Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Kortsjnoj vann bið- skákina VIKTOR Kortsjnoj vann biðskák sína gegn Lajos Portisch úr 8. umferð Heimsbikarmótsins í skák en skák Jans Timmans og Arturs Júsupovs lauk með jafh- tefli. Júsupov og Timman bætast þá í hóp flögurra annara skákmanna sem eru með 5V2 vinning en Míkhaíl Tal er einn efstur með 6 vinninga. 10. umferð mótsins verður tefld í dag og hefst klukkan 17. Sjá skákskýringar á bls. 33. Fríkirkjusöfhuðurinn: Innsetningu séra Gunn- ars hafaað ■ i ,w Ævintýri Hoffmanns „fært í búning“ Morgunbiaðiö/Árni Sæberg Starfsmenn Þjóðleikhússins og íslenzku óperunnar vinna nú að því á öllum vigstöðvum að koma Ævintýri Hoffmanns á Qalimar. Eitt verkið er að ftera leikarana í viðeigandi búning og þessa dagana verður hver flíkin annarri skrautlegri til á saumastofu Þjóð- leikhússins. Búningar eru teiknaðir af Sovétmanninum Alexander Vassiliev, sem er heimskunnur fyrir búninga sína. Þetta er enn- fremur í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið og Óperan sameina krafta sína og viðameira verk hefur ekki verið ftert upp i Þjóðleik- húsinu. Sýningar hefjast um næstu helgi. Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans: " ý Hæstu raunvextir viðskiptavíxla 5% lægri en iðnrekendur segja V erðbólgnáætlun banka 4% hærri en FÍI, segir Víglundur Þorsteinsson STEFÁN Pálsson formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka og bankastjóri Búnaðarbankans segir að í Búnaðarbankanum hafi ver- ið reiknað út að hæstu raunvextir af viðskiptavíxli, að meðtöldum kostnaði, séu 16,96% sem sé um 5% lægra en útreikningar Félags íslenskra iðnrekenda sýni. Víglundur Þorsteinsson formaður FH segir að þetta staðfesti að útreikningar félagsins um 21,3% raun- ávöxtun Búnaðarbankans séu réttir þvi þar sé miðað við 8% verð- bólgu en bankamir miða við 12% verðbólgu. KRÖFU séra Gunnars Björnsson- ar um innsetningu í embætti fríkirkjuprests var hafhað f fóg- etarétti Reykjavíkur í gær. í niðurstöðum úrskurðarins kem- ur fram að Gunnari hafi ekki tekist að sanna rétt sinn til aðgangs og afnota af kirkju safnaðarins, safn- aðarheimili og öðrum eigum safnað- arins með þeim hætti að unnt sé að beita innsetningu. Fógetaréttur féllst á það með séra Gunnari að æðsta vald um málefni féiaga, svo sem safnaðar- ins, sé í höndum almennra funda en benti á að siíkir fundir framselji vald sitt til rétt kjörinna stjóma á aðalfundum. Rétturinn taldi hæpið að álykta að aimennur félagsfund- ur, svo sem safnaðarfundur, geti fellt úr gildi ráðstafanir, sem lög- lega kjörinni stjóm sé falið með lögum félagsins. Málskostnaður var látinn niður falla. Anna M. Karlsdóttir fulltrúi borgarfógeta kvað upp úrskurðinn. Séra Gunnar Bjömsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi úrskurður kæmi sér ekki á óvart og sér hefði verið óijúft að taka við embættinu með þessum hætti ef úrskurður hefði fallið á annan veg. Sagðist hann vona að þessu langa deilumáli færi senn að ljúka og sættir tækjust með deiluaðilum. Samband íslenskra viðskipta- banka heldur því fram að allir út- reikningar FÍI á raunávöxtun við- skiptavixla í bönkum séu rangir og auk þess sé túlkun félagsins á tölum ámælisverð. í samtali við Morgnn- blaðið benti Stefán Pálsson á það, að á viðskiptasíðu Morgunblaðsins birtist dæmi frá Seðlabankanum um ígildi nafiiváxta ef bréf væru keypt af öðrum en aðalskuldara og þar era forvextir af 60 daga viðskipta- víxli frá 23% í Búnaðarbanka sem er lægstur upp í 29,4% í Alþýðu- banka sem er hæstur. Þá á eftir að telja með 0,65% þóknun og 65 króna fastagjald af 70 þúsund króna víxli. Að mati Félags íslenskra iðnrek- enda era raunvextir á viðskipta- víxlum taldir vera á bilinu 20 til 30% að meðtöldum kostnaði og lán- tökugjaldi. Víglundur Þorsteinsson sagði að ef 100.000 króna víxill væri tekinn með 29,4% forvöxtum fengjust 70.600 krónur fyrir víxil- inn en eftir árið þyrfti að greiða 100.000 krónir til baka sem þýddi 41,6% ársávöxtun. Ársávöxtun með 23% forvöxtum væri 29,9% árs- ávöxtun að frátaldri þóknun. Stefán Pálsson sagði að gerðar hefðu verið athugasemdur við út- reikninga iðnrekenda þegar þær bárast einstökum bönkum og hann hefði sjálfur sagt Víglundi Þor- steinssyni að