Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 Traust hf. gjaldþrota Umsókn til Atvinnutryggingarsjóðs var hafinað TRAUST hf., vélaframleiðsla og verkfræðiþjónusta, var tekið til gjald- þrotaskipta i gær. Trausti Eiríksson vélaverkfræðingur, aðaleigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði að önnur leið hefði ekki verið fiaer eftir að Atvinnutryggingarsjóður útflutningsgreina hafði hafnað umsókn fyrirtækisins. Traust hf. framleiddi ýmiss konar fisk- vinnslubúnað, svo sem rækju- og skelfiskslínur, feeribönd og laus- frystibúnað. Starfemenn fyrirtækisins voru um 20 við gjaldþrot en um 50 þegar flest var. Að sögn Trausta Eiríkssonar var velta fynrtæk- isins um 160 milljónir undanfarin 2 ár og þar af var selt til útlanda fyrir um 100 milljónir. Helstu viðskiptalönd voru Noregur, Skotland, Kanada, Danmörk og Færeyjar. Hvorki Trausti né Ragnar HaU skiptaráðandi vildu veita upplýsingar um matsverð eigna og áætlaðar skuldir fyrirtækisms. Trausti Eiríksson sagði að erfið- leikar fyrirtækisins ættu einkum rætur að rekja til gjaldþrota við- skiptaaðila, á síðasta ári hefðu tap- ast 20-35 milljónir króna vegna gjaídþrota fiskvinnslufyrirtækja í Noregi. Einnig sagði hann að vegna hins mikla vægis útflutnings í veltu fyrirtækisins hefðu tekjur ekki hækkað í takt við tilkostnað. Á sama tíma hefði eftirspum minnkað vegna erfiðleika í sjávarútvegi hérlendis og í Noregi. Þá hefði verið lagt í mikinn kostnað við tilraunir og vöruþróun fyrri hluta 1987 sem ekki hefði skil- að sér vegna verðfalls á hörpuskel- fiski. Trausti vildi ekki gefa upplýsingar um skulda- og eignastöðu fyrirtæk- isins umfram það að eiginfjárstaða hefði verið orðið neikvæð í febrúar og að Gjaldheimtan í Reykjavík ætti einna stærstu kröfumar. Hann sagði að fyrir réttu ári hefði verið farið á stúfana um að fá fyrirgreiðslu hjá ýmsum lánastofnunum. „Það hefur tekið heilt ár að fá afsvör frá þeim sem við leituðum til,“ sagði Trausti. Hann sagði að nú síðast hefði form- legri umsókn fyrirtækisins til At- vinnutryggingarsjóðs útflutnings- greina verið hafnað. Hann sagði að flestir kröfuhafar hefðu verið reiðu- búnir til að ganga að frumvarpi til nauðasamninga en sagði að ekki hefði reynst unnt að útvega fé til að greiða það sem óhjákvæmilegt var. Þá sagði hann að vegna ástands á markaði hefðu fasteignir fyrirtæk- isins fallið gífurlega í verði, rætt hefði verið um að selja hluta fast- eigna félagsins við Knarrarvog í febrúar. Þá hefði matsverð húsanna verið 50-55 milljónir en nú hefði það fallið í um 30 milljónir. Trausti játti þvi að hann hefði til athugunar að stofna nýtt félag um áframhaldkndi framleiðslu. „Það er ekki ólíklegt að ég reyni það,“ sagði hann. Trausti sagðist eiga persónu- lega mörg þeirra éinkaleyfa sem fyrirtækið hefði framleitt eftir. „Þannig að tækniþekkingin fylgir í raun og veru ekki fyrirtækinu. Ég gæti líka farið með þetta utan. Það er ljóst að' það eru til fyrirtæki sem hafa áhuga á. að framleiða þessa vöru. En það hefur engin ákvörðun verið tekin um þau mál,“ sagði Trausti Eiríksson. VEÐURHORFUR í DAG, 8. DESEMBER 1988 YFIRLIT í GÆR: Yfir Biskayaflóa er 1.038 mb hæft en 965 mb laegð að náigast Svalbarða á leið norðaustur. Á Grænlandssundi er lægðardrag sem þokast austur og grynnist. Yfir Labrador er 983 mb lægð á hreyfingu austnorðaustur. Veöur fer kólnandi í bili. SPÁ: Á morgun verður vestan- og suðvestan átt á landinu, víðast kaldi eða stinningskaldi. Él verða á víð og dreif um vestanvert landið og við norðurströndina. Þurrt og bjart á austur- og suö- austurlandi. Hitastig á bilinu +1 til +4 stiga frost. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Suölæg eða suövestiæg átt viðast hvar og hlýnandi veður. Rigning um sunnan- og vestan- vert landið, en úrkomulítið norðaustanlands. 10 Hhastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur [T Þrumuveður —Skafrenningur Heiðskírt TÁKN: Q a Lóttskýjað Hálfskýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * # # * * * Snjókoma * # * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma HHÍ veóur Akureyri 5 9 alskýjað Bergén +1 léttskýjað Helsinki +4 snjókoma Kaupmannah. 