Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988
Nýja Snæfellið afhent Hríseyingum á morgun:
Eitthvert millibilsástand
gæti orðið hjá landfólki
— segir Jóhann Þór Halldórsson framkvæmdastjóri KEA í Hrísey
' HINN nýi togari Hríseyinga,
Snæfell EA, er væntanlegt til
heimahafnar á sunnudaginn þar
sem það verður formlega afhent.
Snæfellið er 47,6 metra langt
skip, tekur 390 brúttótonn og er
alfarið frystiskip. Nýi togarinn
hefur vinnslubúnað fyrir flökun
og heilfirystingu á físki. Skipið
hefúr lestarrými fyrir 200 tonn
af frystum afíirðum.
Eigandi skipsins er Útgerðarfé-
lag KEA hf. í Hrísey. Skipið er
smíðað í Flekkufirði í Noregi í
skipasmíðastöð sem ber heitið Sig-
bjöm Iversen as. Skipstjóri á Snæ-
fellinu er Ámi Bjamason.
Ferðamála-
ráðstefna
á Akureyri
Ferðamálaráðstefiia, sú 19. í
röðinni, verður haldin á Hótel
KEA á Akureyri dagana 3. og
,4. nóvember nk.
A ráðstefnunni verða flutt fram-
söguerindi um skattlagningu ferða-
þjónustunnar, gengismál, verðlagn-
ingu íslandsferða, verðlagsþróun
og stöðu ferðaþjónustunnar í þjóð-
arbúskap íslendinga. í stað hefð-
bundinna nefndarstarfa verður
rúmur tími til almennra umræðna
um þessa málaflokka.
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra ávarpar ráðstefn-
Gamla Snæfellið fór frá Hrísey
þann 18. september síðastliðinn til
Noregs, en skipasmíðastöðin í
Flekkufirði tók það upp í kaupverð.
Stöðin endurseldi skipið síðan til
Spánveija, sem ætla að gera skipið
út frá Uruguay. Gamla Snæfellið
var smíðað í Noregi árið 1969 fyrir
Norðmenn. Útgerðarfélag KEA hf.
keypti skipið síðan sex árum síðar
og kom það til Hríseyjar 11. nóvem-
ber 1975. Síðustu þrettán ár hefur
skipið veitt rösklega 32.000 tonn
fyrir Hríseyinga. Aflaverðmæti þess
á núvirði er um einn milljarður
króna en verðmæti vara sem unnar
hafa verið úr skipinu nemur 2,2
milljörðum króna.
Jóhann Þór Halldórsson fram-
kvæmdastjóri KEA í Hrísey sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær
að horfur væru nokkuð góðar á að
vinna héldist í frystihúsinu þrátt
fyrir að nýja Snæfellið væri alfrysti-
skip. Félagið ætti Sólfellið fyrir, 187
tonna togbát, sem fiskaði fyrir
vinnsluna í landi auk þess sem
nokkrir smærri bátar gerðu út frá
Hrísey. „Það gæti hugsanlega orðið
erfítt millibilsástand nú til að öyija
með fyrir vinnsluna, en ég held að
það ástand vari ekki til lengdar.
Sumir hafa óneitanlega af þessu
áhyggjur og aðrir sjá þetta sem
millibilsástand. Frystihúsið hér er
mjög vel búið tækjum svo við erum
vel búin undir samkeppni," sagði
Jóhann Þór. Um það bil 35 manns
vinna nú hjá fiystihúsi KEA í
Hrísey. Sólfellið á 200 tonna
þorskkvóta eftir. Það kemur til
hafnar á mánudag og landar þar
50 tonnum, en í síðustu viku var
verið að vinna afla í frystihúsinu í
Hrísey sem fenginn var frá Dalvík.
Snæfellið hélt úr höfn í Noregi
ki. 1.30 að íslenskum tíma aðfara-
nótt föstudags og leggst að bryggju
á Akureyri seinnipartinn í dag. Á
hádegi á morgun heldur skipið frá
Akureyri til Hríseyjar þar sem það
verður formlega afhent. Skipið
heldur á karfaveiðar á næstu dög-
um þar sem þorskkvóti þess er
uppurinn fyrir þetta árið.
