Morgunblaðið - 15.10.1988, Page 55

Morgunblaðið - 15.10.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 55 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ 1 BILD-Sport í V-Þýskalandi sagði frá því að íslensk og v-þýsk samvinna væri uppi í sambandi við íslenska landsliðið í knattspymu. Blaðið sagði að Siegfried Held, landsliðsþjálfari íslands, hafí feng- ið upplýsingar frá Franz Becken- bauer, þjálfara v-þýska landsliðs- ins, fyrir leik íslendinga gegn Sov- étmönnum í heimsmeistarakeppn- • inni og fyrir leikinn gegn Tyrkjum, v hafí Held fengið upplýsingar frá Jupp Derwall, fyrrum landsliðs- þjálfara V-Þýskalands, sem er nú Wálfari í Tyrklandi. M SIEGFRID Held, landsliðs- þjálfari Islands, var með mjög erf- iða æfíngu í gærmorgun í Vestur- Berlin, þar sem hann lét landsliðs- menninna taka vel á. Eftir æfíng- una sagði hann leikmönnum sínum að þeir ættu frí og gætu farið og skoðað sig um í miðborg V-Berlín- ar fram eftir degi. I LANDSUÐSMENN íshutds eru mjög ánægðir með aðstöðu þá sem þeir hafa í V-Berlín. Landslið- ið er í æfingabúðum þar og dvel- ur á íþróttakennaraskóla við Kleinen Wannsee. „Það fer vel um okkur héma,“ sagði Guðni Kjart- ansson, aðstoðarmaður Helds. H ÍSLENSKA landsliðið fær góðan liðsstyrk um helgina. Ásgeir Sigurvinsson kemur frá Stuttgart og Sigurður Grétarsson frá Luz- ern. Þá koma þeir Arnór Guðjo- hnsen og Guðmundur Torfason aftur til liðs við hópinn, eftir stutta dvöl í Belgíu, Atli Eðvaldsson kemur frá Dfisseldorf og Friðrik Friðriksson kemur frá Danmörku. Arnór, Guðmundur, Atli og Frið- rik léku eins og kunnugt er með landsliðinu gegn Tyrkjum í Istan- bul. ■ ÞEGAR leikmenn íslenska landsliðsins fóru á æfingu í V- Berlín í gærmorgun, voru margir menn mættir fyrir fyrir utan dvalar- stað liðsins. Mennimir umkringdu Sigi Held og leikmenn landsliðsins, til að fá eiginhandaráritanir. FELAGSSTORF Tveir íframboði til formennsku í íþróttabanda- lagi Reykjavíkur ÁRSÞINGI íþróttabandalags Reykjavíkur lýkur í dag á Hótel Loftleiðum. Þar fer m.a. fram formannskjör, og eru tveir í framboði, Ári Guðmundsson og Pétur Sveinbjarnarson. Júlíus Hafstein, sem verið hefur formaður ÍBR undanfarin fjögur ár, gefur ekki kost á sér til endur- kjörs. Ari hefur setið í um 10 ár í stjóm ÍBR. Hann er fyrrum formaður Golfklúbbs Reykjavíkur og Sund- félagsins Ægis. Pétur Sveinbjam- arson er fyrrverandi formaður Knattspymufélagsins Vals. Siegfried Held kallar ét Bjama til A-Berlínar „Ég stend ekki í vegi fyrir að Bjami fari, þrátt fyrir að við leikum bikarúrslitaleik gegn Rosen- borg eftirviku," sagðiTeitur Þórðarson, þjálfari Brann SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari íslands í knattspyrnu, hafði samband við Bjarna Sig- urðsson, landsliðsmarkvörð í gærkvöldi og óskaði eftir því að hann kæmi til liðs við lands- liðið áður en það héldi frá V- Berlín inn til A-Berlínar á mánudaginn. Bjarni, sem kjálkabrotnaði á dögunum, varð við ósk Helds. Bjami er orðinn fullkomlega góður eftir meiðslin. Hann hef- ur æft á fullum krafti alla vikuna og ekkert fundið fyrir að hann hafí kjálkabrotnað. „Ég stend ég ekki í vegi fyrir því að Bjami fari - þrátt fyrir að við eigum að bikarúrslita- leik gegn Rosenborg þremur dögum eftir landsleikinn í Austur-Berlín," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Bjarni Sigurðsson kemur til móts við landsliðið i V-Berlín á mánudaginn. Eins og menn muna þá kjálka- brotnaði Bjami í leik gegn Moss á dögunum og komst hann ekki með íslenska Iandsliðinu til Tyrklands. Friðrik Friðriksson tók stöðu Bjarna og stóð sig mjög vel, þannig að Siegfried Held á erfítt með að setja Friðrik út úr landsiið- inu í staðinn fyrir Bjama, sem hef- ur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðins undanfarin ár og átt marga mjög góða leiki. Siegfried Held hringdi til Bergen í gærkvöldi og talaði við Bjama, sem vildi ekki svíkjast undan merkj- um. Bjami mun leika æfingaleik með Brann á morgun og síðan halda til V-Berlínar á mánudginn. Hann^ kemur þangað rétt áður en landslið- ið heldur í gegnum Berlinarmúrinn. „Það er mjög gott að fá Bjama aftur í hópinn. Það er mikill hugur í mönnum og við