Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Morgunblaðið/Davíð Pétureson Agúst Arnarson skógarvörður í Hvammi meö hjónunum Hugh og Antoniu Hosiek. Komu til Islands að skoða sitkagreni Grund, Skorradal. HJÓNIN Antonia og Hugh Hosiek komu fyrir skömmu í heimsókn til Skógræktar ríkisins í Hvammi í Skorradal, en erindið var að fá að skoða sitkagrenislimd á Stálpastöðum sem gróðursettur var á árunum 1956—1957. Forsaga málsins er sú að árið 1950 fór Einar G.E. Sæmundsson til Alaska í fræsöfnunarferð. Hann kom m.a. út í Montague-ejrju og við MacLeod-vík var sitkagrenis- könglum safnað, alls í 97 poka. Einar lýsir þessari ferð í grein í ársriti Skógræktarfélags íslands 1951—1952. Þar segir m.a.: „Skóg- urinn í dalnum upp af MacLeod-vík er talinn vera einn hinn vænsti við Prins Vilhjálms-flóa. Hann er að mestu sitkagreni, 30—45 m að hæð, en allt að 1,8 m í þvermál í brjósthæð. Viðarmagn stærri tijá- greina sem felld voru var 5—8 ten- ingsmetrar. Vöxturinn hefur því verið fremur hægur, enda er þetta frumskógur þar sem náttúran ein hefur ráðið allri grisjun. Ég taldi árhringa nokkurra sitkagrenitijáa. Hið jmgsta var 180 ára, en hið elsta 325 ára. Flestþeirra 250—300 ára.“ Þama safnar Einar könglum og hjálparmaður hans, meðal annarra, var Hugh Hosiek, sem lengi hafði þráð að komast til íslands og fá að sjá árangur þessarar fræsöftiun- arferðar. Hugh Hosiek, sem nú er 67 ára, og Antonia, kona hans, sem er 70 ára, eru frá Cordova í Alaska. Þessi fræsöfnunarferð fyrir tæpum 40 árum hefur sennilega vakið mikinn áhuga Hugh Hosiek á þessu verk- efni að rækta barrtré á Islandi fyrst hann iagði upp í þetta langa ferða- lag bara til að sjá vöxt þessara tijáa í íslensku umhverfi. Hugh er skoskættaður en fæddur og uppalinn í Cordova í Alaska. Hann starfaði alllengi við veiði- málastofnunina í Alaska en hætti störfum þar fyrir meira en áratug og hefur nú síðustu árin gert út 45 tonna bát sem hann stýrir sjálf- ur og veiðir meðal annars lax í hafinu í nágrenni Cordova, sem er 1.000 manna fiskimannabær, vest- an við Prins Vilhjálms-flóa. Antonia, kona hans, er pólskætt- uð, en fædd og uppalin í Massa- chusetts. Það var stór stund fyrir þessi hjón að standa við og taka mjmdir af tijánum sem vaxin eru upp af fræum frá MacLeod sem Hugh safnaði með Einari 1950. Vöxtulegir ársprotar frá undan- fömum árum vöktu athygoli hans, en þeir eru víða um hálfur metri. Borið saman við vöxt tijánna í Aiaska taldi Hugh líta út fyrir að hér á íslandi færi meira í gildleika- vöxt á ungun tijám heldur en í Alaska, þ.e. að jafn há tré hér eru að jafnaði gildvaxnari en í Alaska. Sitkagrenið í lundunum á Stálpa- stöðum er nú orðið um 8 m á hæð og þvermálið í bijósthæð er um 20 cm svo enn er langt í land að þau nái foreldrunum frá MacLeod. Þau Antonia og Hugh dvöldu hér i eina viku og það sem hreif þau mest hér á landi var hvað allt var hreint og þrifalegt, bæði við þjóð- vegi landsins og á þeim stöðum sem heimsóttir voru. - D.P. 911 CA ÓH 0m7f) LÁRUS Þ. VALDIMARSSON sölustjori L I I “ L I 0 / U LÁRUS BJARNASON HDL. L0GG. FASTEIGNASALI Til sýnis sölu auk annarra eigna: Við