Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 31 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 Norræn tækni- verðlaun 1988 Á FUNDI Norræna iðnaðarsjóðsins í Noregi í fyrradag, voru valdir verðlaunahafar í samkeppni Norræns tækniárs um Norræn tækniverðlaun. Atvinnumálaráðherra Noregs, Finn Kristensen, mun kunngera í næstu viku hver eða hveijir hafa hlotið verðlaun- in. Þau verða síðan afhent i lokahófi Norræna tækniársins í Kaupmannahöfh, 15. desember. Þegar Norðurlandaráð ákvað á sínum tíma, að árið 1988 skyldi kennt við tækni og kallað Nor- rænt tækniár, var meðal annars ákveðið, að í tilefni þess skyldu veitt sérstök Norræn tækniverð- laun, að upphæð um 800 þúsund íslenskar krónur. Þau skyldu veitt einstaklingi eða vinnuhópi fyrir verkefni, sem hefði aukið tækni- þekkingu á Norðurlöndum á þýð- ingarmikinn hátt. Hvert Norðurlandanna mátti tilnefna tvo fulitrúa, og voru íslensku fulltrúamir valdir af nefnd, sem skipuð var sameigin- lega af Verkfræðingafélagi ís- lands, Tæknifræðingafélagi ís- lands og Félagi íslenskra iðnrek- enda. Nefndinni bárust alls 14 tillög- ur, og eftir að hafa skoðað þær, ákvað hún að fulltrúar íslands í keppninni skyldu verða: — Jón Hálfdanarson og Þor- steinn I. Sigfússon fyrir verkefnið „Hitasaga og efniseiginleikar kísiljáms". — Ársæll Þorsteinsson, Elías Gunnarsson, Þórður Theódórsson og Þorkell Jónsson fyrir verkefnið „Sjálfvirkni og vinnuhagræðing í frystihúsum". Friðrik Sophusson, þáverandi iðnaðarráðherra, afhenti síðan íslensku þátttakendunum viður- kenningarskjöl í hófi í Borgar- túni, 15. september. Hér á eftir verða verkefni þau er í samkeppnina bárast kynnt í stuttu máli. ísland íslensku verkefnin hafa áður verið kynnt ítarlegar hér í blað- inu, en þau era: Hitastig og efiiiseiginleikar kísiljárns: Við framleiðslu á kísil- jámi verður venjulega nokkur hluti þess fínefni, sem era mun verðminni en önnur framleiðsla. Með sérstakri vatnsúðakælingu hefur tekist að flýta kælingu á steypingu á kísiljárni, og helm- inga með því fínefni í framleiðsl- unni. Talið er að árleg verðmæta- aukning Jámblendiverksmiðjunn- ar á Grandartanga vegna þessa sé 10-15 milljónir. Sjálfvirkni og vinnuhagræð- ing í frystihúsum: Hönnuð hefur verið vinnslulína í frystihúsum, sem gefur möguleika á að vinna að þrem mismunandi fisktegund- um. Flakabakkamir era keyrðir inn í sjálfvirka innmötunarvél. Með því að ýta á hnapp sem er við hvert snyrtiborð, pantar starfsmaður flakabakka með ákveðinni físktegund að sínu borði. Snyrtilínan hefur verið hönnuð sérstaklega með það í huga að bæta alla vinnuaðstöðu og koma í veg fyrir atvinnusjúk- dóma. Auk þess skilar þetta nýja kerfí 5-10% afkastaaukningu. Danmörk Sláturhús framtíðarinnar: Þetta er rannsóknarverkefni þar sem rannsökuð var sú tækni sem nú er notuð í svínasláturhúsum, auk þess sem komið var með upp- ástungur um hvemig tæknin í þessari iðngrein gæti þróast á komandi áram. Markmiðið er vinnutilhögun, sem bætir vinnu- skilyrði og dregur úr álagi á starfsfólkið. Lego-tæknistýring: Hér er um að ræða tölvuleiki, sem nota á til kennslu í m.a. stærðfræði, eðlis- fræði og tölvunarfræði