Morgunblaðið - 22.09.1988, Page 23

Morgunblaðið - 22.09.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 23 til að knýja fram lækkun verðlags með lagaboði og viðurlögum, ef nauðsyn krefði.“...„Spurninginn er hvort Sjálfstæðisflokkurinn á eitt- hvað auðveldara með að standa að framlengingu á verðstöðvun með lagaboði verði þessi leið farin. Síðan stendur spurningin eftir um það hvort stjómarflokkamir, úr því sem komið er, geti náð saman um nokk- ur úrræði sem að gagni koma. Á það reynir á næstu dögum," sagði Jón Baldvin." Tíminn ræðir við Steingrím Her- mannsson og Halldór Ásgrímsson þennan sama dag: „Steingrímur Hermannsson sagði Tímanum í gærkvöldi að hann teldi alls ekki fullreynt hvort niðurfærsluleiðin væri fær. Hann sagði það skiljan- legt að verkalýðshreyfingin gengist ekki inn á að laun yrðu lækkuð ein- hliða... „Ég tel að niðurfærsluleiðin sé vænlegasta leiðin til að koma undirstöðu- og samkeppnisatvinnu- vegunum á góðan rekstrargmnd- völl," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra við Tímann í gær. Halldór sagði ástandið í efna- hagsmálum nú svo alvarlegt að ríkisstjómin yrði að sameinast hið snarasta um aðgerðir. Það versta í stöðunni væri að gera ekkert. Það myndi leiða til stöðvunar atvinnu- veganna á skömmum tíma. í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið væri kæmu honum yfirlýsingar forsætis- ráðherra á óvart.“ Nýjar tillögur Þorsteins Miðvikudaginn 7. september var haldinn fundur formanna stjómar- flokkanna þar sem ræddar vom leiðir til lausnar efnahagsvandan- um. Um þennan fund segir í Morg- unblaðinu: „Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, sagði að afloknum for- mannafundinum í morgun enn halda í vonina um að niðurfærslu- leiðin yrði farin. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði að niðurfærsluleiðin væri því aðeins fær að verðlag - og vextir ef þörf krefði - yrði lækkað með lagaþving- unum á sama tíma og laun.“ Fimmtudaginn 8. september lagði Þorsteinn Pálsson fram nýjar efnahagstillögur í ríkisstjóminni. í þeim var lögð megináhersla á halla- laus fjárlög 1989 og mælt með frystingu launa, ströngu aðhaldi í verðlagsmálum og einhverri gengis- lækkun. Framlenging óbreyttrar verðstöðvunar var sögð ómarkviss. Að loknum ríkisstjómarfundin- um voru fundir í þingflokkum allra stjómarflokkanna og að þeim lokn- um sögðu þeir Steingrímur Her- mansson og Jón Baldvin Hannibals- son að forsætisráðherra yrði að útfæra tillögur sínar ítarlegar áður en flokkamir tækju afstöðu til þeirra. Kallaði Steingrímur tillögur Þorsteins „minnispunkta" og á fundi þingflokks og framkvæmda- stjómar Framsóknarflokksins var samþykkt ályktun þar sem sagði að framsóknarmenn væru reiðu- búnir að fjalla um tillögur frá for- sætisráðherra væri þeim grundvall- arsjónarmiðum fullnægt að raun- vextir yrðu lækkaðir, lánskjaraví- sitala afnumin og dregið úr þenslu með hallalausum ijárlögum. Föstudaginn 9. september mættu formenn stjómarflokkanna á aðal- fund Sambands fiskvinnslustöðva. í Tímanum, laugardaginn 10. sept- ember, að afloknum fundi Sam- bands fiskvinnslustöðva, er rætt við Steingrím Hermannsson, sem segir: „Ég vil lýsa ánægju minni með ályktun Sambands fiskvinnslu- stöðva, þar sem þeir lýsa yfír stuðn- ingi við niðurfærsluna," sagði Steingrímur Hermannsson þegar Tíminn náði tali af honum í gær- kvöldi eftir að „Stykkishólmsfund- inum“ lauk. Steingrímur sagði að við vonbrigðatón hefði kveðið hjá fundarmönnum. „Menn sem ég ræddi við og heyrði tala á fundinum veltu fyrir sér spurningunni hvað tæki við. Ég heyrði á mörgum að þeir óttuðust um fyrirtæki á heima- slóðum sínum sem væru að stöðv- ast. Stöðvist slík fyrirtæki held ég SJÁ NÁNAR Á NÆSTU SÍÐU Helgarverð frá kr. 19.810,— 4 daga verð frá kr. 21.215,- Vikuverð frá kr. 24.923,- Innifalið í verði: Flug, gisting og morgunverður. Hótelmöguleikar: HOSPITALITY INN, INGRAM, NORMANDY. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. ‘ Gildistími frá 15/9 '88 - 29/10 ’88. *• Gildistími frá 1/11 ’88- 15/12 ’88. “* Gildistími frá 15/9 ’88 - 31/3 ’89. Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. Staðgreiðsluverð. P.S. Það er fleira skemmtilegt að gera í GLASGOW en að fara í búðir. FLUGLEIDIR -fyrírþíg- Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100. Auk/SÍA K110d3-203

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.