Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 48 Minning: Sævar Guðnason Fæddur 27. desember 1949 Dáinn 29. september 1988 í dag verður Sævar Guðnason jarðsettur á ísafirði. Þótt Sævar hafi einungis verið 38 ára þegar hann lést, þann 29. september síðastliðinn, var hann kominn langan veg og hafði lifað fleira en margur jafnaldri hans. Sævar fæddist á ísafirði og ólst þar upp en fluttist síðan suður sem ungur maður í leit að farvegi fyrir líf sitt. En ekki fann hann það sem hann leitaði að fyrir sunnan og það var ekki fyrr en hann flutti til Kaup- mannahafnar árið 1976 að hann fann sér samastað. Ég hitti Sævar fyrst vorið 1987 á heimili hans í Kaupmannahöfn. Ég hafði verið á eyðniráðstefnu í Stokkhólmi og kom við í Kaup- mannahöfn í nokkra daga og fékk þá inni hjá Sævari. Þá hafði hann verið veikur af eyðni f rúm tvö ár en tók þó á móti mér af slíkri lífsgleði og hlýju og með slíkri reisn að erfitt var að sjá að þar færi maður sem barðist við vágestinn eyðni. Ég var ekki fyrr stiginn inn fyrir þröskuldinn hjá honum en mér fannst við hafa þekkst alla tíð. Þær voru ófáar ánægjustundimar sem ég átti með honum og sambýlis- manni hans Ole Frederiksen þessa daga sem ég dvaldist hjá þeim. Þegar ég færði það í tal við Sævar hvemig hann færi að því að halda gieði sinni og lífsþrótti, svo veikur sem hann var, sagðist hann reyna að njóta hvers dags og þakka fyrir hvem þann dag sem honum væri gefinn. Sævar var einn af þeim mönnum sem óx við mótlæti og honum tókst það með æðruleysi sínu og skapfestu að lifa með sjúk- dómi sínum að svo miklu leyti sem slíkt er unnt. Það verður seint full- þakkað að Sævar veitti eyðnismit- uðum og sjúkum hér á landi rödd með viðtölum í sjónvarpi, blöðum og tímaritum þar sem hann ræddi aðstöðu smitaðra og sjúkra og lagði þannig sitt af mörkum til að eyða þögninni, sektinni og óttánum sem fylgt hefur þessum sjúkdómi og hefur verið mikið vandamál þeim sem smitast hafa og veikst. Sævar var af þeirri kynslóð sam- kynhneigðs fólks sem að mörgu leyti var hrakin.úr landi. Það var fyrsta kynslóðin sem gerði kröfu til að lifa opnu og eðlilegu lffí og galt þess lfka að vera f farar- broddi. Þá kom ekki til greina af samfélagsins hálfu að ást, sambúð- arform og lífsstíll samkynhneigðra væri eðlilegur og virðingarverður og sjálfsvirðingin væri þeim sjálf- sögð. Eins og margir af þessari kynslóð mátti Sævar oft reyna óblíðu fólks á sjálfum sér en því var ekki fyrir að fara að það gerði Sævar bitran. Hann var heilli og þroskaðri maður en svo að hann léti það sem hann fékk ekki breytt ræna sig Iífsgieðinni. En ekki má gleyuma því að Sæv- ar átti góða að. Samband Ole og Sævars var svo náið og þroskað að einungis þeir lánsömu fá að reyna slíkt. Þá langar mig að nefna bróð- ur Sævars og mágkonu, Guðna og Petru, sem búa í Kaupmannahöfn og veittu Sævari ómetanlega um- hyggju og aðstoð öll þau ár sem hann barðist við sjúkdóm sinn. For- eldrar Sævars og systkini tóku hon- um og Ole opnum örmum þegar þeir komu hingað heim í sumar og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að ferð þeirra félaga yrði sem ánægjulegust. Þess væri óskandi að allar fjölskyldur væru jafnsam- hentar og umhyggjusamar. Ég veit að ég tala fyrir fleiri en sjálfan mig þegar ég segi að eigi það eftir að henda mig að smitast og veikjast af eyðni þá hefur Sævar meira en