Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 ÞINGBRÉF STEFÁN FRIÐBJARNARSON Erlendir skuldafjötrar og innlendur pen- ingasparnaður 50 SEM HLUTFALL AF VERGRI LANDSFRAMLEIÐSLU ) ( NÝSPÁ n*0,3 «HJ ( ) < 136,6 Á/éTL- ( ) « » i ( i ( ) i 1 ( > » i 1960 ’65 ‘70 '75 '80 '85 '88 SEM HLUTFALL AF ÚTFLUTNINGSTEKJUM ( • ) ) ( j ,117.7 1113.J, AATL- ÚTFLUTNINGSTEKJUR HVERT ÁR 100 ( 1 ( ' ) 1 f ( > ( • i ) ( * 'S ; ' 4/ p V. ( ' < 2\ . .. 3 i .N?SPÁ » . 7 < « ) < 1 ) ( ' ( ) 1 ( ) < » ' tl6.5 Í16,0 ÁÆTL. 10 , / > ( » ' i , \ ; < ~ i t 1960 '65 '70 75 -80 '85 '88 lGREIÐSLUBYRÐI, 1960-88, SEM HLUTFALL AF UTFLUTNINGSTEKJUM íslendingar eru erlendum skuldum vafinir. Til þess að varðveita efiialegt sjálfstæði þjóðarinnar til langr- ar framtíðar er mikilvægt að fara ekki yfir „hættumörk" i erlendri skuldasöfnun. Beztu ráðin til að sporna gegn því eru: 1) að efla svo innlendan peningasparnað að hann geti mætt lánsfjárþörf atvinnugreina og ríkisbúskap- ar, 2) að landsmenn lifi ekki um efni fram, eyði ekki meiru en þeir afla. Á hvort tveggja hefur skort. í lok sl. árs námu erlendar skuldir þjóðarinnar, samkvæmt spá í septembermánuði sl., um 103 milljörðum króna. Þessi skuldafjárhæð samsvarar 40,3% af landsframleiðslu árs- ins. Greiðslubyrði erlendra skulda sl. ár var um 16,5% af útflutningstekjum, samkvæmt sömu spá. I Þessum línum fylgir súlurit er sýnir „þróun" erlendra skulda á árabilinu 1960-1988: annarsvegar hlutfall þeirra af landsframleiðslu og hinsvegar hlutfall þeirra af útflutningstekjum. Súluritið sýnir jafnframt greiðslubyrði af erlend- um skuldum þjóðarinnar á þessu tímabili, það er hlutfall þeirra af útflutningstekjum. En hver er ástæða þess að íslenzka þjóðin, atvinnuvegir hennar og ríkisbúskapur, hefur verið svo háð erlendu lánsfjár- magni - erlendum spamaði - og raun ber vitni um? Ástæðan er sjálfsagt marg- þætt. Það vekur hinsvegar at- hygli að erlendar skuldir vaxa hratt - sem hlutfall af lands- framleiðslu - eftir að íslenzkur peningaspamaður hmndi á árum óðaverðbólgunnar. Erlendar skuldir námu 29,8% af lands- framleiðslu árið 1980 en 50,8% árið 1985 þegar þær vóm mest- ar. Greiðslubyrði erlendra skulda (afborganir og vextir) var 13,2% af útflutningstekjum árið 1978 en nær tvöfalt hærri eða 24,3% árið 1984. Eftir að íslenzkur peninga- spamaður hófst á ný, með verð- tiyggingu sparifjár og jákvæðum vöxtum, hefur hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu farið minnkandi. Sama gildir að sjálf- sögðu um hlutfall greiðslubyrðar- innar af útflutningstekjum. II Hver var skuldastaða íslend- inga árið 1972, eftir 12 ára feril viðreisnarstjómar, samstjómar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks? Þetta ár, 1972, námu erlendar skuldir þjóðarinnar 24,9% af landsframleiðslu (27% árið 1960). Greiðslubyrði erlendra skulda nam 11,3% af útflutningstekjum árið 1972 (um 10% 1960). Allt viðreisnartímabilið ríkir stöðug- leiki í íslenzku efnahagslífí. Verð- bólga innan við 10% að meðaltali á árí. Með vinstri stjóm 1971-1974 hefst það verðbólguskeið, sem enn stendur og hæst reis 1978-1983. Sparifé fólks