Busavígsla í MA:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fjórðu bekkingar æfa sig á tuskubrúðu áður en busarnir eru teknir
fyrir.
Ausufylli af tæru vatni,
tollering og* heitt kakó
MUN MEIRI menningarbragur
var á busavígslu MA í gærmorg-
un en mörg undanfarin ár.
Nokkra undanfama daga hafa
§órðu bekkingar þó hrellt nýliðana
á ýmsan hátt með því að láta þá
lesa fyrir sig ljóð, syngja og þurrka
af skólatöflunum. Busamir vom
tolleraðir í neti, eins og venja hefur
verið, og þeir skírðir með ausu af
hreinu, íslensku vatni. Af því búnu
var framreitt heitt kakó í skólaport-
inu og þegar mestur hrollurinn var
farin úr mönnum var haldið í
göngu-
för um bæinn. Þær „stofnanir" voru
sóttar heim sem nemendur telja að
séu undirstaða þess að ljúka stúd-
entsprófi frá MA, það er að segja
Sjallinn, Zebra, Terían og leikhúsið.
Jóhann Siguijónsson skólameistari
sagðist ánægður með vígsluna í ár,
en hann ræddi við verðandi fjórðu
bekkinga bæði í vor og í haust um
hvort ekki mætti gera busavígslur
að manneskjulegri athöfnum en
þær hingað til hafa verið. Fjórðu
bekkingar hafa því farið eftir orðum
skólameistara síns og tekið upp
„mýkri aðferðir" við busavígsluna.
Eitt af nýju borðunum í Gilinu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Skemmtikvöld með Svav-
ari Gests í Sjallanum
EFTIR margra ára hlé hefúr
Svavar Gests stigið fram á sviðið
á ný og í hópi góðra gesta endur-
vekur hann útvarpsstemmningu
fyrri ára. Undanfarið hefur hann.
komið fram á Hótel íslandi á
sunnudagskvöldum, en nú er
Svavar á leið norður og ætlar
áð skemmta Norðlendingum í
Sjallanum föstudags- og laugar-
dagskvöld 21. og 22. október og
einnig helgina á eftir, 28. og 29.
október.
Svavar fær gesti í spumingaleiki
og bregður á glens, grín og gaman
eins og honum er lagið. Auk hans
koma fram aðrir skemmtikraftar
og síðan er dansað fram á nótt við
tónlist nýstofnaðrar hljómsveitar
Örvars Kristjánssonar. Svavar seg-
ist ánægður með viðtökur, en nú
eru liðin um 20 ár frá því að hann
var með slíkar skemmtidagskrár og
þá voru þær samdar fyrir útvarp.
Gilið opnað á ný
eftir breytingar
Knattborðsstofan Gilið Kaup-
vangsstræti 26 hefúr verið opnuð
á ný eftir gagngerar breytingar.
Bætt hefúr verið við Qórum 12
feta borðum við þau Qögur 8
feta borð sem fyrir voru. Þar
með hefúr verið sköpuð keppnis-
aðstaða í ballskák á Akureyri
sem gefa mun stig til íslands-
meistaramóts og er stefiit að því
að halda punktamót í vor.
Eigendur Gilsins eru þrír, þeir
Aðalsteinn Ámason, Ingvi Guð-
mundsson og Tryggvi Sveinbjöms-
son. Þeir opnuðu fyrst í febrúar
síðastliðnum. Aðalsteinn sagði að
svo virtist sem þessi íþrótt færi ört
vaxandi og ættu eflaust útsending-
ar Stöðvar 2 af „snoker“-mótum
erlendis þátt í því. Gilið er opið á
virkum dögum frá kl. 14.00 til
23.30 og um helgar frá kl. 11.00
til 23.30.
Menntavegurinn genginn, en það er stígurinn nefiidur sem liggur frá leikhúsinu upp í menntaskóla.