Háaleitisbraut - útsýni Góð 4ra herb. fb. af meðalstærö á 2. hæð. Sérhitaveita. Ágæt sam- eign. Skuldlaus. Laus strax. Mikið útsýni. Með nýju húsnæðisláni 4ra herb. neðri hæð í tvíbhúsi 100,1 fm við Holtageröi Kóp. Sérhiti. Sérþvhús. Bílsksökklar. Nýtt húsnæðislán kr. 2,2 millj. Skipti æskil. á 3ja-4ra herb. íb. i Hafnarfirði eða Garðabæ. Má þarfnast endurbóta. í suðurenda við Dvergabakka 3ja herb. íb. af meöalstærð vel með farin. Tvennar svalir. Ágæt sam- eign. Góð lán. í lyftuhúsi við Hátún Einsherb. íb. Um 30 fm auk geymslu og sameignar. Vélaþvhús. Skuld- laus. Laus nú þegar. Ennfremur er til sölu lítil einstaklingsib. i gamla bænum með frábærum greiöslukjörum. Góðar eignir - hagkvæm skipti Einbýlishús raðhús, sérhæð óskast i Vesturborginni eöa nágr. Má þarfnast viðgerðar. Skipti mögul. á nýju og glæsil. einbhúsi fullg. 3ja-4ra herb. íb. óskast á 1. eða 2. hæö á góöum staö í borginni. Skipti mögul. á 5 herb. hæð á eftirsóttum staö í borginni, bilsk. fylgir. Góð sérhæð óskast helst í Þingholtum, Hlíöum eöa nágr. Skipti mögul. á góðu húsi með tveimur samþ. séríb. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifst. Teikn. fyrirliggjandi. Opið í dag iaugardag kl. 11.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda AIMENNA fasteignasaTan LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-2137(1 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 457. þáttur í Málstefnu ríkisútvarpsins segir svo: „Ríkisútvarpið skal sam- kvæmt lögum efla íslenska tungu og menningu. Útvarpsráð telur að stofnunin hafi mikil- vægu fræðslu- og uppeldishlut- verki að gegna á þessu sviði. Allt málfar í Ríkisútvarpinu á að vera til fyrirmyndar, og allt sem frá stofnuninni kemur, á vandaðri íslensku, flutt með góð- um framburði. Erlend orð sem ekki verður komist hjá að nota, ber að samræma lögum íslenskrar tungu, eftir því sem fært þyk- ir og góð venja býður.“ (Let- urbr. umsjónarmanns.) Þetta er göfugt markmið, og er auðvitað að því keppt. Þegar umsjónarmaður tók að læra landafræði, var eitt hið fyrsta, sem í honum festist, að ísland væri í Evrópu. Evrópa var heimsálfa. Upphaf orðsins var borið fram eins og í Efra- Núpi eða kvenmannsnafninu Eva. Ég held reyndar að enginn sé orðinn svo forenskaður og málspilltur að hann segi „júrópa", og má þó guð vita. Svo mikið er víst að ríkisútvarp- ið lætur auglýsendum líðast að þrástagast á einhveiju ,júró- kard“. Þegar texti sést, kemur í ljós að þetta er Euro- sem auðvitað á að lesa evró á íslensku eins og Evrópa. Fyrir- bærið, sem í auglýsingunum heitir ,júrókard“, á þá að heita EVROKORT á móðurmáli okk- ar. Það er fært, og það býður góð venja, samanber málstefnu ríkisútvarpsins. Eg sé ekki betur en framburðurinn ,júró“ fyrir „evró“ í fyrrgreindu sambandi sé lögbrot í útvarpi og sjón- varpi. Og ekki bætir úr skák, að ríkisfyrirtækið Póstur og sími auglýsir svona. Enda þótt kort sé tökuorð (lat. charta), þá er það hund- gamalt í málinu (frá 17. öld) og hefur lagað sig að reglum ís- lenskunnar fullkomlega. Kort kemur fyrst fyrir á bók svo vitað sé í „hús- og reisupostillu" sem prentuð var í Skálholti 