Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 9 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Bush talinn hafa betur Kosningabaráttan í Banda- ríkjunum er nú að koniast á lokastig. Síðasti stórviðburður hennar var í fyrrinótt, þegar þeir hittust í annað sinn í sjón- varpskappræðum George Bush, forsetaefni repúblíkana, og Michael Dukakis, forsetaefni demókrata. Undanfamar vikur hafa skoðanakannanir sýnt að Bush er sigurstranglegri í kosn- ingunum sem verða hinn 8. nóvember næstkomandi. Var talið að Dukakis gæti rétt hlut sinn, ef honum tækist að koma höggi á Bush í kappræðunum í fyrrinótt. Er samdóma álit að honum hafí ekki tekist það og spá nú flestir því að George Bush verði næsti forseti Banda- ríkjanna. Dukakis hafði byrinn með sér ekki alls fyrir löngu og sýndist mörgum sem hann hefði þá náð undirtökunum. Þetta var þó áður en hin eiginlega kosninga- barátta hófst og endurspeglaði ef til vill ekki síst álit áhrifa- manna í fjölmiðlum, sem hafa löngum fremur verið á bandi demókrata en repúblíkana. í baráttunni sjálfri hefur Bush sótt á jafnt og þétt. Þykir mál- staður hans hafa meiri hljóm- grunn bæði að því er varðar innanlandsmál og utanríkismál. Helst hefur verið ráðist á hann fyrir valið á varaforsetaefni, þar sem Dan Quayle, sem hann kaus að hafa sér við hlið, þykir liggja vel við höggi vegna reynsluleysis. Enn er tæpur mánuður eftir þar til Bandaríkjamenn velja sér forseta, fulltrúadeildarþing- menn og ýmsa aðra kjöma trúnaðarmenn. Á þeim tíma getur margt gerst í stjóm- málunum. Hitt er ljóst að eins og mál standa núna hefur Duk- akis ekki tekist að sannfæra nógu marga kjósendur um að hann og stefna hans sé betri kostur en það sem Bush hefur að bjóða og Ronald Reagan, fráfarandi forseti, hefur boðið undanfarin átta ár. Að lokum vegur þyngst hjá kjósendum, hvort þeir telja hag sínum betur borgið með því að njóta þess áfram sem þeir hafa nú og þekkja. Bush hefur fundið snöggan blett á Dukakis með því að beina umræðunum inn á þær brautir, að demókratar vilji draga úr vamarviðbúnaði Bandaríkjanna, þeir séu of blá- eygir gagnvart Sovétríkjunum og sjái þann kost helstan í stjóm efnahagsmála að auka hlut ríkisins og hækka skatta. Sigri Bush er það vegna þess að Bandaríkjamenn telja hag sínum betur komið undir for- ystu hans en Dukakis og taka þeir þá meðal annars mið af því, að lífskjör hafa batnað í stjómartíð Reagans. Allur vandi er þó síður en svo úr sög- unni eins og best sést á hinum mikla viðskipta- og fjárlaga- halla Bandaríkjanna. Bæði Bush og Dukakis reyna að kom- ast lipurlega hjá því að ræða um leiðimar sem þeir ætla að fara til að minnka þennan halla, því að þær eru óhjákvæmilega sársaukafullar fyrir háttvirta kjósendur. Síðustu tölur um vaxandi viðskiptahalla sem má að vemlegu leyti relq'a til þess að bandaríska ríkið lifír um efni fram eiga þó vafalítið eftir að beina athyglinni enn frekar að þessum mikla efnahagsvanda á lokadögum kosningabaráttunn- ar. Ráðist á páfa Jóhannes Páll páfí II. var í byijun vikunnar á ferðalagi í Elsass-héraði og ávarpaði þá meðal annars þing Evrópu- bandalagsins í Strassborg. Þeg- ar páfí var að hefja mál sitt, gerðist sá fáheyrði atburður að séra Ian Paisley, leiðtogi mót- mælenda á Norður-Irlandi, gerði hróp að páfa og kallaði hann meðal annars „andkrist". Hinar hörmulegu deilur á Norður-frlandi, þar sem mót- mælendur og kaþólikkar beijast um það, hvort þeir eigi að halda áfram tengslum við Bretland eða ekki, hafa kostað marga saklausa lífíð og því miður sér ekki enn fyrir endann á þeim. Ein ástæðan fyrir því að frið- samlegar