Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.12.1988, Blaðsíða 41
88ei aaaM38aa .8 flUOAaiJTMMia .QIQAJamJOHOM_______________________________._____________;________ . MöRGlíJSJBLAÐffi7r3MMTÍlDAjGUR 8. DESEMBEE.1988 ^.,».,.„,..,„.„»„,,,„^»„„.41 Útifundur við Alþingi: Palestínu- ríki verði viðurkennt FÉLAGIÐ Ísland-Palestína efnir til útiíundar á morgun fyrir fram- an Alþingishúsið. Tileöii fundar- ins, sem hefet kl. 17, er að 1 ár er Uðið frá þvi að uppreisn Pal- estínumanna á herteknu svæðun- um hófet. í frétt frá félaginu segir, að skor- að sé á íslensk stjómvöld að viður- kenna hið nýstofnaða Palestínuríki. Félagið skorar á alla að mæta á fund- inn og láta í ljós stuðning við mál- stað Palestínumanna. Þá segir að félagið standi nú fyrir peysusöfnun handa palestínskum föngum í ísraelskum fangelsum, en þeir séu um 20.000. Fangelsisyfír- völd í ísrael heimili aðeins dökkbláar peysur með V-hálsmáli. Peysumar skal senda til Rauða krossins, Rauð- arárstíg 18, Reykjavík, merktar „Pa- lestína-fangar". Þeim, sem ekki geta gefið peysu, er boðið að greiða framleiðslukostnað einnar peysu, kr. 1200, inn á gíró- reikning nr. 1136. Féð verður sent til palestínska Rauða hálfmánans (samsvarandi Rauða kross íslands). Dansarar í „All that Jazz“. ÍSLENSKI jazzballettflokkurinn frumsýnir „AIl that Jazz“ á Hót- el íslandi í kvöld kl. 21.00. Stjórn- andi er Karl Barbee og er sýning- in tileinkuð Bob Fosse, sem er nýlátinn. Þetta er flórða verk- Norski laxinn tefur ekki íslenskt fiskeldi - segir fi*amkvæmdastjóri Lands- sambands fískeldismanna Kór Langholts- kirkju flytur verk Bruckners * Islenski jazzballettflokkurinn: Frumsýning á „All that Jazz“ 1 kvöld „Við lýsum furðu okkar á ýmsum niðurstöður rannsókn- anna, einkum þeim sem snúa að norskum eldislaxi hérlendis. Þær yfirlýsingar að norski laxinn teQi framgang íslensks fiskeldis eru staðlausir stafir," segir Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis-og haf- beitarstöðva. Rannsóknir þær sem hann vitnar hér i voru unnar af vistfræðideild Veiðimálastofii- þessara manna til rannsókna þegar niðurstöðurnar verða með fyrr- greindum hætti. Sannleikurinn er sá að þær eldisstöðvar sem nota norska laxinn ná mun meiri arðsemi í útflutningi en þær stöðvar sem nota eingöngu íslenskan lax. Sem dæmi má nefna að í útflutningi er yfir 60% norska laxsins 3 kíló að þyngd eða meira en 60% íslenska laxsins nær ekki þeirri stærð. Út- reikningar á arðsemi sýna hinsveg- efiú flokksins og hið fyrsta á þessu starfeári. Starfsemi íslenska jazzballett- flokksins hófst á síðasta ári og voru þá þijár boðssýningar til kynningar á flokknun og söfnunar styrktar- meðlima. „All that Jazz“ er fyrsta stórverkefni flokksins en sýningin er endursköpun Karls Barbee á samnefndri kvikmynd Bob Fosse. Dansarar eru Júlíus Hafsteinsson sem dansar aðalhlutverkið Joe Gideon, Margrét Ólafsdóttir, Irma Gunnarsdóttir, Nadia Banine, Katrín Ingvadóttir, María Kristj- ánsdóttir, Ágústa Kolbeins og Soffía Marteinsdóttir. KÓR Langholtskirkju flytur kórverk eftir austurríska tón- skáldið Anton Bruckner ásamt blásarasveit í Langholtskirkju dagana 10. og 11. desember. Fluttar verða 5 mótettur og messa í e-moll. Þetta er í fyrsta sinn sem messan er flutt hér á landi. Æfingar hafa staðið yfír frá því í byrjun september. