Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1988 Talsmaður Grænfriðunga: Viðskiptaþvmganir eru neyðarúrræði JAKOB Lag-ercrantz, sem stjórnar baráttu samtaka Grænfriðunga (Gre- enpeace) gegn hvalveiðum um allan heim var í stuttri heimsókn hér á landi i vikunni. Lagercrantz var hingað kominn til að kynna ráðamönn- um og almenningi sjónarmið samtaka sinna og koma á framfæri kynn- ingarbæklingi á íslensku um starf þeirra. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Lagercrantz um samtök Grænfriðunga og erindi hans hingað til lands. - Margir íslendingar telja að hvalavinir séu fyrst og fremst tilfinn- ingasjúkir stórborgarbúar sem hafi slitnað úr öllum tengslum við náttúr- una og varpi nú ást sinni á stór, glæsileg en umkomulaus dýr sem þeir vita í rauninni ekkert um. Sú hlið starfs Grænfriðunga sem allir Islendingar þekkja er baráttan gegn hvalveiðum. Hveijar eru helstu rök- semdir ykkar? Það má segja að við höfum byijað að mótmæla hvalveiðum á alþjóðavettvangi fyrir 15 árum en varla hugað að íslenskum veiðum fyrr en 1978. Á síðasta ári hófum við að beita nýjum aðferðum þ.e. hvetja fólk og fyrirtæki í þrem lönd- um, Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum, til að kaupa ekki íslenskan fisk. Þetta er neyðarúr- ræði, fortölur í tíu ár hafa ekki bo- rið árangur. Með þessu vildum við þrýsta á íslensk stjómvöld. Það er ríkisstjómin sem getur með aðgerð- um sínum bundið enda á viðskipta- þvinganimar þegar í stað. Eitt af vandamálum okkar, sem reyndar er okkur sjálfum að kenna, er að mál- staður okkar er illa kynntur á ís- landi. Síðustu mánuði hef ég séð greinaskrif í ýmsum blöðum og rit- um að við rökstyðjum ekki skoðanir okkar heldur sé þetta allt byggt á tilfinningavellu, við séum ofstækis- menn. Þessum ranghugmyndum vilj- um við breyta. — Þú kannast vafalaust við samtök sem nefnast Sea Shepherd... Já en þau koma okkur ekkert við. Við emm algerlega á móti þeim samtökum, berum enga ábyrgð á þeim. Við erum á móti öllu ofbeldi og höfum aldrei beitt slíkum að- ferðum, t.d að sökkva hvalveiðibát- um. Maðurinn, sem stjómar Sea Shepherd, var Grænfriðungur á átt- unda áratugnum en var rekinn úr samtökunum því að hann var ekki húsum hæfur. Eg vil einnig taka það skýrt fram að samtök Grænfriðunga hafa engan viðurkenndan talsmann á íslandi. Sem dæmi um vanþekkingu á baráttu okkar vil ég nefna forystu- grein í Dagblaðinu/Vísi hinn 28. október þar sem sagt var að Græn- friðungar skiptu sér ekkert af því hvemig stórveldin menguðu úthöfin Jakob Lagercrantz:„Samtök Grænfriðunga hafa enjgan viður- kenndan talsmann á Islandi." m.a. með því að fleygja lq'amorkuúr- gangi þar. Þetta er alrangt. Löngu áður en við fórum að skipta okkur af hvalveiðum íslendinga hófum við baráttu gegn sjávarmengun. — Hvað segið þið um þær röksemdir hvalveiðisinna að gera verði greinarmun á hvalategundum; sumar hafi verið ofveiddar en af öðmm, þ.