Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 NEMENDARAÐ REYKJAVIKUR Félagsstarf grunnskólanna rætt á fræðslufundi Fræðslufiindur fyrir fulltrúa allra nem- endaráða grunnskóla Reykjavíkur var haldinn i Tónabæ 4. október sl. Fundinn sóttu 80 unglingar sem eru í forsvari fyrir félagsstarfi skólanna. Á fundinum var fyallað um hlutverk og við- fangsefni nemendaráða, gerð starfsáætlana, lög og reglugerðir sem tengjast félagsstarfi skólanna. Einnig var rætt um samræmingu félagsstarfs milli skóla og spunnust fjörugar umræður út frá því. Unglingarnir ræddu um Iengd skemmtana, aðgangseyri inn á diskótek o.fl. Spumingakeppni grunnskólanna var kynnt, en starfsfólk félagsmiðstöðvanna í Reykjavík hefur umsjón með henni. Að lokum fluttu ungl- ingarnir, einn frá hveijum skóla, fyrirlestur um starfsáætlun félagsstarfsins á haustinu. Flestir skólar halda skemmtanir 3—4 sinnum í mán- uði, og eru helstu viðfangsefnin: opið hús, diskó- tek, rokkball, bingó, toppkeppni, málfundur og hæfileikakeppni. Fundinum lauk síðan með almennum umræð- um um frístundastarf skólanna. Formaður nemendar- áðs Öldu- selsskóla, Ólafúr _ Darri Ólafs- son, flytur skýrslu um félagsstarf skólans. Unghngam- ir fylgjast með á fræðslu- fúndi nem- endaráða í Tónabæ. LIVERPOOL John Aldridge gefiir út bók Knattspyrnumaðurinn John Aldridge í Liverpoolliðinu hefúr nýverið sent frá sér bók. Hún hefúr ekki fengið góða dóma. Hann leggur meginá- herslu á harða gagnrýni á þá sem ráða ferðinni í enska boltanum. í bókinni er að finna á svörtum lista nánast alla þá, sem hafa ein- hvem tímann vogað sér að skamma John. Hann lýsir meðal annars fyr- irlitningu á fyrrum framkvæmda- stjóra liðsins, Bob Paisley og fyrrum miðheija enska landsliðsins, Mal- colm Macdonald. Er dómur manna sá að Paisley og Supermac eins og hinn síðamefndi er kallaður eigi það ekki skilið að „vælandi uppskafn- ingur" sé að segja þeim til synd- anna. Linda Grey ásamt vini sinum Patrick Markey. Þau hafa verið að hrella nágrannana. COSPER LINDA GREY Linda Grey hneykslar nagranna sína Dallas stjaman, Linda Grey, er þessa dagana sífellt að vekja reiði og hneykslan nágranna sinna með því að striplast með vini sínum í garðinum. Líf nágrannanna hefur breyst í táradal eftir að Linda Grey, 47 ára, fékk sér nýjan kærasta, fyrir nokkmm vikum. Sá heitir Patrick Markey, og er fimmtán árum yngri en Linda. Siðavandir nágrannar fara hjá sér af blygðun en fylgjast þó vand- lega með því sem gerist í næsta garði. „Linda var í tvískiptum bað- fatnaði þegar þau komu út úr hús- inu en var pjötlulaus þegar þau hlupu skrækjandi inn aftur“ segir einn nágranninn, Art Cobb mæðu- lega. „Þau eru alltaf að þessu" bætir hann við. „Dag og nótt spila þau háværa rokktónlist og dansa á lóðinni einhvem villtasta dans sem ég hef séð“. Vinir Lindu segja að hún hafi aldrei skemmt sér betur en nú, eft- ir að hún skildi við mann sinn og sleit 20 ára hjónabandi. Síðan þá hefur hún átt þó nokkra góða vini, en enginn þeirra hefur að sögn nágrannanna verið eins fyrirferða- mikill og Patrick. Sögusagnir eru á kreiki um að þau Linda og Patrick muni jafnvel gifta sig á næsta ári, og hver veit nema nágrannamir stofni þá samtök er kenni sig við dapurlega framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.