Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 Frá Blok til Brodskís Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Geir Kristjánsson: IJNDIR HÆLUM DANSARA. Ljóðaþýðingar úr rússnesku. Mál og menning -1988. Geir Kristjánsson hefur áður þýtt mikið eftir rússnesk skáld og reyndar annarra þjóða skáld líka. í Undir hælum dansara eru eingöngu rússn- esk ljóð. Safnið hefst á ljóðum eftir Alexander Blok (1880-1921) og end- ar á ljóðum Jósefs Brodskís (1940-). Eins og ljóst má vera af lestri Undir hælum dansara er Geir Kristj- ánsson einn af okkar bestu ljóðaþýð- endum. Með safninu hefur honum tekist að veita lesendum innsýn í rússneska ljóðlist, skáldskap sem þegar er orðinn klassískur og um leið kynna þá sem djarflegast yrkja. Það telst einn helsti fengur bókar- innar að eiga kost á ljóðum Andrejs Voznésénskís á íslensku, en hann er það sovéska skáld, eins og þýðandinn bendir á sem kemst einna næst því að geta kallast módemisti. í Veð- hlaupabrautinni í vetrargaddi, svo að dæmi sé tekið, er Voznésénskí mælskur og myndríkur. Myndsköpun hans er óvenjuleg. Um hest sem ligg- ur uppíloft í 45 stiga gaddi segir hann að „uppúr galopnum munni hans,/ og stutt einsog uppréttur tappatogari/ á litlum pennahníf, stendur/ harðfrosin/ sálin". Þetta litríka ljóð ijallar ekki síst um sálir, bæði manna og dýra, þótt á yfirborð- inu virðist það snúast um veðhlaupa- hesta. Meðal annars er vikið að Húsi skáldanna í Pérédélkíno þar sem sumir hafa fest grisjudúk fyrir vind- augað sitt „svo að stórsnjallar hug- myndir þeirra/ fljúgi þar ekki burt eins og flugur". Andrej Voznésénskí getur minnt á Vladimír Majakovskí sem Geir Kristjánsson þýðir nokkur ljóð eftir í Undir hælum dansara (titillinn sótt- ur til Majakovskís), en hefur áður kynnt rækilega. Ekki langt frá ljóð- heimi Majakovskís, mælsku hans og líkingamáli, er líka staddur Évgéní Evtúsjenkó. Jósef Brodskí dregur aftur á móti dám af Önnu Akhmatovu og Osip Mandelstam. Kaldhæðni hans kemur vel fram í Minnisvarðanum sem hermir frá því að reisa skuli minnis- varða sem ekki fari í taugamar á neinum og allir muni dást að: „Já, við skulum reisa lyginni minnis- varða!" Eftir Önnu Akhmatovu eru mörg ljóð í Undir hælum dansara. Meðal ljóða eftir Osip Mandelstam er hic örlagaríka Stalínskvæði sem átt þátt í útlegð skáldsins og dauða Síberíu. Hér éru líka ljóð eftir Marírn Tsvétajevu, en hún er meðal þeim rússnesku skálda frá fyrstu áratug um aldarinnar sem vinna sífellt á o{ ná eyrum fleiri og fleiri um allai heim. Nokkur ljóð eru eftir Serge Ésénín og ekki nema tvö eftir Boris Pastemak. Annað þeirra neftiisl Humall. Þetta ljóð segir heilmikið um snilld skáldsins og list þýðandans: Hér leitum við skjóls í rigningunni undir pílviði, alþöktum bergfléttu- stöndum með frakkann minn yfir herðunum, og ég vef þig örmum. En ég sé nú, að mér hefur skjátlast. Um þessar greinar vefst ekki bergflétta, heldur áfengur humall. Svo breiðum þá frakkann undir okkur. ýve#,,r perur i/i d$‘ 73,7° pefUr 1/2 d&' 49,5° vtir1/1 ^s* fíl ^eXt cfí 80,5° 'f 1/2 extir 5l»50 74,4 Ferskjur Ferskjur 1/2 ds 49,1° l/l (JS' A*anas !JCU.6° 425 gr-* AnanadT“*’10 425 gC'as perur r~ur <0 685168. Jólasveinalandiö Sjón er sögu ríkari. Ævintýraheimur fyrir börn ó öllum aídri. Opið frá kl. 9-22 til jóla Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 Jólatrén okkar eru óvenjufallég í ór. Komið í jólaskóginn og vel norðmanns H\IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.