Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 37
MORQyNJjlAÐp, FI^TUpAGUR 8. Ij^^fi,j.^8 M Pressens Bild Sænska herskipið Vasa, sem sökk i sinni fyrstu siglingu árið 1628 og fannst árið 1961, er hér flutt inn í nýja byggingu sem reist var sérstaklega til að hýsa það. Vasa verður þar til sýnis fyrir almenning árið 1990. Svíþjóð: Síðasta sigling herskipsins Vasa Stokkhólmi. Frá Claus Laurén. HERSKIPIÐ Vasa, sem Gústaf II Svíakonungur lét smíða, er á margan hátt táknrænt fyrir hið forna stórveldi Svía. Skipið hlaut sömu örlög og margir fallegir stórveldisdraumar. Þetta glæsilega skip sökk i höfii Stokkhólms í sinni fyrstu siglingu árið 1628 en nú 360 árum sfðar hefur því verið komið fyrir í nýiri byggingu þar sem það verður framvegis til sýnis. Konungurinn hafði skipað svo viði og ákvað að reyna að ná skip- fyrir að bæta skyldi þriðja þiifar- inu fyrir fallbyssur á skipið. Þetta átti að verða stærsta herskip heims en þyngdarlögmálið lét til sín taka. Yfirbygging skipsins var svo þung að því hvolfdi starx er vind tók að hreyfa. Menn höfðu haft efasemdir um sjóhæfni skipsins en enginn þorði að færa það á tal við konunginn. Það hefði líklega kostað þá höfuð- ið. Því fór svo að fjöldi manna drukknaði þegar skipið sökk. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þetta slys með því að setja ballest í skipið en menn áræddu ekki vefengja visku konungsins. Næstu áratugina var af og til reynt að ná skipinu upp úr sjónum en tækninni var nokkuð áfátt á þeim tíma. Þremur öldum síðar tókst að ná fimmtíu fallbyssum. Síðan féll skipið í gleymsku þar til árið 1956, er maður að nafni Anders Franzén bytjaði að slæða höfnina eftir að hafa lesið um örlög skipsins. Franzén fann flísar úr gömlum mu upp. Hann losaði skipið af botninum og flutti það í átt að Kastalahólmi. Þar lá skipið á tíu metra dýpi uns því var lyft úr sjónum árið 1961. Þá hófust tímafrekar, dýrar og erfiðar viðgerðir og næstu þrjátíu árin flykktust ferðamenn að skip- inu til að beija það augum. Á þriðjudag var skipið loks flutt að nýrri byggingu, sem reist hefur verið yfír það í nágrenninu. Meðan beðið var eftir því að skipið yrði fært inn í bygginguna, sem ekki var alveg tilbúin, stóðu hópar blaðamanna og ljósmyndara í ná- grenninu og biðu þess að skipinu hvolfdi í annað sinn. Það hefði að sönnu verið fréttaefni. Byggingin er að hluta til undir sjávarmáli og því þurfti að styrkja hana til að koma í veg fyrir að sprungur mynduðust. Tölvur sjá um að hitastigið sé ávallt hæfílegt til að tryggt sé að viðurinn skemmist ekki af völdum hita- breytinga. Vasasafnið verður opn- að fyrir almenning árið 1990. Bretland: Á að leggja Englandsbanka niður? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, Créttaritara Morgunblaðsins. LEIÐIN til að vinna bug á verð- bólgunni er að einkavæða prent- un peninga, að því er segir í nýju riti eftir Kevin Dowd, hag- fræðing við háskólann í Notting- ham, sem Institute of Economic Affairs í Lundúnum gefúr út. Höfundurinn segir, að Englands- banki hafí staðið sig jafnilla og mörg önnur ríkisfyrirtæki og tapað stórfé í gegnum tíðina. Sá siður flármálaráðherrans núverandi að hækka vexti geri aðeins illt vera. í ritinu er lagt til, að markaðsöfl- unum verði leyft að leysa þennan vanda. Englandsbanki verði lagður niður og ríkið svipt valdi til að gefa út peninga. Ríkið heimili nokkrum bönkum að gefa út peningaseðla eins og þeir vilji og láti síðan mark- aðinn ráða, hvaða mynt haldi velli. Þetta fyrirkomulag stöðvi allan óeðlilegan vöxt í hagkerfmu, dragi úr þrýstingi sem veldur verðbólgu og auki það traust, sem borið sé til gjaldmiðilsins á Bretlandseyjum. Dowd telur, að í markaðskerfí þurfi verð að skila réttum boðum til kaupenda. Til að það gerist þurfi stöðuga mjmt, sem ekki fái þrifíst við núverandi kerfi. Þekktasti talsmaður þessarar hugmyndar er F. A. Hayek. Charles Goodhart, prófessor við hagfræði- skólann í Lundúnum, segir marga hagfræðinga aðhyllast þessa hug- __ mynd og hún sé vel framkvæman- leg. Talsmaður Englandsbanka hló, þegar T/ie Sunday Times hafði sam- band við hann í tilefni af útkomu ritsins. Talsmaður fjármálaráðu- neytisins taldi hugmyndina fráleita. Árið 1977 lagði Institute of Ec- onomic Affairs til, að Breska stálfé- lagið yrði selt. Þá var sú uppá- stunga talin hlægileg. Pakistan: Sameínast í forsetakjöri Islamabad. Reuter. BENAZIR Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, og andstæðingar hennar á þingi ætla að standa saman að endurkjöri Ghulams Ishaq Khan sem forseta 12. desember nk. Tikka Khan, ráðgjafí Bhuttos og fymun yfirmaður hersins, hafði hug á að bjóða sig fram til embættisins en hefúr nú lagt þau áform á hilluna. Ishaq Khan var forseti öldunga- um að draga úr óvild milli þeirra deildar þingsins en tók við forseta- tveggja fylkinga, sem börðust í embættinu í ágúst sl. vegna frá- síðustu kosningum. Talsmaður falls Zia-ul-Haqs, leiðtoga her- Bhuttos sagði á þriðjudag, að Tikka stjómarinnar, en hann lét lífíð í Khan, sem gat sér gott orð í stríðinu flugslysi. APP-fréttastofan pakist- við Indveija árið 1965, hefði verið anska segir, að Ishaq Khan hafi skipaður ríkisstjóri í Punjab, fjöl- reynst mannasættir og gert sér far mennasta ríkinu. ÁÐ NOTTU OG DEGI SUPERGLANDIN HUÐNÆRlNG inniheldur GLA (Gammalínólsýru), sem er fjölómettuð fitusýra. GLA er líkamanum eiginleg og hvert'ur því strax inn í húðina í stað þess að liggja utan á. Superglandin húðnæring • Hindrar öldrun húðarinnar fyrir tímann • Kemur í veg fyrir uppþornun og eykur mýkt húðarinnar • Eykur blóðstreymi og styrkir frumuveggina Superglandin húðnæring er heilsuvara og sænskir læknar og húðsérfræðingar hafa mælt með notkun hennar við margskonar húðvandamálum. Superglandin gjafapakknin" ‘ 10% afsláttur Dagkrem, næturkrem og næringarhylki. Dagkrem, næturkrem og næringarhylki. INNFLUTNINGSVERSLUN Kristm SÍMI 611659 Skólabraut 1 • 170 Seltjarnarnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.