Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 23 Bok á ensku um Hallgrím Pétursson NYLEGA kom út bók á ensku um séra Hallgrím Pétursson, sem ber heitið Hallgrímur Pétursson: Clergyman, Poet, Theologian. Höfundur bókarinnar er dr. Jak- ob Jónsson, en útgefandi er Hallgrímskirkja í Reykjavík. í bókinni er eftirmáli eftir Hörð Askelsson organista við Hall- grímskirkju, en ágóða af sölu bókarinnar er ætlað að renna til orgelkaupa fyrir kirkjuna. Dr. Jakob Jónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að bókin væri að nokkru leyti byggð á bók eftir hann sem heitir Um Hallgríms- sálma og höfund þeirra, en það var greinasafn sem gefíð var út af bókaútgáfunni Grund fyrir alimörg- um árum, og er nú alveg uppselt. „Það hafa margir ágætir menn skrifað um séra Hallgrím Péturs- son, en mikið af því hefur verið um trúarlíf séra Hallgríms og samband Passíusálmanna við lífsreynslu hans ef svo má segja. Ég reyni aftur á móti að gera nokkuð nánarí grein fyrir guðfræði hans, og reyni að taka það fram sem ég tel vera sér- stakt við hann miðað við hans öld, því hann var ekki að öllu leyti í sama fari og samtímamenn hans. Astæðan fyrir útgáfu bókarinnar á ensku er í raun og veru þríþætt. í fyrsta lagi hafa útlendir fræði- menn skrifað mér og óskað eftir upplýsingum um séra Hallgrím, en þær hafa verið ákaflega litlar til á ensku máli. Önnur ástæðan er sú að erlendir ferðamenn sem koma til Reykjavíkur og koma í Hallgrí- mskirkju hafa engan aðgang haft að upplýsingum um Hallgrím Pét- ursson. Þessi bók ætti að geta orð- ið þeim til upplýsingar um hver Hallgrímur var. í þriðja lagi er það Dr. Jakob Jónsson. orðinn siður margra fyrirtækja sem eiga samskipti við útlönd að senda viðskiptavinum sínum erlendis gjaf- ir við margs konar tækifæri. Ætti þessi bók að vera mjög hentug til slíkra gjafa, og hef ég þegar orðið var við áhuga manna á að notfæra sér hana á þann hátt. Bókin er 34 blaðsíður að stærð, og er ég ákaf- lega ánægður með hvemig til hefur tekist með allan frágang hennar, bæði útlit og prentun," sagði dr. Jakob Jónsson. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda, og sá Hafsteinn Guð- mundsson bókaútgefandi að mestu um útgáfuna. Myndir í bókinni em teknar og unnar af Skyggnu hf. Utgáfa bókarinnar er styrkt af Landsbanka íslands, Samvinnu- bankanum, Iðnaðarbankanum, Búnaðarbankanum, Prentsmiðjunni Odda, Skyggnu hf og versluninni Bústofni. Morgunblaðið/Þorkell Nýi bíllinn, sem sýndur verður um helgina. Nýrjapanskur fólksbíll, Isuzu Gemini Bílvangur hf kynnir nú um helg- yggi, rými og straumlínulagað útlit, ina nýjan japanskan fólksbíl frá auk þæginda, segir í frétt frá Isuzu. Bíllinn ber nafnið Gemini og Bílvangi. Þeir bflar sem Bflvangur er sá sami sem seldur er í Banda- hf flytur inn em allir búnir afl- ríkjunum undir nöfnunum I-Mark stýri, útvarpi með segulbandi og og Chevrolet Spectmm. með fímmgíra kassa eða sjálfskipt- Isuzu Gemini er ný hönnun frá ingu. Hægt er að velja um tvenns Isuzu verksmiðjunum í Japan og konar vélar, 1,3 lítra 72 hestafla nutu hönnuðirnir fullkomnustu éða 1,5 lítra 76 hestafla. Verð Gem- tölvutækni við það verk. Við hönnun ini bflanna er frá 495.000 krónum bflsins var lögð mikil áhersla á ör- upp í 662.000 krónur. Ráðstefna um mennt- un hjúkrunarfiraeðinga Samstarfshópur um hjúkrunarrmál í samvinnu við endurmenntun- arncfnd Háskólans heldur í dag, laugardag, ráðstefnu undir yfír- skriftinni „ Við byggjum brú í menntunarmálum þjúkrunarfræðinga". Markmið ráðstefnunnar er að símenntun hér á landi. kynna fyrir hjúkmnarfræðingum Ráðstefnan verður haldin í Há- háskólanám í hjúkmnarfræði hér- skólabíói og hefst kl. 9.00. Þegar lendis og erlendis og ennfremur að hafa á fjórða hundrað þátttakendur móta áframhaldandi hugmyndir um skráð sig. framhaldsnám, endurmenntun og (Fréttatilkyiming) Blýfríar glerskálar, tilvaldar í örbylgjuofna boduri skálasettkr. 1.395,- Útsölustaðir: Reykjavík: Rammageróin, Kringlunni Rammagerðin, Hafnarstr. 19 Kópavogur: Blómahöllin, Hamraborg 1-3 Hafnarfjörður: Búsáhöld ogleikfóng, Strandgötu 11-13 Dögg, Bæjarhrauni 26 Kelfavík: Stapafell, Hafnargötu 29 Akranes: Blómaríkið, Kirkjubraut 15 Borgames: Húsprýði, Borgarbraut 4 Vestmannaeyjar: Sjónver, Heiðarvegi 6 Grundarijörður: Versl. Guðna Hallgn'mssonar Hellissandur: Versl. Blómsturvellir ísafjörður: Straumur, Silfurgötu 5 Blönduós: Ósbær, Þverbraut 1 Akureyri: Blómaversl. Laufás, Hafnarstr. 96 Húsavík:GrímurogÁmi,Túngötu 1 Egilsstaðabær: Versl. Sveins Guðmundss. Selfoss: Blómahomið, Austurvegi 21 Bátar-Vélar-Tæki Sýnum og reynslusiglum SKEL 80 trillubátnum í smábátahöfninni í Hafnarfirði næstkomandi laugardag og sunnudag frá kl. 10.oo til 17.oo. § Tæknilegur ráðgjafi frá Yanmar verk- ] smiðjunum verður á staðnum. f Trefjar hf. Bílaborg hf. SONAR 1 i m w fa Áskriftarsíminn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.