Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 76
TJöfðar til X Afólks í öllum starfsgreinum! Endurskii í skami FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 VERÐ I LAUSASÓLU 70 KR. Lögreglufélag Reykjavíkur: Fíkmefimlögregla i sjálfboðavinnu Fíkniefhalögreglan vinnur að hluta til í sjálfboðavinnu og Qar- skiptakerfi lögreglunnar í Reykjavík er að hruni komið. Þrátt fyrir að íbúum löggæslusvæðisins hafi flölgað um 8 þúsund á síðasta ári var lögreglumönnum ekki Qölgað. Umferðarlöggæsla er minni en áður þrátt fyrir mikla Qölgun ökutækja. Að sögn Jóns Péturssonar, for- manns Lögreglufélags Reykjavíkur, eru þetta nokkrar þeirra niður- staðna sem komist er að í viðamik- illi úttekt sem félagið hefur látið gera á starfi og aðstöðu Reykjavík- urlögreglunnar. Á næstunni hyggjast lögreglu- menn kynna ástand löggæslumála fyrir ýmsum aðilum, svo sem borg- aryfírvöldum og hverfasamtökum. „Við leggjum þessa skýrslu fram sem umræðugrundvöll fyrir íbúa svæðisins um starfsemi lögreglunn- ar. Við viljum fá fram hvort almenn- ingur sé ánægður með löggæsluna eins og hún er. Ég sjálfur, sem lög- reglumaður og borgari, er það ekki,“ sagði Jón Pétursson. Sovéskur þorskur unninn hér á landi VERIÐ er að gera tilraunir hér á landi með vinnslu á frystum þorski og kolmunna, sem fluttur er hingað til lands fi-á Finn- landi. Fiskinn fá Finnar frá Sov- étríkjunum, I skiptum fyrir kKÍnar vörur, og ætia að auka verðmæti hans með þvi að láta fullvinna hann hér. Verkfræðifyrirtækið Ráðgjöf og hönnun hefur milligöngu um þessa tilraun fyrir fínnska fyrirtækið Rauna Repola. Talsverður hluti viðskipta fyrirtækisins við Sovét- menn eru vöruskipti og hafa Sovét- menn meðal annars boðið físk sem greiðslu. Þegar hafa verið send hingað til iands um 200 tonn af þorski og hann unninn hjá Hval- eyri í Hafnarfírði. Fiskurinn kemur frosinn, er þíddur, hausaður og slægður. Þá hefur talsvert magn af kolmunna borist hingað, en til- raunir með vinnslu hans eru skemmra á veg komnar. Af hálfu Rauna Repola kemur hvort tveggja til greina, að íslend- ingar kaupi fískinn, fullvinni og sjái sjálfír um að koma honum á markað, eða annist einungis vinnsluna hér og fyrirtækið annist markaðssetninguna sjálft. Sjá Viðskipti/atvinnulíf, bis. B 1. „Brunaliðið“ Morgunblaðið/Júlíus Húsið að Undralandi við Suðurlandsbraut, einni síðustu bújörðinni í höfuðborginni, varð eldi að bráð í fyrrinótt. Húsið var látið víkja fyrir skipu- lagi höfúðborgarinnar. Óvenjuleg aðferð var þó notuð við niðurrifið; slökkviliðsmenn í Reykjavík fengu húsið til reykköfúnaræfinga og að þeim loknum var kveikt í því. Nokkrir slökkviliðs- mannanna gátu því með góðri samvisku leyft sér að snúa baki i brennandi hús og brosa fyrir Ijósmyndarann. Spá VSÍ um horfur á næsta ári: Valið er á milli kjaraskerð- ingar og 5% atvinnuleysis Obreytt eftiahagsstefiia þýðir atvinnuleysi 6.000 manna HAGDEILD Vinnuveitendasambands íslands telur að þjóðartekjur dragist saman um 3,3% á þessu ári og 5% á næsta ári. Þar að auki sé kaupmáttur of hár nú miðað við þjóðartekjur og veruleg kaup- máttarskerðing því óhjákvæmileg á næsta ári. Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að hana sé aðeins hægt að fram- kvæma á tvennan hátt: annars vegar með almennum aðgerðum, svo sem gengisfellingu, hins vegar með því að halda óbreyttu raungengi og „óraunhæfúm kaupmætti", sem myndi þá þýða gjaldþrot Qölda fyrirtækja og atvinnuleysi um 6.000 manna, eða 5% vinnufærra. At- vinnuleysi nú er 0,7%. Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofnunar hefur hlutfall launa af þjóðartekjum hækkað úr 60% árið 1984 í nær 74% nú í ár. Þetta hlutfall er nú hærra en nokkru sinni, en var hæst áður árið 1982, 69,8%. „Það er ekki lengur til innistæða fyrir þessum kaupmætti," sagði Þór- arinn V. Þórarinsson. Kaupmáttur mun dragast saman um 3}5% á þessu ári samkvæmt úttekt VSI, en í þjóð- hagsáætlun var því spáð að hann drægist saman um 1%. Þá telur hagdeild VSÍ að þjóðartekjur dragist saman um 3,3% á þessu ári í stað 2%. Þórarinn gagnrýndi hugmyndir fjármálaráðherra um skattlagningu á fyrirtæki á sama tíma og upplýs- ingar væru að berast um stórfellda rýmun eigin fjár fyrirtækja. Hann sagði að nú stæði til að tvöfalda skatt á verslunarhúsnæði, sem versl- unin ætti í raun ekki lengur vegna þess að eigið fé hennar væri upp urið, samkvæmt upplýsingum sem forsætisráðherra hefði nýlega birt. „Ráðherrar heyrast enn tala um að slá á þensluna. Þenslan snöggdó nú í haust og er nú aðeins í ríkisrekstr- inum.“ Hann sagði að gengið yrði líklega ekki fellt fyrir áramót vegna þess að efnahagsreikningar fyrir- tækja yrðu þá ekki eins gimilegur skattstofn. Þórarinn var spurður um hvort lækkun flármagnskostnaðar væri ekki brýnt mál fyrir vinnuveitendur. Hann sagði að vinnuveitendur teldu bankakerfíð of dýrt í rekstri og 7% vaxtamun of mikinn. Ekki mætti þó ganga of hart fram í lækkun vaxta svo að peningalegur spamaður hryndi ekki eins og á 8. áratugnum. Það væri betra að borga háa vexti á peninga sem væm til en að hafa engan spamað í landinu. Sjá álitsgerð VSÍ á bls. 32. Sálmar og nótur á vaxtöflum úr Viðey VIÐ úrvinnslu og rannsóknir á munum þeim sem upp komu við fomleifauppgröftinn í Viðey í sumar kom í ljós að á vaxtöflun- um sem fúndust virðast vera bæði sálmar og nótur. Margrét Hallgrímsdóttir fomleifafræð- ingur á Árbæjarsafni sem um- sjón hefúr með verkinu segir að textar þessir séu frá því fyr- ir siðaskiptin eða um aldamótin 1.500. Uppgreftinum lauk í október sl. og síðan þá hefur verið unnið að úrvinnslu gagna. Munir þeir sem fundist hafa eru úr bæjarrústum frá síðmiðöldum er enn var klaust- ur í Viðey. Meðal þeirra þúsunda hluta sem fundust í sumar má neftia að í matarbúri voru stór vel varðveitt sýruker. Segir Margrét að sýrukerin séu svo til ófúin þann- ig að hægt er að gera við þau og hafa til sýnis. Við uppgröftinn kom í Ijós fjöldi beinagrinda. Margrét segir að beinagrindumar sem fundust séu frá síðmiðöldum og upphafí 18du aldar. Við rannsóknir á þeim hefur komið f ljós að meðal sjúkdóma sem hrjáðu fólk á þessum tíma vom berklar og sullur. Morgunblaðið/Guðmundur Ingólfsson Á þessari vaxtöflu eru nótur efst í hægra horninu. V estmannaeyjar: Kæra vegna vetrarbeitar á Lambhillu SAMBAND dýraverndunarfélaga hefúr sent bæjarfógetanum í Vest- mannaeyjum kæru vegna þess að sex gemlingar hafa verið fluttir f Lambhillu f Stórhöfða til vetrar- beitar. Telur sambandið að þetta varði við lög um dýravemd. Bæjar- fógetinn í Vestmannaeyjum kvaðst í gær ekki hafa fengið kæmna i hendur og vildi ekki tjá sig um rnálið. í frétt í Sjónvarpinu í fyrri viku var sýnt er Eyjamenn fluttu fé sitt á sylluna. LambhiIIa er sögð grasgefín og gras þar grænt allt árið. Um 100 metra þverhnípi er af Lambhillu í sjó niður. I kæmnni segir að þessi siður Eyjamannanna sé arfur þeirra tíma er „ ... þjóðin hafði varla í sig og á og brýna nauðsyn bar til að nýta hverja tuggu". Þá segir að Iög skyldi þá sem halda dýr til að sjá þeim fyr- ir nægilegu vatni og fóðri auk rúm- góðs og skjólgóðs vörslustaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.