Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 Ólympíumótið í brids: Island í harðrí bar- áttu um úrslitasæti Frá Guðmundi Eirikssyni fréttaritara Morgunblaðsins í Feneyjum. ÍSLENSKA Ólympíulandsliðið á gærdagsins töpuðu enn i harðri baráttu um úrslita- sæti á Ólympíumótinu i brids sem nú fer Cram í Feneyjum. Þegar 17 umferðum var lokið var ísland í 7. sæti í sínum riðli, 11 stigum á eftir Dönum sem voru í Qórða sætinu en fjórar efstu þjóðimar fara áfram í úrslitin. Kvennaliðið var í 9. sæti í sínum riðli, en lið- ið hefúr staðið sig vel í síðustu umferðum. Gærdagurinn byrjaði ekki vel því Island tapaði fyrir Kínveijum, 7-23 í 16. umferðinni. Jón Baldursson, Valur Sigurðsson, Karl Sigurhjart- arson og Sævar Þorbjömsson spil- uðu leikinn. í 17. umferð vann ís- land síðan Malasíu 24-6 en þann leik spiluðu Jón, yalur, Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson. Eftir umferðimar 17. höfðu írar dottið úr efsta sæti B-riðilsins en í staðinn vom ítalir komnir með 319 stig. írar höfðu 316 stig, Indveijar vom í 3. sæti með 308, Danir 306, Bretar 297, Frakkar 296 og íslend- ingar 295. í A-riðli virðast þijár þjóðir vera búnar að tryggja sér úrslitasæti, Grikkir með 341 stig, Austurríkismenn með 337 og Bandaríkjamenn með 332 stig. Um Qórða sætið börðust Norðmenn með 308, Pólveijar með 302 og Svíar með 298. í 18. umferðinni í gær- kvöldi átti íslenska liðið jrfírsetu og fær fyrir hana 18 stig. Kvennaflokkurinn átti frí á fímmtudaginn og íslensku konumar fóra flestar til Feneyja, sumar til að skoða kirkjur og aðrar til að versla. Hávaðinn í spilasalnum mældist því nokkur hundmð desibil- um lægri fyrir vikið. I fyrsta leik íslensku kon- umar 14-16 fyrir Svíum, sem er góð frammistaða þar sem sænsku konumar em efstar í riðlinum. Est- her Jakobsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir áttu sérlega góðan leik en Anna Þóra Jónsdóttir og Hjördís Eyþórsdóttir vom á hinum vængnum. í miðleiknum sátu íslensku konumar yfír en í gær- kvöldi áttu þær að spila við Kínveija. Leikur íslands við Surinam á fímmtudagskvöldið var Qömgur eins og aðrir leikir hingað til. ís- lenska liðið reyndi 10 sinnum við geim og 5 sinnum við slemmur. Jón Baldursson og Valur Sigurðsson létu slemmuna þó eiga sig í þessu spili þegar annað betra bauðst: Norður ♦ 84 ▼ 10 ♦ G865 ♦K97543 Vestur ♦ ÁK6 ▼ Á854 ♦ Á1074 ♦ Á10 Austur ♦ D10 ▼ KG7 ♦ KD932 ♦ DG8 Suður ♦ G97532 ▼ D9632 ♦ - ♦ 62 Eftir að norður passaði opnaði Jón í austur á 1 grandi. Suður fann þá mjög frumlega sögn, 2 grönd, sem sýnir báða lágliti. Valur doblaði og norður var rólegur þegar hann sagði aðeins 4 lauf. Suður breytti f 4 hjörtu sem Valur doblaði og það varð lokasamningurinn. Sagnhafi fékk 2 slagi og meðan Jón og Val- ur skrifuðu 2000 í sinn dálk skamm- aði suður makker sinn fyrir að skilja ekki þessa nýju og snjöllu sagnvenju sem hann hefði samið við borðið og breytt 4 hjörtum í 4 spaða. Vinnudagurinn hjá Hjalta Elías- syni, fyrirliða bridslandsliðsins, er langur hér á Ítalíu. Hann mætir í morgunmat um klukkan hálf níu og þá er síðasta yfirferð farin á kerfí andstæðinganna. Klukkan ell- efu hefst spilamennskan í spilavít- inu. Spilað er með tveimur hléum til klukkan ellefu um kvöldið, þrír leikir að jafnaði á dag í fjórtán daga. Þegar liðið kemur heim á hótel um miðnættið hittast liðsmennimir í stutta stund í setustofunni, slá á létta strengi og segja frá einhveiju spaugilegu atviki sem þeir hafa orðið vitni að, en tala ekki um leiki dagsins því þeir em að baki og aðrir framundan. Áður en spilaramir fara að sofa tilkynnir Hjalti þeim hveijir eigi að spila morgunleikinn daginn eftir og afhendir þeim sagnkerfi andstæð- inganna sem spila á við. Hjalti er þó ekki laus þótt spilamennskan sé hafín því það þarf að nálgast kerfi andstæðinganna fyrir leikina sem næstir em, lesa þau yfír, gera upp Ieikina og stilla upp í næsta. Allt þetta leysir fyrirliðinn með sóma þótt hann hafí ekki fengið ætan bita að borða frá því hann fór úr Kópavogi, enda er „allt hér verra en vont.