1690. Var ég búinn að segja að charta merkti upphaflega papýrusblað og er víst komið úr egypsku. ★ Okkur er fijálst að skrifa hvort heldur við viljum alstaðar eða alls staðar. Mér þykir fyrri kost- urinn tækilegri. Þá lítum við svo á sem al- sé forskeyti eins og í alvitur og alfriðaður, og það finnst mér einhvem veginn mýkra. Hitt er kannski háreistara eða lærdómslegra; eignarfallið á alls staðar er náttúrlega staðar- eignarfall (lat. genitivus loci) eins og til dæmis í orðasambandinu þessa heims og annars. Þegar Njáll Þorgeirsson hughreysti fólk sitt í brennunni, sagði hann að guð myndi ekki láta það brenna bæði þessa heims og annars. En því er þetta rifjað upp hér, að í fyrmefndri auglýsingu Pósts og síma tókst svo óhönduglega til að farið var fram hjá báðum möguleikunum að rita rétt og vill- an „allstaðar" sett í staðinn. Gott er til þess að vita, að fréttamenn kunna nú að beygja orðið höldur (eins og hestur), og þá gladdi það mig í fréttum út- varps, að rétt var farið með sjald- yrðið ölunn. Það beygist eins og jötunn og merkir einhvers konar fisk. Olunn er fiskeldisfyrirtæki á Dalvík: Ölunn, um Ölun, frá Ölni, til Öluns. Ölunn kemur alloft fyrir í kenningum fomskálda, ölna (ef. flt.) grund er t.d. kenning fyrir hafið. Fjarðölunn, fráölunn og gijótölunn, allt eru það ormar eða slangar, en randölunn er víst sverð. Engan veginn er ljóst hvers vegna fiskur heitir ölunn. Reynd- ar hefur hver uppmnafræðingur- inn eftir öðrum að ölunn muni vera makríll, og mega þeir það fyrir mér. Samsvarandi orð koma fyrir í skyldum málum, svo sem alant eða alunt í ævafomri þýsku. Próf. Alexander Jóhannesson er ekki frá því, að tengja megi ölunn við írska orðið ala=silungur, sbr. áll, en allt mun þetta ærið vafa- samt. ★ Hér em nokkur orð til tilbreyt- ingar, ef svo vill verkast: afráð= tjón, ártíð=dánardægur, bella (borið fram sem hella)=beita, hafa í frammi, dentugur=ásjálegur; rogginn, eiskra=æða; æpa, friðgin=elskendur, gópa=háma í sig, hnaskur=kænn, sniðugur, jóss=baktal, kárína=refsing; grikkur, lími=vöndur, tijágrein, mingra=leka, seytla, nef- dreyri=blóðnasir, neis=feiminn; slyppur, parrak=band, ófrelsi, púsi=eiginmaður, roppugoð= stelpuskjáta, manntetur, snör= tengdadóttir, streigja=skjalla, dekstra, sværa=tengdamóðir, sýsluþrot=óvinnufær maður, ör- yrki, tjúga=heykvísl, gaffall, tronsa=rápa, flækjast, uma= reyta saman úmbra=gulbrúnn lit- ur, viggur=hestur, ylgur=úlf- ynja, ýrinn=óvær, amasamur, þinull =netteinn, lóðarás, þura= hljóðfrá þota; ör, þviti=steinn, ælegur=vesall, öglir=fálki, öld- ur=öl, öldrykkja. ★ Tvær skrýtnar vísur um Jör- und hundadagakonung: I. Þar féll jarl jarla Jömndur kjörinn. Varð minni Merði mera taglskeri. Lét sá sig lýsa landráðum fjandi. Gekk svo með gikkjum grey úr öndvegi. Jón Þorkelsson hefur eftir Jóni Thoroddsen að Jörundur hafi ver- ið kvaddur með þessu á bryggju- sporðum Reykjavíkur, „og vitum vér ógerla hver gert hefir". II. Prentað sendi plakat gúðurhegrinn myndugt. Á sér setið ei gat illfyglið blóðsyndugt. Af enskri makt því út frat sem álft ein blési fyndugt eða klár frýsaði kjmdugt. Þetta er úr litlum