leiðir eru ekki famar er ofsinn sem kom fram hjá Ian Paisley gagnvart páfa. Slík framkoma er engum til sóma og engum málstað til fram- dráttar. Paisley skapraunaði auk þess mótmælendum þegar hann gerðist svo djarfur að líkja sjálfum sér við Martein Lúther. Það var vel til fundið að færa Paisley með valdi út úr sal Evrópuþingsins, svo að Jóhann- es Páll páfí II. gæti haldið áfram ræðu sinni. MORGUNBLADIÐ, l^yGARDAGUR 16. OKTOBER 1988 „Það er næsta gömul saga“ eftir Þorstein Pálsson Stjómmálaumræður hafa verið með nokkuð sérstökum hætti upp á síðkastið. Kennir þar margra grasa og væri að æra óstöðugan að skilgreina þá flóru alla. Sviptingar í stjómmálum kalla eðlilega á mikla og jafn- vel hatramma pólitíska umræðu. Það þarf engum að koma á óvart. Hitt hefur vakið furðu margra að meir hefur farið fyrir per- sónuníði og rógi í stjómmálaumræðu síðustu vikna en við höfum átt að venjast í áratugi. Dýpst sökkva stjómmálaumræðumar í þennan farveg í tveimur viðtölum sem for- maður Alþýðuflokksins hefur átt við Morg- unblaðið og nú síðastliðinn fimmtudag við Alþýðublaðið. Þó að spjótum þessum sé fýrst og fremst beint að mér, sé ég ekki ástæðu til að rök- ræða níðið eða róginn og því síður að svara í sömu mynt. Hitt er annað að í fjölmörgum tilvikum er svo illilega misfarið með stað- reyndir um málatilbúnað og málsatvik innan síðustu ríkisstjómar að nokkrar athuga- semdir era óhjákvæmilegar. Oflt verður Vöggur litlu feginn Formaðurinn gerir fyrst grein fyrir því hver hafi að hans mati verið þau mál sem hæst bar í tíð fyrri ríkisstjómar. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína að það eina sem eftir standi séu verk Alþýðuflokksins og þar gnæfi hæst skattkerfisbyltingin sem hann nefnir svo. Hún var í því fólgin að Alþýðu- flokkurinn, að sögn formannsins, kom á stað- greiðslukerfi skatta, endurskipulagði og ein- faldaði tollakerfíð og lækkaði tolla, kom á einföldum undanþágulausum söluskatti í einu skattþrepi og innleiddi virðisaukaskatt. Það er að sönnu rétt að í þessum efnum hafa verið gerðar miklar breytingar, sem valda þáttaskilum, og ég geri ráð fyrir því að þær muni flestar lengi standa. Um þetta þarf ekki að vera mikill ágreiningur. En allar byltingar eiga sína sögu. Og hver skyldi vera saga þessarar byltingar? Staðgreiðslukerfi skatta var undirbúið og lögfest í tíð ríkisstjómar Steingríms Her- mannssonar að framkvæði og fyrir forgöngu fjármálaráðherra þeirrar stjómar. Undirbún- ingur að einföldun tollakerfísins hófst einnig í tíð ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar. Það starf var komið vel á veg í fjármálaráð- herratíð Alberts Guðmundssonar, en þvf var að fullu lokið á vormánuðum 1987. Loks kom það í hlut formanns Alþýðuflokksins að flytja það inn á Alþingi lítið breytt og fá það sam- þykkt á síðasta þingi. Virðisaukaskatturinn var endurflutt mál frá fjármálaráðherra ríkis- stjómar Steingríms Hermannssonar. Það eina sem Alþýðuflokkurinn hafði fram- kvæði að í þessari skattabyltingu, er því að leggja söluskatt á matvæli og innleiða tvö skattþrep í söluskatti. Athyglisvert er að formaður Alþýðuflokksins skuli aðeins nokkr- um vikum eftir að hann fór úr fjármálaráðu- neytinu halda því fram að hann hafí innleitt undanþágulausan söluskatt í einu skattþrepi. Staðreynd málsins er sú að hann innleiddi sérstakt lægra skattþrep fyrir söluskatt á þjónustu sérfræðinga um leið og hann lagði skatt á matvæli samkvæmt hærra skatt- þrepi. Þannig sýnist Jón Hannibalsson ekki vita í hveiju hans eigið framkvæði var fólgið. Geta menn þá farið nærri um það hversu treysta megi