Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 Líðurtíminn virki- lega svona hratt? Það fer ekki á milli mála að haustið er komið eina ferðina enn. Haustið er ákaflega líflegur tímifyrir mann- fólkið sem undirbýr sig afkappi fyr- ir viðfangsefni vetrarins, hvortsem er í námi eða starfu Sumtfólk horf- ir með ákafri eftirsjá til nýliðins sumars, hvað sem veðurfari ogþjóð- málum líður og hlakkar hreint ekki til komandi mánaða skammdegis og myrkurs. Vonandiferþó Veturkon- ungur mildum höndum um sálarltf okkar og gerir okkur kleift að þreyja Þorrann án mikilla átaka. UMSJÓN STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR OG ARI GÍSLI BRAGASON námsmaðurinn að pakka niður fögg- um sínum og tygja sig til utanfarar. Fólk dreifíst auðvitað í allar áttir, en hvemig sem á því stendur virð- ast óvenjumargir ætla til Vínar í Austurríki. Er Vínarborg þá vinsælli en aðrir staðir um þessar mundir? Og þá af hveiju? Ungur maður, Snorri Wium að nafni, er einmitt á leið út til náms eftir nokkrar vikur. Ég bað hann að segja mér dálítið af sjálfum sér og þá sérstaklega hvert hann er að fara og í hvaða nám. Hvaða atvinnu stundarðu? Ég fór í Iðnskólann nánast strax eftir grunnskólapróf og lærði þar húsamálun á fjórum árum. Ég ákvað að fara út í þetta vegna þess að mér fannst aldrei neitt sérstaklega gaman í skóla og þetta var einföld leið því að pabbi er málarameistari. Þama fékk ég atvinnu sem gaf af sér ágætis kaup og ég gat haft al- veg eins mikla vinnu og mig lysti, það var nú eiginlega það sem manni fannst skemmtilegast í þá daga, að fá peninga. Ég hef unnið hjá afa mínum, sem er einnig málarameistari svo að við erum þama þrír ættliðir saman að störfum; afi, pabbi, ég og raunar bróðir minn líka sem er nokkru yngri en ég. Þetta er sem sagt einskonar fjölskyldufyritæki og mér finnst mjög gott að starfa með í þessum hóp. Það má kannski taka það fram að við bræðumir, ásamt pabba, höf- um fleira sameiginlegt því að við emm allir meira eða minna að vas- ast í söng. Þú hefúr aldrei látið þér detta í hug að fá þér trönur og fara að mála á léreft? Ég held að ég sé ekki maður í það. Ég hef oft spáð í hvort ég ,gæti málað myndir, en alltaf komist að þeirri niðurstöðu að ég ætti ekk- ert að eiga við það. Mér lætur senni- lega best að mála hús. Hvað með sönginn, hefúrðu verið að læra að synja? Þetta byijaði nú með því að ég gekk í Pólýfónkórinn árið 1981. Fór svo m.a. til Spánar með kómum í söngferðalag. Eitt árið var haldið námskeið þar sem þekkt ítölsk söng- kona leiðbeindi okkur 'og'þá fór ég fyrst að velta fyrir mér að læra-söng. Akvað að fara til Elínar Sigurvins- ~ dóttur í einkatíma árið 1984 og fannst mér ganga ágætlega svo að * ég sótti um inngöngu í Söngskólann í Reykjavík og hef verið þar í námi . síðan hjá Magnúsi Jónssyni og Dóru Reyndal. Hvaða rödd syngurðu? Ég er tenór eins og svo margir íslendingar. Hefurðu hugsað þér að læra ^sönginA eitthvað frekar? Ég er líkléga á leið til Vínarborg- ar núna í október, í framhaldandi nám. Þannig að ég er ansi hræddur um að það sem var í byijun áhuga- mál sé það ekki lengur, heldur bara mikið alvömmál! Eg hef einhvem veginn aldrei áttað mig á því fyrr að söngurinn væri eitthvað sem ég gæti notað en ekki bara eitthvað leikfang, mér til skemmtunar. En með því að fara til Vínar langar mig að gefa mér tækifæri sem söngvara og sjá hvort ég hef eitt- hvað í þetta að gera. í fyrra tók ég sjöunda stigið, sem er næstsíðasta stigiðj úr almennri deild