Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.10.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 55 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ 1 BILD-Sport í V-Þýskalandi sagði frá því að íslensk og v-þýsk samvinna væri uppi í sambandi við íslenska landsliðið í knattspymu. Blaðið sagði að Siegfried Held, landsliðsþjálfari íslands, hafí feng- ið upplýsingar frá Franz Becken- bauer, þjálfara v-þýska landsliðs- ins, fyrir leik íslendinga gegn Sov- étmönnum í heimsmeistarakeppn- • inni og fyrir leikinn gegn Tyrkjum, v hafí Held fengið upplýsingar frá Jupp Derwall, fyrrum landsliðs- þjálfara V-Þýskalands, sem er nú Wálfari í Tyrklandi. M SIEGFRID Held, landsliðs- þjálfari Islands, var með mjög erf- iða æfíngu í gærmorgun í Vestur- Berlin, þar sem hann lét landsliðs- menninna taka vel á. Eftir æfíng- una sagði hann leikmönnum sínum að þeir ættu frí og gætu farið og skoðað sig um í miðborg V-Berlín- ar fram eftir degi. I LANDSUÐSMENN íshutds eru mjög ánægðir með aðstöðu þá sem þeir hafa í V-Berlín. Landslið- ið er í æfingabúðum þar og dvel- ur á íþróttakennaraskóla við Kleinen Wannsee. „Það fer vel um okkur héma,“ sagði Guðni Kjart- ansson, aðstoðarmaður Helds. H ÍSLENSKA landsliðið fær góðan liðsstyrk um helgina. Ásgeir Sigurvinsson kemur frá Stuttgart og Sigurður Grétarsson frá Luz- ern. Þá koma þeir Arnór Guðjo- hnsen og Guðmundur Torfason aftur til liðs við hópinn, eftir stutta dvöl í Belgíu, Atli Eðvaldsson kemur frá Dfisseldorf og Friðrik Friðriksson kemur frá Danmörku. Arnór, Guðmundur, Atli og Frið- rik léku eins og kunnugt er með landsliðinu gegn Tyrkjum í Istan- bul. ■ ÞEGAR leikmenn íslenska landsliðsins fóru á æfingu í V- Berlín í gærmorgun, voru margir menn mættir fyrir fyrir utan dvalar- stað liðsins. Mennimir umkringdu Sigi Held og leikmenn landsliðsins, til að fá eiginhandaráritanir. FELAGSSTORF Tveir íframboði til formennsku í íþróttabanda- lagi Reykjavíkur ÁRSÞINGI íþróttabandalags Reykjavíkur lýkur í dag á Hótel Loftleiðum. Þar fer m.a. fram formannskjör, og eru tveir í framboði, Ári Guðmundsson og Pétur Sveinbjarnarson. Júlíus Hafstein, sem verið hefur formaður ÍBR undanfarin fjögur ár, gefur ekki kost á sér til endur- kjörs. Ari hefur setið í um 10 ár í stjóm ÍBR. Hann er fyrrum formaður Golfklúbbs Reykjavíkur og Sund- félagsins Ægis. Pétur Sveinbjam- arson er fyrrverandi formaður Knattspymufélagsins Vals. Siegfried Held kallar ét Bjama til A-Berlínar „Ég stend ekki í vegi fyrir að Bjami fari, þrátt fyrir að við leikum bikarúrslitaleik gegn Rosen- borg eftirviku," sagðiTeitur Þórðarson, þjálfari Brann SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari íslands í knattspyrnu, hafði samband við Bjarna Sig- urðsson, landsliðsmarkvörð í gærkvöldi og óskaði eftir því að hann kæmi til liðs við lands- liðið áður en það héldi frá V- Berlín inn til A-Berlínar á mánudaginn. Bjarni, sem kjálkabrotnaði á dögunum, varð við ósk Helds. Bjami er orðinn fullkomlega góður eftir meiðslin. Hann hef- ur æft á fullum krafti alla vikuna og ekkert fundið fyrir að hann hafí kjálkabrotnað. „Ég stend ég ekki í vegi fyrir því að Bjami fari - þrátt fyrir að við eigum að bikarúrslita- leik gegn Rosenborg þremur dögum eftir landsleikinn í Austur-Berlín," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Bjarni Sigurðsson kemur til móts við landsliðið i V-Berlín á mánudaginn. Eins og menn muna þá kjálka- brotnaði Bjami í leik gegn Moss á dögunum og komst hann ekki með íslenska Iandsliðinu til Tyrklands. Friðrik Friðriksson tók stöðu Bjarna og stóð sig mjög vel, þannig að Siegfried Held á erfítt með að setja Friðrik út úr landsiið- inu í staðinn fyrir Bjama, sem hef- ur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðins undanfarin ár og átt marga mjög góða leiki. Siegfried Held hringdi til Bergen í gærkvöldi og talaði við Bjama, sem vildi ekki svíkjast undan merkj- um. Bjami mun leika æfingaleik með Brann á morgun og síðan halda til V-Berlínar á mánudginn. Hann^ kemur þangað rétt áður en landslið- ið heldur í gegnum Berlinarmúrinn. „Það er mjög gott að fá Bjama aftur í hópinn. Það er mikill hugur í mönnum og við