Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 41 DYALCROWI Enn um PRAGA 88 Frínraerki Jón Aðalsteinn Jónsson í síðasta þætti var sagt nokkuð frá alheimssýningunni PRAGA 88, sem haldin var í Prag síðast í ágúst síðastliðnum og í byijun september. Ýmislegt, sem ég sá þar auk sýning- arefnis, varð mér nokkurt um- hugsunarefni. Vil ég gjarnan minn- ast á sumt af því í þessum þætti. Eitt var það, sem vakti mikla athygli mína, þegar ég kom fyrst á sýningarsvæði PRAGA 88 og kom mér nánast mjög á óvart, en það voru hinar löngu biðraðir við báða innganga í aðalsýningarhöllina. Stóðu menn þar jafnt í rigningu sem steikjandi sólskini og biðu þess, að þeim yrði hleypt inn. Varð að hafa þann hátt á að hleypa mönnum inn í smáhópum, því að oft var svo margt fyrir innan, að ekki hefði verið gerlegt að láta allan þann manngrúa komast fyrir í einu í sýningarsölunum með sæmilegu móti, jafnvel þótt fremur gott rúm hafí verið milli sýningarrammanna. Engu að síður urðu menn oft að skáskjóta sér milli raðanná til þess að komast að sýningarefninu. Ekki var að undra, þótt mér og öðrum þætti manngrúinn mikill, því að ég hef síðar heyrt því fleygt, að sýning- argestir hafí orðið milli 250-300 þúsund, þegar sýningunni lauk. Ekki veit ég um sannindi þessara talna, en vel geta þær tölur verið nærri lagi. Hafí svo verið, hefur gestafjöldinn orðið fímm til sex sinnum meiri en hann varð á FIN- LANDIU 88 í júní. Á einum stað var alltaf löng bið- röð og nánast örtröð, þegar ég fór þar nokkrum sinnum fram hjá. Komst ég að því, að þar voru svo- nefnd Mauritius-frímerki til sýnis. En þau eru einna fágætust allra frímerkja, svo sem alkunna er með- al frímerkjasafnara. Hafði ónefndur vestur-þýzkur safnari lánað þau til sýningarinnar. Áhugi almennings á frímerkjasýningunni og þá um leið á þessum frægu Mauritius-merkj- um var alveg með ólíkindum. Sams konar frímerki voru t.d. bæði á HAFNIU 87 og FINLANDIU 88, en þau vöktu að mínum dómi miklu minni athygli en hér mátti sjá. Eg hef velt því fyrir mér, hver geti verið skýringin á þessum mikla áhuga Tékka á frímerkjasýningum. Dettur mér helzt í hug, að skýring- arinnar megi m. a. leita í þeim tak- mörkunum, sem þarlendir fríerkja- safnarar eiga ásamt öðrum austan- tjaldsmönnum við að búa í skiptum við menn vestan jámtjalds. Hér fá menn aðeins á tíu ára fresti tæki- færi til að sjá mörg falleg frímerkja- söfn og helztu gersemar í frímerkja- heiminum. Þess vegna eru alþjóð- afrímerkjasýningar þar austur frá gullið tækifæri til að líta þessa hluti eigin augum og vafalaust langþráð og kærkomið tækifæri fyrir marga safnara í þessum löndum. Eitt var það svo, sem mér fannst til verulegra óþæginda á PRAGA 88. Hvergi var búið svo að sýning- argestum, að þeir gætu setzt og hvílt lúin bein smástund á göngu sinni milli rammanna. Ótrúlegt er annað en forsjármenn sýningarinn- ar hafí oftsinnis séð, hversu al- mennt er vel búið að mönnum í þessum efnum á frímerkjasýning- um hér vestan jámtjalds. Þurftu þeir ekki að fara lengra aftur en til FINLANDIU 88 í júnímánuði, þar sem menn gátu mjög víða setzt og rabbað saman um sameiginleg áhugamál og fengið sér bjórglas eða aðrar veitingar og jafnvel skipzt á frí'merkjum. Hér var sem sagt engin slík aðstaða á sjálfu sýningar- svæðinu. Sjálfur hef ég mína skýr- ingu á þessu og tel auðsætt, að hér hafí alls ekki verið um yfirsjón að ræða, heldur haft svo af ásettu ráði. Frímerkjauppboð var í sambandi við PRAGA 88, eins og oft er venja í tengslum við alþjóðafrímerkjasýn- ingar. Að sjálfsögðu stóðu yfírvöld en ekki einstaklingar að þessu upp- boði. Hér varð svo sú raun á, að uppboðsskrá barst ekki í hendur safnara hér á landi að einni undan- skilinni, sem örfáir munu hafa feng- ið að rýna í. Uppboðið var af stað- ið, þegar ég kom til Pragar, en mér hefur verið sagt, að væntanlegir vestrænir kaupendur hefðu orðið að greiða í hörðum gjaldeyri og þá auðvitað með allt öðrum lqómm en hinir innfæddu fengu! Mun þetta hafa leitt til