Morgunblaðið - 15.10.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 15.10.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 47 JOHN F. KENNEDY YNGRI SÁ ALLRA SÆTASTI - að dómi bandarískra kvenna lífí og sál, skokkar, æfir lyft- ingar og spilar amerískan fót- bolta, sem er hans eftirlætisí- þrótt. Endrum og eins fær hann sér í glas en reykir ekki. Hann býr í einstaklingsíbúð í New York og eru allir veggir þar þaktir bókum. Hann er sagður lítið fyrir matseld og borðar alltaf á veitingastöðum. Og fleiri nauðsynlegar upplýs- ingar: Þessi draumaprins er 1.85 m á sokkaleistunum og vegur 85 kíló í sundskýlu einni fata. John fer varlega í kvenna- málum, sagt er að hann hafi ekki viljað samband með Ma- donnu þegar það bauðst, og nú hefur heyrst að augun í Stefaníu Mónakóprinsessu standi á stilkum þegar hún sjái John á sjónvarpsskermin- um. Sagt er einnig að Rainer fursti, faðir Stefaníu, vilji ólm- ur að þau tvö gangi upp að altarinu, og reyndar hafa Stef- anía og John hitst oftar en einu sinni, sem gæti jafnvel þýtt brúðkaup á næsta ári, samkvæmt útreikningum slúð- urblaða. En ólofaður er hann enn, þessi draumaprins banda- rískra kvenna, sem hlýtur svo lofsamlega dóma fyrir líkam- legt og andlegt atgervi, og svo er hann tröllríkur í þokkabót! John F. Kennedy yngri, 27 ára, er karlmaðurinn sem bandarískar konur dreymir um, samkvæmt niðurstöðum kosninga um myndarlegasta yngismanninn þar vestra. Er hann fyrsti karlmaðurinn í sögunni sem ekki er leikari eða poppstjama að atvinnu er hlýt- ur þennan eftirsótta titil. í næsta mánuði eru 25 ár liðin frá því að faðir Johns, John F. Kennedy Bandaríkjaforseti, var myrtur af launmorðingja í Dallas. Bandaríska vikublaðið Pe- ople greinir svo frá: „John er bæði vel gefinn og vel vaxinn karlmaður. Það er ekki aðeins útlitið sem fær konur til að skjálfa í hnjánum, heldur einn- ig heillandi persónuleiki. Aug- un í honum geisla af mann- legri hlýju.“ Og þar segir enn- fremur: „Arfurinn eftir föður hans og forfeður er honum þung byrði að bera, en hann þekkir sínar skyldur, og tekur vandamál samfélagsins alvar- lega. Hann er trúverðugur og heiðarlegur maður." Ekki slor- legir dómar það. John er sagður hafa mörg áhugamál og vera góður námsmaður. í frístundum sínum les hann mikið, fer oft í áhugamannaleikhús, en ann- ars er hann íþróttamaður af John F. Kennedy yngri, „einn með öllu“ eins og amerískar stúlkukindur orða það. ÓLYMPÍULEIKAR FATLAÐRA Fatlaðir taka nú til við að keppa á sínum Ólympíuleikum í Seoul. Myndin sýnir einn keppanda ásamt aðstoðarmanni. Þetta er George White frá Torquay á Englandi en hann keppir í skotfimi. Leikamir standa frá 15. til 24. október og á annan tug íslenskra keppenda taka þátt í þeim. MIKi VAR! Gestir kvöidsins: Georg Magnússon, Þorgeir Ástvaldsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Sigurður Sveinsson, Guðvarður Gíslason, Sigurður Indriðason, Jakob Benediktsson. Miðaverð kr. 750,- Glæsibæ í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.