í grann- skólanum. í þessum leikjum, sem era mjög spennandi og höfða til nemenda, læra þeir samtímis ýmis undirstöðuatriði tækni og raunvísinda. Finnland Líffræðilega leysanleg lífefni: Hér er um að ræða ný efnasambönd, sem nota má sem bindiefni t.d. við beinbrot. Harka efnanna er svipuð og stáls, en með tímanum leysast þau upp og mýkjast í vefjunum. Þess vegna þarf ekki að framkvæma sérstaka aðgerð til að fjarlægja þau úr lík- amanum þegar brotið er gróið. Lifac-lofthreinsunaraðferð- in: Við brana kola og olíu í orku- veram, myndast talsvert af brennisteinstvísýringi, sem slepp- ur út með reyknum og getur ver- ið skaðlegur lífríkinu. Hreinsunar- tæknin byggir á ýmsum efna- hvörfum í efri hluta eldhólfsins, og með þessari nýju tækni er hægt að fjarlægja brennisteins- sambönd úr. reyknum á ódýran og hagkvæman hátt. Noregur Eindreifðar Qölliðuagnir (monodisperse polymerpartikler): Þetta er verkefni á sviði þeytuíjöl- liðunar (emulsionspolimerisation), og kemur þessi tækni að nótum á mörgum sviðum, t.d. þegar ver- ið er að skilja í sundur viðkvæm líffræðileg kerfi og við ýmsar sjúkdómsgreiningar. Blóðstreymimælingar með hátíðnihljóðum: Hér er um að ræða tækni sem byggir á svo- nefndum Doppler-áhrifum, en það er sú tíðnibreyting er verðgr á hljóði, þegar það er sent frá eða endurkastast af hlut á hreyfíngu. Þessi áhrif má nota til að mæla straumhraða blóðsins á ákveðnum stað í líkamanum, án þess að nokkurrar aðgerðar á líkamanum sé þörf. Þessi tækni hefur komið að góðum notum við greiningu á hjartasjúkdómum. Eldri aðferð byggði á röntgengeislun og minni- háttar aðgerð, sem var ekki án óþæginda og áhættu og tækja- búnaður var fímm sinnum dýrari en nýja tækið. Svíþjóð Lofthreinsitækni með zeolít- um (geislasteinum): Zeolítar þeir sem notaðir era í þessari tækiii era framleiddir sem hvítt duft úr kísli og áli og síðan pressaðir sam- an í litlar kúlur, þannig að þær , t verða holóttar og gleypnar. Efna- samsetning zeolítanna ákveður hvaða efni þeir gleypa í sig, og með því að breyta hlutföllunum af kísli og áli, er hægt að fá þá til að taka upp ákveðin efni. T.d. verður hátt kísilinnihald til þess að zeolítamir gleyjia í sig leysi- efni og með annarri samsetningu zeolítanna gleypa þeir í sig plast- reyk. Norrænt farsímakerfi: Nor- ræna farsímakerfíð NMT hefur náð geysilegri útbreiðslu í Skand- inavíu, og á þeim fimm áram sem liðin era síðan það kom fram, era notendur orðnir 435 þúsund. Kerfíð er byggt upp af fjölda svo- nefndra hlutakerfa, sem auka notkunarmöguleika notenda mjög. Dæmi um slíkt hlutakerfí er tæknibúnaður sem fylgist með því hvar hver farsími er, þannig að hægt er að hringja í símann, þó ekki sé vitað hvar á Norður- löndum viðkomandi er staddur. Dagskrá tækniársins Opin hús næstu sunnu- daga eru: 23. okt.: S6I hf. 30. okt.: Vciðimálastofnun. Náttúrufræði stofnanir og söfn víða um land. 6. nóv.: Tilraunastöð Háskólans í meina- fraeði að Keldum. Sauðfiárveiki- vamir. 13. nóv.: Verkfneðideild Háskólans. Tæknigarður. 20. nóv.: Hafrannsóknastofnun. Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins. Rádstefnur á næstunni: 26. okt.: Hugbúnaður á íslandi — Staða og horfur. Ráðstefna haldin af Skýrslutæknifélagi íslands í sam- vinnu við Norrænt tækniár. 4. nóv.: Siðfræði og stðrftæknimanna. Námsstefna haldin af Háskóla íslands, í samvinnu við Tækni- fræðingafélag íslands, Verkfraeð- ingafélag íslands og Norrænt tækniár. 9.-11. nóv.: Gróðurhúsaáhrif — Náttúru- hamfarir eða nýir möguleikar. Námsstefna haldin af Háskóla íslands í samvinnu við Norrænt tækniár. Nóvemben Tæknibreytingar í atvinnulíf- inu. Síðari hluti ráðstefnu sem haldin er af Norrænu tækniári í samvinnu við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Sölusamband íslenskra fískframleiðenda og Samband íslenskra samvinnufé- laga. Atburðir tækniársins verða kynntir nánar hveiju sinni. Vor- og vetrarboðar EINS og farfiiglarnir eru flugvélarnar frá Bresku suðurheimskauts- mælingastofhuninni, eða British Antarctic Survey, nokkurs konar vor- og vetrarboðar í Reykjavík. Morgunblaðið/PPJ Ein af Twin Otter-flugfvélum Bresku sudurheimskautsmælinganna í flugtaki frá Reykjavík nú f vikunni en vélin hafði hér viðdvöl á leið- inni frá Bretlandi til vetursetu á suðurheimskauti. Flugvélar þessar, sem era af gerðinni Havilland Canada Twin Sjálfstæðis- menní Gróttuferð Sjálfetæðisfélag Seltirninga efiiir til ferðar út í Gróttu á inorgun, sunnudag. Farið er með leiðsögumanni, Guðjóni Jónatanssyni, sem gjör- þekkir iífríki og sögu staðarins. Heitt kaffi verður á könnunni og gos fyrir krakkana, kleinur og kók- osbollur. Öllum er velkomið að slást í hópinn. Mæting er við Trönumar kl. 13.30 oggengið yfir á góðri fjöra. Otter, era oftast þijár saman og hafa undanfarin ár haft hér við- komu reglulega vor og haust á leið- inni milli Bretlands og suðurheim- skautsins. Frá Bretlandi halda flugvélamar suður á bóginn um ísland í byijun október ár hvert. Ferðalag þeirra, sem liggur um ísland, Kanada, Bandaríkin og landa á austurströnd Suður-Ameríku, tekur um tíu daga, eða alls milli sjötíu og áttatíu flugtíma. Á meðan vetur ríkir á norðurhveli jarðar fljúga flugvél- amar um í sumarblíðu lengst í suðri þar sem þær era notaðar við land- mælingar- og vísindastörf. Flugvélamar, sem era allar skærrauðar á lit, höfðu enn einu sinni næturdvöl í Reykjavík 3. októ- ber á leiðinni suður á bóginn. Heim á leið halda vélamar um miðjan marsmánuð og hingað era þær oft- ast komnar þegar vantar um viku af mánuðinum. Háskólakapellan: Sr. Gunnar Björnsson messar TVÆR guðsþjónustur verða f Há- skólakapellunni á vegum stuðn- ingsmanna sr. Gunnars Björnsson- ar verða sunnudaginn 16. október. Bamaguðsþjónustan verður haldin í Háskólakapellunni kl. 11.00. Þar verður guðspjall dagsins útlistað í myndum, bamasálmar og smábama- söngvar sungnir. Matthías Kristians- en leikur undir sönginn á gítar. Almenn guðsþjónusta verður svo sungin kl. 14.00. Sr. Gunnar Bjöms- son prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari er Jakob Hallgrímsson. Háskólakapellan er í aðalbyggingu Háskólans við Suðurgötu. Gengið er inn um aðaldymar. Skrifstofa stuðningsmanna sr. Gunnars Bjömssonar er á Frakkastíg 6a, Reykjavík. (Fréttatílkynning')
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.