“ Hjalti stendur þó ekki einn í baráttunni því kona hans, Guðný, stendur við hlið hans allan daginn, tilbúin að rétta fram hjálp- arhönd. Árlegur kirkjudagur Bessastaða- sóknar verður á morgun, sunnu- dag. Helgisam- koma í Bessa- staðakirkju HINN árlegi kirkjudagur Bessa- staðasóknar verður á morgun, sunnudag, og hefst með helgi- samkomu í kirkjunni kl. 14.00. Þar flytur formaður sóknar- nefíidar, Birgir Thomsen, ávarp og Álftaneskórinn syngur undir stjóm John Speight. Þá munu einsöngvar- arnir Inga Backman, Dúa S. Einars- dóttir og Sigurður Pétur Bragason flytja messu eftir Franz Griiber. Textinn er þýddur af séra Hauki Ágústssyni. Orgelleikari er Þor- valdur Bjömsson. Að lokinni kirkjuathöfn mun kvenfélag Bessastaðasóknar selja veitingar í Álftanesskóla til ágóða fyrir líknarsjóð sem starfar í sókn- inni til hjálpar þeim sem verða fyr- ir óvæntum áföllum. Fermingarböm frá árinu 1938 verða sérstakir gestir þennan dag. Kirkjudagur í Laugarnessókn KIRKJUDAGUR verður í Laug- ameskirkju á morgun, sunnu- daginn 16. október. Akveðið hef- ur verið að halda sérstakan há- tíðisdag í kirkjunni í byrjun vetr- arstarfeins og gera það að árviss- um atburði. Að þessu sinni hefst hátíðin með bamaguðsþjónustu kl. 11.00. Þá kemur Bamakór Kársnesskóla í Kópavogi í heimsókn og syngur nokkur lög. Kl. 14.00 verður svo hátíðarguðs- þjónusta. Dr. theol. Sigurbjöm Ein- arsson biskup prédikar og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur ein- söng með kór kirkjunnar. Strax að lokinni guðsþjónustu verður hin árlega kaffisala Kvenfé- lags Laugamessóknar í safnaðar- heimili kirkjunnar. En á meðan kirkjugestir ganga úr kirkju og nið- ur í safnaðarheimilið mun homa- flokkur úr Lúðrasveit Laugames- skólans leika nokkur lög undir sljóm Stefáns Stephensens. í sumar hefur átt sér stað gagn- ger viðgerð á kirkjunni. Viðgerðin er nú á lokastigi og getur safnaðar- fólk vissulega glaðst jrfír því hvað kirkjan er orðin falleg. í tilefíii kirkjudagsins verður öldmðu fólki boðið upp á akstur til og frá kirkju. Þeir sem vildu þiggja þessa þjónustu geta hringt í síma kirkjunnar, 34516, milli kl. 11 og 12 á sunnudag. Jón D. Hróbjartsson Heilsurækt styrkir Krýsuvíkursamtökin Heilsuræktin, Þinghólsbraut 19 ræktinni er boðið upp á gufubað, í Kópavogi, ætlar að gefa allar tekj- ljós o.fl. og veitingar verða á boð- ur dagsins í dag, laugardag, til stólum. Opið er frá klukkan 9 til 18. Krýsuvíkursamtakanna. f Heilsu- GENGISSKRÁNING Nr. 196. 14. október 1988 Ein. Kl. 09.15 Kr. Kaup Kr. Sala Toll- Doltari 47,03000 47,15000 48,26000 Sterlp. 81,93300 82,14200 81,29200 Kan. dollari 38,97200 39,07200 39,53100 Dönsk kr. 6,69510 6,71220 6,70320 Norsk kr. 6,97620 6,97620 6,96140 Sænsk kr. /.51040 7,62950 7.48740 Fi. mark 10.93210 10,96000 10,92320 Fr. franki 7.56440 7,58370 7,54240 Belg. franki 1,23160 1,23480 1.22570 Sv. franki 30,54290 30,62090 30,32360 Holl. gyllini 22,92190 22,98040 22,78460 V-þ. mark 25,83780 25,90370 25,68110 ít. lira 0,03464 0,03473 0,03444 Austurr. sch. 3,67690 3,68630 3,65010 Port. escudo 0,31270 0,31350 0,31140 Sp. peseti 0,39010 0,39110 0,38760 Jap. yen 0,36738 0,36832 0,35963 írskt pund 69,07100 69,24700 68,85000 SDR (Sérst.) 