Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 HæífwsWiil.J M Menninear- sagár Minningarmörk í Hólavallagarði eftir Bjöm Th. Bjömsson Glæsileg bók, prýdd flölda Ijósmynda um sögu gamla kirkjugarðsins viö Suöurgötu. Höfundurinnn segir af alþekktri stílfimi og andríki frá ýmsu því fólki sem þar hvílir. Hann rekur sögu steinsmíöa og leg- steinagerðar, sem veröur jafnframt saga íslensks handverks, auk þess sem varp- að er Ijósi á tíðarandann hverju sinni. Þessi bók er allt í senn: persónusaga, listasagaog Reykjavíkursaga. rTTTFl ■)i.!/...)/ ' <■ u'/. BJÖRN TH. BJORNSSON _ 'Jfr í.v ®M®y®A0JÍ3JRÖI I tfcJy) tflu/- mm Mál imi og menning Laugavegi 18. Sími 15199-24240. Síðumúla 7-9. Sími 688577. Minning: Þóra V. Jónsdóttir Fædd 24. apríl 1898 Dáin 29. nóvember 1988 Ævidagur ömmu minnar, Þóru Valgerðar Jónsdóttur, er að kvöldi kominn. Hún lést á 91. aldursári á sjúkrahúsinu á Selfossi 29. nóvem- ber sl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Þóra Valgerður, eins og hún hét fullu nafni, fæddist á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð 24. apríl 1898. For- eldrar hennar voru Þórunn Bjarna- dóttir frá Núpi á Berufjarðarströnd og Jón Bjamason frá Dölum við Fáskrúðsfjörð. Hún var ein fjögurra systra, en þær voru Sigríður og Elísabet sem eru látnar og Málfríð- ur sem er á lífi 92 ára gömul. A bemskuárum þeirra systra fluttu margir íslendingar til Ameríku og tók fjölskyldan sig upp og lagði af stað þangað þegar jörðin sem þau bjuggu á var tekin undir hvalveiði- stöð. En margt breytist á langri ferð. Þegar til Reykjavíkur kom bauðst föður þeirra systra skipsrúm svo að ferðin varð ekki lengri. Birting af- mælis- og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargrein- ar til birtingar endurgjalds- laust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á skri&tofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein sem birtast á í þriðjudagsblaði að berast fyrir hádegi á laugardegi og grein, sem birtast á í miðvikudags- blaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. 29. október 1921 giftist amma mín Einari Guðmundssyni, bifvéla- virkja, syni hjónanna Guðmundar Þórðarsonar og Guðfinnu Einars- dóttur, sem bjuggu á Fellsenda í Þingvallasveit. Einar lést 7. mars árið 1946. Þau hjónin eignuðust flögur böm. Þau eru: Guðfínna, ekkja Jóns Jónssonar, bónda í Stóradal, Austur-Húnavatnssýslu. Þau eignuðust 5 dætur. Guðmund- ur, kvæntur Helgu Nikulásdóttur. Þau eiga fjögur böm. Jón, kvæntur Jónu Sigurðardóttur, og Valgerður, ekkja Amars Valdimarssonar. Seinni maður hennar er Magnús Jónsson. Hún á þrjú böm. Afkom- endur Þóm eru nú orðnir yfir 40. Amma hafði yndi af fallegum söng og hafði sjálf fallega söng- rödd. Hún söng mikið á sínum yngri árum, meðal annars með bama- stúlkukór og síðar unglingakór, og oft á tíðum söng hún einsöng með þessum kómm. Hún söng líka oft með nokkmm söngfélögum sínum við ýmis tækifæri. Síðar starfaði hún í Fríkirlq'ukómum. Þar naut hún sfn vel því hún var mjög trúuð kona. Ég minnist ömmu þar sem hún sat við gluggann sinn og hlust- aði á messur í útvarpinu. Þá hafði hún sálmabókina sína einatt við höndina og raulaði með.. Amma starfaði lengi með Hvíta bandinu og þótti henni alltaf vænt um þann félagsskap. Hún var gæslukona á leikvöllum borgarinn- ar um árabil, lengst af á „róló“ við Hringbraut, og muna margir sem aldir em upp í vesturbænum eftir henni þaðan. Tvisvar fór hún til Danmerkur. í fyrra skiptið fór hún með dönskum hjónum sem hún var í vist hjá áður en hún giftist. Hún fór aftur til Danmerkur þegar hún var orðin vel fullorðin, og talaði oft af mikilli hrifningu um þá ferð. Hana dreymdi líka alltaf um að fara í siglingu með skemmtiferða- skipi, en því miður rættist sá draumur hennar aldrei. En amma var gamansöm og létt og það sem hún komst ekki sjálf lét hún sig ekki muna um að fara í huganum. Henni var eiginlegt að gera gott úr hlutunum og líta á björtu hliðam- ar. Það kom henni vel þegar aldur- inn færðist yfir og heilsunni fór að hraka. Á efri árum fór hún að sauma út. Þetta tómstundagaman stytti henni margar stundirnar. Alltaf var hún jafn hreykin þegar hún var að sýna hvað hún væri búin að sauma mikið síðan síðast. Amma vildi helst búa heima hjá sér og hugsa um sig sjálf. Hún bjó í íbúðinni sinni á Brávallagötu 46 fram á síðastliðið vor. Hún hefði eflaust ekki getað verið svo lengi heima ef nágrannakona hennar, Jóna Bjartmarsdóttir, hefði ekki hjálpað henni eins mikið og raun bar vitni. Hún leit til ömmu daglega og hjálpaði henni með ýmislegt. Jóna á miklar þakkir skildar fyrir. Dætur Valgerðar, Inga og Bára, voru ömmu mikil stoð á síðustu árum. Þær aðstoðuðu hana við heimilishaldið og ýmislegt s.s. versl- unarferðir og fleira. Einnig dvaldi amma oft hjá þeim og Einari bróð- ur þeirra og konu hans Hafdísi. í gegnum tíðina átti amma líka skjól hjá bömum sínum og öðmm bama- bömum. Amma veiktist siðastliðið vor og lá á Borgarspítalanum í nokkrar vikur. Þaðan fór hún á hjúkranar- heimilið á Kumbaravogi og naut þar góðrar umönnunar. Með vetrar- komu versnaði heilsa ömmu mikið og var henni hvíldin því kærkomin. Hún amma mín var þess alveg full- viss að okkar biði annað og meira en lífíð hér á jörð og að hún myndi hitta þá sem á undan væru gengnir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elínborg S. Jónsdóttir jjMRM í •- ■ M I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.