Morgunblaðið - 22.09.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 22.09.1988, Qupperneq 64
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Morgunblaðið/Sverrir Ragnar Arnalds og Þórhildur Þorleifsdóttir takast í hendur fyrir fund sem Kvennalistakonur boðuðu þingflokk Alþýðubandalagsins á í gærmorgun til að árétta afstöðu sína til stjómarmyndunarviðræðna. Viðræður Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks: Samningsrétturmn er helzta ágreiningsefnið Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins var enn á fundi þegar Morgunblaðið fór í prentun um miðnætti. Talið var, að skoðanir væm mjög skiptar innan framkvæmdastjórnarinnar um það, hvort Alþýðubandalagið ætti að ganga til samstarfs um myndun nýrrar vinstri stjórnar eða veija minnihlutastjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks vantrausti. Helztu forystumenn flokksins vora tals- menn þess að taka upp samstarf við Framsóknarflokk og Alþýðu- flokk um stjórnarmyndun. Hollustuvernd ríkisins: Um 6 til 8 Jfconn af þéttum með PCB send ut- an bráðlega UM NÆSTU mánaðamót verða send utan, til Bretlands, um 6-8 tonn af rafþéttum sem innihalda eiturefiiið PCB. Birgir Þórðar- son hjá Hollustuverad ríkisins segir að með þessari sendingu sé nær allur rafbúnaður sem inniheldur þetta efiii farinn héð- ef frá eru taldir þrír stórir spennar í Kröfluvirkjun og nokkrir minni i Búrfellsvirkjun. Með þessari sendingu nú um mánaðamótin hafa alls verið send héðan tæp 30 tonn af rafbúnaði sem innihélt PCB en notkun þessa efnis er bönnuð hérlendis. Fyrr í ár fóru héðan sendingar frá Grund- artangaverksmiðjunni og álverinu í Straumsvík. Búnaðurinn var sendur til sérstaks fyrirtækis í i ■•Bretlandi sem sérhæfir sig í að eyða PCB. Þéttunum sem nú fara utan var safnað saman af Austfjörðum, Vestflörðum, Vestmannaeyjum og Raufarhöfn. Hvað varðar spennana þrjá sem eru í Kröfluvirkjun er Landsvirkjun nú að kanna hvemig koma megi þeim utan á hagkvæman hátt. Þeir eru allir í fullri notkun í orku- verinu og ljóst að töluverður kostn- aður fylgir því að skipta um þá. Eðvarð komst ■Mðkki í úrslit EÐVARÐ Þór Eðvarðsson komst ekki í úrslitakeppnina í 200 m bak- sundi á Ólympíuleikunum í Seoul. Hann varð síðastur í sínum riðli í nótt; synti á 2:05,61 mín. íslands- og Norðurlandamet hans er 2:02,79, þannig að hann var um þremur sek. frá sínum besta ár- angri. Stefán Valgeirsson tilkynnti Halldóri Ásgrímssyni og Steingrími Sigfússyni í gærmorgun að hann gæti stutt þá stjóm sem Steingrím- ur Hermannsson væri að reyna að mynda og komið hefur til tals að að Aðalheiður Bjamfreðsdóttir myndi hugsanlega leggja slíkri stjóm lið, sem hefði þá stuðning 33 þingmanna af 63. Stefán segir að hann geti tryggt það að væntan- leg vinstri stjóm hefði meirihluta í báðum deildum Alþingis. Á fundi með fulltrúum Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks í gær lögðu fulltrúar Alþýðubandalags- ins, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, fram skýlausa kröfu að kjarasamningar yrðu þegar í gildi á ný og að horfíð yrði frá frystingu launa, eins og umræðugrundvöllur Alþýðuflokks og Framsóknarflokks gerir ráð fyrir. Eftir þennan fund hittust Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Jón Baldvin IIannibalsson,_ Ólafur Ragnar Grímsson og Ásmundur Stefánsson á fundi þar sem kröfur Alþýðu- bandalagsins voru