Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 MYNDSKREYTTUR HNOTUBRJÓTUR eftir Rafh Jónsson í kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 20.30, flytur Sinfóníu- hljómsveit íslands ásamt Skóla- kór Kársness jólaævintýrið Hnotubrjótinn eftir tónlist Tsjaj- kofskíjs. Á milli atriða segir Benedikt Árnason, leikari, söguna af hnotubijótnum eftir E.T.A. Hoff- mann og meðan á flutningnum stendur verður varpað á bíótjald- ið 350 vatnslitamyndum, sem Snorri Sveinn Friðriksson, list- málari, málaði. Um tæknilega hlið myndasýningarinnar annað- ist Einar Erlendsson. Kórstjóri er Þórunn Björnsdóttir og hljóm- sveitarstjóri Petri Sakari, aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Sagan um hnotubijótinn fjallar um jólaundirbúninginn og þegar bömin Fritz og Klara fá að gjöf vélvæddar dúkkur og brauðtindáta sem byijað að dansa. Áður en langt um líður öðlast þessi leikföng líf BLAIR DRAUMAR í TUNGUNU BUBBI 0G MEGAS - ÚTGÁFUTÓNLEIKAR og Fritz brýtur hnotubijót í manns- líki í hita leiksins. Um nóttina læð- ist Klara inn í stofu til að hugga hnotubijótinn er á miðnætti birtast mýsnar og styijöld hefst milli þeirra og brauðdátanna. Smám saman éta mýsnar dátana en hnotubijóturinn lendir í einvígi við konung mús- anna, sem lætur lífið þegar Klara kemur til að bjarga hnotubijótnum. Hnotubijóturinn breytist við þetta í glæsilegan konungsson, sem býður Klöm í konungsríkið sitt, Sætinda- land. Seinni þátturinn fjallar um heim- sókn Klöm í Sætindaland og mót- tökumar sem hún fær þar. Tónlist Tsjajkofskíjs endurspegl- ar á meistaralegan hátt heim bams- ins, þar sem ímyndunaraflinu hefur verið gefinn laus taumurinn. Ball- ettinn Hnotubijóturinn hefur verið sýndur í nær heila öld, verkið var fmmflutt í Sankti Pétursborg í des- ember 1892 og þrátt fyrir dræmar viðtökur fyrst, blandast engum Snorri Sveinn Friðriksson lengur hugur um að þetta er frábær ballett. Tsjajkofskíj var þó sjálfur frá upphafi óánægður með söguna um Hnotubijótinn og konung mús- anna eftir Hoffmann sem söguefni fyrir ballettinn. Fyrri ballettar tón- skáldsins, Svanavatnið og Þymirós, höfðu ekki notið hylli áhorfenda en Föstudagskvöld kl. 10:00 Midaverd kr. 900 Opid til kl. 03:00 og tunglfarar stíga dans. Ittn STÓRSÝNING íslenska jazzballetflokksins á „ALLTHAT JAZZ“ Frumsýning 8. des. kl. 21.00 á Hótei ísland. Mióasala fyrir styrktarmeölimi 5. des. Fyrir almenning frá 6. des. Mióaverö kr. 1000.- Mióa og borðapantanir í síma 687111 Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Sóleyjargata o.fl. Laugarásvegur 39-75 Skúlagata Háteigsvegur Sæviðarsund Dyngjuvegur FOSSVOGUR Brautarholt Kársnesbraut 77-139 o.fl. þrátt fyrir það bað Ivan Vse- volozhskíj, forstjóri leikhúsa rússn- eska keisaradæmisins, Tsjajkofskíj um að semja ballett við söguna af hnotubijótnum og fyrir þrábeiðni og áeggjan lét Tsjajkofskíj tilleiðast þótt hann væri oft kominn á fremsta hlunn með að gefast upp á verkinu. Til að nálgast söguna, þannig að allir geti notið verksins, böm sem fuliorðnir, mun Benedikt Ámason, leikari, segja söguna milli atriða. Einnig hefur Snorri Sveinn Frið- riksson, listmálari málað um 350 vatnslitamyndir, sem segja einnig söguna, en á sinn hátt. Til þess að vinna að þessu verki fékk Snorri frí frá störfum sinum í Sjónvarpinu, þar sem hann hefur starfað sem leikmyndahönnuður í nær 20 ár, eða frá 1969. Hann hefur þó tekið sér frí frá störfum nokkuð reglulega í Sjónvarpinu í gegnum árin til að sinna persónulegri listsköpun sinni og haldið nokkrar sýningar. Allir þekkja til verka Snorra, t.d. málaði hann leikmyndina að Gullna hliðinu, sem sýnd var í Sjónvarpinu fyrir nokkrum ámm. Einar Erlendsson sér um tækni- hliðina við að varpa myndunum á vegg, en undanfamar vikur hafa hann og Snorri unnið að málun myndanna, eftirtökum á litskyggn- ur, niðurröðun mynda og markað hverri mynd tíma i tónverkinu. Einar lauk BS-prófi frá Lundún- um 1980 í tæknilegri ljósmyndun. Hann á og rekur fyrirtækið Mynd- verk, sem starfar á ýmsum sér- hæfðum sviðum ljósmyndunar, s.s. framköllun litskyggnufílma, stækk- un litskyggna á pappír og fleira. Einar sér t.d. um að varpa á skjá textum í óperusýningum. Afskaplega mikilvægt er, að þeg- ar skipt er á milli litskyggnanna, þá „hoppi“ myndirnar ekki til á tjaldinu. Til þess að slíkt gerist ekki, þarf að setja myndimar með mikilli nákvæmni í rammana og segir Einar, að ekki skeiki meira en 1/250 úr millimetra. Þegar myndunum er svo varpað á tjaldið renna myndimar áreynslulaust saman og mynda þannig eina heild. Til að tryggja, að myndskiptin verði í takt við tónlistina, hefiir Einai* tölvuvætt myndskiptingamar. í skólakór Kársness eru böm og unglingar á aldrinum 10—14 ára og syngur kórinn vals snjókorn- anna. Kórstjóri er Þórunn Bjöms- dóttir en hún er tónmenntakennari Kársness- og Þinghólsskóla. Hljómsveitarstjóri á fjölskyldu- tónleikunum verður Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri. Hann hefur á stuttum ferli sínum hérlendis hlot- ið frábærar viðtökur. Hann er að- eins þrítugur að aldri, fæddur í Finniandi, þar sem hann hlaut að mestu tónlistarraenntun sína. Hann nam fíðluleik og stundaði samhliða nám í hljómsveitarstjórn í heimabæ sínum, Tampere, en hóf síðan nám við Síbelíusar-akademíuna í HeÍB- inki. Petri lék með Útvarpshljóm- sveitinni í Helsinki og hefur stjóm- að henni auk fjölmargra annarra hljómsveita innan Finnlands og á öðmm Norðurlöndum. Höfimdur er blaðafiilltrúi Sin- fóníuhljómsveitarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.