Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988
skóla í píanóleik. Hinn slavneski
skóli var mjög frábrugðinn hinum
þýska, bæði hvað snertir tökin á
píanóinu svo og verkefnaval. Lögð
var áhersla á fullkomið vald yfir
hljóðfærinu og öllum blæbrigðum
þess og verk Chopins, Liszts og
Schumanns skipuðu veglegan sess
á efnisskrám slíkra píanista, auk
nýrrar rússneskrar tónlistar og im-
pressionistanna Debussys og Rav-
els.
Rögnvaldur naut handleiðslu og
ráða Gorodnitzkis í tvö ár með frá-
bærum árangri, sem leiddi svo til
glæsilegrar frumraunar í National
Gallery of Art í Washington 10.
júní 1945. Þungamiðjan í efnisskrá
hans þá var hin mikla sónata Liszts
í h-moll. Það var því aldeilis ekki
ráðist á garðinn þar sem hann var
lægstur, en mér hefur reyndar allt
frá því ég kynntist Rögnvaldi og
píanóleik hans, fundist mikið til um
hversu áræðinn hann er og óhrædd-
ur að takast á við hin erfiðustu
verkefni. Fýrirmyndir var heldur
ekki langt að sækja, því tónlistarlíf
New York-borgar var á þeim árum
mjög fjölskrúðugt og gafst Rögn-
valdi þar kostur á að heyra í mörg-
um helstu listamönnum heimsins á
þeim árum svo og frábærum hljóm-
sveitum. Var þar um að ræða menn
eins og Vladimir Horowitz, Rudolf
Serkin, Josef Lhevinne, Sascka
Gorodnitzki og svo sjálfan Sergei
Rachmaninoff, sem Rögnvaldur
heyrði nokkrum mánuðum fyrir
andlát hans. Varð Rachmaninoff
honum sennilega minnisstæðastur
allra. Að afloknum tónleikunum í
Washington héldu Rögnvaldur og
Helga til íslands og hófst þá hið
daglega brauðstrit listamanns á ís-
landi með kennslu, en einnig miklu
og fjölbreyttu tónleikahaldi. Eg
sagði hér að framan, að það hefði
farið hressilegur gustur um salinn
í Gamla bíói, þegar Rögnvaldur hóf
þar tónleikahald eftir heimkomuna.
Hér var öðruvísi spilað á píanó en
áður hafði heyrst hjá íslendingi og
verkefnavalið einnig frábrugðið.
Glæsileikinn og „virtuósitetið" voru
áberandi og eru etýður Chopins,
Liszt-sónatan og fleiri verk hans
svo og ýmis verka Prokofievs sér-
lega minnisstæð frá þessum árum.
Það var alltaf spennandi að hlusta
á Rögnvald spila, hvort sem hann
Iét gamminn geysa í Liszt eða mót-
aði einfalda og innilega laglínu í
noctumum eftir Chopin. Hann hef-
ur það sem mest er um vert í allri
list; náðargáfu persónuleikans.
Rögnvaldur einskorðaði sig ekki
við hljómleikahald á Islandi á næstu
áratugum, því hann fór í tónleika-
ferðir víða um heim, svo sem til
Bandaríkjanna, Kanada, Austurrík-
is, Norðurlandanna og síðast en
ekki síst til Rússlands, oftast við
mjög góðar undirtektir áheyrenda
og gagnrýnenda. Jafnframt öllu
þessu stundaði hann mikla kennslu
sem yfirkennari við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík, allt þar til hann
fór á eftirlaun.
A þessum árum var Rögnvaldur
iðinn við að kynna ný og nýleg
píanóverk íslenskra tónskálda. Má
þar nefna til sögu verk eftir Jón
Þórarinsson, Leif Þórarinsson, Jón
Ix'ifs, Atla Heimi Sveinsson og Pál
ísólfsson. Fmmflutti hann mörg
þessara verka.