ræddar og varð niðurstaðan sú að Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur buðu upp á óheftan samningsrétt frá áramót- um. Einnig voru ræddar aðrar að- gerðir sem þessir flokkar væm til- búnir til að ráðast í, til að koma til móts við Alþýðubandalagið. Fundi þingflokks og fram- kvæmdastjómar Alþýðubandalags- ins var ekki lokið þegar Morgun- blaðið fór í prentun, en Steingrímur Sigfússon formaður þingflokksins sagði við Morgunblaðið undir mið- nættið að það væri alveg ljóst að menn væm misjafnlega trúaðir á að þessi stjómarmyndun gengi upp, og það sama ætti ömgglega einnig við um hina flokkana. Hins vegar væri búið að einangra vel þau mál sem þyrfti að fá botn í og m.a. væri verið að ræða á fundinum hvemig sá botn ætti að vera. Steingrímur Hermannsson mun væntanlega nú í morgunsárið hitta fulltrúa Alþýðubandalags að máli en hann hefur óskað eftir afdráttar- lausum svömm flokksins fyrir há- degi. Þá mun hann hitta Stefán Valgeirsson klukkan 13. Sjá nánar Af innlendum vett- vangi á miðopnu. Seðlabanki íslands: Dráttar- vextir lækka um þriðjung DRÁTTARVEXTIR lækka um næstu mánaðamót úr 49,2% í 33,6% á ári sam- kvæmt ákvörðun Seðla- banka íslands frá því í gær. Dráttarvextimir verða því 2,8% á mánuði í október í stað 4,1% sem nú er. Dráttarvextir era ákveðnir sem raunvaxtaálag á meðal- talsávöxtun útlána hjá bönk- unum 21. hvers mánaðar. Meðalávöxtunin hefur lækkað vemlega frá síðasta mánuði, er nú 26,8% á ári, og álagið er 5,4%. Dráttarvextirnir em 4,1% í september, eins og áður segir, en vom 4,7% í ágúst. m * Kaupfélag Dýrfírðinga, Þingeyri: 70 manns sendir heim NÁNAST allur rekstur Kaupfélags Dýrfirðinga var stöðvaður og innsigii fyrir dyrum verslunar, fiskvinnslu og fiskinyölsverk- smiðju, þegar blaðamenn Morgunblaðsins komu til Þingeyrar i gærmorgun. Um 70 manns voru sendir heim á þriðjudag vegna lokunarinnar. 120 - 150 manns vinna hjá kaupfélaginu. Alls hafa 75 - 80% íbúa Þingeyrar lífsviðurværi sitt frá kaupfélag- inu. Sýslumaður ísfirðinga, Pétur Kr. Hafstein, hafði sett inn- siglin fyrir á þriðjudag, þar sem fyrirtækið hafði ekki staðið í skilum með opinber gjöld innan tilskilins tíma, sem rann út þann dag. * Þær skuldir sem um ræðir og orsökuðu lokunaraðgerðir ríkis- valdsins, em að sögn Magnúsar Guðjónssonar kaupfélagsstjóra tæpar 15 milljónir króna. „Sýslu- maðurinn byggir sínar inn- heimtuaðgerðir væntanlega á þeirri áætlun sem hann hefur frá skattstjóranum í Vestfjarðaum- dæmi. Þessum áætluðu tölum hefur ekki verið breytt til sam- ræmis við raunveruleikann. Tölva sýslumar.nsins gefur honum því væntanlega rangar upplýsingar um raunvemlega skuldastöðu okkar," sagði Magnús. Hann sagði að þegar ljóst varð hvert stefndi hefði verið sent bréf til Ijármálaráðuneytisins, þann 11. september, og óskað eftir að þessum skuldum og öðmm við ríkissjóð yrði breytt þannig að þær yrðu til lengri tíma. í gær hafði ekkert svar borist frá ráðu- neytinu og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir forráðamanna kaupfé- lagsins á þriðjudag, þegar lokun vofði yfír, tókst þeim ekki að ná sambandi við fjármálaráðherra til að bera erindið undir hann símleiðis. Þrátt fyrir allt vom forsvarsmenn kaupfélagsins bjartsýnir á það í gær, að lausn á vanda Kaupfélags Dýrfírðinga fyndist innan fárra daga. Sjá miðopnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.