brann til ösku, óverðtryggt og á neikvæðum vöxtum, á áttunda áratugnum og fyrstu ámm þess níunda, m.a. í ríkisbönkum. Innlendur peninga- spamaður hmndi. Atvinnuvegir og ríkisbúskapur sóttu á erlend lánsfjármið. Árið 1975, árið eftir að vinstri stjómin fór frá, mældust þessar erlendu skuldir 33,4% af lands- framleiðslu (24,9% 1972) og greiðslubyrðin 14,2% af útflutn- ingstekjum (11,3% 1972). Þessi skuldastaða skánar í tíð ríkisstjómar Geirs Hallgrímsson- ar 1974-1978. Árið 1978 mælist hún 30,8% af landsframleiðslu og greiðslubyrðin 13,2% af útflutn- ingstekjum. Skuldastaðan helzt svipuð árin 1979, 1980 og 1981, eins og hún var 1978, eða 29,8%-31% af landsframleiðslu, en árið 1982 sekkur þjóðin heldur betur í skuldafenið. Þá fer þetta skulda- hlutfall upp í 38,9%. Enn sígur á ógæfuhliðina árið 1983; þá vex skuldahlutfallið upp í 48,6%. Það helzt svipað 1984 eða 48,3.%. Hækkar enn 1985 og þá í 50,8%. Það er hæsta skuldahlutfallið. Eftir það rofar aðeins til á hinum erlenda skuldahimni. III Greiðslubyrði erlendra skulda er þyngst árið 1984, eða 24,3% af útflutningstekjum. Það ár fer langleiðina í íjórða hver útflutn- ingskróna - fjórði hver fiskur - í greiðslu afborgana og vaxta af erlendum skuldum. Þetta hlutfall fer síðan lítið eitt lækkandi hin næstu árin. Erlendar skuldir lækka lítið eitt, sem hlutfall af landsfram- leiðslu, næstu ár: 47,2% 1986, 40,6% 1987 og 40,3% 1988 (spá). Ástæðan er aukið aðhald á þessu sviði, minni framkvæmdir í landinu og aukinn innlendur pen- ingaspamaður, með tilkomu verð- tryggingar á sparifé, jákvæðra vaxta og spamaðarhvata í skatta- lögum. Greiðslubyrði erlendra skulda á síðasta ári er talin hafa verið um 16,5% af útflutningstekjum, en var hæst, sem fyrr segir, 24,9%. Þetta vóm vissulega spor til réttrar áttar. IV Erlendar lántökur geta verið sjálfsagðar, ef þær ganga til arð- samra framkvæmda, sem skila kostnaði sínum fljótt og vel til baka. Oðm máli gegnir um lán- tökur vegna óarðbærra fram- kvæmda, fjárfestingarmistaka, eða til að bera uppi þjóðareyðslu umfram þjóðartekjur, en allt þetta setur að einhverju leyti mark sitt á skuldasöfnun þjóðarinnar. Ógn- vekjandi viðskiptahalli við um- heiminn talar sínu máli um þetta efni. Athygli vekur fylgni vaxtar í erlendum skuldum, gegn um tíðina, og samdráttar innlends peningaspamaðar. Ekki er heldur laust við það að skuldaaukning hafi og fylgni með tilteknum stjómarmynstmm. Greiðslubyrði erlendra skulda er lægst á viðreisnaráranum, 7,7% útflutningstekjum 1965 og 8,7% 1966, en fer hæst í 24,3% 1984. Síðan hefur hún farið lækkandi og var 16,5% á sl. ári sem fyrr segir. Tvennt rís máske upp úr þegar hugað er að því, hvemig bezt sé að hemja hina erlendu skuldasöfn- un, sem flytur mikla fjármuni út úr þjóðarbúskapnum. Hið fyrra er að skapa skilyrði til innlends peningaspamaðar, efla alla hvata á þeim vettvangi. Refsiskattur á ráðdeild, eins og ýjað hefur verið að, væri glapræði. Það síðara er að binda nýjar erlendar lántökur við greiðslu eldri skulda og arðs- amar framkvæmdir einvörðungu. V Vandi íslenzks efnahagsbú- skapur kemur m.a. fram í fjórum meinsemdum: 1) Verðbólgu, sem skekkir rekstrar- og samkeppnisstöðu íslenzkra atvinnuvega. 