62,17700 62,33560 62,31140 ECU, evr.m. 53,56010 53,69680 53,29110 Tollgengi fyrir október er sölugengi 28. september. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Fiskverö á uppboösmörkuöum 14. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfiröi Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50.00 47,00 48,49 1,937 93.917 Undirmál 25,00 25,00 25,00 0,245 6.138 Ýsa 89.00 50,00 70,57 3,792 267.603 Undirmálsýsa 30,00 20,00 23,45 0,415 9.747 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,780 11.707 Karfi 27,00 15,00 26,36 16,463 433.996 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,028 420 Keila 12,00 12,00 12,00 0,886 10.632 Langa 30,00 28,00 28,76 1,866 53.669 Lúöa 295,00 170,00 -230,30 0,273 63.021 Samtals 35,63 26,688 950.850 Selt var aðallega úr Sólfara AK, Steinunni SH, Halldóri Jóns- syni SH og Hafbjörgu SF. Næstkomandi mánudag verða meðal annrs seld 50 til 60 tonn af blönduðum afla úr Vfði HF og 10 tonn af blönduðum afla úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 55.00 46,00 50,69 10,223 518.154 Ýsa 60,00 35,00 43,57 14,574 634.990 Karfi 25,00 22,00 23,39 52,889 1.236.818 Ufsi 27,00 25,00 26,13 57,188 1.494.320 Steinbitur 37,00 23,00 31,02 6,405 198.693 Skarkoli 70,00 70,00 70,00 0,062 4.340 Langa 27,00 24,00 25,94 0,108 2.802 Lúða 225,00 175,00 183,04 0,964 176.450 Skata 90,00 90,00 90,00 0,065 5.850 Skötuselur 300,00 135,00 158,08 0,193 30.510 Samtals 30,16 142,671 4.302.927 Selt var úr Ásgeiri RE, Þorláki ÁR og I bótum. Næstkomandi mánudag veröur selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 41,50 40,50 43,47 5,017 218.139 Ýsa 90,00 27,00 50,43 1,984 100.059 Ufsi 24,50 10,00 19,20 1,319 25.332 Karfi 28,00 19,00 20,81 38,035 791.584 Blálanga 31,00 26,00 27,33 3,764 100.776 Langa 31,00 31,00 31,00 0,450 13.950 Langlúra 15,00 15,00 15,00 0,029 435 Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,045 1.800 Lúða 170,00 75,00 147,58 0,314 46.341 Öfugkjafta 18,00 18,00 18,00 0,608 10.958 Skata 133,00 71,00 74,02 0,421 31.162 Skötuselur 415,00 415,00 415,00 0,027 11.413 Samtals 26,02 52,042 1.354.049 Selt var aðallega úr Sveini Jónssyni KE, Þorbimi II GK, Áskatli ÞH og Þresti KE. I dag verður selt úr dagróðrabátum og hefst uppboðið klukkan 14.30. SKIPASÖLUR í Bretlandi 10.- 14. október. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Grálúða Blandað Samtals 99,24 220,345 267.280 85,99 139,505 11.996.661 47,31 9,980 472.167 43,60 11,740 511.820 71.16 13,470 958.526 100,19 7,626 764.040 65,68 28,337 1.861.106 89.17 431,003 38.431.256 Selt var úr Náttfara HF i Hull á mánudaginn, Erlingi SF i Hull á þriðjudaginn, Sigurey BA i Grimsby á þriðjudaginn, Sandgerð- ingi GK i Hull á miðvikudaginn og Júliusi Geirmundssyni ÍS í Hull á fimmtudaginn. GÁMASÖLUR í Bretlandi 10,- 14. október. KUISKUI Ýsa Ufsi Karfi Koli Grálúða Blandaö Samtals 'VI,UU tUJ,C.UO CJ.OOt.OCU 84,11 63.47 59,59 81,39 76.48 100,71 299.890 12,300 7,975 105,721 0,335 61,163 90,57 742,651 25.223.128 780.693 475.248 8.605.092 25.620 6.159.774 67.264.397 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 10.- 14. október. Þorskur 81,82 15,957 1.305.672 Ýsa 85,68 3,244 277.941 Ufsi 53,48 92,265 4.934.243 Karfi 81,37 313,104 25.476.485 Grálúöa 86,92 5,484 476.678 Blandað 26,93 38,995 1.050.279 Samtals 71,47 469,049 33.521.298 Selt var úr Hauki GK i Cuxhaven á mánudaginn, Skafta SK i Cuxhaven á þriðjudaginn, Hamrasvani SH í Cuxhaven á miðviku- daginn og Ólafi Bekk ÓF í Bremerhaven á fimmtudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.