Söngskól- ans. Ég fór svo í júní sl. út til Vínar og var þar hjá kennara sem heitir prófessor Svanhvít Egilsdóttir og kíkti aðeins í leiðinni á skóla sem heitir Konservatorium Vínarborgar. Þar söng ég fyrir mann sem er yfir óperudeildinni og honum leist mjög vel á mig og vildi fá mig strax út í nám. Svo að ég varð að taka þessa ákvörðun, annað hvort fer ég út núna, eða þá að ég verð heima og lýk áttunda stiginu í skólanum og klára hann þar með. Þetta var tölu- vert erfið ákvörðun, því að um sama léyti fékk ég tilboð um smáhlutverk í óperunni Hoffmann í íslensku ópe- runni, sem verður tekin til sýninga fljótlega og mér fannst afar erfitt að hafna því góða boði. Ég hef raun- ar sungið í Óperukómum síðan haus- tið ’85. Hvernig tilfinning er að standa á sviði fyrir framan fjölda fólks og syngja? Hún er svolítið misjöfn. Ef mér gengur vel þá er þetta mikil sæla, þess vegna er ég nú sennilega að þessu. Maður fær eitthvað út úr því áð pína sjálfan sig til að standa fyr- ir framan allt þetta fólk og syngja fyrir það og að hafa haft alveg of- boðslega mikið fyrir því að undirbúa sig vikur og mánuði áður en tónleik- amir fara fram. Þetta er geysilega mikil vinna og mjög mikið álag, en eitthvað gerir það að verkum að maður vill ekki sleppa þessu. Samt botna ég aldrei í því þegar ég er að syngja fyrir fólk, hvers vegna í ósköpunum ég er að þessu! Það er mjög einkenndandi fyrir sönginn að einn daginn finnst þér allt ganga afskaplega vel og telur þig eiga heima í þessu hvar sem er og hvenær sem er, en svo kannski eftir hálfan mánuð finnst þér þú ekki geta neitt og þykist helst ætla að hætta við allt saman. Það fylgir einmitt þessu námi að læra að fara milliveginn og takast á við þessar sveiflur, að geta tekið því ef illa gengur og ekki síður að geta tekið velgengni, sem er síst auðveldara. Þú hélst tónleika á dögunum með litlum sönghóp, geturðu gef- ið nánari deili á honum? Hópurinn er yfírleitt nefndur Emil og Anna Sigga, þó ég hafi nú ekki hugmynd um hvaðan þetta Emilsnafn er sprottið. Við erum sex í hópnum og erum búin að starfa núna á annað ár. Hiuti hópsins byij- aði á þessu eitthváð í kringum ’81, þá fórum við á Þorláksmessu niður í bæ og su’ngum jólalög í verslunum og skemmtum okkur konunglega. Við byijuðum samstarfíð svo fyrir alvöru á að halda tónleika í Hlað- varpanum í fyrra, sem gengu'ágæt- lega og svo aftur núna nýlega í sama húsnæði, en í sal sem heitir Undir pilsfaldinum. Þeir tónleikar tókust mjög vel, salurinn troðfylltist og við þurftum því miður að vísa fólki frá. Þama sungum við ýmsar tegundir af músík, íslensk og bresk þjóðlög. Bítlalög og allt mögulegt fleira. Svona sambland af rólegu og fallegu og svo hröðu og skemmtilegu. Eg hugsa að maður hafí mjög gott af því að breyta aðeins frá klassíkinni og syngja eitthvað annað. Það krefst annarrar raddtækni og maður þarf að hugsa öðruvísi þegar sungið er með fleirum. Hvernig leggst í þig að vera að fara til Vínar? Það leggst vel í mig og ég vona bara að þetta gangi nú allt saman upp. Auðvitað er maður samt sem áður dálítið kvíðinn vegna þess að þetta ber mjög brátt að. Ég og kon- an mín, Unnur María, eigum eins- mánaðar gamalt bam, stúlku sem heitir Hekla. Ég þarf að fara frá þeim í þijá mánuði og það fínnst mér mjög slæmt, finnst ég vera að missa af mjög merkilegum tíma með þeim. En svo koma þær nú út til mín að þremur mánuðum liðnum. Hvenær umbreyttist þú í §öl- skyldumann? Ja, hvenær verður maður eigin- lega fjölskyldumaður? Byijar