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Félagar í kómum em nú 75. Bruckner-tónleikarnir era fyrsta stórverkefni vetrarins. Næstu tón- leikar era árlegir Jólasöngvar kórsins og verða þeir 16. desem- ber. Eftir áramót er áformað að æfa Jazzkantötu eftir Gunnar Reyni Sveinsson, auk þess sem ætlunin er að fara með efnisskrá út á land í lok maí. Sem fyrr segir verða Brackner- tónleikamir 10. og 11. desember kl. 17.00 báða dagana. Forsala aðgöngumiða er hjá ístóni, Ey- mundsson og í Langholtskirkju. (Fréttatilkynning;) Vitni vantar Rannsóknarlögreglan í Hafn- arfirði lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á Hafnar- fjarðarvegi, sunnan við Kópa- vogsbrýr um klukkan 17.20 á þriðjudag. Brúnn Bronco-jeppi og rauður Ford Escort rákust þar saman og skemmdust báðir bílamir nokkuð. Okumönnunum ber ekki saman um aðdragandann og era vitni beðin að hafa samband við Hafn- arfj arð arlögreglu. Fjórar konur slös- uðust vegna hálku FJÓRAR fullorðnar konur féllu í hálku, beinbrotnuðu og voru fiuttar á sjúkrahús, milli klukkan hálfiníu og rúmlega tólf á hádegi á þriðjudag. Laust eftir hálfníu féll kona á hálkubletti skammt frá Domus Medica. Um hálftíma síðar slasaðist kona er hún féll í hálku í Langa- gerði. Þriðja slysið varð í Efstasundi laust fyrir klukkan hálfellefu og klukkan tíu mínútur yfir tólf slasað- ist kona er hún féll í hálku á mótum Langholtsvegar og Snekkjuvogar. Mörg loðnuskipamia landa nær daglega Hnúfubakur veldur sjómönnum óþægindum unnar og fjölluðu um hlutfall eldislax í laxveiðiám við Faxa- flóa. í niðurstöðum þeirra var m.a. lagt til að norskum eldislax sem hér er ræktaður í tveimur eldisstöðum yrði eytt og ef ekki þá tryggt að honum verði ekki dreift víðar um landið vegna hættu á sjúkdómum og erfða- mengun. „Við hljótum að draga' í efa hæfni HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Apaspil" með Jason Beghe, John Pakow, Kate McNeil og Joyce van Patten í aðalhlutverkum. Leikstjóri er George A. Romero. Myndin fjallar um Allan sem lam- ast í slysi. Vinur hans, sem er líffræðingur og gerir tilraunir til að greindarbæta apa, þjálfar Ellu apynju fyrir Allan til að inna ýmis ar að laxinn verður að vera 3 kíló,“ segir Friðrik. Hvað fullyrðingar um erfðam- engun frá eldislaxi í ám við Faxa- flóa, og þá einkum Elliðaámar, varðar segir Friðrik að rannsóknin sýni eingöngu fjölda eldislaxa í ánum síðasta sumar og því sé ekki hægt að draga þá ályktun fram í tímann að Elliðaámar verði ónýtar innan 12 ára sé ekkert að gert. viðvik af hendi fyrir hann. í frétta- tilkynningu frá Háskólabíói segir: „Samband þeirra Allans og Ellu verður æ nánara og sú heift sem hann er haldinn yfir vanmætti sínum og óláni brýst fram án þess að hann fái við það ráðið. Ella nær æ meira valdi á honum og í lok myndarinnar kemur til uppgjörs þeirra á milli. Lengi er óvíst hvort þeirra hafi betur en lok myndarinn- ar munu koma flestum á óvart.