Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Heimili fatlaðra - eiga þau að vera öðruvísi en annarra? eftir ÁstuB. Þorsteinsdóttur Niðurstöður vinnuhóps sem skipaður var af félagsmálaráð- herra sl. vetur til þess að gera til- lögur að framtíðarskipan Sólborg- ar á Akureyri, Skálatúns í Mos- fellsbæ og Sóiheima í Grímsnesi voru I stuttu máli þær að þessi heimili skuli lögð niður í núverandi mynd á 15 árum og íbúum þeirra reist önnur heimili. Allir sem hafa tjáð sig um mál- ið hafa það eitt að leiðarljósi að vilja hag þess fólks sem bestan, en menn greinir á um hvemig því takmarki skuli náð. Mótast skoð- anir sjálfsagt af misjafnri rejmslu Símar35408 og 83033 KÓPAVOGUR Kársnesbraut 7-71 Hrauntunga 1-48 Hrauntunga 31-117 AUSTURBÆR Barðavoguro.fl. Austurgerðio.fl. Laugarásvegur 39-75 og viðhorfum til lífsins og jafnvel viðhorfum til fötlunar. Frá því sögur hófust hefur að- staða þeirra sem minna mega sín vegna andlegrar eða líkamlegrar fötlunar verið háð viðhorfum ann- ars fólks. Stundum hafa viðhorfín mótast af vanþekkingu, hræðslu eða fordómum og á það sérstak- lega við þegar litið er aftir í aldim- ar, þótt nýrri dæmi séu einnig til- tæk. Allir kannast við frásagnir um það hvemig andlega og líkam- lega fatlað fólk hefur verið útskúf- að og þá tilhneigingu sem lengi var ríkjandi, að koma því fyrir á afskekktum stöðum §arri alfara- leið, þar sem tilvera þeirra truflaði sem allra minnst hina svokölluðu „eðlilegu". í nútímaþjóðfélagi er oftast einblínt á það sem hinn fatlaða skortir eða getur ekki, í stað þess að líta á það sem hann getur. Horft er á „framleiðslugetu“ fólks fremur en manngildi hvers og eins. Enn þann dag í dag er það svo, að þegar foreldrar eignast fatlað bam fínnst þeim sem fjölskyldan sé „merkt" eða „öðmvísi" á ein- hvem hátt — aðskilin frá því sem talið er einkenna venjulega mann- eskju. Lítilsaga í lítilli sögu eftir breska rithöf- undinn H.G. Wells, „Dalur hinna blindu", er sagt ferðalangi sem örlögin leiða inn í afskekktan og áður óþekktan dal. íbúar dalsins, allt afar fágað fólk, em allir blind- ir. Ein stúlkan í dalnum er sérstak- lega ástúðleg við hann, þau verða ástfangin, og ákveða að gifta sig. Það angrar stúlkuna þó að hann skuli sjá, það gerir hann „öðmvísi" en hitt fólkið í dalnum. Hún er því í sífellu að hveQa hann til að láta eyðileggja í sér sjónina. Þannig að hann falli að því sem „eðlilegt" er talið í dalnum. En þar sem upp- mni hans og uppeldi gerðu það að hann áleit það ekkert óeðlilegt að sjá, fékk hann sig ekki til að verða NORDSJÖ málnlng oglökk í þúsundum lita, útiog inni. Hafnarfirði Lækjarkot Lækjargötu 32 S: 50449 við þessari bón. Yfirgaf hann því dalinn og ungu stúlkuna sem hann elskaði. Þessi litla saga vekur til umhugsunar um það hvað er talið eðlilegt og hvað ekki, og hvað er fötlun. Sagan minnir einnig á við- horf til þeirra sem em öðmvísi en meirihlutinn og erfíðleika þeirra við að fá að aðlagast samfélaginu á þeirra eigin forsendum. Rílgandi viðhorf til fötlunar og fordómar hafa í gegnum árin orðið þess valdandi að sjálfsvitund og sjálfsvirðing heilu ijölskyldnanna hafa beðið alvarlegan hnekki, jafn- vel svo að upplausn þeirra er afleið- ingin. Nýsýn Á sjötta áratugnum fer að verða mikil viðhorfsbreyting til andlega fatlaðra. Aukin þekking á orsökum andlegs vanþroska svo og sú stað- reynd að áræðnir og framsýnir foreldrar fóm að ræða opinskátt um fötluð böm sín. Studdir af vel- menntuðu fagfólki kröfðust þeir að samfélagið sinnti skyldum sínum við þessi böm og sýndi sömu ábyrgð gagnvart þeim og öðmm þjóðfélagshópum. Vandamál þeirra vom talin best leyst í sem nán- ustum tengslum við fjölskylduna sjálfa. í kringum 1960 