Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 30
í^o 8RI JOLAGJOF VEIÐIMANNSI NS Hafnarstræti 5 Simar 16760 og 14800 ENGIN VENJSJLEG BOK MiriMA „engin venjuleg mamma" Konan sem • Sá fram á glæsta framtíð • Tapaði öllu og þar með geðheilsunni • Var í tólf ár á lokuðum stofnunum • Fann loks leiðina út. lielga Thorberg, dóttir Minnu Breiðfjörð lauk við sögu móðursinnar. í upphafi segir Helga meðal annars: „Ég vel þá leið að tala til þín í gegnum bókina. Kannski þarf ég að spyrja þig einhvers. Þannig hef ég þig I íka hjá mér á meðan ég skrifa. Það er bæði Ijúft og sárt eins og lífið sjálft." Þetta er bók, sem ekki er hægt að lýsa, þú verðurað lesa hana. Hálftim milijarði ávísað á næstu kynslóðir Kópa- vogsbúa á 21 mánuði eftirRichard Björgvinsson Á síðum Morgunblaðsins í sl. mánuði mátti nokkrum sinnum sjá tilskrif milli þeirra Áma Grétars Finnssonar, bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfírði, og Guðmundar Áma Stefánssonar, bæjarstjóra Alþýðuflokksins í Hafn- arfírði. Ámi Grétar var ekki ánægð- ur með greiðslustöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og skuldasöfnun hans undir stjóm vinstri meirihlut- ans í Hafnarfírði, krata og komma. Ámi segir að lausaskuldir bæjarins hafí vaxið úr 34 í 148 milljónir kr. það sem af er þessu kjörtímabili og heildarskuldir bæjarsjóðs Hafn- arfjarðar hafi verið komnar upp í 340 milljónir kr. 30. september sl. samkvæmt uppgjöri endurskoðanda bæjarins. Skuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar höfðu þá vaxið úr 94 millj. kr. á miðju ári 1986 upp í 340 millj. kr. á þessum tíma, eða um 246 millj. á 27 mánuðum og greiðslustaðan orðin afleit. Guðmundur Ámi bæjarstjóri þeirra_ var ekki ánægður með þessi skrif Áma Grétars og skrifaði langa grein í Mbl. til vamar, en ekki minnkuðu skuldir þeirra Hafnfírð- inga neitt við þau skrif. Ég vík annars nánar að skrifum Guðmund- ar Árna bæjarstjóra hér á eftir, þó ég ætli mér ekki að blanda mér í deilur þeirra Hafnfírðinga um fjár- mál bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, fjarri fer því. 340 milljónir í Hafiiarfirði — 853 milljónir í Kópavogi Ég skil vel áhyggjur og óánægju Áma Grétars flokksbróður míns með þessa fjármálastjórn þeirra krata, ég kannast vel við slíka stjórn úr mínu sveitarfélagi, Kópavogi. Kópavogur og Hafnarfjörður eru bæir af svipaðri stærð, þó Kópavog- ur sé nokkm fjölmennari. Þannig vill líka til, að uppgjör fór fram á bæjarsjóði Kópavogs miðað við sama tíma 30. sept. sl. og hjá þeim í Hafnarfírði á bæjarsjóði þeirra. Fjármála- og hagsýslustjórinn okk- ar lagði þetta uppgjör fram. En skuldir okkar Kópavogsbúa eða bæjarsjóðs okkar voru ekki 340 millj. heldur 853 milljónir kr., eða tveimur og hálfum sinnum hærri en í Halnarfírði. Á fyrstu 9 mánuðum ársins höfðu þær hækkað um 218 millj. kr. eða 34,3%. í fyrra, 1987, hækkuðu skuldimar um rúmlega 280 milljón- ir kr., samanlagt em þetta 500 milljónir, hálfur milljarður, sem vinstri meirihlutinn í Kópavogi hef- ur á 21 mánuði ávísað á síðari kyn- slóðir Kópavogsbúa. Slegið alla virka daga I fyrra samsvaraði þessi skulda- aukning rúmlega 1,1 millj. kr. á hveijum virkum degi ársins, á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hefur skuldaaukningin orðið 1,3 millj. kr. á hverjum virkum degi, ég segi virk- um degi, því enginn ætlar sveitar- stjómarmönnum að slá mikla pen- inga á laugardögum, sunnudögum og öðmm tyllidögum þegar bæði bt.nkar og grái markaðurinn em lokaðir. Vinstri meirihlutinn í Kópa- vogi hefur því enn hert skuldaróður- inn og slegið sitt fyrra met í slætti. Lausaskuldir bæjarsjóðs Kópa- vogs námu 30. sept. sl. um 360 millj. kr., hækkun á 9 mán.nær 113 millj. kr. og langtímaskuldimar námu á sama tíma um 493 millj. kr., hækkun nær 115 millj. kr. Ef svo heldur fram sem horfír hingað til á árinu þá er líklegt að'skuldir bæjarins