“ STÓRHVELI angra loðnusjó- menn stöðugt á miðunum austn- orðaustur af Langanesi. í vik- unni stórskemmdu tveir hnúfu- bakar nótina hjá Hilmi II SU og Þórður Jónasson EA fékk fjóra í nótina, en tókst áfallalí- tið að losna við þá. Fleiri skip hafa lent í svona vandræðum og má þar nefiia Dagfara ÞH og Erling KE. Veiði hefur verið góð undanfarið og hefur veður ekki verið til trafala. Mörg skip- anna liafa fyllt sig á einni nóttu og því landað nær daglega. Jón Finnsson RE tilkynnti um 1.200 tonna afla til Siglufjarðar á mánudag auk þeirra skipa, sem áður er getið. Síðdegis á þriðjudag tilkynntu eftirtalin skip um afla: Björg Jóns- dóttir ÞH 540, Valaberg GK 250 og Börkur NK 1.000 til Neskaup- staðar, Jón Kjartansson SU 1.120 og Guðrún Þorkelsdóttir SU 720 Leiðrétting í frétt um refabúið Auðnar II á Vatnsleysuströnd, sem birtist í blaðinu í gær, var rangt farið með nafn Árnheiðar Guðnadóttur. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á mis- tökunum. Leiðrétting í viðtali við Snæbjörn Vilhjálms- son á Akureyri sem birtist í Morgunblaðinu í gær undir yfír- skriftiuni Staldrað við var hann sagður Einarsson. Einnig var Knattspyrnufélagið Höttur á Egilsstöðum ranglega staðsett í Neskaupstað. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. til Eskifjarðar, Háberg GK 630 til Grindavíkur, Víkingur AK 1.350 til Akraness, Fífill GK 500, Hilmir II SU 590, Albert GK 730 og Guðmundur Ólafur ÓF 590 til Si- glufjarðar, Gu|lberg VE 350 til Þórshafnar, Örn KE 750 til Krossaness og Víkurberg GK 560, Bergur VE 300, Erling KE 450 og Þórshamar GK 600 til Raufar- hafnar. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Sighvatur Bjamason VE 690 og Kap II VE 550 til Vestmannaeyja, Grindvík- ingur GK 950 og Höfrangur AK 700 til Seyðisfjarðar, Hilmir SU 1.300 til Noregs, Huginn VE 550 til Siglufjarðar, Þórður Jónasson EA 650 til Krossaness og Keflvík- ingur KE 450 tonn, löndunarstað- ur óákveðinn. Fiskverð A uppboðsmörkuðum 7. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hffista Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verft varft verft (lestir) verft (kr.) Þorskur 51,00 47,00 49,11 54,100 2.656.734 Þorskur(ósl.) 47,00 46,00 46,40 10,343 479.915 Ýsa 74,00 35,00 68,73 7,220 496.285 Smáýsa 10,00 10,00 10,00 0,012 120 Karfi 29,00 24,00 25,75 50,135 1.291.123 Steinbítur 42,00 42,00 42,00 0,230 9.681 Ufsi 29,00 15,00 21,80 23,686 516.268 Langa 37,00 37,00 37,00 1,186 43.901 Keila 16,00 11,00 12,89 6,093 78.573 Samtals 37,51 154,417 5.791.962 Selt var aðallega úr Víði HF, Ljósfara HF, Stakkavík ÁR, frá Nesveri hf., Hafbjörgu hf., Tanga hf. og Hróa hf. dag verftur selt óákveðið magn af blönduðum afla úr Víði HF og fleirum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 33,00 30,00 31,34 9,588 303.530 Þorskur(ósL) 39,00 20,00 37,27 0,420 15.654 Ýsa 66,00 34,00 44,53 4,000 176.144 Ýsa(ósl.) 12,00 12,00 12,00 0,036 432 Karfi 25,00 25,00 25,00 1,720 43.005 Hlýri 28,00 28,00 28,00 0,356 9.968 Lúðafmillist.) 160,00 90,00 135,79 0,558 75.770 Lúða(smá) 70,00 70,00 70,00 0,016 1.120 Skarkoli 39,00 39,00 39,00 0,582 22.698 Samtals 37,43 17,377 650.422 Selt var úr Keili RE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 36,50 36,50 36,50 2,500 91.250 Ýsa 78,50 17,00 46,60 0,791 36.864 Ufsi 22,50 18,00 21,10 6,361 134.209 Karfi 26,50 23,50 25,24 1,068 26.961 Lúða 100,00 100,00 100,00 0.0,) 4 1.400 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,0(75 2.625 Síld 8,50 6,77 7,17 134,310 962.489 Samtals 8,65 145,119 1.255.798 Selt var úr ýmsum bátum. i dag verður selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. Atriði úr kvikmyndinni „Apaspili“ sem sýnd er í Háskólabíói. Apaspil í Háskólabíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.