það ekki bara þegar fólk kaupir sér sam- an þvottavél? Árið 1983 fór ég á stúfana og leigði mér íbúð í Vestur- bænum og við Unnur María höfum búið þar saman sl. þijú ár. Mér fínnst nokkuð merkileg til- hugsun að vera „fjölskyldumaður“! Það er sennilega þessi ábyrgð, mér fínnst hún mjög mikil og ekki síst þegar ég þarf að ijúka svona í burtu og skilja þær eftir um stundarsakir. Viltu segja eitthvað sérstakt að lokum? Nei, ég hef bara .ekki tíma til þess. Ég hef alveg nóg að gera við að vera íjölskyldumaður, söngvari og málari og það rúmast fátt annað inn í þá mynd í bili. En eins og ég segi, óg ætla að vinna svolítið í því að reyna að verða söngvari. húsalengju í austurhluta Reykjavíkur, sem er kannski ekki í frásögur færandi. En mér verður oft hugsað til nágranna minna sem búa hér allt um kring. Ég veiti því athygli að sumir þeirra hverfa stundum tímabundið, aðrir til lang- frama, en svo skjóta þeir allt í einu upp kollinum einn góðan veðurdag, rétt eins og ekkert hafi í skorist. Þetta gerðist einmitt núna um daginn þegar Drífa Guðjónsdóttir, leikfélagi minn úr bemsku, sást hér skyndilega í götunni. Forvitnin vaknaði óðar og ég linnti ekki látum fyrr en ég hafði fengið hana til að segja mér hvar í ósköpunum hún hefði verið allan þennan tíma og hvað hún væri nú að fást við. Ef þú byijar á að segja frá þvi hvað þú hefúr verið að bralla síðan í menntaskólaárunum? Ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð þrjú og hálft ár og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1983. Eitt sumar á þessu tímabili fór ég til Þýskalands sem au-pair. Ég var nú reyndar ekki að passa böm, heldur var ég í litlu þorpi í Bayern í Suður-Þýskalandi og hjálpaði þar til við heimilisstörf og útistörf eins og t.d. að tína aspas úti á ökran- um. Svo var ég að vinna í garð- yrkju á sumrin og í leikfangabúð á jólunum hér á Islandi. Þegar ég var búin með MH fór ég svo út til Miinchen og var í sjö mánuði að læra þýskuna betur. Hvemig líkaði þér við MUnch- en? Ég er ekki beint stórborgarbam, þó svo að ég hafi alltaf átt heima í Reykjavík. Mér þótti nánast óbærilegt að ég gat aldrei vitað hvaða leiðir ég átti að velja, þegar ég ætlaði að fara eitthvað um borg- ina, maður þurfti alltaf að keyra eftir korti. Þó þetta væra sjö mán- uðir fékk ég ósköp litla tilfínningu fyrir borginni og hvað væri í henni. Nema að ég vissi hvar miðbærinn, háskólinn, íbúðin mín, Ólympíuleik- vangurinn og nokkrir mjög þekktir staðir voru. Það truflaði mig svolít- ið að hafa ekki neina yfírsýn. Þegar ég loks hafði fundið há- skólabygginguna í þessari stóra borg, lagði ég fram mín gögn og kunnátta mín í málinu var svo metin. Mér var umsvifalaust plant- að í erfiðasta kúrsinn því þeir sáu að ég var búin að læra þýsku í þijú og hálft ár. En það veit það náttúralega hver maður sem hefur stúdentspróf í þýsku, að maður kann nú svo sem ekkert í málinu þrátt fyrir þetta próf! En ég sé það núna, að auðvitað er sú málfræði sem maður lærði fyrst mjög gagn- leg þegar til kastanna kemur. Þeg- ar ég bytjaði í þýskunáminu þarna úti þá skildi ég loksins hvaða hlut- verki þessi hundleiðinlega málfræði gegnir raunveralega, að þylja upp sagnir, greini og allt þetta þurra sem maður lærir fyrst. Þegar mað- ur fer að þurfa að tala og þá tölu- vert vitlaust, fer maður fyrst að byija að stúdera hvemig tungumál- ið er uppbyggt. Það er leiðinlegt að sitja heima og byija að léera nýtt mál, sagnir, beygingar, hvaða forsetning tekur hvaða