starfsmenn Búnaðar- bankans fengju annað út en FÍI. Víglundur hefði þó ekki haft áhuga á að koma og kynna sér þá útreikn- inga. Sömu sögu væri að segja úr Landsbankanum og Verzlunar- bankanum. „Því miður kaus hann frekar að halda blaðamannafund um mál sem hann getur ekki staðið á,“ sagði Stefán Pálsson. Víglundur sagði að engar at- hugasemdir hefðu borist frá bönk- unum til Félags íslenskra iðnrek- enda um þessa útreikninga. Hag- fræðingur FÍI hefði haft samband við starfsmenn flestallra viðskipta- bankanna og borið undir þá útreikn- ingana og fengið staðfest að rétt væri reiknað. „En þótt bankarnir haldi því nú fram að útreikningarn- ir séu rangir stendur það eftir ómót- mælt, að dýrasta íjármagnið í íslenska bankakerfinu er rekstrar- Qármagnið til atvinnulífsins," sagði Vfgiundur Þorsteinsson. Sjá greinargerð bankanna á bls. 22. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja: Eðlilegt að veita styrk í eitt skipti Lesendakönnun Morgunblaðsins: Innlendar firéttir eru lesn- ar af 95,1% - Sigmund 91% Sérblöðin eru mikið lesin MORGUNBLAÐIÐ hefur nýlega látið framkvæma könnun meðal lesenda á lestri blaðsins. Fór könnun þessi fram á tímabilinu júní til ágúst. Gallupstofnunin á íslandi annaðist þessa könnun. Þetta er í annað sinn, sem slík lesendakönnun fer fram á vegum Morg- unblaðsins. Árið 1979 annaðist Hagvangur hf. fyrstu könnun blaðsins af þessu tagi. Úrtak var valið úr áskrifenda- lista Morgunblaðsins og vora 2.500 einstaklingar valdir úr þeim hópi. Nettóúrtak reyndist vera 2.046 einstaklingar og svör bár- ust frá 1.105 eða 54,1%. Inniendar fréttir era mest lesna efni blaðsins skv. niðurstöðum þessarar könnunar. Svo var einnig í fyrri lesendakönnun blaðsins. Þær era lesnar af 95,1% lesenda. Erlendar fréttir era lesnar af 80,6% þeirra sem svöraðu. Hér er miðað við þá, sem kváðust lesa innlendar og erlendar fréttir nær alltaf eða oft. Af öðra vinsælu efiii í blaðinu má nefna að 91% þeirra, sem spurðir vora, skoða myndir Sigmund nær alltaf eða oft. Þá er þátturinn fólk í fréttum lesinn af 81,8%. Dagskrá útvarps og sjónvarps er einnig mikið iesin eða af 81,4% þeirra, sem þátt tóku. Frá því að hin fyrri lesenda- könnun var gerð, hefur útgáfa sérblaða aukizt mjög á vegum Morgunblaðsins. Mest lesna sér- blaðið er Á dagskrá, sem kemur út á föstudögum. Það er lesið nær ailtaf eða oft af 65% lesenda. Næst kemur Lesbókin, sem er lesin af 61,1% og síðan Daglegt líf, sem kemur út á föstudögum og er lesið af 58,4% lesenda. Ferðablaðið, sem fylgir Lesbók- inni er lesið af 48%, viðskiptablað- ið af 42,3% og menningarblaðið, sem kemur út á laugardögum af 41,3%. íþróttablaðið, sem kemur út á þriðjudögum, er lesið af 38,5% lesenda og bamablaðið, sem kemur út á miðvikudögum af 19,1% lesenda. Af því efni, sem minnst er lesið í blaðinu, má nefna frímerkjaþátt, sem er lesinn af 5,5% lesenda, myntþátt, sem 7,5% lesa, svar mitt eftir Billy Graham, sem lesið er af 9,3% lesenda. Skák er lesin af 16,1%. Morgunblaðið vill þakka öllum þieim, sem þátt tóku í þessari les- endakönnun. Niðurstöður hennar munu auðvelda ritstjóm blaðsins að laga efni þess í framtíðinni að óskum og þörfum lesenda. FÉLAG dráttarbrauta og skipa- smiðja hefur sent frá sér ályktun vegna smíði Stálvikur hf. á 10 togurum fyrir Marokkó. í álykt- uninni segir að félagið teiji eðli- legt að veittur sé styrkur í eitt skipti til að koma skipasmíðaiðn- aðinum á þann grundvöll að hann gæti „staðið á eigin fótum“. í ályktuninni segir; „Þar sem fyrirtæki í skipaiðnaði hafa að und- anfömu haft mjög lítið svigrúm til að afla verkefna hér innanlands er mjög skiljanlegt að leitað sé ann- arra leiða. Er raunar virðingarvert að það skuli gert og skiljanlegt að styrkbeiðnin sé sett í samhengi við útflutning þar sem hverfandi líkur era á því að svo stórt og samfellt verkefni gæti verið fyrir hendi fyrir innlenda kaupendur." Félagið bendir einnig á að styrk- ur til Stálvíkur gæti flokkast sem þróunaraðstoð en slíkir styrkir hafi verið óveralegir hingað til. Hinsveg- ar mælir félagið ekki með viðvar- andi styrkjum í þessari iðngrein eða til nokkurrar annarrar atvinnu- greinar og er sammála stefnu ríkis- stjómarinnar að því leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.