öðram fullyrðingum og stað- hæfingum, svo ekki sé talað um aðdróttanim- ar og níðið. Þótt skattkerfísbylting hafi ekki verið að frumkvæði Jóns Hannibalssonar nema matar- skatturinn á hann auðvitað þakkir skildar fyrir sitt framlag til að koma henni í fram- kvæmd. Oft verður Vöggur litlu feginn. Hver vék undan? í viðtalinu víkur formaður Alþýðuflokks- ins að framvarpinu um verkaskiptingu ríkis pg sveitarfélaga og örlögum þess á Alþingi. I því sambandi segir hann: „Það var slælega kynnt, vakti mótblástur skammsýnna manna og forsætisráðherrann beygði af í miðjum klíðum, málið dagaði uppi. Þau málslok hafa spillt mjög samskipt- um ríkis og sveitarfélaga. Þeir framsóknar- þingmenn sem bragðu fæti fyrir þessi mál unnu mikið óþurftarverk." Það er að sönnu rétt að nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins bragðu fæti fyrir þetta framvarp þó að þingflokkur framsóknar- manna hafi áður verið búinn að samþykkja að standa að því. En ætli einhveijum þyki það ekki svolítið þversagnarkennt að vekja athygli á þessu um leið og fullyrt er að Framsóknarflokkurinn hafí í öllum tilvikum staðið við alla sína samninga meðan mis- brestur hafí orðið á því að því er Sjálfstæðis- flokkinn varðar. En hvað um þátt forsætisráðherrans í endalokum málsins? Hann beygði af segir formaður Alþýðuflokksins. Hveijar skyldu nú vera staðreyndir þess máls? Það var til- laga fjármálaráðherrans sjálfs á ríkisstjóm- arfundi að framvarpið yrði dregið til baka: Verkaskiptingunni yrði frestað, til þess að ríkissjóður gæti tekið til sín þann hluta af jöfnunarsjóði sem sveitarfélögin áttu að fá fyrir snúð sinn. Mér sýnist að formaður Alþýðuflokksins hefði átt að fara varlega í svigurmæli um þetta mál. Að kasta steinum úr glerhúsi Þá gerir formaður Alþýðuflokksins grein fyrir því að það hafí verið fráfararatriði af hálfu Alþýðuflokksins að Sjálfstæðisflokkur- inn vildi íækka söluskatt á matvælum. Það er auðvitað ákvörðun Alþýðuflokksins sjálfs hvaða mál hann gerir að fráfararatriði. Það er ekki í mínum verkahring að blanda mér í þau mál. Formaðurinn endurtekur í þessu sam- bandi þá staðhæfíngu sína að tillaga mín um Iækkun á söluskatti á matvælum hefði Ieitt til aukins halla á ríkisstjóði. Gögn Þjóð- hagsstofnunar sýna þvert á móti að sú hækkun á tekjuskatti sem þar átti að koma á móti hefði að fullu jafnað þetta tekjutap. Endurtekin staðhæfíng formanns Alþýðu- flokksins um þetta efni er því algjörlega úr lausu lofti gripin. En hversu trúverðugur er formaður Al- þýðuflokksins í stóryrðum sínum um að hann einn hafí haft áhuga á að skila ríkis- sjóði með jöfnuði? Til að svara þeirri spum- ingu er rétt að rifía upp: Þegar hann lagði fram í ríkisstjóm framvarp til laga um virðis- aukaskatt, lækkaði hann skatthlutfallið nið- ur í 22%. Það þýddi tæplega tveggja millj- arða tekjutap. Fjármálaráðherrann fékk mjög alvarlegar aðvaranir bæði frá ráð- herram Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins um þetta efni, en allt kom fyrir ekki. Astæðan var sú að hann kom ekki framvarpinu í gegnum sinn eigin þingflokk með skatthlutfalli sem tryggt hefði óbreytt- ar tekjur ríkissjóðs. Svo er talað um að aðrir hafí ekki komið málum í gegnum þing- flokka. Um leið og ný ríkisstjóm var mynd- uð gat formaður Alþýðuflokksins tekið þátt í að auka útgjöld ríkissjóðs sem skipti hundr- uðum milljóna án þess að nokkur ákvörðun væri tekin um tekjuöflun á móti. Þessi tvö dæmi sýna að menn ættu ekki að kasta steinum úr glerhúsi. Fjármálaráðherrann fyrrverandi segir að sjálfstæðismenn hafí tekið fálega tillögum hans um lækkun ríkisútgjalda. Hver skyldi vera staðreynd þess máls? Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins sögðu strax og hugmyndir þessar vora lagðar fram að þeir væra tilbún- ir til þess að taka á ráðuneyti sjálfstæðis- manna þann hlut niðurskurðarins sem þeim bæri. Varaformaður Alþýðuflokksins lýsti því hins vegar yfír að tillögumar væra „óraunhæfar og óframkvæmanlegar". Full- trúi Framsóknarflokksins í ráðherranefnd Þorsteinn Pálsson „Staðgreiðslukerfí skatta var undirbúið o g lögfest í tíð ríkis- stjórnar Steingríms Her- mannssonar að frumkvæði og fyrir forgöngu fjármálaráð- herra þeirrar stjórnar. Undir- búningur að einföldun tolla- kerfisins hófst einnig í tíð ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Það starf var komið vel á veg í Qármálaráð- herratíð Alberts Guðmunds- sonar, en því var að fullu lok- ið á vormánuðum 1987.“ um ríkisflármál lýsti svipaðri afstöðu. Ég hygg að hvorki ráðherram Sjálfstæðis- flokksins né Framsóknar í fyrrverandi ríkis- stjóm detti í hug að segja sig frá allri ábyrgð á stöðu ríkisfjármála. Sennilega er Jón Hannibalsson fyrsti fjármálaráðherrann sem segir sjálfan sig frá allri ábyrgð um meðferð ríkisflármálanna. Sala ríkisfyrirtækja Formaðurinn gerir allmikið úr því að hug- myndir Alþýðuflokksins um sölu á ríkis- fyrirtækjum og bönkum hafí ekki náð fram að ganga vegna andstöðu í þingflokki sjálf- stæðismanna. Sannleikurinn í því máli er auðvitað sá að bankamálaráðherrann beitti sér aldrei fyrir sölu ríkisbankanna utan það að hann var tilbúinn til að selja SÍS Útvegs- bankann. Hvað gerðist þegar iðnaðarráð- herrann lagði fram framvarp í ríkisstjóm um að breyta Sementsverksmiðju ríkisins í hlutafélag. Það stóð kengfast bæði í þing- flokki Framsóknar- og Alþýðuflokks. 0g enn mætti spyija formann Alþýðuflokksins að því hveijir það vora sem komu í veg fyrir að einkaaðilar gætu keypt Slippstöðina á Akureyri. Er það rangminni að þar hafí al- þýðuflokksmenn í bæjarstjóm Akureyrar verið í broddi fylkingar þeirra sem vildu viðhalda opinberam rekstri? Hvar var hryggjarstykkið? Formaður Alþýðuflokksins kvartar yfír því að hafa ekki fengið nægjanlegan stuðn- ing við umbótamál sín. Satt best að segja var það stundum erfítt vegna þess hvemig á málum var tekið. Tökum dæmi af launa- greiðslum Pósts og síma. Það er eðlilegt að losa ríkissjóð undan þeirri ábyrgð. Fjármála- ráðherrann fyrrverandi hóf það mál hins vegar með stóryrtum íjölmiðlayfirlýsingum og hótunum um að svifta póstmenn og síma- menn launum. Þegar málinu hafði verið klúðrað með þessum hætti var fyrst beðið um aðstoð í ríkisstjóm. Það var of seint. Þannig fór um of mörg góð mál í fjármála- ráðuneytinu. Hvar ætli hryggjarstykkið hafí verið? Án nokkurs rökstuðnings er því haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafí ekki stað- ið við gerða samninga. Fyrir þessu er ekki flugufótur. En dæmi um hið gangstæða: Þegar Alþýðuflokkurinn setti fram kröfuna um matarskattinn gerði ég það að skilyrði að skatturinn yrði að fullu endurgreiddur með niðurgreiðslum á mjólk, kjötvöram og físk, brýnustu neysluvöram heimilanna. Þetta samþykkti Alþýðuflokkurinn. En á mifju sumri hóf formaðurinn hins vegar opinberar deilur við forsætisráðherrann í fjölmiðlum (ekki í ríkisstjóm) þar sem hann gerði kröfu tii þess að dregið yrði úr endur- greiðslunni og skattheimtan þar með aukin á matvæli. Einhvem veginn er það svo að mér finnst að formaður Alþýðuflokksins hefði átt að hafa þetta upphlaup í huga áður en hann hóf að saka aðra um að ganga bak orða sinna. Hér hafa aðeins verið tínd til nokkur dæmi um rangfærslur formanns