allir aðrir kennt mér hvemig farsælast er að lifa með þessum sjúkdómi að því marki sem slíkt verður kennt. Að lokum langar mig til að votta sambýlismanni Sævars, Ole Frede- riksen, innilegustu samúð mína, sem og yndislegum foreldrum hans, Guðrúnu Veturliðadóttur og Guðna Ingibjartssjmi, og systkinum hans öllum. Böðvar Björnsson Minning: Ulfúr Gunnarsson yfírlæknir Fæddur 12. nóvember 1919 Dáinn 29. september 1988 Óhjákvæmilegur þáttur í því að eldast og fullorðnast er að sjá á bak vinum og ættingjum þessa lífs. Þegar ég frétti lát Úlfs læknis fannst mér ég eldast um nokkur ár, því með honum er gengið eitt af átrúnaðargoðum æsku minnar. Mig langar því að minnast hans með nokkrum orðum. Fjölskylda Úlfs og Qölskylda mín voru nágrannar um margra ára skeið, bæði að vetrinum til í Aðal- stræti og að sumrinu í sumarbú- stöðum okkar í Tungudal. Auk þess var Úlfur okkar læknir eins og vel- flestra ísfirðinga á þessum árum. Bömum Úlfs og okkur systkinunum varð líka vel til vina og þá var margt brallað, sem eftir á að hyggja Úlfur hafði lúmskt gaman af, þó hann reyndi stundum að skakka leikinn og hasta á okkur. Úlfur var nærgætinn læknir, mannvinur og stórskemmtilegur húmoristi. Og ógleymanleg em sumrin „inni í Skógi" þegar mér finnst að alltaf hafi verið sól. Ein- hvers staðar í öllu þessu sólskini stendur Úlfur á stuttbuxunum og hlynnir að vængbrotnum þresti, sem við krakkamir færðum honum, því Úlfur var sá snillingur sem allra mein bætti og því þá ekki fuglanna lfka. diktu, erlent og spennandi. Blöð og bækur á ýmsum tungumálum, öðmvísi matur en maður átti að venjast og blómaskrúð mikið. A sumrin tíndum við krakkamir gjama sveppi sem Benedikta mat- reiddi með hvítlauk og kjammiklu kiyddi. Þetta var á þeim tíma sem íslendingar lögðu sér almennt ekki slíkan jarðargróður til munns, en þama fékk ég forsmekk af útlönd- um. Allt var þetta mjög framandi og ég bar vissa lotningu fyrir þeim hjónum sem vafalaust vék oft fyrir brellum bemskunnar, en allt var það fyrirgefið. Þegar síðan bemska mín vék fyrir fullorðinsárum, fann ég enn hvílíkt valmenni Úlfur var. Ég átti mín böm og hann hlúði að þeim eins og mér áður. Hann var alltaf reiðubúinn að koma þegar annarra ráð brugðust, enda fannst mér eng- inn læknir hans jafnoki. Hann var ímynd hins fómfúsa heimilislæknis, sem með nærgætni og hlýju leysti vandræði manns og átti í tilbót gamanyrði og glens til að létta manni stríðið. Þeir em fáir eftir, Hótel Saga Simi 1 2013 Önnur mynd er af Úlfi undir stýri á forláta blæjubíl og í farþegasæt- um eru þriú lög af krökkum á leið í bfó út á Isafjörð. Úlfur skipar öll- um að beygja sig, því löggan sé framundan. Auðvitað var ekkert rúm til þess og þá hló Úlfur. Mér fannst alltaf ríkja framandi and- rúmsloft á heimili Úlfs og Bene- Kransa-og kistuskreytingar. Heimsendingarþjónusta. Sími 12013. Opið laugardaga til kl. 18.00. þessir heiðursmenn af gamla skól- anum, sem báru með sér að hafa valið þessa atvinnu af hugsjón. Ifyrir hönd fjölskyldu minnar, vil ég þakka Úlfi samveruna, sem mér finnst í eigingimi minni að hafi verið allt of stutt. Við vottum Bene- diktu og bömum þeirra okkar ein- lægustu samúð. Mér finnst ekkert ólíklegt að Úlfur verði einhvers staðar nær- staddur að hjálpa okkur í fæðingar- hríðum annars lífs, eins og hann aðstoðaði okkur svo oft í þessu. Hanna Lára