Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÚR 8. DESEMBER 1988 Phil Collins sem smákrimminn Buster i samnefiidri mynd. Taugin ramma Kvikmyndir Sæbjörn Vaidimarsson Buster ★ ★ 1/2 Leikstjóri David Green. Hand- rit Colin Shindler. Kvikmynda- tökustjóri Toni Imi. Tónlist Anne Dudley. Aðalleikendur Phil Collins, Julie Waters, Larry Lamb, Stephanie Law- rence, ElUe Beaven, Kichael AttweU, Ralph Brown og Ant- hony Quayle sem Sir James McDoweU. Bresk. The Movie Froup 1988. Það lítur frekar út fyrir að ár og öld en aldarfjórðungur sé liðinn síðan nokkrir, breskir smákrimm- ar frömdu hið sögufræga og bíræfna rán á póstlest Hennar hátignar. Aðgerðin og aðstæðum- ar minna frekar á Hróa hattar ævintýri en hátæknivædda og kaldrifjaða stórglæpi nútímans. Þetta virðist svo ósköp auðvelt í dag, þó svo að höfuðpaurinn hafi verið með kollinn í lagi. Lestin stöðvuð með halfgerðum leik- fanga-útbúnaði og blessaðir dánu- mennimir í lögregluliði drottning- ar með sprek að vopni. En upp- skeran engu að síður ein milljón punda, sem Guð má vita hvaðer há upphæð í núvirði. Einsog nafnið bendir til er hér fjallað um Buster, annan þeirra sem komst undan með hluta af fengnum og hélt ásamt eiginkonu og dóttur til Acapulco. Stóri draumurinn rættist! En hjóna- komin sáu aldrei útfyrir veröld Sigga sixpensara, óuppdregnir heimalningar sem von bráðar fóru að þrá mun heitar en sandinn, sólina, rommið og ljúfa lífið; Lund- únaþokuna, pöbbana, djúpsteikta fiskinn og frönsku kartöflumar. Því fór sem fór. Spúsan rauk heim fyrren nokkum varði, með dóttur- ina og í humátt hélt Buster, vit- andi af stórdómi yfír höfði sér. Hann reyndist fimmtán ár, reynd- ar með þokugráma og frönskum. Efnið er rakið vafningalaust og satt að segja fer heldur lítið fyrir spennu í frásögninni. Meira gert úr makalausri heimþrá, sem reyn- ist sterkari áhrifavaldur í lífi þessa utangarðsfólks en letilíf og lúxus. Þama er að verki Breska þjóðar- sálin sem kemur reglulega saman um hveija einustu helgi á knæp- um og krám Stóra-Bretlands. Á meðan slíkum samkundum stend- ur mun þetta eyland halda sér- kennum sínum og seiglu. Söngvarinn Phil Collins sýnir að hann getur engu síður ieikið en sungið og gerir smápeðinu Buster ágæt skil. Waters á matar- meiri hlutverk skilið. Hógvær og heldur hversdagsleg skemmtun sem á sínar góðu hliðar. Okkar landsþekkta víkingaskip er hlaðið gómsætum réttum þannig að alliríinna eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi fyrir jólin. Verð pr. mann aðeins kr. 995.- Borðapantanirísíma 2 23 22. FLUGLEIDA ^SSr HÓTEL SUTSA prodoktet Blitsa lökk á parketið og korkinn Níðsterk gólflökk í sérflokki. Spurðu fagmanninn, hann þekkir Blitsa lökk Þú færð Blitsa lökk hjá: Byko, Kópavogi, Byko, Hafnarfirði, Byggt og búið, Kringlunni, Húsasmiðjunni, Litnum, Litveri, Málaranum, Dúkalandi, Dropanum, Keflavík, Skafta, Akureyri, Penslinum, ísafirði, S.G. b.úðinni, Selfossi, Málningarvörum hf., Málningarþjónustunni, Metró, JL-Völundur, og öllum betri byggingavöruverslunum um allt land. EGILLARNASONHF PARKETVAL Ármúla 8, s. 82111. 4 Wm [T ö ■m- |B~\ r » ? 85.40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.