Eftir að Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands hóf starfsemi sína lék Rögn-
valdur einnig oft með henni og telst
mér til, að hann hafi flutt alls fjórt-
án konserta með hljómsveitinni, þar
á meðal báða píanókonserta
Brahms og á einum tónleikum bæði
Sinfónísk tilbrigði eftir Cesar Frank
og píanókonsert nr. 2 eftir Liszt.
Vom það sérlega eftirminnilegir
tónleikar í Þjóðleikhúsinu.
Rögnvaldur varð einna fyrstur
íslenskra píanóleikara til að leika
inn á hljómplötur. Var það í októ-
ber 1956, er hann lék verk eftir
Schumann og Niels Viggo Bentzon.
Síðan hafa komið út alls sex plötur
með leik hans og um þessar mund-
ir er hin sjöunda að líta dagsins ljós.
Er þar um að ræða upptökur úr
segulbandasafni Ríkisútvarpsins á
verkum eftir Beethoven, Schumann
og Chopin auk píanótríós eftir Josef
Haydn, sem sýnir nýja hlið á lista-
manninum Rögnvaldi Siguijónssyni
á plötum, því kammermúsík var hér
áður fyrr allsriar þáttur í starfi
hans. Við megum svo sannarlega
vera þakklát fyrir það sem varð-
veist hefur af list Rögnvaldar á plöt-
um, en það er líka margs að sakna
af þeim verkum, er hann túlkaði á
sinn sérstæða hátt. Minnist ég sér-
staklega Liszt-sónötunnar, er hann
spilaði fyrstur íslendinga opinber-
lega við fmmraun sína í Banda-
rílq'unum sem fyrr segir. Fylgdi hún
honum alla tíð síðan meðan hann
stundaði tónleikahald, en hann spil-
aði hana síðast opinberlega á
ísafirði í maí 1979.
En árin og æfingamar tóku sinn
toll og fyrir allmörgum ámm fór
Rögnvaldur að kenna handarmeins,
slitgigtar, sem hefur valdið því að
hann hefur nú lagt tónleikahald að
mestu á hilluna. Rögnvaldur hafði
að vísu átt við ýmis veikindi og
handarmein að stríða á yngri ámm,
en ávallt yfirunnið slíkt mótlæti
með mikilli elju og einbeitni. Fyrir
Rögnvaldi er opinbert tónleikahald
engin hálfvelgja, þar dugir ekkert
annað en að gera sitt allra besta
og vera í „toppformi“ eins og sagt
er. Það kostar þrotlausá vinnu og
æfingar, annars næst ekki full-
nægjandi árangur, en það em sann-
indi, sem allir miklir listamenn vita
og skilja. Það má aldrei standa í
stað heldur leita sífellt hærra og
hærra. Á seinni ámm hefur Rögn-
valdur hins vegar miðlað okkur af
sinni miklu reynslu og þekkingu á
tónlistinni með afburða skemmti-
legum útvarpsþáttum um túlkun í
tónlist. Er óskandi að framhald
verði þar á. Þá hefur hann einnig
haldið áfram að miðla ungmennum
af reynslu sinni, nú síðast með
kennslu í Nýja Tónlistarskólanum
í Reykjavík.
Að lokum viljum við Hildur óska
Rögnvaldi og Helgu innilega til
hamingju með þessi tímamót í ævi
þeirra en Helga fyllir sjöunda ára-
tuginn í næsta mánuði, og vonum
að þau eigi framundan mörg og
farsæl ár saman. Ég er viss um að
undir þetta taka einnig félagarnir
í „klúbbnum" okkar.
Lifið heil!
Runólfur Þórðarson
epcil
I Faxafen 7, sími: 687733
Litir haustsins í gluggatjöldum.
Sígilt útlit og djarfur nútímasvipur ó vönduðum hús-
gögnum eftir þekkta hönnuði og listamenn.
Epal er lifandi listasafn:
Gluggatjöld, óklæði, húsgögn og lampar.
Mótsstaður gamalla og nýrra hugmynda.
Epal er einstök verslun.
OPIfl HÚS
LAUGARDAG OG SUNNUDAG
KL. 10-18.00