Gunnarsdóttir Minning: Jón Ingvi Þorgilsson Fæddur ll.janúar 1931 Dáinn 9. október 1988 Jón er farinn yfir móðuna miklu. Kallið kom snöggt. Samferðafólk berst burt með tfmans straumi, þannig er lífíð. Lögmál okkar er að fæðast og deyja. Þegar við lítum til baka streyma minningamar í huga okkar. Jón var léttur í lund og félagslyndur, hafði gaman af tónlist, söngmaður góð- ur. Margar glaðar stundir höfum við átt í ferðalögum okkar erlendis sem og um landið okkar sem Jón var svo fróður um. Oft rifjuðum við upp alla þá mörgu, er bjuggu við Brekastíginn, og horfnir em, hver með sín sér- kenni og Jón bætti við: „Að hugsa sér.“ Við hjónin viljum þakka Jóni hvað hann hefur verið dóttur okk- ar, Björk, frá fyretu kynnum og hans góðu konu, Önnu Fríðu. Elsku Anna, böm, tengdaböm og bamaböm, innileg samúð. Jóni þökkum við fyrir samfylgdina. Fari hann í friði, drottinn hann blessi. Maggý og EIIi Það er með sámm trega sem við kveðjum góðan vin. Elsku Anna og fjölskylda, ykkur sendum við inni- legustu samúðarkveðjur. Bubba, Pétur og Aroar Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast okkar góða vinar og nábúa Jóns Ingva Þorgilssonar. Við lát hans leita á hugann margar góðar minningar. Við fluttum á Kirlg'uveginn árið 1983, kvíðin yfir því að vera að flytja í nýtt hús- næði, frá vinum og kunningjum, þó það væri ekki í stærri bæ en Vestmannaeyjum. Þá tóku Jón og Anna á móti okkur eins og við væmm þeirra eigin böm og verðum við þeim ævinlega þakklát fyrir. Eftir það kom Jón nær daglega á efri hæðina svona eins og til að fullvissa sig um að allt væri í lagi og rétta hjálparhönd ef á þyrfti að halda. Það vom ófá skiptin sem fara þurfti inn í skipalyftu eða á neðri hæðina til að finna Jón og leita ráða eða biðja um hjálp ef eitthvað verkið gekk ekki eins og skyldi. Þvf Jón var traustur og greiðvikinn. Síðustu æviárin átti Jón við van- heilsu að stríða og mætti hann þeim erfiðleikum með ærðuleysi og karl- mennsku. Margs er að minnast, maigt er hér að þakla. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Maigs er að minnast er við hugs- um til elsku pabba og afa. Minning- amar em góðar, því þannig var hann. Hann var okkur öllum stoð og stytta og hélt vemdarhendi yfir okkur öllum, sem og öllu öðm sem honum var kært. Við söknum hans meir en orð fá lýst og veret er að „litlu krílin" hans fá ekki að vaxa og dafna með hann sér við hlið, því þau vom hans líf og yndi. Við kveðjum elsku pabba og afa í dag með trega og sorg, en við vitum að sá tími kemur að við hitt- umst öll aftur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (Vald. Briem) Stefán, Lára, Helena, tengdaböm og bamaböm. t Eiginmaður minn, faöir og tengdafaöir, HALLGRÍMUR KONRÁÐSSON, Furugerði 1, lést í Borgarspítalanum 12. október sl. Ingibjörg Pélsdóttir, böm og barnaböm. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BJARNASON frá Lambadal f Dýrafiröi, bjó á Skúlagötu 62, Raykjavfk, lést f Borgarspftalanum 13. október. Fyrir hönd aöstandenda, BJarni Siguröason, Steinunn Siguröardóttir, Ingibjörg Siguröardóttlr, Guömundur Kr. Ólafsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlót og útför eiginmanns mfns, fööur okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐARÁ. MAGNÚSSONAR, HJallavagl 20, Reykjavfk. Ágústa Guðmundsdóttlr, börn, tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.