verði farnar að nálgast milljarðinn í árslok. Á þessu kjörtímabili einu hafa þær samtals aukist um 623 milljónir til 30. sept. sl. Hallarekstur Samkvæmt þessu uppgjöri frá 30. sept. sl. urðu gjöld umfram tekj- ur þessa 9 mánuði um 68 millj. kr., en á þessu ári skyldi verða af- gangur upp á 78 millj. kr. svo mis- munurinn er 146 millj. kr. á rekstr- inum. í fyrra urðu gjöld umfram tekjur nær 98 millj. kr. Það er því auðséð að enn hallar á ógæfuhlið- ina, því miður. Kostar mikið að skulda mikið Ekki hefur það farið framhjá neinum í þjóðfélaginu, að fjár- magnskostnaður hefur verið hár. Á fyrstu 9 mán. þessa árs nam fjár- magnskostnaður bæjarsjóðs Kópa- vogs um 123 millj. kr. Á öllu árinu 1987 nam hann um 115 millj. kr. Það er auðvitað eðlilegt að þetta vaxi og vaxi þegar alltaf er bætt við skuldimar. Þeim mun meiri ástæða hefði verið til að fara gæti- legar, hafa aðra stefnu, þegar svona er ástatt í þjóðfélaginu. Fjöldinn allur af viðskiptaskuld- um hefur verið á bullandi dráttar- vöxtum meira og minna allt árið. Skuldir við lífeyrissjóði, svo dæmi sé tekið, nema tugum milljóna, við Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogs einan var skuldin milli 25 og 30 milljónir. Skattaskuldir við ríkið nema einnig tugum milljóna og skuldir við almenna viðskiptamenn hlaðast upp og greiðslur til þeirra eru mörgum mánuðum á eftir því sem eðlilegt mætti teljast. Þetta er ill meðferð á fjármunum Kópavogsbúa. Slæm lausaQárstaða — vantar 90 míllj. í kassann til áramóta Ekki er að undra þó lausafjár- staða bæjarsjóðs sé erfíð við þessar aðstæður. Hinn 17. nóv. sl. var lögð fram í bæjarráði greiðsluáætlun fyrir bæjarsjóð fyrir tímabilið 14. nóv. til loka ársins. Þar kom fram að vantaði 90 millj. kr. til að greiða það bráðnauðsynlegasta til ára- móta. Með fylgdi svo „sláttuplan", skuldbreytingar við lánastofnanir og lífeyrissjóði, þ.e. að framlengja skuldir og restina eða 54 milljónir þarf að fá með nýjum lánum hjá viðskiptabanka eða „markaðnum". Samt er það svo, að allt sem hægt hefur verið að greiða með víxlum eða skuldabréfum hefur ver- ið greitt þannig, jafnvel mánaðar- víxlum með smáupphæðir, en það hefur verið einn dýrasti greiðslu- Stykkishólmur: Fundur á vegum Sjálfstæðisflokksins Stykkishólmur. Sjálfstæðisflokkurinn boðaði til fundar í Hótel Stykkishólmi sunnudaginn 27. nóvember. Á fundinn mættu og fluttu framsögu- erindi um stjórnmálaviðhorfið Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Þórðardóttir oddviti Grundfirðinga og Pálmi Jónsson alþingismaður. Fundarstjóri var Eygló Bjarna- dóttir, formaður sjálfstæðisfélagsins Skjaldar í Stykkishólmi. Þingmennimir ræddu viðhorf fyrir störfum stjórnar Þorsteins stjómmálanna í dag, gerðu grein Nú geturðu fengið uppáhalds sultuna þína í sérstökum umbúðum með spraututappa. Þá geturðu fengið þér mátulega af Mömmusultu og sprautað henni beint á vöffluna eða við hliðina á stórsteikinni! SULTAN HENNAR MÖMMU ÞESSI GÓÐA MEÐ SPRAUTUNNI! Pálssonar og þeim örðugleikum í samskiptum meðstjómenda sem þar hefði verið við að etja. Vissu- lega era mörg vandamál framund- an, fyrirtæki og atvinnutæki þann- ig á vegi stödd að til bráðra að- gerða þarf að taka ef vel á að fara. Þá ræddi Sigríður um stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum og þjóðfélaginu og eins hvemig störf hennar í stjómmálum hefðu auk- ist. Traust þjóðfélag byggist á heil- brigðum og heiðarlegum samskipt- um hvers þegns þjóðfélagsins og fyrirtæki verða .að geta tekið við sveiflum í með- og mótvindi. Ýmsir tóku til máls, beindu fyr- irspumum til framsögumanna og komu með athugasemdir. Menn reifuðu byggðamálin og hvemig hægt væri að stöðva þenn- an linnulausa flótta úr byggðum landsins suður á bóginn. Fundur- inn var því góður og gagnlegur og stóð hann í fjórar klukkustund- ir. - Ámi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.