flokki sem Jón Espólín sagnaritari segir að sr. Eggert Eiríksson í Glaumbæ kvæði, og þykir skáldskapurinn að vísu ekki „mjög skáldlegur eða vandaður". Sauðárkrókur: Sundkona á Heimsleika fatlaðra I TILEFNI þess að Sauðárkrókur eignast sinn fyrsta keppanda á Heimsleikum fatlaðra hélt bæjar- stjóm Sauðárkróks kaffisamsæti á Hótel MælifeUi fyrir nokkrum dögum, þar sem Þorbjöm Ama- son, forseti bæjarstjórnar, afhenti Lilju Maríu Snorradóttur, sund- konu úr ungmennafélaginu Tinda- stóli, 75.000 krónu ferðastyrk frá Sauðárkrókskaupstað. Lilja María Snorradóttir, sem er 15 ára sundkona úr ungmennafélag- inu Tindastóli, hefur náð ágætum árangri í sínum keppnisgreinum á ýmsum mótum á undanfömum mán- uðum. Þar má meðal annars nefna sterkt mót í Hollandi í lok ágústmán- aðar en þar hreppti Lilja María fem gullverðlaun og setti auk þess þijú Islandsmet, í 200 m fjórsundi, 100 m baksundi og 400 m skriðsundi. í ræðu Þorbjöms Ámasonar, sem hann hélt við afhendingu ferða- styrksins, kom fram að vitað væri að Sauðárkróksbúar hefðu fylgst vel með nýafstöðnum Ólympíuleikum, svo sem aðrir landsmenn, en hann kvað ekki færri myndu sitja við og fylgjast með árangri hinna ágætu íslensku keppenda á Heimsleikum fatlaðra í Seoul (’88 Seoul Par- alympics). Við þetta sama tækifæri afhenti Þorbjöm einnig 75.000 króna upp- hæð í sameiginlegan ferðasjóð íþróttafélags fatlaðra og veitti Lilja María þessari upphæð viðtöku fyrir hönd félagsins. Þá hafa einnig ýmis önnur félaga- samtök veitt hinni ungu sundkonu styrk til ferðarinnar, og má þar nefna Lionessuklúbbinn Björk, Rotary- í TILEFNI af alþjóðadegi hvíta stafsins í dag, 15. október, send- ir Blindrafélagið frá sér eftirfar- andi: „Hvíti stafurinn er aðalhjálpar- tæki blindra við að komast leiðar sinnar jafnt utan húss sem innan. Hann er jafnframt forgangsmerki þeirra í umferðinni. Það krefst langrar þjálfunar að læra að nota hvíta stafinn svo að hann komi að sem mestu notun. Þjálfunin er fólgin í að læra að beita stafnum á réttan hátt, læra ákveðnar leiðir og þekkja kenni- leiti. Mikilvægt er að hlusta eftir umhverfishljóðum, t.d. eru fjölfam- ar umferðargötur gott kennileiti. Þegar blindur maður þarf að kom- klúbb Sauðárkróks og Kiwanisklúbb- inn Drangey og síðast en ekki síst afhentu bekkjarfélagar Lilju Maríu í 9. bekk Grunnskóla Sauðárkróks henni veglega fjárhæð til ferðarinn- ar. - BB ast yfir götu heldur hann stafnum skáhallt fyrir framan sig. Ökumenn og aðrir vegfarendur taka í ríkara mæli tillit til blindra og sjónskertra sem nota hvíta staf- inn. Eitt aðalvandamál þess sem ferðast um með hjálp hvíta stafsins eru kyrrstæðir bílar á gangstéttum. Þessir bflar geta valdið stórhættu, sérstaklega vörubflar og aðrir háir bflar. Stafurinn lendir undir bflnum og sá blindi verður ekki var við hann fyrr en hann rekst sjálfur á hann. Skorað er á ökumenn að virða hvíta stafinn sem stöðvunarmerki. Vegfarendur eru hvattir til að sýna blindum og sjónskertum fyilstu til- litssemi í umferðinni og bjóða fram aðstoð sína ef þurfa þykir. Alþjóðlegur dag- ur hvíta stafsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.