Morgunblaðið - 15.10.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988
31
NORRÆNT TÆKNIÁR1988
Norræn tækni-
verðlaun 1988
Á FUNDI Norræna iðnaðarsjóðsins í Noregi í fyrradag, voru
valdir verðlaunahafar í samkeppni Norræns tækniárs um Norræn
tækniverðlaun. Atvinnumálaráðherra Noregs, Finn Kristensen,
mun kunngera í næstu viku hver eða hveijir hafa hlotið verðlaun-
in. Þau verða síðan afhent i lokahófi Norræna tækniársins í
Kaupmannahöfh, 15. desember.
Þegar Norðurlandaráð ákvað á
sínum tíma, að árið 1988 skyldi
kennt við tækni og kallað Nor-
rænt tækniár, var meðal annars
ákveðið, að í tilefni þess skyldu
veitt sérstök Norræn tækniverð-
laun, að upphæð um 800 þúsund
íslenskar krónur. Þau skyldu veitt
einstaklingi eða vinnuhópi fyrir
verkefni, sem hefði aukið tækni-
þekkingu á Norðurlöndum á þýð-
ingarmikinn hátt.
Hvert Norðurlandanna mátti
tilnefna tvo fulitrúa, og voru
íslensku fulltrúamir valdir af
nefnd, sem skipuð var sameigin-
lega af Verkfræðingafélagi ís-
lands, Tæknifræðingafélagi ís-
lands og Félagi íslenskra iðnrek-
enda.
Nefndinni bárust alls 14 tillög-
ur, og eftir að hafa skoðað þær,
ákvað hún að fulltrúar íslands í
keppninni skyldu verða:
— Jón Hálfdanarson og Þor-
steinn I. Sigfússon fyrir verkefnið
„Hitasaga og efniseiginleikar
kísiljáms".
— Ársæll Þorsteinsson, Elías
Gunnarsson, Þórður Theódórsson
og Þorkell Jónsson fyrir verkefnið
„Sjálfvirkni og vinnuhagræðing í
frystihúsum".
Friðrik Sophusson, þáverandi
iðnaðarráðherra, afhenti síðan
íslensku þátttakendunum viður-
kenningarskjöl í hófi í Borgar-
túni, 15. september.
Hér á eftir verða verkefni þau
er í samkeppnina bárast kynnt í
stuttu máli.
ísland
íslensku verkefnin hafa áður
verið kynnt ítarlegar hér í blað-
inu, en þau era:
Hitastig og efiiiseiginleikar
kísiljárns: Við framleiðslu á kísil-
jámi verður venjulega nokkur
hluti þess fínefni, sem era mun
verðminni en önnur framleiðsla.
Með sérstakri vatnsúðakælingu
hefur tekist að flýta kælingu á
steypingu á kísiljárni, og helm-
inga með því fínefni í framleiðsl-
unni. Talið er að árleg verðmæta-
aukning Jámblendiverksmiðjunn-
ar á Grandartanga vegna þessa
sé 10-15 milljónir.
Sjálfvirkni og vinnuhagræð-
ing í frystihúsum: Hönnuð hefur
verið vinnslulína í frystihúsum,
sem gefur möguleika á að vinna
að þrem mismunandi fisktegund-
um. Flakabakkamir era keyrðir
inn í sjálfvirka innmötunarvél.
Með því að ýta á hnapp sem er
við hvert snyrtiborð, pantar
starfsmaður flakabakka með
ákveðinni físktegund að sínu
borði. Snyrtilínan hefur verið
hönnuð sérstaklega með það í
huga að bæta alla vinnuaðstöðu
og koma í veg fyrir atvinnusjúk-
dóma. Auk þess skilar þetta nýja
kerfí 5-10% afkastaaukningu.
Danmörk
Sláturhús framtíðarinnar:
Þetta er rannsóknarverkefni þar
sem rannsökuð var sú tækni sem
nú er notuð í svínasláturhúsum,
auk þess sem komið var með upp-
ástungur um hvemig tæknin í
þessari iðngrein gæti þróast á
komandi áram. Markmiðið er
vinnutilhögun, sem bætir vinnu-
skilyrði og dregur úr álagi á
starfsfólkið.
