Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Kortsjnoj vann bið- skákina VIKTOR Kortsjnoj vann biðskák sína gegn Lajos Portisch úr 8. umferð Heimsbikarmótsins í skák en skák Jans Timmans og Arturs Júsupovs lauk með jafh- tefli. Júsupov og Timman bætast þá í hóp flögurra annara skákmanna sem eru með 5V2 vinning en Míkhaíl Tal er einn efstur með 6 vinninga. 10. umferð mótsins verður tefld í dag og hefst klukkan 17. Sjá skákskýringar á bls. 33. Fríkirkjusöfhuðurinn: Innsetningu séra Gunn- ars hafaað ■ i ,w Ævintýri Hoffmanns „fært í búning“ Morgunbiaðiö/Árni Sæberg Starfsmenn Þjóðleikhússins og íslenzku óperunnar vinna nú að því á öllum vigstöðvum að koma Ævintýri Hoffmanns á Qalimar. Eitt verkið er að ftera leikarana í viðeigandi búning og þessa dagana verður hver flíkin annarri skrautlegri til á saumastofu Þjóð- leikhússins. Búningar eru teiknaðir af Sovétmanninum Alexander Vassiliev, sem er heimskunnur fyrir búninga sína. Þetta er enn- fremur í fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið og Óperan sameina krafta sína og viðameira verk hefur ekki verið ftert upp i Þjóðleik- húsinu. Sýningar hefjast um næstu helgi. Stefán Pálsson bankastjóri Búnaðarbankans: " ý Hæstu raunvextir viðskiptavíxla 5% lægri en iðnrekendur segja V erðbólgnáætlun banka 4% hærri en FÍI, segir Víglundur Þorsteinsson STEFÁN Pálsson formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka og bankastjóri Búnaðarbankans segir að í Búnaðarbankanum hafi ver- ið reiknað út að hæstu raunvextir af viðskiptavíxli, að meðtöldum kostnaði, séu 16,96% sem sé um 5% lægra en útreikningar Félags íslenskra iðnrekenda sýni. Víglundur Þorsteinsson formaður FH segir að þetta staðfesti að útreikningar félagsins um 21,3% raun- ávöxtun Búnaðarbankans séu réttir þvi þar sé miðað við 8% verð- bólgu en bankamir miða við 12% verðbólgu. KRÖFU séra Gunnars Björnsson- ar um innsetningu í embætti fríkirkjuprests var hafhað f fóg- etarétti Reykjavíkur í gær. í niðurstöðum úrskurðarins kem- ur fram að Gunnari hafi ekki tekist að sanna rétt sinn til aðgangs og afnota af kirkju safnaðarins, safn- aðarheimili og öðrum eigum safnað- arins með þeim hætti að unnt sé að beita innsetningu. Fógetaréttur féllst á það með séra Gunnari að æðsta vald um málefni féiaga, svo sem safnaðar- ins, sé í höndum almennra funda en benti á að siíkir fundir framselji vald sitt til rétt kjörinna stjóma á aðalfundum. Rétturinn taldi hæpið að álykta að aimennur félagsfund- ur, svo sem safnaðarfundur, geti fellt úr gildi ráðstafanir, sem lög- lega kjörinni stjóm sé falið með lögum félagsins. Málskostnaður var látinn niður falla. Anna M. Karlsdóttir fulltrúi borgarfógeta kvað upp úrskurðinn. Séra Gunnar Bjömsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi úrskurður kæmi sér ekki á óvart og sér hefði verið óijúft að taka við embættinu með þessum hætti ef úrskurður hefði fallið á annan veg. Sagðist hann vona að þessu langa deilumáli færi senn að ljúka og sættir tækjust með deiluaðilum. Samband íslenskra viðskipta- banka heldur því fram að allir út- reikningar FÍI á raunávöxtun við- skiptavixla í bönkum séu rangir og auk þess sé túlkun félagsins á tölum ámælisverð. í samtali við Morgnn- blaðið benti Stefán Pálsson á það, að á viðskiptasíðu Morgunblaðsins birtist dæmi frá Seðlabankanum um ígildi nafiiváxta ef bréf væru keypt af öðrum en aðalskuldara og þar era forvextir af 60 daga viðskipta- víxli frá 23% í Búnaðarbanka sem er lægstur upp í 29,4% í Alþýðu- banka sem er hæstur. Þá á eftir að telja með 0,65% þóknun og 65 króna fastagjald af 70 þúsund króna víxli. Að mati Félags íslenskra iðnrek- enda era raunvextir á viðskipta- víxlum taldir vera á bilinu 20 til 30% að meðtöldum kostnaði og lán- tökugjaldi. Víglundur Þorsteinsson sagði að ef 100.000 króna víxill væri tekinn með 29,4% forvöxtum fengjust 70.600 krónur fyrir víxil- inn en eftir árið þyrfti að greiða 100.000 krónir til baka sem þýddi 41,6% ársávöxtun. Ársávöxtun með 23% forvöxtum væri 29,9% árs- ávöxtun að frátaldri þóknun. Stefán Pálsson sagði að gerðar hefðu verið athugasemdur við út- reikninga iðnrekenda þegar þær bárast einstökum bönkum og hann hefði sjálfur sagt Víglundi Þor- steinssyni að