Morgunblaðið - 22.09.1988, Side 40

Morgunblaðið - 22.09.1988, Side 40
.40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 Fiskvinnsludeild V erkalýðsfélags Akraness: Hækkun á gjaldskrá hita- veitunnar mótmælt STJÓRN fiskvinnsludeildar Verkalýðsfélags Akraness hefur mótmælt hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Akraness og Borgar- ness 1. september. Bendir stjóm- in á að samkvæmt bráðabirgða- lögum um verðstöðvun hafi ekk- ert mátt hækka frá og með 1. september og er gjaldskrár- hækkunin því talin ólögleg og algerlega siðlaus. Samkvæmt upplýsingum Guð- rúnar Skúladóttur deildarstjóra í iðnaðarráðuneytinu hækkaði gjald- skrá hitaveitunnar ekki 1. septem- ber. Gjaldskráin hækkaði síðast 1. ágúst og þá um 8,4% og var sú hækkun staðfest af iðnaðarráðu- neytinu og birt í Stjómartíðindum í júlímánuði. Hitaveitugjaldið er innheimt eftirá og kom þessi hækk- un því fyrst fram á hitaveitureikn- ingum notenda 1. september. Guð- rún sagði að Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar hefði verið búin að fá staðfestingu á nýrri hækkun gjaldskrár um 2% frá og með 1. september áður en verðstöðvun var ákveðin en síðan frestað gildistöku hennar fram yfir verðstöðvun að beiðni ráðuneytisins. Myndi fyrir- tækið því ekki innheimta hækkun- ina fyrir septembermánuð. í ályktun sem stjóm fiskvinnslu- deildarinnar samþykkti er einnig tekið undir ályktun formannafund- ar Alþýðusambands íslands frá 12. september, þar sem mótmælt er öllum hugmyndum um skerðingu á kjömm almenns launafólks og verkafólk um land allt hvatt til að vera við því búið að bregðast við á viðeigandi hátt ef stjómvöld verði ekki við áskorunum um að lækka vexti og verðlag og sjá fyrir at- vinnuöryggi í útflutningsgreinum. ,Jíúluvendir“ ' 'og grænar skreytíngar I dag og næstu daga er mikið um að vera hjá okkur í afskornum blómum. „Kúluvendimir", sem við kynntum í síðustu viku vöktu mikla athygli. Nú bætum við um beturog kynnum einnig nýja gerð af- ,skorinna skreytinga, svokallaðar „grænar skreytingar". Þær hafa átt miklum vinsældum að fagna í ^ Hollandi á þessu ári og vakið athygli Ujf, fyrir langan líftíma og hreinan stíl. Skreytingar- meistarar Blómavals sýna vinnu sína og kynna nýjungarfimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag kl. 14-18. ingar Kynnum nýja gerð afskorinna skreytinga. Stílhreinar skreyt- ingar sem standa lengur. Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Suðurland - Hella Stjórnarslitin - stjórnmálaviðhorfið Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suð- urlandi boöar til almenns fundar sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi í Hellubfói nk. mánu- dagskvöld, 26. sept. ki. 21.00. Þorsteínn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir um stjórnarslitin og stjórnmálaviðhorfið. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi Vestmannaeyjar Þjóðmálafundur Fulltrúaráð sjálfstæöisfélaganna i Vest- mannaeyjum boðar sjálfstæðismenn til fundar um stöðu þjóðmála i Hótel Þórs- hamri nk. föstudagskvöld 23. sept. kl. 20.30. Árni Johnsen ræðir um stjórnmálaviðhorfið. Fulltrúaráð sjálfstæðisfálaganna i Vestmannaeyjum. Suðurland - Selfoss Stjórnarslitin - stjórnmálaviðhorfið Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suð- urlandi boðar til almenns fundar sjálfstæð- ismanna á Suðurlandi i Hótel Selfossi nk. fimmtudagskvöld, 22. sept. kl. 20.30. Þorsteinn Pálsson, forsætisráöherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir um stjórnarslitin og stjórnmálaviðhorfið. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Félagsfundur Akureyri og nágrenni Sjálfstæðisfélögin á Akureyri halda félagsfund föstudaginn 23. sept- ember í Kaupangi v/Mýrarveg og hefst fundurinn kl. 20.30. Umræðuefni: Verkalýðs- og þjóðmál. Framsögumenn: Halldór Blöndal, alþm. og Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Fyrirspúrnir - umræöur. Fundarstjóri: Bárður Halldórsson. Munið föstudaginn 23. september kl. 20.30. Málfundafélagið Sleipnir. Sjálfstæðisfélag Akureyrar. Sjálfstæðiskvennafólagið Vörn. F.U.S. Vörður. Fulltrúaráð sjálfstæðisfólaganna á Akureyri. Kjördæmisráð Norðurlandskjördæmis eystra. iiutimiii iiittiiiilii ItUltllÍkkÍIÍ iiiltiiiiiii liililiilii Kiiiiiiiiifti i I V K III11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.