Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 56
/ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Hilmir SU á leið til Noregs með loðnu 120 milljóna kr. viðskipti tapast vegna hvalveiða Þýzka fyrirtækið Tengelmann hættir við kaup á íslenzku lagmeti ÞÝZKA fyrirtækið Tengelmann heftir látið undan þrýstingi frá sarntök- um hvalfriðunarmanna og ákveðið að hætta að kaupa lagmeti frá ís- landi vegna steftiu íslenzkra stjórnvalda í hvalveiðimálum. A síðasta ári keypti Tengelmann grásleppuhrognakavíar, rækju og sfldarrétti héðan fyrir 100 til 120 milljónir króna. Tengelmann er samsteypa af stærra taginu, rekur meðal annars 600 stórmarkaði í Þýzkalandi og 8.500 vöruhús, stofnaði keðjuna Pizza Hut þar í landi og á stórmark- aðakeðjuna A and P í Bandaríkjun- um. Fyrirtækin Pólstjaman á Dalvík, Hik á Húsavík, K. Jónsson og Co. á Akureyri og Ora í Kópavogi hafa framleitt vaminginn, sem Þjóðveij- amir vilja ekki lengur kaupa. Theodór S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmet- is, sagði í samtali við Morgunblaðið, að á samningafundi starfsmanns SL í Þýzkalandi í fyrradag hefði þessi afstaða komið fram og verið ítrekuð í gærmorgun. Samsteypan hefði látið undan þrýstingi frá Greenpeace og sagt að viðskiptum yrði hætt vegna stefnu íslenzkra stjómvalda í hval- veiðimálum. „Áróður Greenpeace er mun sterkari en áróður íslenzkra stjómvalda," sagði Theodór. „Nú er voðinn vís. Islendingar verða að fara að gera það upp við sig hvort vegur þyngra, útflutningur okkar á pjávar- afurðum eða hvalveiðar í vísinda- skyni og íslenzkt þjóðarstolt. Ég kynnti sjávarútvegsráðuneytinu þessi ótíðindi strax og þar brugðust menn skjótt við. Tengelmann var send orðsending, þar sem óskað var fundar um þetta mál og ég á von á því, að hann geti orðið í næstu viku,“ sagði Theodór S. Halldórsson. Jón Tryggvason, framkvæmda- stjóri Pólstjömunnar á Dalvík, sagði f samtali við Morgunblaðið, að sölu- tregðu hefði fyrir nokkru farið að gæta. Fyrirtækið seldi alla rækju- framleiðslu sína til Þýzkalands og því væri ekkert annað að gera en segja starfsfólkinu upp. Það hefði flest verið 15, en farið fækkandi frá því skólar byijuðu. Um framhaldið sagði hann, að menn fyndu sér eitt- hvað til að gera í stað þess að leggja árar í bát. „Staðgreiðsla“ sauðfjárafurða: Bændur fá innan við 50% afiirðaverðsins TALIÐ er að sláturleyfishafar muni almennt greiða bændum innan við 50% af haustinnleggi nú um miðjan mánuðinn og rnargir ekki nema 30—35%. Sam- kvæmt búvörulögunum eiga bændur að fá frumgreiðslu ekki síðar en í dag, 15. október, og fúllnaðargreiðslu 15. desember. Sláturleyfishafar og samtök þeirra eiga nú í viðræðum við stjórnvöld og banka um fjár- mögnun staðgreiðslu sauðfjár- afurða í haust. ir aukinni fyrirgreiðslu bankanna, auk staðgreiðsluláns ríkissjóðs, og væm samtök þeirra í viðræðum við þessa aðila um lausn málsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór „Menntavegurinn genginn “ Busavígslur eru með ýmsu móti við mennta- og firamhaldsskóla landsins. Akureyringar brydduðu upp á nokkurri nýbreytni, sem reyndar fólst meðal annars í hinni ómissandi tolleringu, en auk þess „skírn“ með ausufylli af tæru vatni og kakódrykkju. Þá voru busum kynntar helztu byggingar utan skólans, sem þeim voru taldar nauðsynlegar á námstímanum, meðal annars Sam- komuhúsið. Leiðin að Samkomuhúsinu liggur um „menntaveg- inn“, sem liggur frá Barðstúni niður að norðurenda hússins. Sjá nánari frásögn á Akureyrarsíðu, blaðsíðu 32. Lausleg könnun Félags ísl. iðnrekenda: Iðnfyrirtæki tapa hátt í 200 milljónum kr. á gjaldþrotum Framleiðsluráð hefur ekki sett reglur um hvað frumgreiðslan skuli vera hátt hlutfall innleggsins, en yfirleitt hefur verið miðað við að bændur fengju 75% á þessum tíma og eftirstöðvamar 15. desember. Á þessu hefur þó orðið misbrestur undanfarin ár, þar sem sláturleyfis- hafar hafa talið að stjómvöld og bankar hafi ekki veitt þeim nauð- synlega fyrirgreiðslu tii að standa við staðgreiðsluákvæði búvörulag- anna. Hreiðar