Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 15 sinn sem við komum auga á mann- lega þörf, flýtum við okkur að byggja hús. Þannig setjum við all- ar mannlegar þarfir í samband við steinsteypu." A sama hátt hættir fólki til að einblína á byggingar ef talað er um að leggja vistheim- ili niður. Fyrst er spurt: En hvað á að gera við húsin? Það er eins og byggingar vistheimila fyrir and- lega fatlað fólk hafi ómetanlegt sögulegt gildi, umfram allar bygg- ing£ir sem við hér á landi jöfnum við jörðu — án mikillar umhugsun- ar. Ég er sannfærð um að sum af þeim húsum, sem vangefnir búa í, væri löngu búið að rífa ef þau væru ætluð til annarra nota. Vissulega þarf að huga að því hvemig þessi hús skuli nýtt ef vist- heimilin legðust niður. I Danmörku var til margra ára starfræktur Egmont-skólinn sem var lýðhá- skóli fyrir fatlaða nemendur. Sá skóli hefur lagað sig að breyttum tímum og er nú blandaður skóli ófatlaðra og fatlaðra. Vel mætti hugsa sér stað eins og Sólheima í Grímsnesi sem lýðháskóla þar sem nemendur, ófatlaðir og fatlaðir, gætu dvalið við nám og þjálfun um tíma og búið sig þannig undir lífið. Möguleikamir em óteljandi. Forráðamenn Sólborgar og Skálatúns hafa nú þegar bent á hugsanlega möguleika í þessum efnum. Sársaukafull umræða Umræðan um lokun þessara vistheimila getur orðið afar sárs- aukafull fyrir aðstandendur, um það er engum blöðum að fletta. Þessi heimili em vissulega böm síns tíma og vom sett á laggimar samkvæmt ríkjandi hugmyndum og þekkingu. Þau vom eina úr- lausnin og sú besta, að því er talið var, sem stóð foreldrum til boða þegar böm þeirra fluttu að heiman. Ef stjómvöld taka ákvörðun um lokun þessara vistheimila hvílir jafnframt á þeim sú skylda að veija nægilegu Ijármagni, þannig að nauðsynleg uppbygging geti átt sér stað. Ný heimili verða að rísa sem og önnur úrræði sem nauðsyn- leg em. Verkefiii stjórnmálamanna Það er viðfangsefni stjómmála- manna að deila efnahagsverðmæt- um milli þjóðfélagsþegnanna og í raun snúast stjómmál hér á landi ekki um annað. í þjóðfélagi þar sem efnishyggjan er allsráðandi er hætt við að réttlæti gagnvart þeim sem ekki geta lagt vinnu sína, eða önnur viðurkennd verðmæti, á vogarskálina verði harla lítið. I dag tala íslenskir stjómmála- menn um samdrátt, kreppu og stórfellda skuldasöfnun erlendis og svo mætti lengi telja. Á meðan stórframkvæmdir á borð við þær sem alls staðar blasa við okkur em í fullum gangi er erfítt fyrir að- standendur fatlaðra að taka mark á því sjónarmiði stjómarnefndar að ekki sé til ijármagn í þjóðfélag- inu til að búa íbúum vistheimila eðlilegri heimili. Við vitum að það em ekki íbúar Kópavogshælis, Tjaldaness, Sól- heima, Skálatúns eða Sólborgar sem hafa stuðlað að stórfelldri skuldasöfnun þjóðarinnar. Nývon En það vakti á ný vonir manna, nú er líða tók á haust, er það fregn- aðist að félagsmálaráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, hafi skipað viðræðunefnd sem vinna á áfram að tillögugerð um hlutverk um- ræddra vistheimila. Við hljótum öll að fagna því að félagsmálaráð- herra sýni þennan vilja til að gera átak til bættra lífskjara fatlaðs fólks. Nú ættu allir sem starfa að vel- ferð fatlaðra að sameinast um þá sjálfsögðu kröfu að fjármagni sé veitt til að bæta hag þeirra. Sam- einast um að búa þeim „gott líf“ í sama anda og við búum okkur sjálfum. Lífsskoðun okkar Forystumenn Þroskahjálpar era þeirrar skoðunar að fatlaðir skuli eiga rétt á eigin heimili með sam- bærilegum hætti og ófatlaðir og hafa val um búsetu og aðseturs- stað. Auðvitað geta heimili þeirra eins og annarra verið hvort heldur sem er í bæjum eða til sveita. Það er lífsskoðun okkar að fatl- aðir,' andlega og líkamlega, óháð getu séu hluti af margbreytilegri mynd samfélagsins. Þessa lífsskoðun byggjum við m.a. á reynslu okkar og annarra þjóða og hún er í fullu samræmi við þá markmiðssetningu laga um mál- efni fatlaðra „að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best". Höfímdur er formaður Landssam- takanna ÞroskaJyálpar. Um neignw- bílinn vinsæla, bæði sem goðl þægiiegur vmn Einnig sýnum > Lada Samara 3 dyra, og að nvia áfram læ Ármúla 13 - 108 Reykjavík - S* 681200 mtíonsg Opið í dag frá kl. 10:00-18:00 og á morgun, sunnudag kl. 13:00-18:00. Líttu inn! FAXAFENI5, SfMI 68 56 80 (SKEIFUNNI)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.