43 Reykjavík
22/11/88 47 Akureyri
VIUM2 Bmna- og slysavarnir
Dags. Vika Staóur
31/10/88 44 Reykjavík
VIUM3 Kjarasamningar og lög
Dags. Vika Staöur
09/11/88 45 Reykjavík
VSKLl Verkskipulagning og tímastjórnun
Dags. Vika Staður
17/10/88 42 Reykjavfk
14/11/88 46 Vesturland
05/12/88 49 Akureyri
VSKL2 Project- og verkáætlanir með tölvu
21/10/88 42 Reykjavlk
22/11/88 47 Vesturlandi
VSKL3 Multiplan- og greiðsluáætlanir með tölvu
Dags. Vika Staður
19/10/88 42 Reykjavík
07/12/88 49 Reykjavlk
VSKL4 Fyrirbyggjandi viðhald
Dags. Vika Staöur
31/03/89 13 Reykjavík
VSKL5 Innkaupa- og lagerstjórn
Dags. Vika Staður
07/11/88 45 Reykjavfk
VSTJl Verktilsögn og vinnutækni
Dags. Vika Staöur
11/10/88 41 Akureyri
25/11/88 47 Reykjavík
05/12/88 49 Neskaupstaöur
VSTJ2 Stjómun breytinga og samskiptastjómun
Dags. Vika Staóur
28/11/88 48 Reykjavík
VSTJ3 Verkefnastjórnun
Dags. Vika Staöur
07/10/88 40 Reykjavík
02/12/88 48 Reykjavík
VSTJ4 Framleiðslustjórnun
13/04/89 15 Reykjavík
VSTJ5 Gæðastjórnun
Dags. Vika StaÖur
17/04/89 16 Reykjavík
VSTJ6 Vöraþróun
Dags. Vika Staöur
10/10/88 41 Reykjavík
Hringið til VERKSTJÓRNARFRÆÐSLUNNAR
Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti, 112
Reykjavík, í síma 687000 og 687009 og skráið
þátttöku eða fáið sendan bækling með nánari upp-
lýsingum.
Hvert námskeið er samtals tveir dagar og stendur
frá kl. 8.30 til 17.15 báða dagana.
Heilbrigðis- og sjúkraþjónusta:
Kostnaður í Reykjavík hækk-
aði um fjórðung frá 1981-1986
KOSTNAÐUR við heilbrigðis- og sjúkraþjónustu Reykvíkinga árið
1986 var 23,7% hærri en árið 1981. Stærsti hluti hækkunarinnar er
vegna aukins sjúkrahússkostnaðar, en þar næst kemur Iyfjakostnað-
ur og aukning á sérfræðilæknishjálp. Samtals eru 90% af kostnaðar-
aukningunni rakin til þessara þátta.
Þetta kemur fram í skýrslu borg-
arlæknisembættisins. í henni er
miðað við fast verðlag ársins 1986.
Fram kemur að árið 1986 var
kostnaður þessi 3.685,4 milljónir
króna, eða 40.300 krónur á hvem
íbúa. A árabilinu 1981 til 1986 jókst
sjúkrahússkostnaður Reykvíkinga,
miðað við fast verðlag, um 355,5
milljónir, eða 15,24%. A tímabilinu
hefur orðið nokkur fjölgun á sjúkra-
rúmum, auk þess sem ný verkefni
hafa verið tekin upp og skýrir það
kostnaðaraukningu að miklum
hluta.
Raunkostnaður vegna lyfja
hækkaði á tímabilinu úr 276,3 millj-
ónum króna í 477,5 milljónir og
nemur aukningin 72,8%. Skýrslan
nefnir þijár megin ástæður þessa.
í fyrsta lagi fylgi upphæð fasta-
gjalds sjúklinga ekki verðbólgu. Við
það hækki hlutur hins opinbera en
hlutur einstaklinga dragist saman.
í öðru lagi sé almennt talið, að hlut-
ur dýrra sérlyfja í lyfjasölunni hafí
farið vaxandi með árunum. Nýjung-
ar í lyfjagerð verði sífellt kostnað-
arsamari. Lyfjaávísanir beinist
fljótt að nýjum lyfjum, sem eru
talin hafa kosti umfram þau eldri,
enda hafí læknar yfírleitt litla aðgát
um verð lyfjanna, sem þeir ávísi.
Þriðja ástæðan hækkunarinnar sé
sú, að eftir 1983 hafí sjúkrasamlag
ekki krafíst tilvísana frá heimilis-
læknum til greiðslu reikninga sér-
fræðinga og við það hafí aðgangur
fólks að sérfræðilæknishjálp verið
greiðari. Það leiði til fleiri lyfjaávís-
ana.
Sérfræðilækniskostnaður
Sjúkrasamlags Reylq'avíkur var
92,5 milljónir árið 1981, en hækk-
aði í 201 milljón króna árið 11986,
eða um 117,3%. Enginn annar liður
í sjúkraþjónustu Reykvíkinga
hækkaði jafn mikið á tímabilinu. í
skýrslu borgarlæknisembættisins
kemur fram, að helsta skýring
þessa sé sú, að aðgangur fólks að
sérfræðilæknishjálp hafí verið auð-
veldaður. Sérfræðingum, sem starfi
utan sjúkrahúsa, hafí fjölgað og
einnig virðist göngudeildarþjónusta
sjúkrahúsa hafa flust að einhveiju
leyti á stofur sérfræðinga. Þá hafí
með fjölgun sérfæðinga verið full-
nægt þörfum á ákveðnum sviðum,
s.s. geðlækningum og augnlækn-
ingum, en þar hafí áður verið nokk-
urra mánaða bið fyrir sjúklinga.
Með aukinni sérfræðilæknishjálp
virðist hafa orðið sú breyting á
læknisþjónustu utan sjúkrahúsa í
Reykjavík, að sérfræðingar starfí
nú í auknum mæli við almenna
læknisþjónustu. Eftirspum eftir
þjónustu heimilislækna hafí flust
yfir á sérfræðinga.
NAMSMENN
ATHUGIÐ!
Ný hraðvirk, létt og
handhæg TA
Triumph-Adler skríf-
stofurítvél á verði
skólaritvélar.
Sendum í póstkröfu
• Prenthraði 13slög/sek
• ”Lift off” leiðréttingar-
búnaður fyrir hvern staf eða
orð.
• 120 stafa leiðréttingarminni
• Sjálfvirk: miðjustilling
undirstrikun
feitletrun
• Handfang og lok.
auk ýmissa annarra kostasem
prýða eiga ritvél morgun-
dagsins.
Komdu viö hjá okkur eða
hringdu og fáðu frekari
upplýsingar.
Einar J. Skúlason hf.
Grensásvegi 10, sími 686933