Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Frakkland: Verkfallsalda hjá opinberum starfsmönnum París. Reuter. STÉTTARFÉLÖG tveggja miHj- óna opinberra starfsmanna og kennara í Frakklandi hótuðu í gaer að fara í verkfall og bætast , í hóp hjúkrunarkvenna, náma- manna og lestarstjóra, sem krefj- ást launahækkana. Verkfallsaldan, sem nú gengur yfir, reynir meira á þolrifin í minni- hlutastjóm sósíalista en nokkuð ann- að, frá því að hún tók við völdum fyrir fimm mánuðum. Þegar samtök opinberra starfs- manna og kennara voru að búa sig undir erfiðar samningaviðræður við stjómvöld, sagði Jean-Paul Roux, leiðtogi kennarasambandsins, að komið gæti til allsherjarverkfalls op- inberra starfsmanna 20. október næstkomandi. Roux sagði, að félagar hans hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum með kröfu Michels Rocards, forsætisráð- herra sósíalistastjómarinnar, um hóf- samar launahækkanir. Félög opinberra starfsmanna segja, að einkafyrirtæki hafi keypt sér frið með víðtæku launaskriði á undanfömum tveimur árum og laun opinberra starfsmanna hafí dregist iangt aftur úr. Rocard hefur sagt, að hann muni ekki líða „óhóflegar" launahækkanir, því að þær geri ekki annað en skaða efnahag landsins. „Ef við förum yfir mörkin, sem efnahagsjafnvægið set- ur okkur, eigum við á hættu, að fjár- lagahallinn aukist, verðlag hækki og verðbólguskriða fari af stað,“ sagði Rocard í óvæntu sjónvarpsávarpi á fimmtudagskvöld. Enn aukast vandræðin í Líbanon Beirút. Reuter. SPRENGJA sprakk í bifreið í hverfi múslima í Vestur-Beirút í gær og varð þremur mönnum að bana. 33 menn slösuðust og auk þess varð mikið tjón á mann- virkjum í nágrenninu. Hussein Husseini forseti þings Líbanons varaði við þvi i gær að ef ekki tækist að velja eftirmann sinn og Amins Gemayels forseta myndi stríðsástandið i landinu versna. Husseini lætur af emb- ætti á þriðjudaginn kemur. „Tortýming blasir við landinu," sagði Husseini í ávarpi til þjóðarinn- ar. „Ef ríkið klofnar verður Líbanon vettvangur endalausrar styrjaldar. Það er nauðsynlegt að velja nýjan forseta til að binda enda á stríðið," bætti hann við. Þingi landsins hefur enn ekki tekist að koma sér saman um eftirmann Gemayels en sex ára kjörtímabil hans rann út 22. sept- ember. í hvert sinn sem Husseini boðaði þingmenn til að kjósa nýjan forseta sátu kristnir menn heima því þeir voru ekki sáttir við þann frambjóðanda sem Sýrlendingar og Bandaríkjamenn höfðu komið sér saman um. I gær hvatti Husseini þingmenn- ina 76 sem enn mæta á þingfundi til að koma sér saman um nýjan þingforseta á þriðjudaginn ella ykj- ust vandræðin enn. Ottast er að kristnir menn muni koma í veg fyr- ir kosninguna. Þingið hefur um skeið verið eini vettvangur kristinna manna og múslima til að hittast og ræða málin. Ef ekki tekst að velja nýjan þingforseta er hætt við að þingið leysist upp. Þá verða tvær ríkisstjómir f Líbanon, enginn for- seti og engin starfhæf löggjafar- samkunda. Óróleikinn á vinnumarkaðnum hef- ur valdið því, að franski frankinn hefur verið undir miklum þrýstingi. Á föstudaginn var frankinn lægri gagnvart vestur-þýska markinu en nokkru sinni fyrr. Reuter George Bush, til vinstri, leggur áherslu á mál sitt, en Michael Dukakis, til hægri, bíður þolinmóður eftir ____________ að röðin komi að sér. Framar eru blaðamennimir sem spurðu frambjóðenduma spjörunum úr. Seinni kappræðurnar fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum: Dukakis tókst ekki að saxa á forskot Bush Los Angeles. Reuter. MENN era sammála um það eftir seinni kappræður forsetaframbjóð- endanna Michaels