2) Viðskiptahalla, það er þjóð- areyðslu umfram þjóðartekjur. 3) Erlendum skuldum, en þeirra vegna flytzt mikið Qármagn út úr landinu í formi vaxta og af- borgana, ffarn hjá skiptum á þjóð- arskútunni, ef svo má að orði komast. 4) Margra milljarða ríkissjóðs- halli, sem eykur á þenslu og verð- bólgu. Og er raunar hluti við- skiptahallans og hinnar erlendu skuldasöfnunar. Innlendur peningaspamaður, sem máske er bezta efnahagsúr- ræði þjóðarinnar við ríkjandi að- stæður í þjóðarbúskapnum, vinn- ur gegn framangreindum, Qór- þættum vanda. Það kemur því úr hörðustu átt ef landsfeður ætla að skattleggja að velli þann vísi peningaspamaðar, sem gert hefur vart við sig hjá þjóðinni; ef „reka á ofbeitarrollur ríkisbúskaparins á spamaðarafréttinn", eins og komizt var að orði í Staksteinum á dögunum. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef sá afréttur blæs upp á ný, eins og gerðist fyrir fáeinum ámm. Skýringarmyndin tíundar þrennt: l)Hlutfall eriendra skulda 1960-88 af vergri lands- framleiðslu (efra súluritið), 2) Hlutfall er- lendra skulda af útflutningstekjum á sama tíma (efri punktaröð síðara súlurits), 3) Greiðslubyrði erlendra skulda sem hlutfall af útflutningstekjum (neðsta punktaröðin). Árið 1988 tíundað samkvæmt spá. Hallbera Bergs- dóttir — Minning Það munu vera meira en 25 ár síðan ég kynntist Hallbera Bergs- dóttur fyrst, en hún var náfrænka konu minnar, og naut ég góðs af einstakri frændrækni hennar. Hall- bera, eða „Hadda frænka", eins og við kölluðum hanajafnan, kom mér fyrir sjónir sem harðgreind kona, stálminnug og fróð og vel að sér um flest það sem almenning varðar. Var af þeim sökum jafnan gaman að ræða við hana, og gilti þá einu hvort til umræðu vom atburðir frá liðinni tíð eða málefni líðandi stund- ar, því að hún fylgdist vel með þjóð- málum og lét skoðanir sínar á mönnum og málefnum hressilega hispurslaust í ljós og komst þá oft eftirminnilega að orði. Ég þekki ekkert til æsku- og uppvaxtarára Hallbem, en trúlegt þykir mér að hennar hlutskipti hafi verið það sama og svo fjölmargra annarra greindra og efnilegra ungl- inga af hennar kynslóð, sem ytri aðstæður meinuðu að afla sér þeirr- ar skólagöngu sem hæfileikar stóðu til. Um hitt get ég borið af eigin kynnum, að henni tókst að verða prýðilega sjálfmenntuð, og mun í því efni hafa hjálpað gott upplag, lestur góðra bóka og kynni af fjölda fólks, sem hún hafði m.a. vegna atvinnu sinnar. Og ég held að ég megi fullyrða, að hún þótti afbragðs starfsmann- eskja, ekki síst þar sem mikið reyndi á nákvæm og vönduð vinnubrögð. En í þessum fáu minningarorðum er ekki ætlunin að rekja æviferil Hallbem, það hafa aðrir kunnugri gért. Hér skulu henni aðeins þökkuð að leiðarlokum tiyggðin og vinfeng- ið í okkar garð. Frændsemin við konu mína og böm okkar var af hennar hálfu rækt af þeim hjartan- legu manneskjulegheitum, sem em manni svo ótrúlega mikils virði á þessum tímum háværrar yfirborðs- mennsku. B.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.