starfsmenn Búnaðar- bankans fengju annað út en FÍI. Víglundur hefði þó ekki haft áhuga á að koma og kynna sér þá útreikn- inga. Sömu sögu væri að segja úr Landsbankanum og Verzlunar- bankanum. „Því miður kaus hann frekar að halda blaðamannafund um mál sem hann getur ekki staðið á,“ sagði Stefán Pálsson. Víglundur sagði að engar at- hugasemdir hefðu borist frá bönk- unum til Félags íslenskra iðnrek- enda um þessa útreikninga. Hag- fræðingur FÍI hefði haft samband við starfsmenn flestallra viðskipta- bankanna og borið undir þá útreikn- ingana og fengið staðfest að rétt væri reiknað. „En þótt bankarnir haldi því nú fram að útreikningarn- ir séu rangir stendur það eftir ómót- mælt, að dýrasta íjármagnið í íslenska bankakerfinu er rekstrar- Qármagnið til atvinnulífsins," sagði Vfgiundur Þorsteinsson. Sjá greinargerð bankanna á bls. 22. Félag dráttarbrauta og skipasmiðja: Eðlilegt að veita styrk í eitt skipti Lesendakönnun Morgunblaðsins: Innlendar firéttir eru lesn- ar af 95,1% - Sigmund 91% Sérblöðin eru mikið lesin MORGUNBLAÐIÐ hefur nýlega látið framkvæma könnun meðal lesenda á lestri blaðsins. Fór könnun þessi fram á tímabilinu júní til ágúst. Gallupstofnunin á íslandi annaðist þessa könnun. Þetta er í annað sinn, sem slík lesendakönnun fer fram á vegum Morg- unblaðsins. Árið 1979 annaðist Hagvangur hf. fyrstu könnun blaðsins af þessu tagi. Úrtak var valið úr áskrifenda- lista Morgunblaðsins og vora 2.500 einstaklingar valdir úr þeim hópi. Nettóúrtak reyndist vera 2.046 einstaklingar og svör bár- ust frá 1.105 eða 54,1%. Inniendar fréttir era mest lesna efni blaðsins skv. niðurstöðum þessarar könnunar. Svo var einnig í fyrri lesendakönnun blaðsins. Þær era lesnar af 95,1% lesenda. Erlendar fréttir era lesnar af 80,6% þeirra sem svöraðu. Hér er miðað við þá, sem kváðust lesa innlendar og erlendar fréttir nær alltaf eða oft. Af öðra vinsælu efiii í blaðinu má nefna að 91% þeirra, sem spurðir vora, skoða myndir Sigmund nær alltaf eða oft. Þá er þátturinn fólk í fréttum lesinn af 81,8%. Dagskrá útvarps og sjónvarps er einnig mikið iesin eða af 81,4% þeirra, sem þátt tóku. Frá því að hin fyrri lesenda- könnun var gerð, hefur útgáfa sérblaða aukizt mjög á vegum Morgunblaðsins. Mest lesna sér- blaðið er Á dagskrá, sem kemur út á föstudögum. Það er lesið nær ailtaf eða oft af 65% lesenda. Næst kemur Lesbókin, sem er lesin af 61,1% og síðan Daglegt líf, sem kemur út á föstudögum og er lesið af 58,4% lesenda. Ferðablaðið, sem fylgir Lesbók- inni er lesið af 48%, viðskiptablað- ið af 42,3% og menningarblaðið, sem kemur út á laugardögum af 41,3%. íþróttablaðið, sem kemur út á þriðjudögum, er lesið af 38,5% lesenda og bamablaðið, sem kemur út á miðvikudögum af 19,1% lesenda. Af því efni, sem minnst er lesið í blaðinu, má nefna frímerkjaþátt, sem er lesinn af 5,5% lesenda, myntþátt, sem 7,5% lesa, svar mitt eftir Billy Graham, sem lesið er af 9,3% lesenda. Skák er lesin af 16,1%. Morgunblaðið vill þakka öllum þieim, sem þátt tóku í þessari les- endakönnun. Niðurstöður hennar munu auðvelda ritstjóm blaðsins að laga efni þess í framtíðinni að óskum og þörfum lesenda. FÉLAG dráttarbrauta og skipa- smiðja hefur sent frá sér ályktun vegna smíði Stálvikur hf. á 10 togurum fyrir Marokkó. í álykt- uninni segir að félagið teiji eðli- legt að veittur sé styrkur í eitt skipti til að koma skipasmíðaiðn- aðinum á þann grundvöll að hann gæti „staðið á eigin fótum“. í ályktuninni segir; „Þar sem fyrirtæki í skipaiðnaði hafa að und- anfömu haft mjög lítið svigrúm til að afla verkefna hér innanlands er mjög skiljanlegt að leitað sé ann- arra leiða. Er raunar virðingarvert að það skuli gert og skiljanlegt að styrkbeiðnin sé sett í samhengi við útflutning þar sem hverfandi líkur era á því að svo stórt og samfellt verkefni gæti verið fyrir hendi fyrir innlenda kaupendur." Félagið bendir einnig á að styrk- ur til Stálvíkur gæti flokkast sem þróunaraðstoð en slíkir styrkir hafi verið óveralegir hingað til. Hinsveg- ar mælir félagið ekki með viðvar- andi styrkjum í þessari iðngrein eða til nokkurrar annarrar atvinnu- greinar og er sammála stefnu ríkis- stjómarinnar að því leyti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.