Lego-tæknistýring: Hér er um
að ræða tölvuleiki, sem nota á til
kennslu í m.a. stærðfræði, eðlis-
fræði og tölvunarfræði í grann-
skólanum. í þessum leikjum, sem
era mjög spennandi og höfða til
nemenda, læra þeir samtímis
ýmis undirstöðuatriði tækni og
raunvísinda.
Finnland
Líffræðilega leysanleg
lífefni: Hér er um að ræða ný
efnasambönd, sem nota má sem
bindiefni t.d. við beinbrot. Harka
efnanna er svipuð og stáls, en
með tímanum leysast þau upp og
mýkjast í vefjunum. Þess vegna
þarf ekki að framkvæma sérstaka
aðgerð til að fjarlægja þau úr lík-
amanum þegar brotið er gróið.
Lifac-lofthreinsunaraðferð-
in: Við brana kola og olíu í orku-
veram, myndast talsvert af
brennisteinstvísýringi, sem slepp-
ur út með reyknum og getur ver-
ið skaðlegur lífríkinu. Hreinsunar-
tæknin byggir á ýmsum efna-
hvörfum í efri hluta eldhólfsins,
og með þessari nýju tækni er
hægt að fjarlægja brennisteins-
sambönd úr. reyknum á ódýran
og hagkvæman hátt.
Noregur
Eindreifðar Qölliðuagnir
(monodisperse polymerpartikler):
Þetta er verkefni á sviði þeytuíjöl-
liðunar (emulsionspolimerisation),
og kemur þessi tækni að nótum
á mörgum sviðum, t.d. þegar ver-
ið er að skilja í sundur viðkvæm
líffræðileg kerfi og við ýmsar
sjúkdómsgreiningar.
Blóðstreymimælingar með
hátíðnihljóðum: Hér er um að
ræða tækni sem byggir á svo-
nefndum Doppler-áhrifum, en það
er sú tíðnibreyting er verðgr á
hljóði, þegar það er sent frá eða
endurkastast af hlut á hreyfíngu.
Þessi áhrif má nota til að mæla
straumhraða blóðsins á ákveðnum
stað í líkamanum, án þess að
nokkurrar aðgerðar á líkamanum
sé þörf. Þessi tækni hefur komið
að góðum notum við greiningu á
hjartasjúkdómum. Eldri aðferð
byggði á röntgengeislun og minni-
háttar aðgerð, sem var ekki án
óþæginda og áhættu og tækja-
búnaður var fímm sinnum dýrari
en nýja tækið.
Svíþjóð
Lofthreinsitækni með zeolít-
um (geislasteinum): Zeolítar þeir
sem notaðir era í þessari tækiii
era framleiddir sem hvítt duft úr
kísli og áli og síðan pressaðir sam-
an í litlar kúlur, þannig að þær , t
verða holóttar og gleypnar. Efna-
samsetning zeolítanna ákveður
hvaða efni þeir gleypa í sig, og
með því að breyta hlutföllunum
af kísli og áli, er hægt að fá þá
til að taka upp ákveðin efni. T.d.
verður hátt kísilinnihald til þess
að zeolítamir gleyjia í sig leysi-
efni og með annarri samsetningu
zeolítanna gleypa þeir í sig plast-
reyk.
Norrænt farsímakerfi: Nor-
ræna farsímakerfíð NMT hefur
náð geysilegri útbreiðslu í Skand-
inavíu, og á þeim fimm áram sem
liðin era síðan það kom fram, era
notendur orðnir 435 þúsund.
Kerfíð er byggt upp af fjölda svo-
nefndra hlutakerfa, sem auka
notkunarmöguleika notenda
mjög. Dæmi um slíkt hlutakerfí
er tæknibúnaður sem fylgist með
því hvar hver farsími er, þannig
að hægt er að hringja í símann,
þó ekki sé vitað hvar á Norður-
löndum viðkomandi er staddur.
Dagskrá tækniársins
Opin hús næstu sunnu-
daga eru:
23. okt.: S6I hf.
30. okt.: Vciðimálastofnun. Náttúrufræði
stofnanir og söfn víða um land.
6. nóv.: Tilraunastöð Háskólans í meina-
fraeði að Keldum. Sauðfiárveiki-
vamir.
13. nóv.: Verkfneðideild Háskólans.
Tæknigarður.
20. nóv.: Hafrannsóknastofnun. Rann-
sóknastofnun fískiðnaðarins.