Alþýðu- flokksins í þeim sérkennilegu stjómmálaum- ræðum sem hann hefur stofnað til að undan- fömu. Það myndi taka of langan tíma og of mikið pláss að vinda ofan af öllum þeim rangfærslum sem settar hafa verið fram. Þessar leiðréttingar einar sýna að málflutn- ingurinn er ekki trúverðugur. Hvað hefði Ólafúr Thors gert? Ég hef ekki í hyggju að svara persónuleg- um ásökunum og níði formanns Alþýðu- flokksins. Minnugur stökunnar sem Hannes Hafstein þýddi: Taktu’ ekki níðróginn nærri þér. Það næsta gömul er saga að lakasti gróðurinn ekki það er, sem ormamir helst vilja naga. Ég get þó ekki staðist þá freistingu að víkja hér að einu atriði sem Jón Hannibals- son hefur hvað oftast vikið að í umræðum um orsök stjómarslitanna. Ástæðan er sú að mér hefur fundist það með eindæmum broslegt þegar Jón Hannibalsson hefur talið það til meiri háttar ávirðinga í minn garð að ég hef ekki nennt að fara með honum á fyllerí. í Alþýðublaðsviðtalinu síðastliðinn fímmtudag segir hann um þetta efni: „Mig minnir að einhvern tíma hafí Bryndís sagt: „Heyrðu Þorsteinn, af hveiju dregur þú ekki þessa stráka heim til þín og ferð á fyllerí með þeim?“ Það hefði verið íjarri Þorsteini Pálssyni. Það hefði Ólafur Thors gert.“ Ég get auðvitað ekkert fullyrt um hvað Ólafur hefði gert við aðstæður sem þessar. Vel má vera að formaður Alþýðuflokksins hafí rétt fyrir sér um þetta efni. Þó gæti ég vel trúað að Ólafur Thors hefði fremur kosið að vera heima hjá Ingibjörgu sinni. Ég hef að vísu enga af hinum miklu forystu- hæfileikum Ólafs Thors, en það skyldi ekki vera að ég ætti það eigi að síður sameigin- legt með honum að taka Ingibjörgu fram yfír fyllerí með Jóni Hannibalssyni eða hans lfkum. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/RAX Bókaútgáfan Þjóðsaga: Höfundur, rit- stjóri og hönnuð- ur íslenska kaf- lans í bókinni „Árið 1987, stór- viðburðir í mynd- um og máli með íslenskum sérk- > afla“, þeir Björn Jóhannsson, Gísli Ólafsson og Haf- steinn Guð- mundsson. Þeir hafa fylgt útgáfii verksins úr hlaði frá upphafi. Viðburðir liðins árs Bókaútgáfan Þjóðsaga hefiir gefið út „Árið 1987, stórviðburðir í myndum og máli með íslenskum sérkafla". Bókin er Qölþjóðaútgáfa og kemur út á átta tungumálum, þýsku, ensku, frönsku, íslensku, sænsku, finnsku, ítölsku og spænsku. Bókin, sem nú er komin út, er 24. árgangur sem gefinn er út hér á landi, en sá 23. með íslenskum sérkafla. Annáll ársins er megin- hluti bókarinnar. Raktir era helstu viðburðir hvers mánaðar í máli og myndum og hefst hver þeirra á stuttri fréttaskýringu. Mannlíf og menning er hinn meginhluti bókar- innar og þar fjalla sérfræðingar frá ýmsum löndum um atburði ársins á sviði hvers þeirra. Þessi þættir eru um alþjóðamál, umhverfísmál, tækni, læknisfræði, myndlist, kvik- myndir, tísku, íþróttir og loks er nafnaskrá, staða- og atburðaskrá og skrá um höfunda mynda í íslenska kaflanum. Bókin er gefín út í 6000 eintökum. Fremst í bókinni era að þessu sinni litakort um skuldir þróunar- landanna, hemaðarstyrk vesturs og austurs, lofthvolin umhverfís jörðu, gróðurfarsbreytingar og kolsýra- myndun og uppreisnartilraunir í Rómönsku Ameríku frá 1945. íslenskur sérkafli greinir frá því helsta sem gerðist á landinu á árinu í máli og myndum. Má þar nefna það mikla umrót sem varð í stjóm- málum landsins, átökum í Sjálf- stæðisflokknum, Alþingiskosning- um og nýrri ríkisstjóm, svo og vígslu Kringlunnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og ferðum forseta íslands. Ritstjóri íslensku útgáfunnar er Gísli Ólafsson, höfundur íslenska kaflans er Bjöm Jóhannsson og hönnuður