Morgunblaðið - 22.09.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 22.09.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 31 Reuter Kosningabar- áttaíChile Chilesk kona, sem styður Au- gusto Pinochet, forseta Chile, heldur á spjaldi með mynd af hershöfðingjanum á kosn- ingafundi hans í Santiago i gær. Pinochet er eini fram- bjóðandinn í kosningunum, þar sem ákveðið verður hvort hann verður við völd í átta ár til viðbótar. Fundur Shultz og Shevardnadze: Shevardnadze með nýj- ar tillögur í farteskinu Kaupmannaliöfn. Reuter. EDUARD Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, ætlar að bera upp tillögur um takmarkanir á efnavopnum og langdrægum kjarnaflaugum á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóð- anna í New York áður en hann hittir George Schultz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna að máli í Washington á fimmtudag og á föstudag. Á blaðamannafundi á síðastá degi heimsóknar Shevardnadze til Dan- merkur sagði hann að sovéska sendinefndin kæmi ekki tómhent til Washington en vildi ekki tjá sig nánar um hvað fælist í tillögunum. Enn stendiír margt í vegi fyrir sam- komulagi stórveldanna um helm- ingsfækkun langdrægra kjarna- flauga og stórveldin eru sammála um að sá áfangi náist ekki áður en Reagan Bandaríkjaforseti lætur af embætti. vesturströnd Svíþjóðar segir að í september hafi menn einungis orðið varir við einstaka dauða seli af völd- um sýkingarinnar. í ágúst hafi hins vegar hundruð dauðra sela rekið á land. Lunneryd segir að u.þ.b. tvö þúsund selir séu eftir af átta þús- und sela stofni í Kattegat. „Þeir sem lifðu af eru fullorðnir selir sem myndað hafa ónæmi gegn sýkinni," sagði Lunneryd. Hann taldi ráða úrslitum um afdrif stofnsins hvort Shevardnadze sagði ennfremur að hann muni tilkynna Shultz að stjómin í Moskvu óski þess að slak- að verði á útflutningshömlum vest- rænna ríkja, einkum hvað varðaði útflutning á hátæknivarningi. Hann sagði að lista COCOM (listi yfir vörur sem útflutningshömlur eru á) ætti að endurskoða og stytta. Norðursjór: Seladauðinn í rénun Stokkhólmi. Reuter. FARSÓTT sem orðið hefiir rúmlega tíu þúsund selum undan strönd- um Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Vestur-Þýskalands og Hollands að aldurtila er að öllum líkindum gengin um garð, að sögn sænskra vísindamanna. Hins vegar gæti farið svo að sjúkdómurinn ætti eftir að höggva stór skörð í selastofhinn við Bretland. Sven-Gunnar Lunneryd hjá þeir selir, sem lifað hafa af, smiti Tjamo sjávarlíffræðistofnuninni á kópa næsta árs. Starfsmenn Tjarno segja að veiran sem olli farsóttinni hafi ef til vill borist í selinn með villiminki. Þeir telja fregnir af sela- dauða við Bretland benda til þess að farsóttinn sé í uppsiglingu þar um slóðir. Rannsóknir vísinda- manna í Vestur-Þýskalandi og Hol- landi gefa svipaðar niðurstöður og þar vonast menn til þess að farsótt- in verði um garð gengin á næstu vikum. Sovéther ekki dreg’ið úr hervæðingu - segir Galvin, yfir- maður heraíla NATO Schwaebisch Hall. Reuter. JOHN Galvin, yfirmaður alls her- afla Atlantsliafsbandalagsins í Evrópu, sagði í gær að ekkert benti til þess að Sovétmenn hefðu dregið úr vopnaframleiðslu Galvin sagði eftir að hafa fylgst með heræfingum Atlantshafs- bandalagsins í Vestur-Þýskalandi að hann vildi sjá Sovétmenn fram- kvæma eigin tillögur um fækkun hefðbundinna vopna. „Sovétmenn framleiða enn jafn mikið af vopnum og þeir gerðu í mars árið 1985 þegar Gorbatsjov Sovétleiðtogi komst til valda." Galvin sagðist ánægður með að Sovétmenn sýndu áhuga á að ræða afvopnun og með tillögu þeirra um viðræður um fækkun hefðbundinna vopna. Hann kvaðst hlynntur við- ræðum um jafnvægi í hefðbundnum herafla en bætti við: „Að mínu áliti eigum við ekki einbeita okkur ein- göngu að því sem Sovétmenn segja heldur einnig því sem þeir gera.