fall og allt þetta... en þeg- ar þú uppgötvar að þú getur notað þessa kunnáttu þína er þetta ofsa- lega gaman. Orðaforðinn hefur aukist mjög mikið eftir að ég kom tii Þýskalands og mér finnst ekkert erfítt að tjá mig lengur, þó svo að ég tali alls ekki lýtalausa þýsku. Svo þegar ég fór í líffræðinámið til Braunschweig, þá kom sjokkið; fagmálið, ég kunni lítið í því og þurfti auðvitað að byija að læra það. Með hveiju nýju verkefni koma náttúralega ný vandamál, sem takast þarf á við. Þegar ég flutti út til Munchen var það í fyrsta skipti sem ég fór að heiman og að búa sjálf, bjó reyndar með manni sem ég kynnt- ist í Bayem. Hann fór svo í skóla til Sviss í eitt ár og ég fór heim til íslands og í Háskólann. Þegar hann lauk sínu námi fékk hann vinnu í Braunschweig og þá flutt- um við bæði þangað. Staðarvalið var því hálfgerð tilviljun. Braunsch- weig, þar sem búa um 280 þús. manns, er bara smáborg og það era alls ekkert allir Þjóðveijar sem vita hvar þessi borg er. Nú lagðirðu stund á líffræði, afhverju varð hún fyrir valinu? Ég hélt alltaf að ég gæti ekki lært tungumál mjög vel, það var einhver meinloka og mér fannst alltaf skemmtilegra í raungreinum heldur en í húmanískum greinum. Mig hefur alltaf langað í einhvers- konar rannsóknir. I eitthvað sem skiptir máli að sé rannsakað. Mig langaði líka að kynnast því hvernig hlutimir era rannsakaðir. Maður sér í líffræðinni, hversu rannsókn- arsviðið getur verið ótrúlega víðfeðmt. Svo kom ég út til Braunschweig og frétti að þar væri kennd líffræði við tæknihá- skóla, sem mér var sagt að væri mjög góður, tók inntökupróf í þýsku sem gekk ágætlega og komst inn. Gætirðu útskýrt lauslega hvernig líffræðinámið er upp- byggt? Líffræðinámið er byggt upp í tveimur hlutum, sá fyrsti er grann- námið, þ.e. dýrafræði, grasafræði, efnafræði bæði lífræn og ólífræn og svo eðlisfræði og eðlisefna- fræði. Þetta era svona aðalfögin. Svo era líka tölfræði og aðrar smærri greinar þama inni á milli. Námið byggist upp á verklegum æfingum, skýrslugerð og fyrirlestr- um og í lokin tekur maður svokall- að „Vordiplompróf" og kemst þá út í síðari hlutann, hið eiginlega nám sem er sérhæft við ákveðna þætti líffræðinnar. Við eram mikið í verklegum æfingum sem er algjört kapphlaup að komast í. Þá er jafnvel teningak- ast látið ráða um hvort þú færð þessa verkæfíngu á þessari önrt, eða bara einhvem tímann á þeirri næstu. Ég þurfti einu sinni að draga miða upp á þetta og hann var auðvitað auður, sem gerði það að verkum að ég þurfti að bíða í heila fjóra mánuði eftir að komast að. Maður þarf að hafa þessar verk- legu æfíngar til að geta tekið „Vordiplomprófíð". Eftir það getur atthildur Aðal- steinsdóttir er búsett í Ólafsvík. Hún fæddist í Reykjavík en fluttist eins árs gömul til Ólafsvíkur. Matt- hildur býr ásamt sambýlismanni, Baldvini Amarsyni, og þnggja ára syni sinum, Jens, í íbúð fósturföður síns sem hún gerði upp ásamt Bald- vin. Ég byijaði á því að spyija Matthildi um lífshlaup sitt. Ég hef átt -heima hér í Ólafsvík 'aljja ævi má segja. Ég fluttíst til Vestmánnaeyja eftir að ég skildi við bamsföður minn og dvaldjst þar í fjóra mánuði. Ég vann í matvöru- verslun í Eyjum en það gekk ekki upp að borga leigu og bamapössun. Ég fluttist því aftur heim og fór að vinna í Stakkholti við fisk- vinnslu. Ég bjó þá í íbúð sem mér var útvegað af vinnuveitendum mínum. Hvað starfarðu við núna? Ég vinn í Grillskálanum á morgn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.