Rádstefnur á næstunni:
26. okt.: Hugbúnaður á íslandi — Staða
og horfur. Ráðstefna haldin af
Skýrslutæknifélagi íslands í sam-
vinnu við Norrænt tækniár.
4. nóv.: Siðfræði og stðrftæknimanna.
Námsstefna haldin af Háskóla
íslands, í samvinnu við Tækni-
fræðingafélag íslands, Verkfraeð-
ingafélag íslands og Norrænt
tækniár.
9.-11. nóv.: Gróðurhúsaáhrif — Náttúru-
hamfarir eða nýir möguleikar.
Námsstefna haldin af Háskóla
íslands í samvinnu við Norrænt
tækniár.
Nóvemben Tæknibreytingar í atvinnulíf-
inu. Síðari hluti ráðstefnu sem
haldin er af Norrænu tækniári í
samvinnu við Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, Sölusamband
íslenskra fískframleiðenda og
Samband íslenskra samvinnufé-
laga.
Atburðir tækniársins verða kynntir
nánar hveiju sinni.
Vor- og vetrarboðar
EINS og farfiiglarnir eru flugvélarnar frá Bresku suðurheimskauts-
mælingastofhuninni, eða British Antarctic Survey, nokkurs konar
vor- og vetrarboðar í Reykjavík.
Morgunblaðið/PPJ
Ein af Twin Otter-flugfvélum Bresku sudurheimskautsmælinganna í
flugtaki frá Reykjavík nú f vikunni en vélin hafði hér viðdvöl á leið-
inni frá Bretlandi til vetursetu á suðurheimskauti.
Flugvélar þessar, sem era af
gerðinni Havilland Canada Twin
Sjálfstæðis-
menní
Gróttuferð
Sjálfetæðisfélag Seltirninga
efiiir til ferðar út í Gróttu á
inorgun, sunnudag.
Farið er með leiðsögumanni,
Guðjóni Jónatanssyni, sem gjör-
þekkir iífríki og sögu staðarins.
Heitt kaffi verður á könnunni og
gos fyrir krakkana, kleinur og kók-
osbollur. Öllum er velkomið að slást
í hópinn.
Mæting er við Trönumar kl.
13.30 oggengið yfir á góðri fjöra.
Otter, era oftast þijár saman og
hafa undanfarin ár haft hér við-
komu reglulega vor og haust á leið-
inni milli Bretlands og suðurheim-
skautsins.
Frá Bretlandi halda flugvélamar
suður á bóginn um ísland í byijun
október ár hvert. Ferðalag þeirra,
sem liggur um ísland, Kanada,
Bandaríkin og landa á austurströnd
Suður-Ameríku, tekur um tíu daga,
eða alls milli sjötíu og áttatíu
flugtíma. Á meðan vetur ríkir á
norðurhveli jarðar fljúga flugvél-
amar um í sumarblíðu lengst í suðri
þar sem þær era notaðar við land-
mælingar- og vísindastörf.
Flugvélamar, sem era allar
skærrauðar á lit, höfðu enn einu
sinni næturdvöl í Reykjavík 3. októ-
ber á leiðinni suður á bóginn. Heim
á leið halda vélamar um miðjan
marsmánuð og hingað era þær oft-
ast komnar þegar vantar um viku
af mánuðinum.
Háskólakapellan:
Sr. Gunnar
Björnsson
messar
TVÆR guðsþjónustur verða f Há-
skólakapellunni á vegum stuðn-
ingsmanna sr. Gunnars Björnsson-
ar verða sunnudaginn 16. október.
Bamaguðsþjónustan verður haldin
í Háskólakapellunni kl. 11.00. Þar
verður guðspjall dagsins útlistað í
myndum, bamasálmar og smábama-
söngvar sungnir. Matthías Kristians-
en leikur undir sönginn á gítar.
Almenn guðsþjónusta verður svo
sungin kl. 14.00. Sr. Gunnar Bjöms-
son prédikar og þjónar fyrir altari.
Orgelleikari er Jakob Hallgrímsson.
Háskólakapellan er í aðalbyggingu
Háskólans við Suðurgötu. Gengið er
inn um aðaldymar.
Skrifstofa stuðningsmanna sr.
Gunnars Bjömssonar er á Frakkastíg
6a, Reykjavík.
(Fréttatílkynning')