“ SPRENtíÍDAtíUR í DAW í Skífunni Borgartúni 24. Skífan kynnir sprengidaginn. í dag seljum við allar vörur í verslun okkar í BORGARTÚNI 24 með 10% afslætti. Auk þess bjóðum viðfjöldan allan af plötum með 25% afslætti og 12tomm- KENNARASAMBAND ÍSLANDS HIÐ ÍSLENSKA KENNARAFÉLAG UPPE^DISMÁLAÞING KÍ OG HÍjC 1988 IM 24. SEPTEMBER1988 Þingstaður: Sjallinn á Akureyri Dagskrá Kl. 9.30 Mæting - morgunkaffi. Kl. 10.00 Þingið sett: Svanhildur Kaaber, formaður Kl og Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK. Kl. 10.20 Hlutur kennara i skóla- þróun: Hanna Kr. Stefánsdóttir, kennari. Kl. 11.00 Námsefni. „Þarfur þjónn eða harður húsbóndi": Ingvar Sigurgeirsson, kennslufræöingur. Kl. 11.40 Hádegishlé. Kl. 13.00 í Oddeyrarskóla á Akur- eyri verða flutt 12 erindi um þróunarstarf í skólum og rannsóknir á skóla- starfi. Þátttakendur velja eitt þessara erinda. Tími gefst til spurninga og um- ræðna. Kl. 14.00 Kaffihlé. Kl. 14.15 Erindin sem flutt v • kl. 13.00 verða öllendu xin. Kl. 15.30 Uppeldisþáttur skóla- starfs: Húgó Þórisson, sálfræð- ingur. Kl. 16.30 Þingslit: Elna Jónsdóttir, formað- ur BK. Þingforsetar: Hörður Ól- afsson og Stefanía Arn- órsdóttir. Erindi um kannanir og nýbreytni í skólastarfi Erindin verða flutt samtimis kl. 13.00-14.00 og endurtekin kl. 14.15-15.15. Þar gefst einnig timi til umræðna og skoðanaskipta. Kennarar eiga þess kost að hlýða á og taka þátt í umræðum um tvö þessara erinda. 1. Þróunarstarf f Hallormsstaðarskóla. Breytlngar - skólastefna - skólanámskrá. Sigfús Grótarsson, skólastjóri. 2. Fall á grunnskólaprófil 6 ára reynsla af kennslu fallista. Hugsanleg námstllboð fyrir þennan hóp í framtíðinni. Helga Sigurjónsdóttir, framhaldsskólakennari. 3. Nýbreytni og þróunarstarf f grunnskólum 6-12 ára. Samstarfsverkefni („Project" nr. 8) á vegum Evrópuráðs á árunum 1982-1988. Sigriöur Jónsdóttir, námstjóri, segir frá nýbreytnistarfi í 12 skólum í Evrópu sem tengdust verkefnunum. 4. Sérkennsla á framhaldsskólastigi. Starfsnám. Tilraun með kennslu seinfærra nemenda við Iðnskólann í Reykjavfk. Fjölnir Ásbjörnsson, sérkennari. 5. Blöndun fatlaðs nemanda í almennum bekk. Guðrún Bentsdóttir, æfingakennari og Jónína V. Kristinsdóttir, æfingakennari. 6. Stoðkerfi í framhaldsskóla. Helga Hreinsdóttir, framhaldsskólakennari. 7. Starfsemi fagfélaga og áhrif þeirra á skólaþróun. Auður Hauksdóttir, framhaldsskólakennari. 8. Samstarf grunnskóla um nýbreytnistarf í efri bekkjum. Breytt hlutverk kennara og nemenda. Breytt stundaskrá og breytt afstaða til námsgreina. Breyttar kennsluaðferðir. Hannes Sveinbjörnsson, æfingakennari. 9. Markmiðsgrein grunnskólalaga. Kennsluhættir f grunnskólum og skólaþróun. Er íslenski grunnskólinn fagleg (professional) stofnun? Hvernig er faglegur grunnskóli? Arthur Morthens, sérkennari. 10. RITUN - þokkaleg skólaritgerð og/eða lykill að framtíð? Er ritun einkamál móðurmálskennara? Fjallað verður um markvissa þjálfun ritunar og glldi hennar til að koma á framfæri hugsun, þekkingu og viðhorfum. Guðmundur B. Kristmundsson, yfirkennari. 11. Samstarf milli skóla og þróun kennslu. Tilraunaverkefni í náttúru- fræði veturinn 1987-1988 f skólum í Skagafirði. Forsendum, fram- kvæmd og mati lýst frá sjónarhóli ráðgjafa og kennara. Allyson MacDonald, kennslufræðingur og Svandís Ingimundardóttir, skólastjóri. 12. Niðuretöður rannsókna á notkun námsefnis og viðhorfum kennara og nemenda til þess. Ingvar Sigurgeirsson, kennslufræðingur. urá hálfvirði. STÓRKOSTLEG VERÐSPRENGING! Framvegis verður sprengidagur í Skífunni Borgartúni 24 mánaðarlega. Merktu við þessa daga í dagatalinu þínu: SKOÐAOU ÍSKÍPUNAI S-K-l-F-A-N KRINGLUNNI • BORGARTUNI • LAUGAVEGI KÁTAMASKlNANSEK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.