mætum til leiks með öflugan hóp,“ sagði Gylfí Þórð- arson, formaður landsliðsnefndar KSÍ. Sigurður Jóns- sonleikur ekkimedí A-Berlín „Sigurður er ekki á förum frá Sheffi- eld Wednesday," segir MacKrell, stjórnarmaður félagsins SIGURÐUR Jónsson mun ekki leika með íslenska landsliðinu gegn A-Þjóðverjum í A-Berlin á miðvikudaginn. Sigurður á við meiðsli að stríða. Að sögn G. H. Mackrell, stjórnarmanns Sheffield Wednesday, þá verð- ur Sigurður í fyrsta lagi orðinn góður i næstu viku. egar Mackrell var spurður um hvort að Sigurður væri á fömm frá Sheffield til Skotlands, en Celtic hefur lengi haft áhuga á Sigurði, sagði hann: „Nei, Sigurður er ekki til sölu. Hann er einn af lykilmönn- um okkar.“ Sheffield Wed. hefur ekki ráðið framkvæmdastjóra í staðinn fyrir Howard Wilkinson, sem hætti hjá félaginu í sl. viku og gerðist fram- kvæmdastjóri hjá Leeds. Nokkrir stjórar hafa verið orðaðir sem eftir- menn Wilkinsons; Allan Clarke, Lou Macari og Steve Coppell, en enn hefur ekkert verið gefíð upp um það hver sé líklegastur til að hreppa hnossið. „Ekkert hoyrt frá Celtic“ Sigurður Jónsson sagði í stuttu spjalli við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann væri ekki á förum frá Sheffield. „Ég veit ekkert meira um Celtic heldur en þú,“ sagði Sigurð- ur, sem er ekki búinn að ná sér eftir tognun á ökkla. „Því miður get ég ekki leikið í Austur-Berlín, en ég stefni að því að verða orðinn góður fyrir næsta leik okkar - gegn Southampton á The Dell eftir viku. Við vonum að þá verði nýr framkvæmdastjóri kominn til okkar," sagði Sigurður. HEIMSLEIKAR FATLAÐRA 1988 IMíu íslendingar keppa áfyrsta degi í Seoul Heimsleikar fatlaðra 1988 vore settir í Seoul í nótt og á morg- un hefja íslensku þátttakendumir keppni. Sjö sundmenn keppa í 400 m skriðsundi. Haukur Gunnarsson keppir í 100 m hlaupði „spastískra" og Reynir Kristófersson keppir í spjótkasti. Alls taka fjórtán íslend- ingar þátt í heimsleikunum í Seoul. SigurAur Jónsson ítfm- FOLK ■ UEFA, knattspyrnusam- band Evrópu, hefur ákveðið að mæla með Sviþjóð sem keppnisstað fyrir Evrópukeppnina f knattspymu 1992. Tvær þjóðir sóttu um keppn- ina: Sviþjóð og Spánn. Síðasta stórmót f knattspymu sem haldið var í Sviþjóð var heimsmeistara- keppnin 1958 en Spánverjar héldu heimsmeistarakeppnina 1982. End- anleg ákvörðun um keppnisstað verður tekin í desember. ■ TVEIR nýliðar eru f landsliði Svisslendinga fyrir leik gegn Belg- um í heimsmeistarakeppninni í knattspymu í næstu viku. Christ- ian Colombo frá Lugano og Peter Schepull frá Wettingen hafa verið valdir í fyrsta sinn í landsliðið og Jean-Paul Brígger hefur verið valinn að nýju í liðið eftir nokkurt hlé. Sviss sigraði Luxemburg í fyrsta leik riðlakeppninnar, 4:1. Um helgina Körfuknattleikur Fjórir leikir fara fram annað kvöld og hefíast allir kl. 20.00. Þór og Valur mætast á Akureyri, ÍS og UMFN í Iþróttahúsi Kennarahá- skólans, Tindastójl og Haukar á Sauðárkróki og ÍR og ÍBK í íþrótta- húsi Seljaskóla. í dag eru tveir leikir í 1. deild karla: UMFS og UMFL leika í Borgamesi kl. 14.00 og Snæfell og Reynir mætast á sama stað strax á eftir — kl. 15.30. Á mánudagskvöld kl. 20.00 eigast við ÍS og ÍR í 1. deild kvenna. Handknattleikur Heil umferð verður í 2. deild karla. í dag era tveir leikir: Þór og HK mætast á Akureyri kl. 14.00 og ÍH og IBK í Hafnarfirði á sama tíma. Á morgun eru einnig tveir leikir: Haukar og ÍR eigast við í Hafnarfirði kl. 20.15 og á sama tíma hefst leikur Armanns og Sel- foss. Á mánudag lýkur umferðinni með leik Njarðvíkinga og Aftur- eldingar í Njarðvík. Sá leikur hefst kl. 20.00 í Reykjanesmótinu verða tveir leikir f dag, báðir f Digranesi. Kl. 14.00 leika Grótta og UBK í kvennaflokki og strax á eftr Stjaman og Grótta í karlaflokki. Á morgun mætast síðan í Digranesi ÍBK og Stjaman í karlaflokki (kl. 14.00) og á eftir sömu lið f kvenna- flokki. A morgun verður einnig leikið í Hafnarfirði: FH og ÍH leika í karlaflokki kl, 14.00 og strax á eftir, kl. 15.15, FH og Haukar í kvennaflokki. Á mánudag leika svo Breiðablik og Stjaman í karla- flokki. Leikurinn hefst kl. 18.30 í Digranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.