Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988
17
inn — Gentiana sino ornata — er
upprunninn í Kína eins og nafnið
bendir til og þýðir: Sem prýðir
Kinaveldi. En aðalnafnið höfðar til
grísks konungs, sem uppi var fyrir
Krists burð og sagður hafa fyrstur
manna uppgötvað og notfært sér
lækningamátt úr rótum einnar teg-
undar þessara jurta (G. lutea =
gulvöndur.) Kínavöndurinn er mjög
lágvaxinn og myndar framan af
sumri ljósgrænar þúfur, jafnvel
breiður þegar best tekst til. Stöngl-
ar eru jarðlægir, lítið eitt uppsveigð-
ir, blöðin smágerð og líkjast mest
grasi. Þegar kemur fram í ágúst-
mánuð fara stöngulendarnir að
dökkna og brátt má finna fyrir
blómi, einu á hveijum enda. Ef jurt-
in er í góðri ræktun geta blómin
orðið ótrúlega stór (3-5 cm), bikar-
eða klukkulaga, með þessum himn-
eska bláa lit að innan, en að utan
með ljós-gulleitum og svörtum rák-
um. En það er með kínavöndinn
eins og dýragrasið, blómin opnast
ekki nema í sólskini. Við ræktun
þessarar jurtar hefur mér reynst
að góð birta og helst sólskin sé það
sem hana má ekki skorta, svo er
auðvitað eitt og annað sem hún
kann vel að meta, t.d. myldinn og
fijór jarðvegur, ögn súr og hæfilega
rakur. Einhvers staðar las ég um
það, í dönsku garðyrkjublaði, að
mig minnir, að til þess að ná veru-
lega góðum 'árangri í ræktun, þurfí
að færa juifina til á þriggja ára
fresti, ekki bara að taka hana upp,
hlú að og snyrta, heldur skipta um
stað því hún þolir illa það sem á
nútímamáli er nefnt Jarðvegs-
þreyta". Fjölgun er afar auðveld
með skiptingu, sem best er að fari
fram að vorlagi.
Margar vandategundir aðrar
hafa reynst ágætlega í ræktun hér
á landi, en þær læt ég lönd og leið
í þetta sinn, bregða mér heldur út
í garð til þess að dást að og horfa
á kínavöndinn minn sem þessa dag-
ana baðar sig alblómgaður í haust-
sólinni.
ÁB
Grænmetissúpur
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Ein leið til að nýta grænmetið
á meðan úrvalið er mest er að
nota það í súpur. Góðar heitar
grænmetissúpur geta verið hreint
afbragð og vel þegnar þegar að-
eins kólnar í verið fyrstu haust-
dagana.
Samsetningin getur verið á
marga vegu eins og alkunna er
en hér koma nokkrar tillögur.
Gulrótarsúpa
750 g gulrætur
3 laukar
2—3 matsk. smjör
U/21 grænmetissoð (vatn + ten.)
salt
smávegis af:
púrru, selleríi og steinselju
1—2 tsk. af „Bouquet Garni" eða
öðrum þurrkuðum kryddjurtum.
Gulrætur og laukur rifin gróft,
brugðið í smjör í potti, ekki látið
brúnast en mýkjast. Soðinu hellt
yfír, grænmeti, salti og kryddi
bætt í og látið sjóða við vægan
straum í 15—20 mín. Kryddjurta-
greinamar (bouquet gami) tekið
upp úr, súpan bragðbætt eftir
þörfum. Borin fram ijúkandi heit
með skeið af sýrðum ijóma út á
hvem disk.
Blönduð grænmetissúpa
2 púrrur
1 stór laukur
1 rauð paprika
1 matsk. smjör eða smjörlíki
1 pressað hvítlauksrif
2 matsk. tómatþykkni
6 meðalstórar kartöflur
IV4 kjúklingasoð (súputen. +
vatn)
sait og pipar
timian og merian.
Púrran skorin í sneiðar, laukur-
inn í þunnar sneiðar og paprikan
í lengjur.
Smjörið sett i pott, brytjað
grænmetið sett út í og aðeins lát-
ið taka lit. Tómatþykkni, kartöflur
í þunnum sneiðum ásamt soði
bætt á og soðið saman í 15—20
mín. Súpan bragðbætt eftir þörf-
um.
Grænmetíssúpa með
harðsoðnum eggjum
1 lítið blómkálshöfuð
6 meðalstórar kartöflur
6 gulrætur
V2 sellerírót
2—3 matsk. smjör
IV4 1 vatn
2 ten. grænmetiskraftur
2 harðsoðin egg
2 matsk. steinselja
salt og pipar.
Blómkálið tekið sundur í grein-
ar, annað skorið í litla bita eða
sneiðar. Smjörið sett í pott, græn-
metið sett út í og látið malla í
nokkrar mínútur, soðinu bætt út
í smámsaman. Síðan er súpan
látin sjóða í ca. 15 mín. og kryd-
duð eftir smekk. Á hvem disk er
sett hálft harðsoðið egg og stein-
selju stráð yfír um leið og borið
er fram.
Kartöflusúpa
1 1 vatn
2 ten. grænmetiskraftur
5—6 meðalstórar kartöflur
dálítið sellerí
1 lítil púrra
salt
steinselja.
Vatn með ten. látið sjóða, kart-
öflur í þunnum sneiðum sett út í
ásamt hinu grænmetinu í bitum.
Látið sjóða í 10—15 mín. og
kryddað eftir smekk. Steinselja
klippt yfir um leið og borið er
fram.
Það er yfirleitt afar vel þegið
að bera brauð og smjör með góðri
súpu. Smábrauð sem víða eru seld
fryst í matvöruverslunum koma
sér oft vel og handhægt að eiga
þau í frysti. Það tekur ekki lang-
an tíma að hita þau í ofni.
kom inn...
Kynning á innihurðum í dag til kl. 14.00
GEGNHEIL FURA
6^.70,80,90 cm
:: tvöfaldar. ■
’ :120,110 cm,
CECNHEIL HRA
KVISTlt)
60,70,80,90 cm
tvöfaldar
120,140,160 cm
HVfr 6 GLERJA
■%- s 1 :' \x- v fi
f|| 4 ,
•4: • •-—*: 1 .- •
L i ; : j' . . ' I 60,70,80,90 cin , l-1—: I —I 60,70,80,90 cin
HVÍT' 3JA FULUNGA H\tr 6 FULLLNGA
i
i:'
......i.,
I’
t . ,
1 % 1
, it.,
00170,80,90 ián
HBSSíw
CEGNHEILFURA
KMSTlf)
3JA FllLUNGA
60,70,80 c.ni
HVÍT
2JA FLTLXNGA
6 GLERJA
GEGNHEIL FURA
3JA Fl'LLINGA
HIÉ::
fc'.i
JMM
W|ra|' ;.Í
Afím
S&lll ífe® 6í i* * %
WXÉmM
60,70,80.90 cn.
HARDTEX
ÓMÁLDÐ
SPÓNLAGÐAR
Hl’RÐlK
60,70,80,90 cm
HVlT HARÐTEX
Athugið að öll
verð eru án
gerefta.
Karinurinn er
óniáluð fura.
HUSA
SMIÐJAN
SKÚRJVOG116 SlMI 687700
VISJ7BS0