Karlsson formaður Landssambands sláturleyfishafa segir að flestir sláturleyfishafar hafi nú fengið tæpar 180 krónur á kíló í afurðalán til að standa undir kostnaði við slátrunina og væri það svipuð upphæð í krónutölu og siðastliðið haust. Hann sagði að þessi upphæð dygði til að greiða bændum 30—35% upp í haustinn- leggið. Miðað við þetta og áætlaða sölu í sláturtíðinni mætti búast við að bændum yrði nú greitt að há- marki 50% af afurðunum. Hreiðar sagði að vonast væri eft- ÍSLENSK iðnfyrirtæki, sem firamleiða almennar neysluvörur, munu tapa hátt í tvö hundruð milljónum króna á þessu ári vegna gjaldþrota annarra fyrir- tækja, einkum mat- og nýlendu- vöruverslana á suðvesturhorni landsins, og kaupfélaga víða um land. Þetta er niðurstaða lauslegrar könnunar sem hagdeild Félags íslenskra iðnrekenda hefur látið gera, og skýrði Kristinn Bjömsson, forstjóri Nóa og Síríusar, frá þessu á ráðstefnu Stjómunarfélags ís- lands í Viðey í gær, þar sem fjallað var um íslenskt atvinnulíf og breyt- ingar framundan á því sviði. Krist- inn kvað þessar tölur geta enn átt eftir að hækka. „Keðjuverkunin sem fylgir í kjölfar svona umfangs- mikilla gjaldþrota, getur hæglega haft í för með sér afdrifaríkar af- I leiðingar fyrir framleiðslufyrirtæk- in, sem sum hver mega ekki við | mikium áföllum af slíku tagi.“ Kristinn sagði ennfremur, að þessi gjaldþrotaalda leiddi einnig hugann að löggjöfinni sem slíkri, því að þótt því yrði seint haldið fram að menn keyrðu fyrirtæki sín vit- andi vits í gjaldþrot, þá væri ljóst að í mörgum tilfellum orkuðu at- hafnir og gjörðir stjómenda þessara fyrirtækja síðustu daga og vikur fyrir gjaldþrot tvímælis. „Það em ótrúlega margir, virðist vera, sem er eiginlegt að láta sér í léttu rúmi liggja þó þeir valdi öðmm umtals- verðum flárhagsskaða, sem jafnvel getur riðið þeim að fullu," sagði Kristinn. „Það verður að segjast eins og er að alltof margir aðilar í viðskiptum virðast líta á aðgerð eins og greiðslustöðvun sömu augum og kaþólskir syndaaflausn — þ.e. að henni fenginni sé fyrra syndaregist- HILMIR SU hélt í gær áleiðis til Tromsö í Noregi með 950 tonn af Ioðnu. Hilmir er fyrsta skipið á þessari vertíð, sem siglir með aflann. _ Samkvæmt samningum við LÍÚ fást um 5.500 krónur fyrir tonnið af loðnu í Noregi. Verðið hér er 3.200 til 3.350 krónur. I Noregi kostar lítrinn af gasolíu 5,50 kr. en 9,20 hér. „Það er þessi verðmunur á loðnu og olíu, sem freistar okkar," sagði Jóhann Antoníusson, útgerðarmað- ur Hilmis, í samtali við Morgun- blaðið. Ég bauð þennan farm til sölu hér heima á 4.000 krónur tonn- ið, en því var ekki tekið. Þar sem lítið var um að vera á miðunum, vaxandi tungl og straumur, var ekki útlit fyrir afla næstu daga og því drifum við skipið af stað,“ sagði Jóhann. Auk Hilmis hélt eitt skip í gær til lands með afla. Björg Jónsdóttir ÞH fór til Þórshafnar með 200 tonn. Ávöxtun sf. og eigendur þess gjaldþrota Skiptaráðandinn í Reykjavik kvað í gær upp gjaldþrota- úrskurð yfír búum Armanns Reynissonar, Péturs Björnssonar og sameigarfélags þeirra, Ávöxt- unar sf. Tveir bústjórar voru skipaðir til að annast málefiii búsins, lögmenn- irnir Sigurmar K. Albertsson og Hákon Ámason. ur afskrifað og hægt sé að byija upp á nýtt, eins og ekkert hafi í skorist." Manns saknað á Isafirði UMFANGSMIKIL leit stendur yfir á ísafirði og í nágrenni að 46 ára gömlum Qölskyldu- manni, Gísla Jósepssyni, sem saknað hefur verið fi-á því um klukkan 22 á miðvikudag. Gísli er dökkhærður, 170 cm á hæð, klæddur í dökkbrúnar buxur, köflótta skyrtu og brúna úlpu. Síðast er vitað um ferðir Gísla er hann fór frá borði togar- ans Páls Pálssonar í ísafjarðar- höfn. Um 50 manns hafa tekið þátt í leitinni, auk lögreglumanna hafa komið við sögu félagar í Hjálparsveit skáta á ísafirði, Björgunarsveitunum Skutli frá ísafirði og Tindum frá Hnífsdal. Varðskipsmenn hafa einnig að- stoðað. Kafað hefur verið í ísaQarðar- höfn, fjörur gengnar og leitað í húsagörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.