mætum til leiks með öflugan hóp,“ sagði Gylfí Þórð- arson, formaður landsliðsnefndar KSÍ. Sigurður Jóns- sonleikur ekkimedí A-Berlín „Sigurður er ekki á förum frá Sheffi- eld Wednesday," segir MacKrell, stjórnarmaður félagsins SIGURÐUR Jónsson mun ekki leika með íslenska landsliðinu gegn A-Þjóðverjum í A-Berlin á miðvikudaginn. Sigurður á við meiðsli að stríða. Að sögn G. H. Mackrell, stjórnarmanns Sheffield Wednesday, þá verð- ur Sigurður í fyrsta lagi orðinn góður i næstu viku. egar Mackrell var spurður um hvort að Sigurður væri á fömm frá Sheffield til Skotlands, en Celtic hefur lengi haft áhuga á Sigurði, sagði hann: „Nei, Sigurður er ekki til sölu. Hann er einn af lykilmönn- um okkar.“ Sheffield Wed. hefur ekki ráðið framkvæmdastjóra í staðinn fyrir Howard Wilkinson, sem hætti hjá félaginu í sl. viku og gerðist fram- kvæmdastjóri hjá Leeds. Nokkrir stjórar hafa verið orðaðir sem eftir- menn Wilkinsons; Allan Clarke, Lou Macari og Steve Coppell, en enn hefur ekkert verið gefíð upp um það hver sé líklegastur til að hreppa hnossið. „Ekkert hoyrt frá Celtic“ Sigurður Jónsson sagði í stuttu spjalli við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann væri ekki á förum frá Sheffield. „Ég veit ekkert meira um Celtic heldur en þú,“ sagði Sigurð- ur, sem er ekki búinn að ná sér eftir tognun á ökkla. „Því miður get ég ekki leikið í Austur-Berlín, en ég stefni að því að verða orðinn góður fyrir næsta leik okkar - gegn Southampton á The Dell eftir viku. Við vonum að þá verði nýr framkvæmdastjóri kominn til okkar," sagði Sigurður. HEIMSLEIKAR FATLAÐRA 1988 IMíu íslendingar keppa áfyrsta degi í Seoul Heimsleikar fatlaðra 1988 vore settir í Seoul í nótt og á morg- un hefja íslensku þátttakendumir keppni. Sjö sundmenn keppa í 400 m skriðsundi. Haukur Gunnarsson keppir í 100 m hlaupði „spastískra" og Reynir Kristófersson keppir í spjótkasti. Alls taka fjórtán íslend- ingar þátt í heimsleikunum í Seoul. SigurAur Jónsson ítfm- FOLK ■ UEFA, knattspyrnusam- band Evrópu, hefur ákveðið að mæla með Sviþjóð sem keppnisstað fyrir Evrópukeppnina f knattspymu 1992. Tvær þjóðir sóttu um keppn- ina: Sviþjóð og Spánn. Síðasta stórmót f knattspymu sem haldið var í Sviþjóð var heimsmeistara- keppnin 1958 en Spánverjar héldu heimsmeistarakeppnina 1982. End- anleg ákvörðun um keppnisstað verður tekin í desember. ■ TVEIR nýliðar eru f landsliði Svisslendinga fyrir leik gegn Belg- um í heimsmeistarakeppninni í knattspymu í næstu viku. Christ- ian Colombo frá Lugano og Peter Schepull frá Wettingen hafa verið valdir í fyrsta sinn í landsliðið og Jean-Paul Brígger hefur verið valinn að nýju í liðið eftir nokkurt hlé. Sviss sigraði Luxemburg í fyrsta leik riðlakeppninnar, 4:1. Um helgina Körfuknattleikur Fjórir leikir fara fram annað kvöld og hefíast allir kl. 20.00. Þór og Valur mætast á Akureyri, ÍS og UMFN í Iþróttahúsi Kennarahá- skólans, Tindastójl og Haukar á Sauðárkróki og ÍR og ÍBK í íþrótta- húsi Seljaskóla. í dag eru tveir leikir í 1. deild karla: UMFS og UMFL leika í Borgamesi kl. 14.00 og Snæfell og Reynir mætast á sama stað strax á eftir — kl. 15.30. Á mánudagskvöld kl. 20.00 eigast við ÍS og ÍR í 1. deild kvenna. Handknattleikur Heil umferð verður í 2. deild karla. í dag era tveir leikir: Þór og HK mætast á Akureyri kl. 14.00 og ÍH og IBK í Hafnarfirði á sama tíma. Á morgun eru einnig tveir leikir: Haukar og ÍR eigast við í Hafnarfirði kl. 20.15 og á sama tíma hefst leikur Armanns og Sel- foss. Á mánudag lýkur umferðinni með leik Njarðvíkinga og Aftur- eldingar í Njarðvík. Sá leikur hefst kl. 20.00 í Reykjanesmótinu verða tveir leikir f dag, báðir f Digranesi. Kl. 14.00 leika Grótta og UBK í kvennaflokki og strax á eftr Stjaman og Grótta í karlaflokki. Á morgun mætast síðan í Digranesi ÍBK og Stjaman í karlaflokki (kl. 14.00) og á eftir sömu lið f kvenna- flokki. A morgun verður einnig leikið í Hafnarfirði: FH og ÍH leika í karlaflokki kl, 14.00 og strax á eftir, kl. 15.15, FH og Haukar í kvennaflokki. Á mánudag leika svo Breiðablik og Stjaman í karla- flokki. Leikurinn hefst kl. 18.30 í Digranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.