Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B OG LESBÓK 236. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Afganistan: Hvað vakir fyrir Sovétmönnum? Kabúl. Reuter. Sovétmenn hafa heitið afg- önsku stjórninni miklum fjár- stuðningi og skipað háttsettan inann sem sendiherra sinn í Kabúl. Hafa þessar ákvarðanir vakið vangaveltur um það hvað Moskvustjórnin hyggist fyrir í Afganistan. Vestrænir sendimenn telja, að Sovétmenn séu að reyna að bjarga því, sem bjargað verður af áhrifum sínum í Afganistan áður en þeir flytja allan sinn her á brott, en taka þó fram, að hér sé aðeins um getgátur að ræða. „Mér sýnist sem Sovétmenn ætli sér ekki að sleppa hendinni af gangi mála í Afganist- an. Aðferðimar hafa-að vísu breyst en ekki stefnan," sagði einn sendi- mannanna. Á miðvikudag kváðust Sovét- menn ætla að veija 600 milljónum dollara til endurappbyggiugar í Afganistan að stríðinu loknu og í gær var frá því skýrt, að Júlíj Vorontsov, fyrsti aðstoðaratanrík- isráðherra, hefði verið skipaður sendiherra í Kabúl. Heldur hann ráðherraembættinu eftir sem áður. Sovéski herinn á að vera farinn frá Afganistan 15. febrúar nk. og efast fáir um, að:'verði við það staðið muni skæraliðar bera sigur- orð af stjómarhemum á skömmum tíma. Erlendir stjómarerindrekar Bandarísku forsetakosnmgarnar: segja augljóst, að Vorontsov hafi mikil völd þótt ekki sé vitað hvem- ig hann ætli að beita þeim. Geta sumir sér til, að Sovétmenn ætli að venda sínu kvæði í kross og fallast á þá tillögu Diegos Cordovez, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sem þeir hafa áður hafn- að. Var hún þess efnis, að hlutlaus stjóm tæki við völdum í Kabúl til að framfylgja brottflutningi sov- éska hersins og að því búnu yrði kvatt saman allsheijarþing Áfg- ana til að setja saman nýja stjórn. Reuter George Bush og Barbara kona hans veifa hér sigurviss til stuðningsmanna sinna á kosningafundi, sem haldinn var strax að sjónvarpseinvíginu loknu. Flest bendir til, að Bush verði næsti forseti Bandaríkjanna. Dukakis virðist hafa misst af síðasta tækifærinu til að jafina metin Washington. Reuter. GEORGE Bush, forsetafram- bjóðandi repúblikana, bar hærri hlut frá síðustu sjón- varpsviðureigninni við Michael Dukakis, frambjóðanda demó- krata, og telja margir, að úr- slitin í kosningunum 8. nóvem- ber næstkomandi séu í raun ráðin. Fyrir Dukakis, sem hef- ur verið nokkur eftirbátur Bush í skoðanakönnunum að undanförnu, var þetta líklega síðasta tækifærið til að klekkja á keppinaut sínum en frammi- staða hans í einvíginu þótti einkennast af deyfð og drunga og litlum baráttuhug. Skoðanakannanir, sem gerðar vora eftir sjónvarpseinvígið, sýndu, að 47-49% töldu Bush hafa sigrað en 26-33% Dukakis og sum- ir stjómmálaskýrendur taka svo djúpt í árinni að segja, að kosning- amar séu um garð gengnar að fagnaðarópum sigurvegaranna undanskildum. Stórblaðið Was- hington Post sagði, að Dukakis hefði misst af hveiju tækifærinu á fætur öðra og umfram allt hefði honum mistekist að hrífa með sér stuðningsmenn sina og aðra kjós- endur. Dukakis sjálfur reyndi þó að bera sig vel og á kosningafundi með Jesse Jackson að einvíginu loknu