Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 1 Kínavöndur Genti ana sino orn ata Fyrjr um það bil tveim áratugum eignaðist ég Kínavönd, það dáfagra haustdjásn, hann mátti þá teljast fremur fágætur í görðum hér á landi. Að vorlagi í breyskju- hita fékk ég hann sendan frá Dan- mörku ásamt nokkrum öðrum teg- undum sem ég hafði pantað frá dönskum „Planteskole“ og hugði gott til glóðarinanr að auka til- breytni í plöntusölunni sem ég þá rak. Þetta var mjög lítil sending e.t.v. 10 tegundir, 5-6 eintök af hverri tegund, sem ég ætlaði mér síðan að fjölga með skiptingu. En til þess kom þó ekki því plöntumar voru svo illa á sig komnar eftir flutninginn, bið í tolli o.fl. þ.u.l., að þær hreinlega dóu hver af ann- arri, nema Kínavöndurinn, — hann lifði hremminguna af og gleður mig enn með sínum ólýsanlega bláu blómum, jafnan í byriun október- mánaðar á hveriu einasta ári síðan. Varla er unnt að kalla slíka jurt mjög viðkvæma í ræktun, en fram til þess tíma hafði ég heyrt að hún væri býsna vandmeðfarin. Kína- vöndurinn tilheyrir stórri og mjög fjölbreytilegri ætt (Gentianaceae) sem vex bæði villt og ræktuð víða um heimsbyggðina. Af þeirri ætt eigum við í íslensku flórunni m.a. maríuvönd og dýragras, sem öðru nafni er nefnt bláin, og vaxa víðsvegar um land. Oft heyrist að ekkert geti verið blárra en litur dýragrassins, en það er einmitt sá litur, sem er einkennandi fyrir margar jurtir af þessari ætt og víða eftir þeim nefndur: Gentiana-blátt (eða Enzian-blátt, sem er hið sama). Ekki er þó algengt að vitnað sé í þau nöfn hér á landi og dýragras- ið frekar notað til samlíkingar á þeim undurfagra lit. Kínavöndur- HJA OKKUR MERKIR NYR BILL 1989 MMTSUBISHM LANCER NÝTT ÚTLIT ■— NÝ TÆKNI VERÐ FRÁ KR. 656.000,- Innifalinn í verðinu er m.a. eftirtalinn búnaður: Vökvastýri/veltistýri — Rafdrifnar rúöuvindur — Rafstýrðir útispeglar — Dagljósabúnaöur — Samlæsing á hurðum LAHF augavegi 170-172 Simi 695500 íslensk Jfrimerki 1989: Verðið rís úr öldudal UM þessar mundir er að koma í bókabúðir þrítugasta og þriðja útgáfa íslenska frímerkjaverð- listans „íslensk frímerki". Er þetta þriðja árið sem myndir allra frímerkja eru litprentaðar en sú nýbreytni hefur hlotið góð- ar undirtektir safnara. Eins og ævinlega áður er hér um að ræða endurskoðaða útgáfu listans en hann er endurskoðaður árlega. Sú endurskoðun nær til verð- lagningar einstakra rnerkja og auk þess er öllum nýjungum bætt við. Það hefur alltaf verið stefna list- ans að skrá íslensk frímerki sem næst markaðsverði. Þeirri stefnu er enn haldið og nú eru verð- hækkanir meiri en verið hefur á liðnum árum. Ástæða þess er sú að íslensk frímerki hafa verið mikið í sviðsljósinu á tveim undanfömum árum. Söfn íslenskra frímerlqa hafa hlotið mjög há verðlaun á alþjóðleg- um sýningum og verið seld á al- þjóðlegum uppboðum. Þetta hefur hleypt nýju lífí í söfiiun íslenskra frimerkja á almennum markaði og virðist sem verð þeirra sé að rísa úr þeim öldudal sem það hefur ver- ið undanfarin ár. Auk skráningar allra almennra frímerlqa og þjónustufrímerkja er í listanum skrá yfír alla sérstimpla sem í notkun hafa verið á íslenskum pósthúsum, en þeir fara nú að nálg- ast tvö hundruð. Þá er einnig skráð yfir alla svonefnda hliðarstimpla sem íslenska póststjómin hefur not- að eða leyft notkun á. í sérstökum kafla em svo skrá íslensk frímerlq'ahefti. Höfundur þessa kafla er Þór Þorsteins, núver- andi forseti Landssambands íslenskra frímerkjasafnara, og er þetta í fyrsta skipti sem frímerkja- hefti em skráð svo nákvæmlega sem hér er gert. Brýn þörf var orð- in á skráningu heftanna því áhugi á söfnun þeirra hefur aukist mjög er útgáfa þeirra var hafín að nýju árið 1987. Tilraunir hafa verið gerð- ar áður til skráningar heftanna en þær hafa verið unnar af útlending- um sem ekki hafa haft næga þekk- ingu til að bera til þess verks. Nú er komin fram skráning sem ganga verður út frá sem grunnskráningu. Höfundur listans frá upphafi er Sigurður H. Þorsteinsson, uppeldis- fræðingur og skólastjóri að Laugar- hóli í Strandasýslu. Útgefandi er Isafoldarprentsmiðja hf. (Fréttatilkynning) ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.