Dukakis og Georges Bush að Hinum fyrrnefnda hafi ekki tekist að slá svo eftirminnilega í gegn sem þörf krafði til að saxa á forskot keppinautar síns. Þvert á móti sýna skoðanakannan- ir að áhorfendur kunnu betur að meta framgöngu repúblikanans. Kappræðurnar vom fremur litlausar og hvorugum urðu á meirihátt- ar mistök. Báðir lögðu áherslu á sömu grundvallaratriði og í fyrri brýnunni og fátt nýtt kom fram. Eins og í fyrri umferðinni vom það blaðamenn sem skutu spurningum á keppinautana í eina og hálfa klukkustund. Strax í upphafi barst talið að veikustu hlið varaforsetans, Dan Quayle. Bush varði varaforsetaefni sitt með þeim orðum að aldrei hefði hann orðið vitni að jafn „óheiðarleg- um árásum á ungan þingmann," og bætti við: „Ég er stoltur yfir því að hafa kosið hann.“ Dukakis svar- aði með því að segja að valið á Quayle væri slæmt og sýndi dóm- greindarleysi varaforsetans. Þar með var málið afgreitt og stjórn- málaskýrendur segja að demó- kratanum hafi gert sér heldur lítinn mat úr reynsluleysi Quayles. Því næst ítrekaði Bush þá stefnu sína að hækka ekki skatta. Dukak- is sagði að Bush hefði þrisvar brot- ið loforð sitt um að hækka ekki skatta á síðastliðnu ári og væru yfirlýsingar hans ekki „pappírsins virði" sem þær stæðu á. Bush svar- aði því til, bersýnileg reiður, að ríkisstjórinn frá Massachussetts myndi senda skattalögregluna inn í eldhús til fólks til að innheimta ógreidda skatta. Áhorfendur í leik- fimisalnum í menntaskólanum í Los Angeles púuðu á Dukakis fyrir vik- ið. Dukakis fær salinn til að hlæja Bush hélt uppteknum hætti og gaf Dukakis að sök £ið vera „vinstri- sinni sem höfðaði ekki til þorra fólks“. Dukakis svaraði því til að ef hann fengi einn dal fyrir hvert skipti sem Bush hefði notað þetta skammaryrði þá kæmi hann til greina sem einn af skattsvikurunum sem Bush vildi sleppa hendinni af. Salurinn sprakk úr hlátri og Bush með en ekki var ljóst hvort athuga- semd Dukakis þótti svona snjöll eða hvort hlegið var að aulafyndninni. Dukakis hefur verið núið því um nasir að hann sé þurrpumpulegur. Aðspurður um þetta efni svaraði hann: „Ég held ég sé allgeðþekkur náungi, talsvert viðkunnanlegri en þegar ég hóf þingstörf í Massa- chussetts." Bush hefur einnig verið gagnrýndur fyrir neikvæða kosn- ingabaráttu. I því sambandi sagði varaforsetinn að faðir sinn, sem nú er látinn, hefði örugglega verið stoltur af syni sínum vegna þess hve langt hann hefur náð. Þegar Bush var minntur á að honum hefðu orðið á þau mistök í fyrri kappræðunum að segjast vilja fella niður þijú vopnakerfi sem þeg- ar hafa verið tekin úr notkun sagði hann: „Ef ég vissi um þijú ný vopnakerfí sem ég teldi hreina sóun og ef þingið stæði ekki vörð um þau þá myndi ég ekki veija fé til þeirra." Frambjóðendurnir voru spurðir hvað þeim félli best í fari hvors annars. Bush sagðist hrifinn af því hve fjölskylda Dukakis stæði vel saman en Dukakis endurgalt ekki hólið heldur sagði: „Ég vona að sá tónn sem þama var sleginn eigi eftir að enduróma fram að kosning- um.“ Bush vill ekki þríðju kappræðurnar Frambjóðendumir sneru sér nú að framkvæmd kosningabaráttunn- ar og því hvort þeir myndu mætast á ný fyrir kosningar. Bush sagði að demókratar hefðu komið illind- um af stað á flokksþingi sínu þegar Anne Richards, sem flutti setning- arræðuna, sagði að Bush hefði fæðst með „silfurfót í munni". Bush sagði þessa athugasemd illgjarna og sakaði fjölmiðla um að beina athyglinni einkum að neikvæðum hliðum kosningabaráttunnar. Hann útilokaði þriðju kappræðurnar og sagði kjósendur hafa fengið fylli sína. Dukakis gekk á lagið og sagði: „Ég skil núna eftir kappræð- umar hvers vegna Bush vill ekki frekari kappræður." Eftir því sem leið á kappræðum- ar urðu orðaskiptin hógværari í andstöðu við fyrri kappræðurnar sem voru allharkalegar á köflum. í lokaávarpi sínu sagði Dukakis að hann myndi sem forseti ekki sætta sig við skuldabyrði þjóðarinnar, rúmlega tvær milljónir heimilis- lausra og hátt hlutfall af skólafólki sem flosnaði upp frá námi. Bush ítrekaði að lokum að hann bæri mikla virðingu fyrir keppinaut sínum. Hann sagði að kosningamar myndu snúast um stóm málin, þar á meðal frið á jörðu. ítalska þingið: Breyttir starfshætt- ir gætu leitt til efna- hagslegs stöðugleika Róm. Reuter. EKKI er talið ólíklegt að breytingar á starfsháttum ítalska þingsins sem samþykktar vom með naumum meirihluta á fimmtudag hafi í lör með sér gmndvallarbreytingu í ítölskum stjórnmálum, leiði til aukins stöðugleika í efiiahagsmálum og einangri kommúnistaflokk- inn enn frekar. Ciriaco De Mita, forsætisráð- herra úr flokki Kristilegra demó- krata, sýndi mikla dirfsku og lagði embætti sitt að veði í kosningunum á fimmtudag. Hann lagði til með stuðningi samstarfsflokks síns, só- Tilfinninga- mál ber á góma Los Angeles. Reuter. BUSH og Dukakis vísuðu báðir til þess í kappræðunum á fimmtudagskvöld að þeir hefðu misst afkvæmi sin. Þegar Bush var spurður hvort hann myndi leggjast gegn fóstur- eyðingu ef móðirin vissi að barnið myndi fæðast með ólæknandi sjúkdóm sagði hann að hann myndi leyfa fóstureyðingu ef Iíf móðurinnar væri í hættu. Hann gat þess að dóttir sín hefði látist úr krabbameini þriggja ára göm- ul. „Ég held að ekki sé rétt að byggja ákvörðun á stöðu lækna- vísindanna á hveijum tíma. Núna væri ef til vill hægt að bjarga lífi dóttur minnar." Dukakis minntist þess í fram- haldinu að hann og kona sín Kitty hefðu misst bam sem lifði einung- is í 20 mínútur eftir fæðingu. Hann sagðist líta svo á að konan ætti sjálf að ákveða hvenær fóst- ureyðing væri nauðsynleg. I upphafí kappræðnanna barst talið að öðru ágreiningsefni, dauðarefsingum. Dukakis var spurður hvort hann myndi leggj- ast gegn dauðarefsingu jafnvel þegar eiginkonu hans hefði verið nauðgað og hún myrt. Dukakis sagðist hafa lagst gegn dauða- refsingum alla sína ævi en Bush sagðist hlynntur henni sem refs- ingu við ómanneskjulegum glæp- um. síalista undir foiystu Bettinos Crax- is, að nær allar leynilegar kosning- ar yrðu afnumdar í þinginu. Vænt- anlega í síðasta skipti notuðu u.þ.b. 50 stjómarliðar tækifærið til að greiða atkvæði gegn stjóminni. Starfsháttabreytingin var sam- þykkt með sjö atkvæða mun. Ella hefði mátt búast við enn einni stjómarkreppunni á Italíu. Allt frá stríðslokum hefur stór hópur þingmanna greitt atkvæði í ósamræmi við stefnu flokks síns í skjóli leynilegrar atkvæðagreiðslu. Agaleysið hefur leitt til mikils óstöðugleika í þinginu, t.d. hafa 48 ríkisstjómir setið frá stríðslokum. ítölsk dagblöð boðuðu betri tíma í gær. „Við stöndum nú á þröskuldi nýs tímabils . . . við eigum ekki lengur á brattan að sækja,“ sagði í forystugrein í Corriera Della Sera. Sumir spá því að nú hefjist nýtt skeið í þingstörfum þar sem ræðu- mennska verði hafín til vegs á ný í stað baktjaldamakks. Fulltrúar þrýstihópa verða nú að beijast fyr- ir sínum málstað fyrir opnum tjöld- um. Kommúnistar í stjómarand- stöðu börðust hatrammlega gegn starfsháttabreytingunni og geta ekki lengur reitt sig á uppreisnar- gjama stjómarliða og stjómar- flokkamir þurfa ekki að semja við kommúnista í hvert skipti sem koma þarf óvinsælum málum í gegn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.