kvaðst hann stefna að sigri í forsetakosningunum með því að ná til sín óákveðnum kjósendum. Ráðgjafar Dukakis sumir viður- kenna þó, að á hann hafi hallað en aðrir segja, að enn sé tími til stefnu. Leggja þeir áherslu á, að nú verði Dukakis að sýna Bush í tvo heimana og spá því, að Bush muni aftur á móti slaka á klónni gagnvart andstæðingi sínum. Telji hann sér sigurinn vísan og muni því reyna að gerast sem lands- föðurlegastur. Talið er, að 100 milljónir manna hafi fylgst með sjónvarpseinvíginu og einn þeirra var Ronald Reagan Bandaríkjaforseti. Sagði hann að því loknu, að nú væri ljóst hver ætti að verða næsti forseti Banda- ríkjanna, George Bush varaforseti. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Bush veralega meira fylgi í Kalifomíu en Dukakis en það ríki hefur flesta kjörmenn eða 47. Sá, sem fær flest atkvæði í hvetju ríki, fær alla kjöcmennina. Nýjustu spár benda til, að Bush eigi nú vísa 220 kjörmenn af þeim 270, sem forseti þarf til, og góða von í öðram 180. Enn sem komið er virðast kjörmannaatkvæði Dukak- is vera innan við 100. Sjá „Dukakis tókst ekki...“ á bls. 26 Sovésku Kákasusríkin; Ókyrrteinn- ig í Grúsíu Moskvu. Reuter. ÓKYRRÐIN, sem verið hefiir í Armeníu og Azerbajdzhan, hefiir nú breiðst út til nágrannaríkisins Grúsíu. Hefur verið efht til mót- mæla gegn Azerbajdzhönum, sem þar búa, en einn maður úr þeirra hópi er sakaður um að hafa nauðgað grúsískri stúlku. Mótmælafundimir vora haldnir í síðustu viku í höfuðborginni, Tbil- isi, og í Mameuil-héraði, þar sem margir Azerbajdzhanar búa. Hvatti fólkið til samstöðu meðal Grúsíu- manna og krafðist þess, að skólum Azerbajdzhana yrði lokað. Þá var þess einnig krafist, að Azerbajdz- hananum, sem sakaður er um að hafa nauðgað 18 ára gamalli stúlku, yrði refsað harðlega. Fimm milljónir manna búa í Grúsíu og þar af era Azerbajdz- hanar 256.000. Era Grúsíumenn langflestir kristnir eins og Armenar en Azerbajdzhanar játa múhameðs- trú. Heimsleikar fatlaðra Keuier Kim Yong-rae, borgarstjóri í Seoul í Suður-Kóreu, tendraði í gær eld- inn, sem loga mun á VIII. Heimsleikum fatlaðra, en keppni í fyrstu greinunum hefst í dag, laugardag. Era keppendur rúmlega 4.000 tals- ins frá 65 ríkjum, þar á meðal 14 frá íslandi. Norður-írland: Afdrifarík tölvuvilla Belfast. Reuter. EIN einasta tölvuvilla hef- ur valdið þvi, að menn hafa fengið heldur dapra mynd af efiiahagslífinu á Norð- ur-írlandi síðustu fímm árin og stórlega vanmetið þjóðarframleiðsluna. Tals- maður norður-írska efiia- hagsráðsins skýrði frá þessu í gær. Mistökin áttu sér stað á norður-írsku hagstofunni og ollu því, að verg þjóðarfram- leiðsla hefur verið talin aukast um 1% á ári þegar aukningin hefur í raun verið á bilinu 3,4% til 4,6%. „Þessi villa hefur meira eða minna mótað efnahagsmála- umræðumar hér á síðustu áram og ég ætla ekki að geta mér til um allar afleiðingar hennar," sagði talsmaður efiiahagsráðsins. „Við vitum öll hvað það skiptir miklu máli fyrir vöxt og viðgang efnahagslífsins, að menn beri til þess gott traust og trúi á framtíðina." Stefnir í öruggan sig- ur fyrir George Bush?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.