heyrðist í fyrsta sinn notað hugtakið „normun“ (normalisering). Þar var að verki meðal annarra Daninn N.E. Bank- Mikkelsen. Átti hann stóran þátt í að sett vom Iög um málefni van- gefínna í Danmörku sem höfðu það að markmiði að búa vangefnu fólki lífsskilyrði sem væm eins nálægt því sem venjulega kallast eðlilegt líf. Enn í dag er það megininntak í stefnu um normun. Svíinn Bengt Niije, annar frum- kvöðull í málefnum vangefínna, skilgreindi hveijar hann taldi vera eðlilegar þarfír mannsins og sem vangefnir ættu rétt á að njóta sam- kvæmt stefnu um normun. Meðal þeirra er eðlilegur hrynjandi lífsins, hvem dag, allt árið, allt lífið. Tæki- færi til að öðlast virðingu annarra, til að búa með fólki af gagnstæðu kyni, til að búa í venjulegu íbúða- hverfí og að búa við ömgga fjár- hagsafkomu. Umræðan um lokun vistheimila og manneskjulegri úrræði fyrir alla fatlaða er rökrétt afleiðing af þró- un stefnu um normun. Hefur hún verið tekin upp í allflestum ná- grannalöndum okkar og vestræn- um löndum. Danir setja nýja löggjöf Árið 1980 fengu td. Danir fé- Asta B. Þorsteinsdóttir „Forystumenn Þroska- hjálpar eru þeirrar skoð- unar að fatlaðir skuli eiga rétt á eigin heimili með sambærilegum hætti og ófatlaðir og hafa val um búsetu og aðsetursstað. Auðvitað geta heimili þeirra eins og annarra ver- ið hvort heldur sem er í bæjum eða til sveita.“ lagsmálalöggjöf sem nær til allra þátta félagslegrar þjónustu. Frá því hafa málefni fatlaðra verið að mestu á höndum sveitarfélaga að frátöldum rekstri stórra vistheim- ila sem „ömtin" fengu til rekstrar. Á þessum tíma var yfirmaður félagsmála í Ribe-amti Lars Lund- gaard. Hann fékk það hlutverk að endurskipuleggja þjónustu við þroskahefta í því amti. Hann heim- sótti sólarhringsstofnun amtsins, Ribelund, og komst að raun um að þar væri hvergi sá staður sem hann gæti hugsað sér að búa. Hann spurði sig því þeirrar eðlilegu spumingan Hvemig get ég þá ætlast til þess að aðrir búi þama? Lundgaard og samstarfsmenn hans ákváðu því að taka mið af sínum eigin heimilum þegar þeir skipulegðu líf fatlaðra. Síðan hefiir u.þ.b. helmingur íbúa í Ribelund flust út í samfélag- ið. _ Á ráðstefnu sem haldin var árið 1987 á vegum Norrænna hags- munasamtaka um málefni vangef- inna (NFPU) um málefni vistheim- ila komu fram mergvísleg rök fyr- ir því að leggja þessi heimili niður og þróa önnur vænlegri úrræði. Spumingin snerist ekki um hvort heldur hvemig það skyldi gert. Af hveiju lítil heimili? Aðstandendur eru taldir hafa meiri áhrif og möguleika á þátt- töku í lífí bama sinna á litlum heimiliseiningum. Þau sem eru í nánari tengslum við samfélagið auka einnig möguleika fatlaðra á því að njóta góðs af úrræðum sem aðrir þegnar samfélagsins njóta. Þar að auki opnast nýjar leiðir fyrir starfsfólk til að axla ábyrgð og vera með í ráðum á litlum heim- ilum frekar en á miðstýrðum vist- heimilum. Enn er það þó skoðun sumra að vistheimili séu nauðsynleg fólki með alvarlega fötlun. Virðist vera tilhneiging til þess að flytja fólk með minni fötlun út af vistheimil- um, en eftir sitja þeir sem þurfa meiri umönnun og aðstoð. Þessi þróun er í sjálfu sér vel skiljanleg, þótt það sé álit margra, að það séu einmitt hinir mikið fotluðu, sem hafí mesta þörf fyrir einstaklings- hæfða umönnun og athygli, sem sé nær útiiokað að veita þeim á stórum vistheimilum. Það að full- yrða að einhver verði að búa á vistheimili þýðir í raun og veru aðeins að sú aðstaða, sem viðkom- andi þarf að fá, sé ekki til úti í samfélaginu. Meðferðarsamfélag Oft heyrist sagt að þessi og hinn sé ekki tilbúinn til þess að flytja af vistheimilinu og er þá hugtakið „sambýlishæfur“ óspart notað. í umræddri skýrslu