Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.10.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1988 23 Bok á ensku um Hallgrím Pétursson NYLEGA kom út bók á ensku um séra Hallgrím Pétursson, sem ber heitið Hallgrímur Pétursson: Clergyman, Poet, Theologian. Höfundur bókarinnar er dr. Jak- ob Jónsson, en útgefandi er Hallgrímskirkja í Reykjavík. í bókinni er eftirmáli eftir Hörð Askelsson organista við Hall- grímskirkju, en ágóða af sölu bókarinnar er ætlað að renna til orgelkaupa fyrir kirkjuna. Dr. Jakob Jónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að bókin væri að nokkru leyti byggð á bók eftir hann sem heitir Um Hallgríms- sálma og höfund þeirra, en það var greinasafn sem gefíð var út af bókaútgáfunni Grund fyrir alimörg- um árum, og er nú alveg uppselt. „Það hafa margir ágætir menn skrifað um séra Hallgrím Péturs- son, en mikið af því hefur verið um trúarlíf séra Hallgríms og samband Passíusálmanna við lífsreynslu hans ef svo má segja. Ég reyni aftur á móti að gera nokkuð nánarí grein fyrir guðfræði hans, og reyni að taka það fram sem ég tel vera sér- stakt við hann miðað við hans öld, því hann var ekki að öllu leyti í sama fari og samtímamenn hans. Astæðan fyrir útgáfu bókarinnar á ensku er í raun og veru þríþætt. í fyrsta lagi hafa útlendir fræði- menn skrifað mér og óskað eftir upplýsingum um séra Hallgrím, en þær hafa verið ákaflega litlar til á ensku máli. Önnur ástæðan er sú að erlendir ferðamenn sem koma til Reykjavíkur og koma í Hallgrí- mskirkju hafa engan aðgang haft að upplýsingum um Hallgrím Pét- ursson. Þessi bók ætti að geta orð- ið þeim til upplýsingar um hver Hallgrímur var. í þriðja lagi er það Dr. Jakob Jónsson. orðinn siður margra fyrirtækja sem eiga samskipti við útlönd að senda viðskiptavinum sínum erlendis gjaf- ir við margs konar tækifæri. Ætti þessi bók að vera mjög hentug til slíkra gjafa, og hef ég þegar orðið var við áhuga manna á að notfæra sér hana á þann hátt. Bókin er 34 blaðsíður að stærð, og er ég ákaf- lega ánægður með hvemig til hefur tekist með allan frágang hennar, bæði útlit og prentun," sagði dr. Jakob Jónsson. Bókin er prentuð í Prentsmiðj- unni Odda, og sá Hafsteinn Guð- mundsson bókaútgefandi að mestu um útgáfuna. Myndir í bókinni em teknar og unnar af Skyggnu hf. Utgáfa bókarinnar er styrkt af Landsbanka íslands, Samvinnu- bankanum, Iðnaðarbankanum, Búnaðarbankanum, Prentsmiðjunni Odda, Skyggnu hf og versluninni Bústofni. Morgunblaðið/Þorkell Nýi bíllinn, sem sýndur verður um helgina. Nýrjapanskur fólksbíll, Isuzu Gemini Bílvangur hf kynnir nú um helg- yggi, rými og straumlínulagað útlit, ina nýjan japanskan fólksbíl frá auk þæginda, segir í frétt frá Isuzu. Bíllinn ber nafnið Gemini og Bílvangi. Þeir bflar sem Bflvangur er sá sami sem seldur er í Banda- hf flytur inn em allir búnir afl- ríkjunum undir nöfnunum I-Mark stýri, útvarpi með segulbandi og og Chevrolet Spectmm. með fímmgíra kassa eða sjálfskipt- Isuzu Gemini er ný hönnun frá ingu. Hægt er að velja um tvenns Isuzu verksmiðjunum í Japan og konar vélar, 1,3 lítra 72 hestafla nutu hönnuðirnir fullkomnustu éða 1,5 lítra 76 hestafla. Verð Gem- tölvutækni við það verk. Við hönnun ini bflanna er frá 495.000 krónum bflsins var lögð mikil áhersla á ör- upp í 662.000 krónur. Ráðstefna um mennt- un hjúkrunarfiraeðinga Samstarfshópur um hjúkrunarrmál í samvinnu við endurmenntun- arncfnd Háskólans heldur í dag, laugardag, ráðstefnu undir yfír- skriftinni „ Við byggjum brú í menntunarmálum þjúkrunarfræðinga". Markmið ráðstefnunnar er að símenntun hér á landi. kynna fyrir hjúkmnarfræðingum Ráðstefnan verður haldin í Há- háskólanám í hjúkmnarfræði hér- skólabíói og hefst kl. 9.00. Þegar lendis og erlendis og ennfremur að hafa á fjórða hundrað þátttakendur móta áframhaldandi hugmyndir um skráð sig. framhaldsnám, endurmenntun og (Fréttatilkyiming) Blýfríar glerskálar, tilvaldar í örbylgjuofna boduri skálasettkr. 1.395,- Útsölustaðir: Reykjavík: Rammageróin, Kringlunni Rammagerðin, Hafnarstr. 19 Kópavogur: Blómahöllin, Hamraborg 1-3 Hafnarfjörður: Búsáhöld ogleikfóng, Strandgötu 11-13 Dögg, Bæjarhrauni 26 Kelfavík: Stapafell, Hafnargötu 29 Akranes: Blómaríkið, Kirkjubraut 15 Borgames: Húsprýði, Borgarbraut 4 Vestmannaeyjar: Sjónver, Heiðarvegi 6 Grundarijörður: Versl. Guðna Hallgn'mssonar Hellissandur: Versl. Blómsturvellir ísafjörður: Straumur, Silfurgötu 5 Blönduós: Ósbær, Þverbraut 1 Akureyri: Blómaversl. Laufás, Hafnarstr. 96 Húsavík:GrímurogÁmi,Túngötu 1 Egilsstaðabær: Versl. Sveins Guðmundss. Selfoss: Blómahomið, Austurvegi 21 Bátar-Vélar-Tæki Sýnum og reynslusiglum SKEL 80 trillubátnum í smábátahöfninni í Hafnarfirði næstkomandi laugardag og sunnudag frá kl. 10.oo til 17.oo. § Tæknilegur ráðgjafi frá Yanmar verk- ] smiðjunum verður á staðnum. f Trefjar hf. Bílaborg hf. SONAR 1 i m w fa Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.