á m. þeim tegundum sem íslendingar veiða, hafi verið veitt hæfilega mikið um áratuga skeið, stofnamir verið nýttir skynsamlega? Alþjóða hvalveiðiráðið sam- þykkti 1982 að stöðva allar hvalveið- ar í fjögur ár vegna mögulegrar of- veiði. Þessi ákvörðun var ekki byggð á vísindalegum sönnunum heldur því að gæta yrði fyllstu varkámi. Af- staða Grænfriðunga byggist á sömu rökum og ég minni á að 1983 sam- þykkti Alþingi að stöðva hvalveiðar. Svonefndar vísindaveiðar íslend- inga, sem þeir hófu þótt fleiri þjóðir hafi síðan fylgt í kjölfarið, em svo umfangsmiklar að við teljum þær í reynd framhald hefðbundinna hval- veiða. — Víkjum að öðm. Fyrir nokkmm ámm báðust fulltrúar Grænfriðunga, sem staddir vom á Grænlandi, afsökunar á því að bar- átta samtakanna gegn meintri of- veiði Kanadamanna og Norðmanna á sel olli Grænlendingum þungum búsiflum, þar sem selskinn hættu að seljast. Var í lagi að fóma græn- lenskum byggðum vegna ofveiði annarra þjóða? Það vom mörg samtök sem á sínum tíma börðust gegn seladráp- inu, Grænfriðungar vom meðal þeirra. Það var aldrei ætlunin að hindra selveiðar Grænlendinga og það var skýrt tekið fram en því mið- ur komst sá hluti málflutnings okkar ekki nógu vel til skila. Þess vegna bannaði EB allan innflutning á sel- skinnum, einnig grænlenskum, árið 1983. — Hafið þið reynt að bæta fyrir þetta síðar? Já við höfum reyndar rekið fyr- ir því áróður í Danmörku að fólk keypti grænlensk selskinn en auðvit- að getum við ekki skipað fólki fyrir KAUPFELOGIN „Veiðitími“ Ný skáldsaga eft- ir J.K. Mayo ÚT ER KOMIN ný skáldsaga, „Veiðitími", eftir J.K. Mayo. Er það önnur sagan í bókaflokknum „Spennusögur Suðra“. Á kápusíðu segir m.a.: „Veiðitími er fyrsta bók J.K. Mayos og hefur unnið honum geysilegar vinsældir sem höfundi spennusagna. Harry Seddall er ný manngerð í hópi undir- heimaspæjaranna, hann er óræður og einkennilegur í háttum, hann gerir gys að sjálfum sér og fyrirlítur hræsnina og yfirborðsháttinn sem er svo ríkjandi í þjóðfélaginu. En undir hjúpnum er traustur og áreið- anlegur maður sem leggur ótrauður til atlögu við hið illa. Dómar um „Veiðitíma" hafa allir verið á einn veg: Þetta er frábær spennusaga sem ekki er hægt að leggja frá sér fyrr en að síðustu blaðsíðunni le- sinni.“ „Fjallavirkið“ Ný skáldsaga eftir Desmond Bagley Komin er út í íslenskri þýðingu ný skáldsaga eftir Desmond Bagley, „Fjallavirkið". Á kápusíðu segir m.a. um efni sögunnar: „Hér er á ferðinni frábær spennusaga, sem gerist í Andesfjöll- um. Flugstjóri er neyddur til þess að nauðlenda þar hátt uppi og þeir sem af komast lenda í átökum við harðsvíraðan bófaflokk sem stendur að mannráni. Nokkrir af áhöfninni snúast til vamar, en aðrir leggja af stað til þess að leita hjálpar. Þegar líður að lokum þessarar óvenjuat- burðaríku sögu, nær ævintýri þeirra félaga hámarki, sem er jafn óvænt og það er æsispennandi." Bókin er 311 bls. að stærð. Torfi Ólafsson íslenskaði hana, en útgef- andi er Suðri. Ævintýrabækur frá Skjaldborgu SKJALDBORG hf. heftir gefíð út þijár myndabækur sem heita „Grísimir þrír“, „Gullbrá og bimimir þrfr“ og „Rauðhetta". Teikningar era eftir Stephen Cartwright. í fréttatilkynningu Skjaldborgar segir m.a: „Gömlu góðu ævintýrin eru alltaf í fullu gildi. Hér mynd- skreytt og endursögð í því augna- miði að laða að sér byijendur í lestri og yngri böm.“ Bókin er 209 bls. að stærð. Torfi Olafsson gerði íslensku þýðinguna. .. Bækur fvrir bvrjendursssa GRÍSIRNIR ÞRIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.