Hafsteinn Guðmundsson. "V Bókaútgáfan Þjóðsaga býður sem fyrr áskrifendum afborgunarkjör. Nýrri árganga er enn unnt að fá hjá útgáfunni. Brenda Moore Miller og Andrew Mark: Mikils virði að komast. í svona tónleikaferð BANDARÍSKU tónlistarmenn- irnir Brenda Moore Miller píanóleikari og Andrew Mark sellóleikari munu á morgun, sunnudag, leika á tónleikum íslensku hfjómsveitarinnar í Gerðubergi. HeQast tónleikarn- ir klukkan 16. Þau hafa verið á ferð um nokkur Evrópulönd en það er Menningarstofnun Bandaríkjanna sem hefur skipulagt hana. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þau við komuna til íslands og innti þau nánar eftir þessari tónleika- ferð: „Við voram valin eftir samkeppni tónlistarmanna til að vera eins kon- ar listamanna-sendiherrar sem sendir eru í tónleikaferðir. Slík keppni hefur farið fram meðal tón- listarskólanemenda frá árinu 1983, fyrst eingöngu meðal píanónem- enda en síðar hafa strengjanemend- ur bæst við. Miðað er við að þátttak- endur séu eldri en 21 árs og raunar er ekki aðeins um nemendur að ræða heldur tónlistarmenn sem era útskrifaðir úr skólum en kannski að hefja feril sinn.“ Þau Brenda Moore Miller og Andrew Mark byijuðu ferðina í Þýskalandi, fóra síðan til Rúmeníu, þá til Finnlands og komu þaðan til Islands. Héðan halda þau síðan til Svíþjóðar áður en þau snúa til síns heima á ný. En hvers virði er svona ferð fyrir unga tónlistarmenn? „Hún er mjög mikils virði og hún hefur gefið okkur góða reynslu í að koma fram við ýmis konar að- stæður, spila í margs konar tón- leikahúsum og um leið höfum við reyndar haldið námskeið fyrir nem- endur tónlistarskóla og það ér ekki síður áhugaverð reynsla. í þessa ferð era valdir þeir sem era að hefja feril sinn sem tónlistarmenn og þama gefst tækifæri til að stofna til sambanda þar sem við foram og ef til vill heimsækja þá staði síðar. Þannig höfum við þegar fengið beiðni um að koma aftur til Finn- lands á næsta ári ef tækifæri verð- ur til. Þessar ferðir era líka mjög vel undirbúnar. Það er píanóleikari sem sér um alla skipulagningu og hann hefur samband við sendiráð Banda- ríkjanna á hveijum stað eða menn- ingarstofnanimar og sér til þess að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af öðru en tónlistinni, starfsmenn á hveijum stað sjá um allt annað. Slíkt er mjög þægilegt fyrir okkur og þótt vissulega sé ekki hægt að hugsa fyrir öllu höfum við fundið að allt er vel undirbúið.“ Á tónleikum íslensku hljómsveit- arinnar munu þau spila verk fyrir selló og píanó eftir Debussy, Schumann, Beethoven, Sjos- takovich og Samuel Barber en þau segja það skilyrði í þessum ferðum að leika verk eftir bandarískt tón- skáld. Þessi píanó-selló-dúett kem- ur frá Boston í Bandaríkjunum og þau era að lokum spurð um tónlist- arlíf þar í kring: „Það er mjög mikið um að vera á sviði tónlistar í Boston og nálæg- um borgum. Kannski er það helst vegna hinnar þekktu sinfóníuhljóm- veitar í Boston og skólanna að tón- listarlífíð er auðugt og þarna era nokkrir íslendingar við nám. Þess vegna hafa tónlistarmenn þama ýmis tækifæri, við getum haslað okkur völl sem einleikarar eða hljóð- færaleikarar í kammersveitum, hljómsveitum eða sem kennarar. Reynslan eftir ferð sem þessa gefur okkur líka ný tækifæri heima í Bandaríkjunum því þeir sem valdir eru til fararinnar eiga að geta stað- ið fyrir sínu sem tónlistarmenn." Auk tónleikanna á sunnudag munu þau kenna á námskeiði hjá Tónlistarskólanum í Reykjavík kl. 15 til 17 á mánudag og í ráði er að þau heimsæki einnig Tónlistar- skólann á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.