kemur fram sú skoðun eins forstöðumanns að stór hluti íbúa vistheimila sé ekki tilbú- inn til að flytja. Meðferðarsam- félag þurfí að vera til staðar ævi- langt. Hið kaldhæðnislega er þó að hið hamlandi umhverfí, sem stórar stofnanir einkennast af, sviptir fólk möguleikum á því að læra að lifa í samfélagi með öðr- um. Það að geta lifað á venjulegu heimili, verslað, farið með peninga, tekið sjálfstæðar ákvarðanir lærist ekki á stórri stofnun. Umhverfí, þar sem aðrir taka allar ákvarðan- ir og tækifæri til einkalífs tak- markað hjálpar fólki ekki undir líf úti í samfélaginu. Þessir hlutir lærast best af lífínu sjálfu. Eitt stærsta vandamál þroska- hefts fólks er einmitt sú mikla „vemdun" sem oft umlykur það. Það er jafnvel svipt möguleikanum á að upplifa eðlilegar mannlegar tilfinningar svo sem kvíða, eftir- væntingu, gleði og sorgir í skjóli vemdunar. Eins og mannlegar til- fínningar væru þeim eitthvað óhollari en öðru fólki. Stangast slík sjónarmið mjög á við sífellt háværari kröfur frá þroskaheftu fólki sjálfu um réttinn til að hafa áhrif á eigið líf. Hvaða lögmál er það ...? Mér er ekki kunnugt um neinar rannsóknir, sem sýna fram á að vistheimili séu fötluðum nauðsyn- leg. Þvert á móti eru mörg rök sem hníga að því að þau séu alls óþörf og stundum jafnvel óholl. Ef lítil heimili em skoðuð kemur í Ijós að á sumum þeirra býr einmitt fólk, sem mjög margt er alvárlega fatlað andlega eða líkamlega. Fyrir hvem þann er býr á stofnun býr annar jafn fatlaður á litlu heimili úti í samfélaginu. Hvaða lögmál er það líka sem segir að fatlað fólk, sem hefúr verið í foreldrahúsum fram á fullorðinsár, geti ekki búið áfram við svipuð skilyrði, þótt flutt sé úr foreldrahúsum? Við vitum að fólk bíður ár eftir ár inni á vistheimilum eftir þvi að flytja í frjálsara umhverfí. Við vit- um líka að þetta fólk bíður ekki vegna þess að það sé ekki talið fært um að búa annars staðar, heldur vegna þess að fjármagn er ekki talið vera til í þjóðfélaginu. Forráðamenn tveggja áður- neftidra vistheimila lýstu sig reiðu- búna til að takast á við breytingar á starfsemi heimilanna. í skýrslu starfshópsins kemur þetta skýrt fram. Tillögur lágu fyrir um byggingu annarra heimila og verulega fækkun íbúa á Sólborg og nýtingu húsnæðisins til grein- ingar- og ráðgjafarþjónustu. Stjóm og starfsfólk Skálatúns telja þann kost áhugaverðastan að fækka íbúum og gefa þeim kost á að flytja í einbýli eða sambýli í Mosfellsbæ. Starfssvið Skálatúns þróist síðan í að verða þjónustu- miðstöð fyrir fjölfatlaða ogþroska- hefta. Starfsfólk sem þar starfar sé reiðubúið til að takast á við ný verkefni. Með þetta í huga er afstaða meirihluta stjómamefndar um málefni fatlaðra veruiegt umhugs- unarefni. En í ályktun hennar seg- ir að nefndin telji það ótímabært að taka ákvörðun um að leggja vistheimilin niður. Það beri að geyma skýrsluna í fímm ár áður en ákvörðun um framtíð íbúanna sé tekin. Ekki virðist þó vera málefnaleg- ur ágreiningur við höfunda skýrsl- unnar sem ræður þessari afstöðu, en nefndin telur ekki vera til fiár- magn í þjóðfélaginu til að hrinda tillögum starfshópsins í fram- kvæmd. Mannlegar þarfir í samband við steinsteypu Gunnar Dybwad, þekktur bar- áttumaður málefna fatlaðra í Bandaríkjunum, segir: „í hvert FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Morgunverðarfundur FVH verður haldinn fimmtudaginn 20. október kl. 8.00-9.30 á Hótel Sögu, 2. hæð. Fundarefni: VEXTIR, SKATTAR OG FJÁRMAGNSMARKAÐUR Framsöguerindi: Tryggvi Pálsson bankastjóri Verslunarbanka íslands. Már Guðmundsson efnahagsráð- gjafi fjármálaráðherra. Fyrirspurnir og umræður. Fjölmennum Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.