2 lóttskýja Narsearssuaq +12 léttskýjað Nuuk +8 skafrenningur 0*16 +1 léttskýjað Stokkhóimur +1 snjókoma bórshnfn 8 alslrýjsA Algarve 13 heiðskfrt Amsterdam S skúr Barcelona 4 heiðskirt Bertln 2 slydda Chicago 2 heiðskirt Feneyjar 1 helðskírt Frankfurt 3 Skýjað Glasgow 3 súld Hamborg 0 heiðskfrt Las Palmas vantar London 1 léttskýjað Los Angeles 18 helðskirt Lúxemborg 2 heiðskirt Madríd 4 léttskýjað Malaga 12 skýjað Mallorca 8 þrumuveður Montreal 0 heiðskfrt New York 7 heiðskirt Orlando 1S skýjað Parts 6 hélfskýjað Róm 5 hélfakýjað San Diego 14 heiðskirt Vln 4 skúr Washlngton 6 heiðskfrt Winnipeg +9 léttskýjað Morgunblaðið/Júlíus Jón Vigfússon skipstjóri í brúnni á Eyrarfossi í gærkvöldi, þegar skipið var að leggja upp í síðustu ferð sina frá landinu. Eyrarfoss: Sé eftír skipinu - segir Jón Vigfiússon skipstjóri EYRARFOSS lagði upp í siðustu ferð sína frá íslandi i gærkvöldi eftir að hafa verið í siglingum héðan í átta ár samfleytt. Álafoss, sem er systurskip Eyrarfoss, hélt í síðustu ferð sina í síðustu viku. Að sögn Jóns Vigfússonar skip- stjóra á Eyrarfossi siglir skipið nú til Immingham og Hamborgar, en þar verður vörum umskipað yfír í Brúarfoss, sem er annað tveggja nýrra skipa Eimskipafélagsins. Þau. skip koma til með að leysa fjögur skip Eimskipafélagsins af hólmi, og eru væntanleg til landsins í næstu viku. Eyrarfoss hefur siglt reglu- bundnar fimmtán daga hringferðir til Evrópulanda í átta ár samfleytt, og eru ferðimar sem það hefur far- ið því orðnar um tvö hundruð tals- ins. Jón Vigfússon sagði að skipið hefði líklega iflutt nálægt einni millj- ón tonna á þessu tímabili. „Það er ekkert vafamál að ég kem til með að sjá eftir þessu skipi, því allur aðbúnaður um borð í því er óvenjulega góður miðað við það sem maður á að venjast annars staðar. Maður er reyndar líka orð- inn vanafastur þegar maður er bú- inn að vera svona lengi á sama skipinu," sagði Jón Vigfússon. — Ekki næst að frysta upp í sfldarsamninga FRYSTING sildar á haustver- tíðinni hefur ekki gengið eins vel og vonir stóðu til. Ástæður þess eru helztar að talsvert hefúr verið um átu í sfldinni og ekki veiðzt nægilega mikið af stórri sfld. Þvi tekst ekki að framleiða upp í gerða samninga. Frá þessu er greint I fréttabréfi Ríkismats sjávarafurða frá fyrsta desember. Sambandið hafði samið um sölu á 2.500 tonnum til Japans, en Páll Marísson hjá Sjavarafurða- deild segir að hæpið sé að náist að framleiða upp i þá samninga. Ástæðan væri mikil áta í sfldinni í upphafi vertíðar og of lítið af stórri sfld. Ekki hefði fengizt nægilega mikið af síld, sem uppfyllti kröfur Sambandsmanna um gæði, en tveir bátar hefðu þó skilað afbragðs sfld, Vonin KE og Stjömutindur SU. Helgi Þórhallsson hjá SH segir SÖlumiðstöðina hafa samið um sölu á 3.000 tonnum, en ekki hefði tekizt að frysta upp í þann samn- ing. Ástæður þess sagði hann þær sömu og Páll. „Ég fullyrði að sú sfld, sem fryst hefur verið fyrir okkur hefur verið fyrsta flokks," segir Helgi. „Húsin hafa lagt sig sérstaklega fram við að hafa gott samstarf við okkur og japönsku eftirlitsmennina og hafa gætt þess vel að frysta aðeins síld, sem upp- fyllir kröfur kaupenda,“ segir Helgi. Hann segir ennfremur að íslend- ingar hafí náð fótfestu á þessum markaði og að öllu óbreyttu ætti að vera hægt að selja árlega þang- að um 3.000 tonn af blokkfrystri sfld. Vonir væru einnig bundnar við sölu á blásturfrystri síld til Japan, en hana væri hægt að selja beint til neytenda. Sú blokkfrysta væri hins vegar fullunnin í Japan. Utanlandsferðir: Nær 1% þjóðarinn- ar í dagsferð í haust NÆR 2.000 íslendingar liafa far- ið í sérstakar dagsferðir til út- landa f haust og verða væntan- lega komnir á þriðja þúsundið þegar tvær sfðustu ferðiraar verða farnar um næstu helgi. Starfefólk ferðaskrifetofa segir ljóst að fólk fari fyrst og fremst f þessar ferðir til að versla. Ekki má flytja inn í landið vörur fyrir meira en 20.000 krónur, en Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavíkurflugvelli, segir að hon- um virðist vera minna um það nú en undanfarin ár að fólk sé tekið fyrir ólöglegan innflutning í tollin- um í Fjjjgstöðinni. Þorgeir sagði að tollgæslan væri alltaf á varð- bergi, enda versluðu íslendingar yfírleitt alltaf eitthvað erlendis. Hann sagði að algengast væri að rafmagnstæki ýmiskonar væru gerð upptæk í tolli, en nokkuð væri eihnig af fatnaði og svo áfengi. Ragnar Guðmundsson, formaður Félags vefnaðarvörukaupmanna, sagði ekki hægt að sjá að ferðimar hefðu mikil áhrif á fataverslunina. Fatakaupmenn yrðu einna helst varir við þessar ferðir þannig að fólk kæmi með vörur keyptar er- lendis og reyndi að fá þeim skipt hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.