þess, að þeir fengu innlenda menn til að bjóða í efnið fyrir sig. Á þann hátt einan mátti fá það á góðu verði. En sagan er samt ekki öll sögð. Þegar ég kom út, frétti ég, að einhvers staðar ekki langt frá sýningarsvæðinu, væri haldinn skiptimarkaður af ein- staklingum. Ekki mun hann hafa verið mikið auglýstur, enda hlaut slíkt einstaklingsframtak að vera í andstöðu við ríkjandi þjóðskipulag. Þó var mér tjáð, að stjómvöld sæju í gegnum fíngur sér og létu þetta óátalið. Engar auglýsingar voru samt uppi, en fiskisagan flaug þar sem annars staðar. Við komumst tveir á þennan markað, og þar var mikið fjör í viðskiptum. Mátti vissu- lega gera þar góð kaup. Raunar virtist mér mest af þessu frímerkja- efni vera úr Mið-Evrópu og austan- tjaldslöndum, en þó var ýmislegt héðan af norðurhveli og jafnvel héðan frá íslandi. Því miður hafði ég ekki tök á að stanza þama lengi, en af fyrirspumum, sem ég gerði alveg sérstaklega um íslenzk frímerki og dönsk, var ljóst, að menn áttu ýmislegt í fórum sínum, þótt þeir væm ekki með það allt á þessum markaði. Var þess vegna auðsætt, að safnaraeðlið er hið NY STÆRD 1 Ll'TRI KYNNINGARTILBOÐ: 20% AFSLÁTTUR! ROYAL CROWNCOLA (Verð í Hagkaupum þann 12. okt. '88) COLA FYRIR ÞÁ SEM VELJA SJÁLFIR HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Önnur biðröðin við aðalsýningarhöllina í Prag. sama, þótt því séu því miður settar þröngar skorður fýrir austan tjald. Þetta er orðið langt mál hjá mér um PRAGA 88, en ég tel mér skylt að segja hér í þessum þætti bæði kost og löst á því, sem ég sá, og hef ég þó reynt að stilla öllu í hóf. Eg vil að lokum geta þess, að hvar sem ég fór, var fólkið alit mjög elskulegt og vildi alls staðar greiða götu okkar. Því miður urðu tungu- málaörðugleikar oft til trafala, en það er samt hreint ótrúlegt, hversu víða má komast áfram með lát- bragði og góðlátlegu brosi. Á það hafa engin stjómmál áhrif. Maður- inn sjálfur er alltaf samur við sig. Smáörk 9. okt. sl. Á Degi frímerkisins síðastliðinn sunnudag kom út sérstök smáörk eða blokk með teikningu af aust- asta bæ í V-Skaftafellssýslu, Núps- stað í Fljótshverfí, eins og hann leit út fyrir hálfri annarri öld í aug- um frægs fransks teiknara. Því miður tókst svo illa til, að neðsta hluta arkarinnar vantaði á mynd þá, sem birtist í síðasta frímerkja- þætti. Ekki var það greinarhöfundi að kenna, heldur einvörðungu þrengslum í blaðinu. Engu að síður skal beðizt velvirðingar á þessum mistökum. Það var annars eitt í sambandi við útgáfu þessarar arkar, sem ég tel ástæðu til að benda á í von um, að það geti orðið víti til vamaðar. 9. október hefur víða verið valinn Dagur frímerkisins, en hann var stofndagur Alþjóðapóstsambands- ins árið 1874, svo sem kunnugt er. Þannig hafa þær smáarkir, sem íslenzka póststjómin hefur gefíð út af þessu tilefni síðastliðin tvö ár, komið út þennan mánaðardag. Að þessu sinni bar hann upp á sunnu- dag. íslenzka póststjómin kaus að halda sama útgáfudegi, enda þótt öll pósthús séu samkvæmt reglum tokuð þennan dag. Þetta var fram- kvæmt á þann hátt, að hafa hér í Reykjavík eitt pósthús opið á sunnudeginum, þ.e. gamla pósthús- ið í Pósthússtræti, kl. 10 til 13. Vafalaust hefur mörgum þótt sá tími í styttra lagi. Hitt var þó öllu lakara, að þessi afgreiðslutími var svo illa auglýstur, að hann fór ör- ugglega ffarn hjá mörgum. Ég leit- aði t.d. með loganda ljósi að auglýs- ingu um hann í dagblöðum og fann hana hvergi. Hins vegar mun til- kynning um hann hafa komið í út- varpi, en hana heyrði ég ekki. Þar sem ég tel víst, að póststjómin hafí fullan hug á að selja þessa smáörk, er slíkur sofandaháttur við auglýsingu um útkomu hennar með öllu óveijandi. En því miður er þetta ekki í fyrsta skiptið, sem slíkt á sér stað. Frá þessu er sagt hér í von um, að Eyjólfur hressist einhvem tímann. COLA ROYAL CROWN COLA Til samanburðar: Coke Pepsi 37,- 37,- 48,- 37,- ekki til ekki til 33 cl dós: V2 lítri: 1 lítri: ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.